Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Allt utan efnis
Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf Nariur » Mið 05. Okt 2022 12:13

Climbatiz skrifaði:ok, á ég semsagt að skilja það að þið segið að það séu meiri líkur á Rússar og Kína fari í stríð heldur en ekki? ég sá bara mikið talað hérna um það hérna og vildi gefa nokkra púnkta um að þeir hafi meira samstarf heldur þess efnis að þeir séu óvinir og eru á leiðinni í stríð, ekkert af þessu var backed up með einhverju "citation" en þegar ég pósta er strax farið að efast um það sem ég segi, þannig ég býst við að margir haldi að stríð milli Rússa og Kína er verulegur raunveruleiki...

ekkert mál, hélt ég væri bara að koma með eitt komment sem ég hélt væri augljóst, i guess i'm in the wrong here, i'll be quiet : ]


Tja. Það sem þú sagðir er kolrangt. Rússland og Kína eru hreinlega ekki í neinu hernaðarsambandi.
Það er enginn að segja að það sé líklegt að Rússland og Kína fari í stríð, en Rússland er orðið miklu meira djúsí skotmark fyrir Kína núna ef þeim dytti í hug að gera eitthvað.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf mikkimás » Mið 05. Okt 2022 12:44

jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð þetta viðhorf hjá öllum þeim sem vita meira um Rússland og hvernig Rússnesk stjórnvöld hegða sér.

Russia_nukes_twitter-05-10-2022.png

Þú ert kominn í smá mótsögn við sjálfan þig.

Þetta viðhorf er MAD (Mutually Assured Destruction) sem öðru fremur kom í veg fyrir kjarnorkuárás á almenna borgara í gegnum allt Kalda stríðið.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Okt 2022 15:21

mikkimás skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð þetta viðhorf hjá öllum þeim sem vita meira um Rússland og hvernig Rússnesk stjórnvöld hegða sér.

Russia_nukes_twitter-05-10-2022.png

Þú ert kominn í smá mótsögn við sjálfan þig.

Þetta viðhorf er MAD (Mutually Assured Destruction) sem öðru fremur kom í veg fyrir kjarnorkuárás á almenna borgara í gegnum allt Kalda stríðið.


Þarf ekki að vera mótsögn í sjálfu sér, þar sem svona stjórnmál eru flókin og oft í andstöðu við sjálfan sig. Ef það hefst ekki borgarastyrjöld í Rússlandi fljótlega þá gæti staðan þróast yfir í þriðju heimsstyrjöldina. Hættan á borgarastyrjöld í Rússlandi er orðin mjög mikil en það eitt tryggir ekki að slíkir atburðir hefjist.

Rússland heldur áfram að tapa þessari innrás í Úkraínu sem er mjög gott mál. Þó svo að hættan á einhverju brjálæði frá Rússlandi aukist í kjölfarið núna, væntanlega tímabundið.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf rapport » Mið 05. Okt 2022 16:51

jonfr1900 skrifaði:
mikkimás skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð þetta viðhorf hjá öllum þeim sem vita meira um Rússland og hvernig Rússnesk stjórnvöld hegða sér.

Russia_nukes_twitter-05-10-2022.png

Þú ert kominn í smá mótsögn við sjálfan þig.

Þetta viðhorf er MAD (Mutually Assured Destruction) sem öðru fremur kom í veg fyrir kjarnorkuárás á almenna borgara í gegnum allt Kalda stríðið.


Þarf ekki að vera mótsögn í sjálfu sér, þar sem svona stjórnmál eru flókin og oft í andstöðu við sjálfan sig. Ef það hefst ekki borgarastyrjöld í Rússlandi fljótlega þá gæti staðan þróast yfir í þriðju heimsstyrjöldina. Hættan á borgarastyrjöld í Rússlandi er orðin mjög mikil en það eitt tryggir ekki að slíkir atburðir hefjist.

Rússland heldur áfram að tapa þessari innrás í Úkraínu sem er mjög gott mál. Þó svo að hættan á einhverju brjálæði frá Rússlandi aukist í kjölfarið núna, væntanlega tímabundið.


Er eitthvað minni hætta á borgarastyrjöld í USofA ?

US hefur ekki þurft að pæla í "tactical" nukes því að það er ekkert annað ríki í Ameríku með kjarnorkuvopn.

Ef RUS munu nota slík vopn þá munu US ekki geta notað sínar stóru nukes á móti EN RUS mun setja 3. heimsstyrjöldina af stað og það er gefið að ef þeir menga 1 ferkílómeter, þá mun Rússland á endanum minnka um 10 ferkíómetra til að bæta viðkomandi þjóð skaðann.

Það eru líklega mörg nágrannalönd og héruð innan RUS sem eru farin að hugsa um hvernig þetta spilast. Pútín er faktíst séð búinn að segja að "lína á korti skilgreinir ekki þjóð" og þá eru margir í austur RUS sem spyrja sig hvort þeir eigi þá ekki meira sameiginlegt með Asíubúum og Kína en hvítum vestur rússum.
Capture .JPG
Capture .JPG (141.09 KiB) Skoðað 4257 sinnum


Mynd
Síðast breytt af rapport á Mið 05. Okt 2022 16:53, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf nidur » Mið 05. Okt 2022 17:00

Bara tvær spurningar, kannski er ég ekki að rýna rétt í þessi mál.

Hvernig er Rússland að tapa í Úkraínu?
Eru þeir að missa meiri mannskap og hergögn en Úkraína, skýrslur frá Pentagon meðal annars benda ekki til þess.
Fyrir utan allan mannskapinn og hergögn sem eru á leið þangað núna frá Rússlandi, sé ekki fyrir mér að sé eitthvað tap að fara að gerast á næstunni.
Eru vestrænir miðlar ekki að tala um það deyji 3-5 Úkraínskir hermenn á hvern 1 Rússneskann.

Borgarastyrjöld í Rússlandi?
Er það af því að pólitíkin/hershöfðingjar/borgarar vilji meiri hörku í þetta stríð og sterkari svör við vestræna efnahagsstríðinu.
eða af því að almenningur vill losna við Pútin sem forseta.

Persónulega er ég ekki alveg að skilja það að vera með svona þráð á vaktinni.
Hvað verður svo næsti þráður hérna, EU becoming the fourth reich.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf mikkimás » Mið 05. Okt 2022 17:14

nidur skrifaði:Hvernig er Rússland að tapa í Úkraínu?
Eru þeir að missa meiri mannskap og hergögn en Úkraína, skýrslur frá Pentagon meðal annars benda ekki til þess.
Fyrir utan allan mannskapinn og hergögn sem eru á leið þangað núna frá Rússlandi, sé ekki fyrir mér að sé eitthvað tap að fara að gerast á næstunni.
Eru vestrænir miðlar ekki að tala um það deyji 3-5 Úkraínskir hermenn á hvern 1 Rússneskann.

Ég væri alveg til í að vita hvaða skýrslur þú ert að vísa í.

Ég fæ flestar upplýsingar frá Twitter þar sem Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa unnið áróðursstríðið. Þess vegna passa ég mig á að hengja mig ekki á nein samhengislaus "smáatriði" eins og einhliða mannfall. Hins vegar þegar ég skoða stóru myndina, þá er erfitt að álykta annað en að Rússum gangi mjög illa, sérstaklega upp á síðkastið.

Þeir eru að tapa landssvæðum, skortir vopn og skotfæri, lélegur mórall innan óskipulagðs hersins sem ekkert kvikkfix er til fyrir (er í menningunni, skoðaðu það sem Mark Hertling hefur skrifað), óþjálfaðir varamenn sendir á vettvang án þjálfunar o.s.frv.




ragnarok
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 12. Mar 2022 10:09
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf ragnarok » Mið 05. Okt 2022 18:24

rapport skrifaði:Ef RUS munu nota slík vopn þá munu US ekki geta notað sínar stóru nukes á móti EN RUS mun setja 3. heimsstyrjöldina af stað og það er gefið að ef þeir menga 1 ferkílómeter, þá mun Rússland á endanum minnka um 10 ferkíómetra til að bæta viðkomandi þjóð skaðann.


Menga hvað? Þú gerir þér grein fyrir því að sú litla geislavirkni sem er eftir sprengingu hverfur á klukkustundum, orðin ómælanleg á minna en 2 sólarhringum. Mikið vildi ég að eina þekking fólks á kjarnavopnum og kjarnorku væri ekki bara úr skáldskap eða áróðri. Kjarnavopn snúast um að ná sem mestum sprengikrafti m.v. þyngd sem hægt er, þau snúast að engu leiti um geislavirkni eða að menga eða gera svæði óbúanleg. Það eina sem gerir kjarnavopn hættulegri en hefðbundnar sprengjur er að þær eru svo léttar m.v. sprengikraft að það má skjóta þeim að skotmarki hringinn kringum jörðina á flaug.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Okt 2022 18:29

rapport skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
mikkimás skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð þetta viðhorf hjá öllum þeim sem vita meira um Rússland og hvernig Rússnesk stjórnvöld hegða sér.

Russia_nukes_twitter-05-10-2022.png

Þú ert kominn í smá mótsögn við sjálfan þig.

Þetta viðhorf er MAD (Mutually Assured Destruction) sem öðru fremur kom í veg fyrir kjarnorkuárás á almenna borgara í gegnum allt Kalda stríðið.


Þarf ekki að vera mótsögn í sjálfu sér, þar sem svona stjórnmál eru flókin og oft í andstöðu við sjálfan sig. Ef það hefst ekki borgarastyrjöld í Rússlandi fljótlega þá gæti staðan þróast yfir í þriðju heimsstyrjöldina. Hættan á borgarastyrjöld í Rússlandi er orðin mjög mikil en það eitt tryggir ekki að slíkir atburðir hefjist.

Rússland heldur áfram að tapa þessari innrás í Úkraínu sem er mjög gott mál. Þó svo að hættan á einhverju brjálæði frá Rússlandi aukist í kjölfarið núna, væntanlega tímabundið.


Er eitthvað minni hætta á borgarastyrjöld í USofA ?

US hefur ekki þurft að pæla í "tactical" nukes því að það er ekkert annað ríki í Ameríku með kjarnorkuvopn.

Ef RUS munu nota slík vopn þá munu US ekki geta notað sínar stóru nukes á móti EN RUS mun setja 3. heimsstyrjöldina af stað og það er gefið að ef þeir menga 1 ferkílómeter, þá mun Rússland á endanum minnka um 10 ferkíómetra til að bæta viðkomandi þjóð skaðann.

Það eru líklega mörg nágrannalönd og héruð innan RUS sem eru farin að hugsa um hvernig þetta spilast. Pútín er faktíst séð búinn að segja að "lína á korti skilgreinir ekki þjóð" og þá eru margir í austur RUS sem spyrja sig hvort þeir eigi þá ekki meira sameiginlegt með Asíubúum og Kína en hvítum vestur rússum.Capture .JPG

Mynd


Rússar hafa fjármagnað öfga-hægrið í Bandaríkjunum (með nokkrum leiðum og notað njósnara). Þegar það stoppar, þá væntanlega hverfur allt saman úr þessu í Bandaríkjunum. Reyndar er vandamál öfga-hægri milljarðarmæringar í Bandaríkjunum en ég veit ekki hversu lengi þeir geta haldið lengi að dæla peningum í hópa sem gætu komið af stað borgarastyrjöld í Bandaríkjunum.

Það er allt svo ritskoðað innan Rússlands að ekki er gott að fá fréttir og réttar upplýsingar þaðan.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Okt 2022 18:32

Þetta er það sem gerist þegar kjarnorkusprengja springur í stórborg.





Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf Mossi__ » Mið 05. Okt 2022 19:04

jonfr1900 skrifaði:Þetta er það sem gerist þegar kjarnorkusprengja springur í stórborg.



þú veist.. jájá ok.

Gott og vel.

En við munum þó þá fá pásu frá Gísla Marteini að ranta um Borgarlínuna.



Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf Ghost » Mið 05. Okt 2022 19:41

jonfr1900 skrifaði:Þetta er það sem gerist þegar kjarnorkusprengja springur í stórborg.


Ég er farinn að halda að þú sért bara að trolla hérna




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Okt 2022 19:43

Þetta verður meira svona reyndar en þetta er frá Star Trek: Strange new worlds. Fyrir utan það sem telst vera skáldskapur. Þá er þetta líklega það sem mun gerast.





Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Okt 2022 19:44

Ghost skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta er það sem gerist þegar kjarnorkusprengja springur í stórborg.


Ég er farinn að halda að þú sért bara að trolla hérna


Nei. Ég er bara sneggri að sjá hvað er að gerast í kringum mig en flestir. Ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér, þar sem hlutir breytast stundum með óvæntum hætti án nokkurs fyrirvara.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf nidur » Mið 05. Okt 2022 20:40

Held að það sé best að læsa þessu bara :D



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf appel » Mið 05. Okt 2022 20:45

Þetta er mesta vitleysa sem ég hef séð hjá Rússum.

Allt þetta púður sem þeir hafa sett í þetta stríð á síðustu rúmlega 6 mánuðum er bara púff að verða að engu, mestur "ávinningur" að gufa upp. Og þeir undirbjuggu þetta lengi, settu rjóma hers síns í þetta, en núna er útlit fyrir að staðan verði sambærileg þeirri sem var áður en þetta stríð hófst.

Ekki það að Úkraína hafi ekki orðið stórskaddað, það er alveg þannig, en Rússland hefur einnig orðið fyrir talsverðu tjóni. Það mun ekki gerast að Rússlandi geti "musterað" samskonar her saman og þeir upphaflega sendu inn í Úkraínu alveg á næstunni, það gæti tekið nokkur ár.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf appel » Mið 05. Okt 2022 20:51

nidur skrifaði:Held að það sé best að læsa þessu bara :D


Ég hef nú engan annan vettvang til að ræða þetta, þó maður hafi mikinn áhuga.
Nota ekki facebook, og vil helst ekkert vera að blaðra mikið um þetta í vinnunni því jú það er ekki öllum sama.

Finnst alveg fínt að það sé einhver vettvangur til að ræða þessa stórmerkilegu viðburði í heimssögunni.

Menn þurfa bara að vera kurteisir og fatta það að það er auðvelt að lenda í rifrildastappi, best að hunsa slíkt.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf appel » Mið 05. Okt 2022 21:12

Áhugaverð lýsing á stöðunni í Luhansk (norðasta héraðið sem er verið að berjast um)

Russia lacks manpower to stop Ukrainian advance in Luhansk, says correspondent embedded with Russian military

From CNN’s Mick Krever in London

The Russian military lacks the manpower necessary to hold off a further Ukrainian advance into the Luhansk region, a correspondent embedded with the Russian military in the occupied city of Svatove said on Tuesday evening.

“The Russian troops do not have enough manpower to stop the enemy attacks,” Alexander Kots, for Russian pro-government tabloid Komsomolskaya Pravda said in a video posted to Telegram. “The recent Russian losses are directly connected to that. It’s a very difficult period of time on the front line at the moment.”

He said that “we expect a serious fighting here very soon,” and that “it remains to be seen if it could stop the enemy advances.”

Kots confirmed that Russian forces were trying to fortify their defense at the line connecting the occupied cities of Kreminna and Svatova. Yuriy Podolyaka, a pro-Russian military blogger said on Monday that Russian troops had withdrawn to the Zherebets River, which runs just west of Kreminna and Svatova.

“The enemy is concentrating its forces to attack Svatove from two directions,” Kots said on Tuesday. “The enemy artillery is reaching and working over the Kreminna-Svatove road and its sabotage and reconnaissance groups can operate there. This area is being fortified by the Russian troops who dig trenches and place land mines.”

He said that Ukrainian forces are “on the high and enjoying a numeric advantage.”

“They don’t have problems with the intelligence data or high precision weapons which they are constantly using. We are just waiting for our reserves to become fighting fit and join the battle.”



Þannig að það gæti orðið þannig innan skamms að Úkraína verði búið að ná nærri öllu Luhansk á sitt vald.


*-*

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf nidur » Mið 05. Okt 2022 21:23

Hljómar vel.

Það sem ég vill bæta við þennan þráð er eftirfarandi.

Ég held að margir haldi að Rússar hafi sent mikið af hernum sínum til Úkraínu.
Framlínan í þessu stríðu samanstendur af hermönnum LPR og DPR ásamt Wagner group og Chechen hermönnum sem eru svo bakkaðir upp af stórskotaliði úr Rússneska hernum. Það hafa verið gerð tvö rotation sem ég hef heyrt um hjá Chechen og Rússunum.
Það er talið að 10-15% af standandi her rússa hafi verið sendur til Úkraínu í upphafi.

Miðað við mannfalls tölur sem Zelensky hefur sjálfur gefið út þá er hægt að áætla að 70-150 þús. hermenn hafi fallið Úkraínu megin, sem er í kringum 30% af næst stærsta her Evrópu á eftir Tyrklandi. Rússland heldur núna 20% af landsvæði Úkraínu. Og seinustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þessa gagnáras sem er í gangi núna með nato vopnum og mannfallið í þessum árásum er gífurlegt þeas. Úkraínu megin.

Persónulega finnst mér efnahagsmálin í evrópu vera áhugaverðari en þetta Úkraínu stríð sem var hægt að semja um fyrir löngu.
Evrópa að fara til fjandans eftir covid, peningaprentun og refsiaðgerðir/efnahagsstríð gegn Rússlandi.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf appel » Mið 05. Okt 2022 21:34

nidur skrifaði:Hljómar vel.

Það sem ég vill bæta við þennan þráð er eftirfarandi.

Ég held að margir haldi að Rússar hafi sent mikið af hernum sínum til Úkraínu.
Framlínan í þessu stríðu samanstendur af hermönnum LPR og DPR ásamt Wagner group og Chechen hermönnum sem eru svo bakkaðir upp af stórskotaliði úr Rússneska hernum. Það hafa verið gerð tvö rotation sem ég hef heyrt um hjá Chechen og Rússunum.
Það er talið að 10-15% af standandi her rússa hafi verið sendur til Úkraínu í upphafi.

Miðað við mannfalls tölur sem Zelensky hefur sjálfur gefið út þá er hægt að áætla að 70-150 þús. hermenn hafi fallið Úkraínu megin, sem er í kringum 30% af næst stærsta her Evrópu á eftir Tyrklandi. Rússland heldur núna 20% af landsvæði Úkraínu. Og seinustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þessa gagnáras sem er í gangi núna með nato vopnum og mannfallið í þessum árásum er gífurlegt þeas. Úkraínu megin.

Persónulega finnst mér efnahagsmálin í evrópu vera áhugaverðari en þetta Úkraínu stríð sem var hægt að semja um fyrir löngu.
Evrópa að fara til fjandans eftir covid, peningaprentun og refsiaðgerðir/efnahagsstríð gegn Rússlandi.


Her er ekki bara her, og tölur á blaði skipta engu máli. Ég meina að ef her Rússlands er 100%, þá er aðeins 20% af því þessar úrvalshersveitir, svo 50% svona hefðbundnar, svo rest bara botnskrap. Þannig að þessi 20% eru í raun kannski 50-60% af bardagagetu alls hersins. Ef úrvalshersveitirnar gufa upp þá er eftir verr þjálfaðar hersveitir, með verri útbúnað og vopn.

Fjöldi hermanna skiptir engu máli. Sjáðu bara Persaflóastríðið (fyrra Íraks-stríð). Tölur á blaði skiptu engu máli, Írak sigraði það stríð, með fleiri hermenn og allt, en betri hersveitir rúlluðu þeim upp. Þetta er einsog að stilla saman úrvalsliði úr ensku deildinni að spila á móti 5. deildar liði.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf rapport » Mið 05. Okt 2022 22:33

Ef UKR segjast hafa fellt 50þ. RUS og vilja meina að þeirra mannfall sé minna, hvaðan koma þessar 70-150þ. tölur?

M.v. þær rásir sem ég followa á Telegraph þá er langt síðan rússnesku rásirnar fóru í froðu og þær Úkraínu megin fóru að henda inn frammgangi, í raun fljótlega eftir Mariupol.

Það kæmi mér verulega á óvart ef árangur Bandamanna væri ýktur.

En samt vantar að útskýra brottrekstur yfirmanna UKR megin seinnipart sumars, það var alveg fát UKR megin líka.

En Rússar munu ekki geta unnið þetta stríð án þess að fá hjálp annarra og um leið og einhver freistast þá verður þessi óformlega heimstyrjöld formleg.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf nidur » Mið 05. Okt 2022 22:46

appel skrifaði:Her er ekki bara her, og tölur á blaði skipta engu máli. Ég meina að ef her Rússlands er 100%, þá er aðeins 20% af því þessar úrvalshersveitir, svo 50% svona hefðbundnar, svo rest bara botnskrap. Þannig að þessi 20% eru í raun kannski 50-60% af bardagagetu alls hersins. Ef úrvalshersveitirnar gufa upp þá er eftir verr þjálfaðar hersveitir, með verri útbúnað og vopn.

Fjöldi hermanna skiptir engu máli. Sjáðu bara Persaflóastríðið (fyrra Íraks-stríð). Tölur á blaði skiptu engu máli, Írak sigraði það stríð, með fleiri hermenn og allt, en betri hersveitir rúlluðu þeim upp. Þetta er einsog að stilla saman úrvalsliði úr ensku deildinni að spila á móti 5. deildar liði.


Áhugavert.

Raunveruleikinn virðist vera að birgðir hjá nato og usa af búnaði sem er verið að senda til Úkraínu er að þurrkast upp.
Best þjálfaði mannskapurinn hjá þeim með mestu reynsluna hefur "gufað upp" eins og þú bendir á bara verr þjálfaðar hersveitir eftir, botnskrap.

Ég var að benda á að mesta mannfallið hjá rússum hefur verið í mannskap frá LPR og DPR. Ef ég skil þig rétt þá viltu meina að besti hluti Rússneska hersins hafi "gufað upp" Ég hins vegar held að hann hafi aldrei verið sendur til Úraínu.

Ég er bara að horfa hlutlaust á þetta. Eins og staðan virðist vera núna þá eru Rússar að senda þaulvanar sveitir frá Sýrlandi og þessa 50þús sem voru að æfa með kínverjum til Úkraínu. 200 af þessum 300 þús. herkvæddu eru í þjálfun eins og er. 70 þús. í viðbót sem hafa farið og skráð sig. þannig að miðað við nýjustu upplýsingar þá búast þeir við næstum 450 þús. manns. Ég held að þeir verði ekki sendir til Úkraínu nema að hluta til, þeir verða sendir hingað og þangað í afleysingar á meðan þeir sem eru í standandi hernum fara til Úkraínu. Og þessir herkvæddu eru full þjálfaðir hermenn og þurfa oft ekki meira en 3 vikur í þjálfun.

Ef einhver trúir að þetta sé að klárast á næstu vikum og að Úkraína sé að fara að vinna þá held ég að það sé óskhyggja sem á enga stoð í raunveruleikanum.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf nidur » Mið 05. Okt 2022 22:52

rapport skrifaði:70-150þ. tölur?


Zelensky og Arestovych gefa oft út tölur yfir daglegt mannfall sirka range, og ef þú margfaldar það með fjölda daga þá færðu þetta range út.

stundum hafa þær verið 200-400 og stundum 600-1000

Þess vegna er þetta stóra range.

Viðbót.
Grein í guardian frá júní t.d. sem talar um þetta.
https://www.theguardian.com/world/2022/ ... ping-point
Síðast breytt af nidur á Mið 05. Okt 2022 22:55, breytt samtals 1 sinni.




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf codemasterbleep » Fim 06. Okt 2022 08:22

nidur skrifaði:
rapport skrifaði:70-150þ. tölur?


Zelensky og Arestovych gefa oft út tölur yfir daglegt mannfall sirka range, og ef þú margfaldar það með fjölda daga þá færðu þetta range út.

stundum hafa þær verið 200-400 og stundum 600-1000

Þess vegna er þetta stóra range.

Viðbót.
Grein í guardian frá júní t.d. sem talar um þetta.
https://www.theguardian.com/world/2022/ ... ping-point


Eru þessar tölur ekki svokallað casualty?

Þ.e.a.s. fallnir, særðir og týndir.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf nidur » Fim 06. Okt 2022 12:29

codemasterbleep skrifaði:Eru þessar tölur ekki svokallað casualty?

Þ.e.a.s. fallnir, særðir og týndir.


Ég var að tala um mannfall "killed". Það sem ég hef séð er að særðir eru 2-5 sinnum hærri tala og hluti af þeim snúa aftur ef þeir geta.

Þessi grein í guardian er bara ein af mörgum sem hægt er að vísa í. Og ég býst við því að þessar tölur séu í lægri kantinum vegna þess að þetta er Úkraína að tala um sinn eigin her.

Nákvæm tala er ekki til og hún skiptir ekki endilega máli, mannfallið er gífurlegt hjá Úkraínu og þetta er mannskapur sem er ekki hægt að endurheimta.

Að sama skapi þá er mannfall LPR og DPR mjög mikið líka það eru aðalega þeir hermenn sem hafa verið að deyja af því að þeir eru á framlínunni.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Pósturaf ekkert » Fim 06. Okt 2022 16:33

Rússland hefur koltapað sérstöku hernaðaraðgerðinni sinni og fengið kostnaðarsamt stríð í þess stað. Þeir hafa tapað viðskiptavinum á þeirra helstu útflutningsvöru og gjöreyðilagt álit fjárfesta og viðskiptatækifæra til framtíðar. Þeir hafa tapað Svíum og Finnum sem hlutlausum nágrönnum og Úkraínu líka, hvað sem verður eftir af henni. Þeir hafa skemmt alla von um að hvert það ríki sem nú hefur kjarnorkuvopn muni nokkurn tíman láta það frá sér viljandi, eins og Úkraína gerði. Þeir hafa opinberað að hernaðarlegt veldi þeirra er mun lakara en ímyndin átti að vera. Framtíð svæðanna sem þeir girnast ráða yfir verða ekki þægir þjónar heldur kostnaðarsamt vesen til lengri tíma. Bæði fyrirtæki og fólk sem geta flýja landamærin til að viðhalda viðskiptum og heilsu. Allar valdastöður sem mannaðar voru af hæfni eru skipt út fyrir tryggum þjónum.

Hvað kemur á eftir Pútin? Brandarinn segir að á eftir Pútin kemur Pútin, en mér finnst það líklegra að hásætið fari með kallinum.
Síðast breytt af ekkert á Fim 06. Okt 2022 16:42, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030