Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090


Höfundur
KHx
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 14. Feb 2017 15:30
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf KHx » Mán 17. Okt 2022 11:02

Buildzoid fer yfir Palit 4090 kortið, þeir framleiða líka undir Galax og Gainward nöfnunum.

Það virðast ekki allir AIB partnerar útfæra 4090 kortin sín eins:
https://www.reddit.com/r/hardware/comments/y60ljm/buildzoid_gpu_pcb_breakdown_of_the_palit_rtx_4090/



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Mán 17. Okt 2022 13:26

Það er kostur við minna spennuvirkið á Gamerock er að það er ekkert á bakhliðinni sem þarf kælingu en klárt mál að ekki er hægt að modda þau og fá eitthvað stórt OC fyrir vikið. Í fljótu braðgi myndi ég aðeins setja athugasemd við að það séu ekki notaðir möguleg high end capacitors og nægilega margir.
Er með svona kort það er mjög kalt, kælirinn er að virka fáránlega vel hins vegar og þegar verið var að bera kortið saman við Gigabyte Master þá var það kort ekki að ná að rjúfa 3GHz múrin í yfirklukki og bakhliðin hitnaði mikið, 500W maxið á Gamerock gaf hins vegar strax 3GHz en einn fer ekki mikið hærra. Ég yfirklukka ekki svo ég tek minna spennuvirki ef það þýðir ekkert á bakhliðinni en ég myndi vilja sjá þarna alvöru þétta, sjáum hvað Palit segir.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Höfundur
KHx
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 14. Feb 2017 15:30
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf KHx » Mán 17. Okt 2022 13:35

Mér skildist á nvidia gæjanum sem kom í viðtal til Gamer's Nexus að það væru engir minniskubbar á bakhliðinni á 4090.
Micron væri komið með nýrri kubba og þess þyrfti ekki lengur, hefði bara verið gert á 3090 af því að það var ekki hægt að ná 24GB öðruvísi.

Það getur vel verið að þetta skipti engu máli þannig, vildi bara að menn væru upplýstir.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Mán 17. Okt 2022 14:21

Það er rétt, engir minniskubbar á bakhlið 4090 eða 3090Ti, ég var að tala um spennuvirki sem var á bakhlið Gigabyte Master 4090 sem var að hita bakhliðina, með minna spennuvirkju losnar einn við það svo að minna er ekki endilega verra hérna.
Kom svo ekki fram þarna í þessu að Nvidia samþykkir öll kort fyrir framleiðslu, Palit sendir þeim hönnunina til að samþykktar áður en menn byrja að setja saman, eitt af því sem menn hafa kvartað yfir en það er ekkert hægt að gera nema að Nvidia samþykki það, meira segja hönnunin á kassa utan um korti þarf samþykki Nvidia.. no jokes.
Tek svo fram að ég er ekki að verja neitt, ég er sjálfur smá skúffaður yfir slöppum þéttum þarna, spennuvirkið er í góðu lagi en það er ekkert á bakhlið kortsins sem hitnar og ekki einn paddi þar heldur sem er jákvætt fyrir aðila eins og mig sem yfirklukka ekki og vilja hljóðlátar tölvur.
Síðast breytt af Templar á Mán 17. Okt 2022 14:26, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Þri 18. Okt 2022 08:54

Aðvörun - Langt, heilar 3-4 mín að lesa en það er of langt í dag fyrir flesta :D

ok gat skoðað þetta aðeins betur í gær. Langt en skemmtilegt að lesa um þetta. Með fyrirvara um villur og þeir sem vita betur, ekki álykta betur heldur vita betur endilega leggja orð í púkk eða leiðrétta, takk.

Byrja á niðurstöðunni sem er á þessa vegu: Þú ert aldrei að fara að slá nein met á þessum kortum í yfirklukkun því þau takmarkast við 500-540W af Total Board Power /TBP og ekki 600W eins og "stóru" kortin. Hins vegar til að komast í 600W eða meira í TBP þarf að volt modda kortin sem að 99.99% gera aldrei, þú ert ekki takmarkaður á því hve mikið afl kortið getur tekið heldur vcore limited.
Edit: Hvað er volt mod, að breyta BIOS eða soldera á borðið breytingu til að leyfa hærra volt á core-inn til að taka meira afl. Núverandi kort komast ekki yfir ~500W án þessara breytinga. Kort eins og MSI Suprim X er með 600W spennuvirki en Vcore limit sem hindrar að það komist yfir ~ ca. 500W, kortin voru að komast í ca. 480W við OC og aldrei meira þó svo að spennuvirkið væri fyrir 600W, þú þarft því að modda kortið til að rjúfa þetta limit á Vcore og láta kubbinn draga meira afl til að komast yfir 500W.

1. Spennuvirkið er minna, í þessu tilfelli er það ekki verra og jafnvel betra fyrir þá sem ekki yfirklukka því það er ekkert á bakhliðum kortanna sem þarf kælingu, engin kælipaddi og engin hitamyndun yfir höfuð. Hentar mér vel sem yfirklukka ekki, meira segja undirklukka og líklega að gefa meira en reviews sýna en þeir eru alltaf með open bench. Real life er þetta að fara að gefa miklu meira en reviews sýna.
2. Hvað varðar þétta og voltstýringu þá vantar mig þekkingu en það sem ég sem neytandi get treyst á er að verkfræðingar Nvidia hafa samþykkt hönnun kortsins að það skili því sem það á að gera á þeim hraða sem auglýst er. Minnir mig aðeins á þegar menn voru að setja 5950X í budget B450 borð, ekkert mál en ef þú last overclockers.com forumið þá voru þetta svo ömurleg borð að þau myndu springa ef þú gerðir það en menn eru enn að keyra þessi borð með þessum örgjörvum, menn bara yfirklukka ekki.
3. Sá að einn skrifaði að ástæðan fyrir þessum stóru kælum á borðunum er sú að Nvidia gaf út 600W takmark til allra AIB framleiðenda því upphaflega átti að nota Samsung 8nm framleiðslu í kubbinn, þessu var svo breytt í TSMC 4nm framleiðslu sem þarf minni orku, minni orku en menn líka áætluðu en 600W markmiðið var komið og því svona mörg borð sem eru með kæli og spennuvirki fyrir 600W. "Low end" SKUin eru enn með 600W kæli en 500W spennuvirki.
4. 600W kortin virðast ekki klukkast neitt hærra eða vera hraðari þrátt fyrir 600W spennuvirki vs. 500W kortin ef þú voltmoddar þau ekki. Dæmi er að Der Bauer var með Aurous Master 4090 sem er mun stærra en GameRock 4090 en það klukkaðist ekki eins hátt úr kassanum, gat ekki rofið 3GHz múrinn. Annað dæmi er að JayzTwoCents klukkaði Asus Strix 4090 minna, já minna en 4090 FE sem er fáránlega flott borð (skil eVGA að beila). 4090 Strix er einfaldlega ekki að klukkast hærra en 500W borðin án voltmods og sýnist Hall of Fame hjá 3Mark staðfesta það.

5. Bakhliðar og OC
Asus Rog Strix 4090.
Mynd
Bakhlið MSI Suprim X 4090 - Hlussupaddar þarna, mesta sem ég hef séð. Þetta er það mikið að með kortið í turni og lárétt uppsett í PCI slott þá er þetta að fara að verða hitasafnari, kemur hins vegar aldrei fram í reviews þar sem menn setja svona kort í Open Bench og lóðrétt.
Mynd
Bakhlið Palit 4090, ekkert sem hitnar.
Mynd
Techpowerup samaburður á OC í viðhengi - óverulegur munur, sá einn sem tók sitt GameRock í 3040MHz á core á lofti, einn hérna á þessu spjallborði sem er þegar búinn að því.
Niðurstaðan með þá hönnun og stærð kortanna er sú að þessi kort eru öll eiginlega næstum eins í frammistöðu óbreytt, breytur eins og thermal paste og thermal paste ásetning er að hafa meiri áhrif en hönnun kortanna en smá skjekkja í thermal paste eða klísturstigi þess getur hækka hotspot á kubbinum sem hefur meiri áhrif á frammistöðina en kælirinn eða spennuvirki á borðinu svo lengi sem einn er ekki að voltmodda.
Sýnist mönnum vera alveg gersamlega óhætt að kaupa hvaða 4090 kort sem er ef þeir eru ekki að voltmodda fyrir extreme OC.
Myndi nota þessa töflu um hávaða sem er í viðhengi til að stýra kaupunum mínum, nokkur kort þarna sem ég myndi ekki vilja, er að keyra mitt GameRock með limited fan curve eða quiet bios. MSI með hljóðlátasta kortið eins og vanalega og sýndist mér það í upphafi að þeir væru með þéttasta kælinn eins og á 3090 seríunni. Menn munu samt áfram sjá MSI og Asus með hæstu yfirklukkin, þetta er svokallaður positive bias en þeir sem kaupa kortin eru þeir sem að tinkera mest fyrir utan það að voltmodda. Hvaða kort myndi ég kaupa ef ég ætlaði að voltmoda, FE eða MSI Suprim. Án voltmodda eða vatnskælingu, Palit eða MSI, Strixinn og Giga Master er svona eins og gaur í 3 hettupeysum því hann er að reyna að lúkka massaður, all show no bang.
Annars er þetta enn ein veislan fyrir neytendur, verðin að lækka, menn geta náð í AMD 6900 og 6950 borð fyrir USD700 í dag og hvert einasta 4090 kort er einfaldlega frábært. Góða skemmtun...
Viðhengi
Techpowerup comparrison OC.gif
Techpowerup comparrison OC.gif (43.66 KiB) Skoðað 3347 sinnum
Techpowerup noise.gif
Techpowerup noise.gif (140.21 KiB) Skoðað 3347 sinnum
Síðast breytt af Templar á Þri 18. Okt 2022 10:51, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Þri 18. Okt 2022 09:03

Der Bauer að voltmodda 4090 Strix fyrir OC og komast í 600W. Jamm þetta er smá vinna, kanski verður hægt að gera þetta með custom BIOS líka.
https://youtu.be/QRMhvXbBKrg?t=367


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Þri 18. Okt 2022 20:09

Mitt eigið run á Gamerock 4090 500W max TBP.
Kortið óbreytt og í kassa. Meira OC en Der Bauer fékk á Gigabyte 4090 Master, mun stærra kort með 600W spennuvirki á opnum test bench vertical mount.
Viðhengi
Screenshot_20221018_195404.jpg
Screenshot_20221018_195404.jpg (345.19 KiB) Skoðað 3157 sinnum


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Þri 18. Okt 2022 20:25

Kortið hans Fletch, hann er að ná betra OC en 98% af TechTubers.
Viðhengi
Screenshot_20221018-202323_Vivaldi Browser.jpg
Screenshot_20221018-202323_Vivaldi Browser.jpg (333.62 KiB) Skoðað 3137 sinnum


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf jonsig » Þri 18. Okt 2022 21:26

KHx skrifaði:Buildzoid fer yfir Palit 4090 kortið, þeir framleiða líka undir Galax og Gainward nöfnunum.

Það virðast ekki allir AIB partnerar útfæra 4090 kortin sín eins:
https://www.reddit.com/r/hardware/comments/y60ljm/buildzoid_gpu_pcb_breakdown_of_the_palit_rtx_4090/


1.Buildzoid er ekki tæknimenntaður að neinu leiti. Hann hefur hinsvegar náð að blekkja fólk til að vita ekki betur. Hönnun á svona flóknum rafeindabúnaði eins og skjákorti er unnin af hönnunarteymum sem hafa yfirsýn með sitthvorum hlutanum af heildar hönnuninni svo það er erfitt fyrir einn mann að hafa alla heildar yfirsýn , hvað þá einhvern random sjálfmenntuðum bullshitoid af youtube.
Ég var fljótur að afskrifa þennan gaur eftir að hann reyndi að þykjast geta skýrt virkni VRM með einhverri grunnskóla stærðfræðiformúlu.

2.Ég treysti betur verkfræðingunum hjá AIB partners heldur en einhverjum novice á youtube.

3.Fleirri VRM modulur = meira gpu osomness. Svar:Rangt. Persónulega tæki ég skjákort með helmingi færri VRM´s séu það vandaðari komponentar eða betri hönnun. Ég er ekki að reyna slá heimsmet í að overclocka skjákort sem eru að rembast við að ná tveggja ára ábyrgðinni á stock settings.

ps nenni ekki að lesa neitt buildzoid

edit:
Meikaði 7:43 min áður en þetta varð sársaukafullt.
Síðast breytt af jonsig á Þri 18. Okt 2022 21:59, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Mið 19. Okt 2022 07:05

:sleezyjoe Jonsig alltaf jafn jákvæður... ég var búinn að taka eftir því að BuildzOID er smá HemarrhOID fyrir suma, flott að techtubers séu að bryðja allt í sig fyrir neytendur en þeir verða líka að sýna ábyrgð sjálfir í sinni gagnrýni. Myndi vilja sjá Palit svara honum einfaldlega en þetta er að hafa áhrif því t.d. svo fáir vita að ekkert skjákort er ekki fyrir frram samþykkt sem hönnun af Nvidia sjálfum sem er ákveðin trygging. Það er ekkert 100% í heimi hér og fyrirtæki klúðra en það á líka við þá sem eru að gagnrýna fyrirtækin og engin er í raun verri en meintir "fjölmiðlamenn" í bullinu um fólk og fyrirtæki.
HemarrhOID tekur mjög djúpt í árinni í þessu myndbandi og þetta er alveg sleikt upp þúsundum miðað við athugasemdirnar.
Ég get amk. sagt að ég er að klokka mitt Palit 4090 á silent profile hærra en Gigabyte Master 4090 hjá Der Bauer og Asus 4090 Strix kortið hans Jayz2Cents svo so far so good...
Síðast breytt af Templar á Mið 19. Okt 2022 07:05, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf jonsig » Mið 19. Okt 2022 17:59

Finnst bara gott hjá Palit að vera ekki að svara svona gæjum, það gæfi svona BS týpum vissan trúverðuleika og auglýsingu.
Ef bullshitoid myndi virka eins og hann vissi eitthvað fyrir þeim sem hafa í raun vit á þessu þá hefðu þeir örugglega samband við hann jafnvel atvinnuviðtal, eins og Jonny Guru hérna í den, fékk ráðningu hjá Corsair.
Það kemur mér ekki að óvart að svona týpa hafi haug af followers en það er ekki merki um að þarna sé eitthvað af viti í gangi.



Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Drilli » Lau 22. Okt 2022 12:51

Er einhver verslun sem er að fá Aorus RTX 4090 24GB í hillurnar? Ég er ekki að finna það kort neinstaðar.


CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Lau 22. Okt 2022 14:59

https://www.techpowerup.com/review/giga ... -oc/3.html
Ef þú ert að tala um þetta kort þá virðist kælirinn góður en þú ert ekki með vapor chamber beint á minnið, ert með málm plötu með 2mm padda sem kæla minnið og svo talsverða hitasöfnun aftan á kortinu vegna hönnunar á spennuvirkinu.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Drilli » Lau 22. Okt 2022 15:16



CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Sun 23. Okt 2022 08:52

Der Bauer er með þetta kort í skoðun, fyrsta kortið eftir FE sem hann skoðar, kemur þarna vel inn á hvernig vcore limitið frá Nvidia gerir 600W spennuvirkið ónothæft án voltmods. Hann segir að BIOS hakk taki ekki á þessu, þú verður að bókstaflega að volta mod á kortið.
https://www.youtube.com/watch?v=zc-zwQMV8-s
Gæti ímynda mér að computer.is myndi fá þetta kort en þeir hafa selt Gigabyte kortin. Kortið lítur vel út en eins og kemur fram í myndbandinu þá eru þarna fullyrðingar um vifturnar frá Giga sem eru bara bull, farið aðeins yfir það upphafi. Kælirinn er massífur og ef menn ætla að voltmodda kortinu þá er þetta mjög öflugt kort.
Mér finnst þetta mjög flott kort en það er ekki hins vegar gallalaust, minnið snertir ekki vapor chamberið beint, er með styrkingarplötu á milli þess og vapor chambers og með 2mm padda. Svo ertu með stóran hluta af spennuvirkinu aftan á kortinu sem hitar bakplötuna mikið, gersamlega useless uppsetning nema að þú ætlir að voltmodda, líklega legacy mál því að upphafleg kort áttu að nota allt að 600W samkvæmt rumor mill. DerBauer talar um hvað það virki vel að færa hita í bakplötuna en það væri auðvitað best að hafa ekkert sem safnar hita aftan á kortinu en í PCI slotti í turni er þetta hitasafnari en kemur ekki í ljós þegar þessar prófananir eru gerðar í open bench reviews.
Hann nær max OC á kortinu 3015MHz sem er talsvert undir því sem ég hef náð á mínu Palit án artifacts, þeas. ég fann ekki toppinn hjá mér í því OC, hann Fletch er líka með Palit og fór í 3100+. Flott kort en því meira sem ég sé þessi stóru kort því meira ánægður er ég með Palit kortið mitt og augljóslega lítið ef nokkuð að marka dissið frá Buildzoid og ekki í fyrsta sinn. Palit er ekki með neitt á backplate og minnið er beint á vapor chamberið og paddan þar.
Það er eiginlega meira augljóst að Nvidia leyfir ekkert, það eina sem að AIBs hafa geta gert sem að FE kortið gerir ekki er að setja aðeins stærri kæli og ímyndað hype eins og vifturnar á Gigakortinu, AIB partners hafa ekkert rými til að fara eigin leiðir og þó svo að 4090 default er geggjað tel ég okkur neytendur vera að tapa á þessu fyrirkomulagi. Það sem er brill þó eru þessi 600W kælar á 450W kortum, þau eru lang flest mjög hljóðlát.
Þetta kort gæti þó orðið kóngurinn fyrir þá sem voltmodda, heilar 13 hitapípur og eflaust hægt að setja einhver met með kortinu því þetta er risakælir en vegna þyngdar hans er ekki hægt að láta vapor chamberið snerta minnið beint en það er ekki stórt mál þegar menn eru að taka met í opnu umhverfi.
Viðhengi
Gigabyte 3090 small vapor champer and not on RAM.gif
Gigabyte 3090 small vapor champer and not on RAM.gif (823.11 KiB) Skoðað 2466 sinnum
Síðast breytt af Templar á Sun 23. Okt 2022 10:41, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Drilli
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 24. Sep 2013 21:31
Reputation: 19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Drilli » Sun 23. Okt 2022 09:49

Takk kærlega fyrir langt og ítarlegt svar <3


CPU: i9-13900K | CPUC: Aorus Waterforce x 360 | GPU: Gigabyte RTX 4090 24GB | MOB: Gigabyte Z790 Aorus Master | PSU: Corsair RM1000i | RAM: Corsair Dominator DDR5 6400MHz (2x32GB) | SDD M.2: Samsung 990 + 980 PRO 2 TB(4Gen) & 970 PRO 500GB & 970 EVO 500GB | SDD: Samsung 840 EVO 120GB & 500GB | PCC: Lian Li O11 Dynamic XL | Monitor: Philips 279M1RV (4K)

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðið þetta áður en þið farið í Palit, Gainward, Galax RTX4090

Pósturaf Templar » Lau 26. Nóv 2022 13:51

Uppfært, Gigabyte kortin eru að kæla ram mjög vel, þessi uppsetning hefur ekki neikvæð áhrif, þvert á móti besta ram kælinginn.
Síðast breytt af Templar á Sun 27. Nóv 2022 12:52, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||