Hæhæ,
Ég er búinn að vera nota Logitech G513 Tactile í tæp 2 ár núna og elska það, en er farinn að taka eftir því að stundum er lyklaborðið að slá inn suma stafi tvisvar þegar ég ýti bara einu sinni á þá.
Hef eitthvað aðeins verið að google-a þetta og fann þó nokkra þræði sem menn eru að tala um þetta.
Það er ennþá í ábyrgð og er að hallast að því að fara og skila því. Leiðinlega er að ég elska takkana á þessu borði.
Á maður að fara bara í sama lyklaborð og treysta á að þetta gerist ekki aftur eða skoða annað?
Þó nokkrir sem ég hef talað við eru að tala um Keychron K4 V2 (taka fram að ég þarf að vera með talnaborð)
Og alls ekki verra að hafa það þráðlaust, orðinn smá þreyttur á þessu snúrudæmi, er með gat í borðinu til þess að þræða kapalinn úr augnsýn, en væri alveg til í að geta gripið lyklaborðið með mér í önnur verkefni án þess að eyða 1klt í að þræða kapalinn aftur til baka. hann er fastur á mörgum stöðum undir borðinu haha.
Hvernig er reynslan hjá mönnum á Keychron K4 V2 ?
Lyklaborðs pælingar
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 270
- Skráði sig: Mán 09. Feb 2015 14:51
- Reputation: 44
- Staða: Ótengdur
Lyklaborðs pælingar
3900x - GB Aorus Elite - RTX 3080 - 32gb DDR4 (3600Mhz) - 1x 1TB m.2 + 1x 2TB m.2 - Lian Li O11 - Be Quiet 850w gold - Custom Loop
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Lyklaborðs pælingar
Fékk mér Keychron borðið í gær með rauðum switchum og þetta er frábært borð, ástæðan að ég fékk mér þetta í staðinn fyrir t.d. Logitech MX Mini mekaníska borðið eða full size útgáfuna var aðallega verðmunurinn.
Tekur eftir að Keychron er full size og 37cm langt en hitt Logitech full size er ca. 43cm
Munurinn er að þú getur legið með lyklaborð sem er 37cm langt betur en 43cm, sem er stór plus þegar þu ert latur og þá ertu með full size borð en ekki mini drasl.
Tekur eftir að Keychron er full size og 37cm langt en hitt Logitech full size er ca. 43cm
Munurinn er að þú getur legið með lyklaborð sem er 37cm langt betur en 43cm, sem er stór plus þegar þu ert latur og þá ertu með full size borð en ekki mini drasl.
Síðast breytt af Trihard á Mán 10. Okt 2022 09:43, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Lyklaborðs pælingar
Ég er með Keychron Q6 vírað og mjög sáttur, það er usb-c tengi á lyklaborðinu en ekki föst snúra, þannig að þægilegur flutningur snýst meira um auka snúru en að þræða eitthvað. Mér hefur sýnst að K borðin séu góður og hagstæður kostur, finnst eini gallinn að það er ekkert full size ISO K borð hjá þeim.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Lyklaborðs pælingar
Það er töluvert til af Varmilo ISO lyklaborðum hjá elkó. Hvað finnst fólki um þau?
Keypti nýlega notað borð (hér á vaktinni) með Rose EC V2 rofum og er nokkuð sáttur.
Keypti nýlega notað borð (hér á vaktinni) með Rose EC V2 rofum og er nokkuð sáttur.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
- has spoken...
- Póstar: 162
- Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Lyklaborðs pælingar
Pantaði mér Keychron K4 með rauðum svissum um daginn. Fíla það í botn. Vantaði Lyklaborð með numpad, en vildi samt ekki að það væri full size. Og það gerir þetta lyklaborð ennþá betra fyrir mig þar sem ég ferðast stundum með það og tengist þá bara með Bluetooth eða einfaldlega með USB c snúrunni.
No bullshit hljóðkall
Re: Lyklaborðs pælingar
ekkert skrifaði:Það er töluvert til af Varmilo ISO lyklaborðum hjá elkó. Hvað finnst fólki um þau?
Keypti nýlega notað borð (hér á vaktinni) með Rose EC V2 rofum og er nokkuð sáttur.
Ég hef átt þrjú Varmilo, seldi fyrsta lyklaborðið (sé enn eftir því). Nota eitt með Cherry MX Silent heima og svo Daisy EC V2 rofum.
Get ekki mælt meira með þeim, mjög há gæði.
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Re: Lyklaborðs pælingar
Eru alltaf sömu lyklarnir sem koma 2x? Ég á lyklaborð með Kailh Red svissum sem ég þarf annað slagið að nota contact cleaner á og þá hætta stafirnir að endurtaka sig.
-
- Gúrú
- Póstar: 562
- Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
- Reputation: 29
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lyklaborðs pælingar
sorry off topic en hvernig gerir maður "<" og ">" á svona lyklaborði með stóra vinstra Shift takka?
ég á Corsair K65 og gat engan veginn finna þessa tákn xD
ég á Corsair K65 og gat engan veginn finna þessa tákn xD
Re: Lyklaborðs pælingar
rickyhien skrifaði:sorry off topic en hvernig gerir maður "<" og ">" á svona lyklaborði með stóra vinstra Shift takka?
ég á Corsair K65 og gat engan veginn finna þessa tákn xD
hægra meginn við "m" held ég, þetta er Amerísk hönnun (eða eitthv)
-
- Gúrú
- Póstar: 562
- Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
- Reputation: 29
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lyklaborðs pælingar
já það er svona tákn hægra megin við "m" en ef maður er með lyklaborði stillt á ISL þá er það ";" og ":"
-
- Fiktari
- Póstar: 99
- Skráði sig: Mán 07. Maí 2012 20:43
- Reputation: 4
- Staðsetning: Vesturland
- Staða: Ótengdur
Re: Lyklaborðs pælingar
rickyhien skrifaði:já það er svona tákn hægra megin við "m" en ef maður er með lyklaborði stillt á ISL þá er það ";" og ":"
Getur notað alt-60 og alt-62
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 270
- Skráði sig: Mán 09. Feb 2015 14:51
- Reputation: 44
- Staða: Ótengdur
Re: Lyklaborðs pælingar
orn skrifaði:Eru alltaf sömu lyklarnir sem koma 2x? Ég á lyklaborð með Kailh Red svissum sem ég þarf annað slagið að nota contact cleaner á og þá hætta stafirnir að endurtaka sig.
Ég hef ekki tekið eftir neinu munstri þegar það kemur að því hvaða lyklar koma 2x. Og það gerist alls ekki alltaf.
Ég t.d. tók það úr sambandi til að fara með það í elko en þurfti svo að redda einu þannig ég tengdi það aftur og hef ekki lent í þessu síðan haha.
Lyklaborðið er aðalega að rennda úr ábyrgð í næsta mánuði og væri til í að vera ekki að enda með bilað lyklaborð eftir að ábyrgðinni lýkur.
Hef eitthvað aðeins verið að afla mér upplýsinga og virðist þetta ekki vera óalgengt hjá Logitech. Talaði við einn sem ég þekki sem er að vinna hjá Elko og talaði hann um að þeir væru af og til að fá logitech lyklaborð með þetta vandamál.
3900x - GB Aorus Elite - RTX 3080 - 32gb DDR4 (3600Mhz) - 1x 1TB m.2 + 1x 2TB m.2 - Lian Li O11 - Be Quiet 850w gold - Custom Loop