Góðan dag,
Ekki vill svo skemmtilega til að einhver hér hafi reynslu að panta tölvuíhluti og tölvukassa af netinu og fengið það sent hingað til Íslands?
Ég er t.d. núna að horfa til þess að uppfæra tölvuna mína og langar mikið í kassa sem er ekki enn kominn hingað til Íslands, einhvern af Lian-Li Lancool III, Lian Li O11 Dynamic Evo eða Fractal Design Meshify 2.
Einnig er ég kannski að horfa til þess að kaupa einhverskonar íhuti samhliða (móðurborð, vatnskælingu, minni og fleira)
Mig langar því að vita hvaða síðum menn mæla með til slíkra kaupa?
Allar ráðleggingar eru vel þegnar