Er búinn að vera eigandi á AMD RX 5500-XT, RX 5600-XT og RX 5700-XT skjákortum.
Öll þessi kort eru búinn að vera í sitthvorar tölvurnar og eiga þau öll við svipuð vandamál að stríða.
Driver errorar, black screen og leikir frjósa.
Þetta gerist samt rosalega af handahófi. Ég get ekki kallað fram þessar villur áreiðanlega eins og t.d. með 3DMark
Einn daginn eru kortin til friðs og virka vel en svo aðra daga ekki.
Eru einhverjir vaktarar hérna með svipaða reynslu af þessa seríu af AMD kortum?
Ég hef það ekki einu sinni í mér samviskunnar vegna að selja þau út af þessu vandamáli.
Er búinn að prófa að tengja sitthvorn rafmagnskapalinn á sitthvoru railinu úr aflgjafa og í sitthvorn rafmagnstengilinn við þau kort sem á við.
Búinn að keyra DDU á öll þessi kort á þeim tölvum sem þær hafa verið notaðar á, með og án AMD Adrenaline Software.
Radeon RX 5000 series
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Radeon RX 5000 series
Ég er búinn að eiga og nota 5700XT síðan í september 2019 og lenti í smá driver veseni fyrsta mánuðinn eins og margir á þeim tíma en ekkert síðan þá. Búið að vera algjör klettur þetta kort og skipti um móðurborð og örgjörva í fyrra og það var ekkert vesen heldur þá.
Have spacesuit. Will travel.
-
- has spoken...
- Póstar: 156
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 43
- Staða: Ótengdur
Re: Radeon RX 5000 series
5600xt hérna, engin vandamál. Það er einhver samnefnari þarna hjá þér sem er að valda þessu. Vesen á power supply? Of aggressíft XMP?
-
Höfundur - Kerfisstjóri
- Póstar: 1228
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Radeon RX 5000 series
drengurola skrifaði:5600xt hérna, engin vandamál. Það er einhver samnefnari þarna hjá þér sem er að valda þessu. Vesen á power supply? Of aggressíft XMP?
Öll þessi kort í sitthvorar vélarnar svo ég efa það.
Þær virka líka fínt með öðrum skjákortum svo XMP getur ekki verið sökudólgurinn heldur.
Síðast breytt af Selurinn á Þri 04. Okt 2022 21:59, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Kerfisstjóri
- Póstar: 1228
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Radeon RX 5000 series
Cikster skrifaði:Smá svona skot í myrkri ... Hefuru uppfært bios á móðurborðunum?
Já hef alltaf prufað að setja inn nýjasta BIOS þegar hann kemur út.
Tvær af þessum vélum eru með sama móðurborð. ASRock X570 Phantom Gaming 4, þá fer ég að spá hvort það hafi eitthvað með það að gera, sumsé eitthvað compatibility issue.
Ég þyrfti líklega að prófa þessi kort í aðrar tölvur með öðruvísi móðurborð til að geta narrowað þetta meira niður.
TIl að bæta við þá gerist þetta stundum þegar ég kveiki á tölvunni með 5600XT kortinu, þá kemur secondary displayið örsjaldan upp með svona "snjó"
https://i.stack.imgur.com/ZaxvY.jpg
sem lagast ekki síðan fyrr en ég endurræsi vélina.
Er maður kannski kominn á þann stað að þurfa flasha BIOSinn á kortunum?
Síðast breytt af Selurinn á Þri 04. Okt 2022 22:18, breytt samtals 5 sinnum.
Re: Radeon RX 5000 series
Hmmm .... þá er bara eitt annað sem dettur í hausinn á mér. Prófa setja pci-express raufina fyrir skjákortið niðrí gen3 og sjá hvort það hætti við það.
-
Höfundur - Kerfisstjóri
- Póstar: 1228
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Radeon RX 5000 series
Cikster skrifaði:Hmmm .... þá er bara eitt annað sem dettur í hausinn á mér. Prófa setja pci-express raufina fyrir skjákortið niðrí gen3 og sjá hvort það hætti við það.
Var búinn að prófa það líka og allt sem bent er á og talað um í þessum reddit þræði https://www.reddit.com/r/Amd/comments/c ... x_5700_rx/
Síðast breytt af Selurinn á Þri 04. Okt 2022 23:16, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Radeon RX 5000 series
Nákvæmlega sama sagan hér af 5700xt
Svartur skjár, driver crash, allt mjög random líka.
Getur gerst á Youtube, getur gerst í leik eftir klukkutíma eða 5 minútur, engin regla whatsoever.
Búinn að prófa allskonar dæmi, skipta um PSU. Hreinsa út drivera, uppfæra allt þ.m.t. bios.
Búinn að útiloka minni, móðurborð og PSU. prófaði annað kort, allt stabílt þannig að þetta er líklega kortið.
Er eiginlega á því að skipta því bara út. Nenni þessi ekki lengur.
Svartur skjár, driver crash, allt mjög random líka.
Getur gerst á Youtube, getur gerst í leik eftir klukkutíma eða 5 minútur, engin regla whatsoever.
Búinn að prófa allskonar dæmi, skipta um PSU. Hreinsa út drivera, uppfæra allt þ.m.t. bios.
Búinn að útiloka minni, móðurborð og PSU. prófaði annað kort, allt stabílt þannig að þetta er líklega kortið.
Er eiginlega á því að skipta því bara út. Nenni þessi ekki lengur.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Radeon RX 5000 series
Fáir sem stinga uppá að nota eitthvað tileinkað Vram test. Oft er þetta einstaka minniskubbar sem hafa misst getuna til að vera lengi á stock klukkutíðni. Það er hægt að fá fínan gálgafrest á sum kort með að lækka memory clock um nokkur %. sem er fínt fyrir þá sem eru ekki níðingar sem skipta um SMT minnis módúlur.
MATS er lekið test forrit frá AIB´s / Nvidia og hafa reynst mér mjög vel með pascal kort að finna Vram vandamál. Það eru til útfærslur af þessum forritum fyrir AMD kort.
MATS er lekið test forrit frá AIB´s / Nvidia og hafa reynst mér mjög vel með pascal kort að finna Vram vandamál. Það eru til útfærslur af þessum forritum fyrir AMD kort.
-
Höfundur - Kerfisstjóri
- Póstar: 1228
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Radeon RX 5000 series
jonsig skrifaði:Fáir sem stinga uppá að nota eitthvað tileinkað Vram test. Oft er þetta einstaka minniskubbar sem hafa misst getuna til að vera lengi á stock klukkutíðni. Það er hægt að fá fínan gálgafrest á sum kort með að lækka memory clock um nokkur %. sem er fínt fyrir þá sem eru ekki níðingar sem skipta um SMT minnis módúlur.
MATS er lekið test forrit frá AIB´s / Nvidia og hafa reynst mér mjög vel með pascal kort að finna Vram vandamál. Það eru til útfærslur af þessum forritum fyrir AMD kort.
Ég prófaði einhverntímann að lækka minnistíðnina á 5700XT kortinu í gegnum Adrenaline hugbúnaðinn og það endaði þrátt fyrir það samt með villum fyrr eða síðar undir loadi og fór alltaf yfir í stock stillingarnar aftur
Takk fyrir ábendinguna, ég ætla að prófa að rýna í þetta sem þú nefndir og sjá hvort ég finn eitthvað.