Nýtt MB postar ekki


Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Nýtt MB postar ekki

Pósturaf talkabout » Mán 17. Okt 2022 18:03

Sælir. Enn á ný móðurborðsvesen á mér. Náði í nýtt Gigabyte X570S Aorus Elite AX (rev 1.1) (https://www.gigabyte.com/Motherboard/X570S-AORUS-ELITE-AX-rev-11#kf), annað er eins og í undirskrift hjá mér. Nákvæmlega sömu íhlutir, bara splunkunýtt borð.

Nema... er lífsins ómögulegt að fá það til að pósta. Búinn að nota Q-Flash+ til að uppfæra BIOS, bæði með CPU, minni og GPU ísett og svo líka með borðinu nöktu (eins og þurfti að gera með eldri revisions, var þess virði að prófa). Búinn að resetta CMOS. Búinn að prófa með einum minniskubb og tveimur, í öllum mögulegum slottum.

Búinn að rífa allt úr og setja í gamla móðurborðið, póstar fínt, þannig að ekki eru það íhlutirnir. Það er straumur, allt RGB draslið á minni og GPU lýsir eins Las Vegas, viftur á fullum snúning, en það er bara ekkert að gerast umfram það. Þykist vera búinn að reyna allt mögulegt, er einhver með lausn fyrir mig áður en ég sendi það til baka og fæ nýtt? Ég nenni því frekar takmarkað.


Ryzen 7 5800X - Noctua NH-D15S - Gigabyte Gaming OC RTX3070- G.Skill Trident Z 2x16 3600 - ASRock X570 Steel Legend- Seasonic M12II-620 EVO - Nanoxia Deep Silence Case


Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Tengdur

Re: Nýtt MB postar ekki

Pósturaf Cikster » Mán 17. Okt 2022 19:02

Ef þú getur komist í annað (eldra) skjákort mundi ég prófa það. Virðist eitthvað hafa verið um að x570 og líka nýju amd borðin X670 hafi lent í böggi með 30xx og 40xx seríu kort ... en virkað með öðrum (held ég hafi séð allavegana 2x video á youtube frá jaystwocents þar sem hann hefur lent í því)

Ef ég man rétt var þetta eitthvað tengt því að PCI-express raufin var stillt á gen 4 .... en ef var stillt í bios að keyra það bara á Gen 3 virkaði korið.
Síðast breytt af Cikster á Mán 17. Okt 2022 19:24, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt MB postar ekki

Pósturaf talkabout » Mán 17. Okt 2022 21:49

Cikster skrifaði:Ef þú getur komist í annað (eldra) skjákort mundi ég prófa það. Virðist eitthvað hafa verið um að x570 og líka nýju amd borðin X670 hafi lent í böggi með 30xx og 40xx seríu kort ... en virkað með öðrum (held ég hafi séð allavegana 2x video á youtube frá jaystwocents þar sem hann hefur lent í því)

Ef ég man rétt var þetta eitthvað tengt því að PCI-express raufin var stillt á gen 4 .... en ef var stillt í bios að keyra það bara á Gen 3 virkaði korið.


Er einmitt búinn að láta þetta rúlla án þess að hafa skjákortið í, MB ætti þá að pósta ef kortið er vandamálið (þ.e. USB og ethernet ættu að vakna... gera það ekki).


Ryzen 7 5800X - Noctua NH-D15S - Gigabyte Gaming OC RTX3070- G.Skill Trident Z 2x16 3600 - ASRock X570 Steel Legend- Seasonic M12II-620 EVO - Nanoxia Deep Silence Case