Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf appel » Lau 24. Sep 2022 16:01

Sá tvær fréttir á reuters og maður svolítið hugsaði um ástand heimsmála í dag vs fyrir rúmlega hálfri öld síðan

Rússar fjöldahandtaka mótmælendur (hreinsanir í gangi og senda væntanlega í einskonar gúlag)

Bandaríkin að senda menn til tungslins (aftur)

Screenshot 2022-09-24 155847.png
Screenshot 2022-09-24 155847.png (308.8 KiB) Skoðað 3007 sinnum


Var þetta ekki bara nákvæmlega eins fyrir rúmlega 50 árum síðan?


“History Doesn't Repeat Itself, but It Often Rhymes” – Mark Twain.

:wtf


*-*


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf braudrist » Lau 24. Sep 2022 17:29

Svo er líka önnur góð umræða: fóru þeir til tunglsins fyrir 50 árum eða var það sviðsett? :guy


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf Henjo » Lau 24. Sep 2022 19:36

Það að halda að heimurinn fari bara fram á við, og hlutirnir verða alltaf betri og betri og geta ekki versnað er hræðilega algengur misskilningur.

Annars er munurinn með Artemis að NASA vill halda sér á tunglinu, ekki bara koma og fara. ISS mun hætta á næstu árum og í framhaldi vilja þeir smíða geimstöð í kringum tunglið. Og nota hana til að styðjast við mannaðar geimferðir til Mars í framtíðinni. Hversu mikið af þessari áætlun mun verð eyðilög útaf pólítík veit ég ekki.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf rapport » Lau 24. Sep 2022 20:22

Henjo skrifaði:Það að halda að heimurinn fari bara fram á við, og hlutirnir verða alltaf betri og betri og geta ekki versnað er hræðilega algengur misskilningur.


Fyrir mér meikar þetta ekki sens, mannkynið hefur in general ekki látið það líðast að hlutirnir hér á jörð verði vísvitandi verri.

En oft höfum við gert eitthvað slæmt því við vissum ekki betur sbr. loftlagsmálin, en höfum líka náð að bregðast hratt við sbr. gatið í ósonlaginu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf appel » Lau 24. Sep 2022 20:34

rapport skrifaði:
Henjo skrifaði:Það að halda að heimurinn fari bara fram á við, og hlutirnir verða alltaf betri og betri og geta ekki versnað er hræðilega algengur misskilningur.


Fyrir mér meikar þetta ekki sens, mannkynið hefur in general ekki látið það líðast að hlutirnir hér á jörð verði vísvitandi verri.

En oft höfum við gert eitthvað slæmt því við vissum ekki betur sbr. loftlagsmálin, en höfum líka náð að bregðast hratt við sbr. gatið í ósonlaginu.


Aðgerðin til að bjarga ósonlaginu var auðveld í framkvæmd, banna nokkrar gastegundir, nota aðrar umhverfisvænni, kostaði enga peninga í raun. Enginn gat verið á móti því, enginn hafi sérstaka hagsmuni af því að framleiða ósoneyðandi efni.


*-*


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf Mossi__ » Lau 24. Sep 2022 21:06

braudrist skrifaði:Svo er líka önnur góð umræða: fóru þeir til tunglsins fyrir 50 árum eða var það sviðsett? :guy


Sko.

Moon Landing var feik.

Stanley Kubrik var fenginn í verkið.

En hann verandi fullkomnunarsinninn sem hann var, heimtaði að taka hana upp on location.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf appel » Lau 24. Sep 2022 21:26

Annars held ég að Rússland sé á lokametrunum að vera til sem eitthvað veldi. Þetta Úkraínu-stríð gæti endað með afhroðum fyrir þá, og er að gera. Þeirra "standing army" er basically búinn að vera, þeir eru að biðja um skotfæri og slíkt frá N-Kóreu. Eru núna að smala saman einhverjum óhæfingum í herinn til að senda inn í Úkraínu svona "human waves" einsog Sóvétríkin gerðu gagnvart Hitler.

Þetta er svo mikil sturlun, og rússar vita alveg hvað er í gangi og eru að flýja landið. Ég held að þessi Pútín klikkhaus muni varla lifa af árið.


*-*

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf Henjo » Lau 24. Sep 2022 23:02

rapport skrifaði:
Henjo skrifaði:Það að halda að heimurinn fari bara fram á við, og hlutirnir verða alltaf betri og betri og geta ekki versnað er hræðilega algengur misskilningur.


Fyrir mér meikar þetta ekki sens, mannkynið hefur in general ekki látið það líðast að hlutirnir hér á jörð verði vísvitandi verri.

En oft höfum við gert eitthvað slæmt því við vissum ekki betur sbr. loftlagsmálin, en höfum líka náð að bregðast hratt við sbr. gatið í ósonlaginu.


En við erum að gera hluti slæma sem við vitum fullvel af, með t.d. loftlagsmál og umhverfismál. Þrátt fyrir allskonar loforð hjá ríkinu eru við ennþá að auka útblastur. Flest allt fólk hefur nánast engann áhuga að breyta hegðun sinni til að laga þessi vandamál. (rafmagnsbíll er ekki lausn á þessum vanda)

Ef horft er til t.d. skýrslu frá SÞ þá erum við að horfa á skelfilegar afleiðingar á næstu áratugum útfrá loftlagsbreytingum. Fólk sem ég nefni þetta við er almennt alveg sama.

Ekki það samt, mjög margt í heiminu er orðið mun betra á síðustu áratugum. En hlutir gleymast milli kynslóða og t.d. hvað fasismi er allt í einu orðin vinsæll finnst mér mjög skelfilegt.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf rapport » Lau 24. Sep 2022 23:41

Henjo skrifaði:
rapport skrifaði:
Henjo skrifaði:Það að halda að heimurinn fari bara fram á við, og hlutirnir verða alltaf betri og betri og geta ekki versnað er hræðilega algengur misskilningur.


Fyrir mér meikar þetta ekki sens, mannkynið hefur in general ekki látið það líðast að hlutirnir hér á jörð verði vísvitandi verri.

En oft höfum við gert eitthvað slæmt því við vissum ekki betur sbr. loftlagsmálin, en höfum líka náð að bregðast hratt við sbr. gatið í ósonlaginu.


En við erum að gera hluti slæma sem við vitum fullvel af, með t.d. loftlagsmál og umhverfismál. Þrátt fyrir allskonar loforð hjá ríkinu eru við ennþá að auka útblastur. Flest allt fólk hefur nánast engann áhuga að breyta hegðun sinni til að laga þessi vandamál. (rafmagnsbíll er ekki lausn á þessum vanda)

Ef horft er til t.d. skýrslu frá SÞ þá erum við að horfa á skelfilegar afleiðingar á næstu áratugum útfrá loftlagsbreytingum. Fólk sem ég nefni þetta við er almennt alveg sama.

Ekki það samt, mjög margt í heiminu er orðið mun betra á síðustu áratugum. En hlutir gleymast milli kynslóða og t.d. hvað fasismi er allt í einu orðin vinsæll finnst mér mjög skelfilegt.


Við erum að kúltúrhakka loftlagsmálin, það eru 100+ ár síðan fyrsta kenningin um gróðurhúsaáhrif var birt og einn stærsti iðnaður í heimi barist gegn þessum fræðum.

En vilji fólks hefur verið til að breyta til batnaðar og fyrir vikið mikil áhersla á umhverfisvernd í dag... akkúrat af því við viljum gera allt betra.

Ósonlagið var "lagað" easy fix um leið og við vorum komin með nægan skilning á vandanum sbr. hvernig klórflúorkolefni haga sér í gufuhvolfinu.

Ég hef bullandi trú á mannkyninu þó svo að við gerum ekki allt 100% rétt frá upphafi.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf jonfr1900 » Sun 25. Sep 2022 01:56

Ástandið í dag er núna svipað og í kringum 1930. Seinni heimstyrjöldin byrjaði ekki alveg árið 1939 en árin þar á undan hafði verið svipað í gangi og er núna. Þýskaland var þá innlima hluta af nágrannaríkjum sínum með nákvæmlega sömu kröfum og ástæðum og Rússland er að nota núna (Rússar í hættu osfrv). Það er auðvitað bara haugalygi og hefur alltaf verið það.

Það er mikil hætta á stór stríði í Evrópu á næstu árum en það gæti breyst ef það byrjar stórt borgarastríð í Rússlandi sem er líklegra með hverjum deginum.

NATO er að lágmarki ekki að taka neina áhættu og hefur hafið og er að byrja stórfellda hernaðaruppbyggingu til öryggis. Það mun koma ný herstöð á Íslandi á næstum árum. Alveg sama hvað stjórnvöld á Íslandi segja í dag.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf rapport » Sun 25. Sep 2022 10:46

Ég er ekki mikill stjórnmálaskýrandi þar sem ég hreinlega get ekki kafað djúpt í að reyna skilja og sjá samhengi í kerfum sem eru í eðli sínu byggð á einhverkonar ranglæti (mínir biasar eru s.s. miklir í þessu).


Það eru þessi "alræðiskerfi" - totalism sem manni finnst að fari fjölgandi og stækkandi.

Til að viðhalda alræðinu þá þarf Rússland að sameina fólk undir einn málstað.

Það er eldra fólkið sem man eftir USSR sem er enn í nöp við Vesturveldin... það er fólkið sem verður eftir heima.

Unga fólkið sem var að fara brjóta ísinn og gera byltingu heimafyrir... það er sent í stríð = það er verið að kenna því að hata Vesturveldin.


Þetta stríð er hugsanlega bara eitt stórt forritunarverkefni, Pútín er að tryggja að Rússar muni alltaf útiloka samvinnu og samstarf við Vesturlönd.

Því það var farið að skapa velsæld og ánægju í Rússlandi.

Þegar almenningur gat hætt að hafa áhyggjur af því hvaðan næsta máltíð kæmi og hvort það gæti haldið heimili... þá fór fólk að hugsa um aðstæður sínar og pólitík... og það hugnaðist honum ekki.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf mikkimás » Sun 25. Sep 2022 13:12

rapport skrifaði:Þetta stríð er hugsanlega bara eitt stórt forritunarverkefni, Pútín er að tryggja að Rússar muni alltaf útiloka samvinnu og samstarf við Vesturlönd.

Því það var farið að skapa velsæld og ánægju í Rússlandi.

Þegar almenningur gat hætt að hafa áhyggjur af því hvaðan næsta máltíð kæmi og hvort það gæti haldið heimili... þá fór fólk að hugsa um aðstæður sínar og pólitík... og það hugnaðist honum ekki.


Spurningin er hvort það verði á annað borð aftur snúið fyrir Pútín.

Getur hann kúgað þjóð sína svo mikið að það gleymi vestrænni velsæld og ánægju og steypi honum ekki af stóli?

Það er auðvelt fyrir stjórnvöld í N-Kóreu, því þeirra almúgi veit ekki hvað það fer á mis við.

Rússar gera það hins vegar.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf Peacock12 » Þri 27. Sep 2022 14:41

Ef við förum lengra aftur þá er þetta ískyggilega eins og korter fyrir seinni heimsstyrjöld.
Austurríki 1938: Sósíalisti verður forsætisráðherra, nasistar (sem náðu engum árangri í kosningum) skapa upplausnarástand og Hitler notar það sem tylliástæðu til að innlima landið. Þetta var ekki „innrás“ og ekki „stríð“ heldur „sérstök aðgerð til að vernda þýskan íbúahluta Austurríkis“. Eina jákvæða sem heimurinn græddi á þessu var bíómyndin Tónaflóð (Sound of Music).

Heimurinn horfði bara, og par mánuðum seinna byrjaði heimsstyrjöld.

Úkraína 2021: Forseti sem vill aukið frelsi og meiri samvinnu til vesturs er við völd, „nýnasistar“ skapa usla í jaðarhéruðum og Hit… nei Putin ræðst inn með sérstakri aðgerð til að vernda rússneskan íbúahluta Langtiburtustan.
Nú er bara að passa sig á að heimurinn horfi ekki bara á.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf Mossi__ » Þri 27. Sep 2022 15:03

Munurinn er að heimurinn er ekki að sitja hjá í þetta skiptið. Heldur að aðstoða Úkraníu og beita sér gegn Rússlandi innan þess ramma sem þeir hafa (viðskiptaþvinganir).

Sem og, her Hitlers var öflugur. Her Putins er.. heldur máttlaus.

Enjú. Milliríkjaspennan er ótrúlega hà núna (Kína Taiwan og BNA t.d. Íran, Rússland og gashryðjuverkin). Fyrir utan efnahagsástand og -horfur. Allt virðist á suðupunkti einhvernveginn.

Bara.

Fá sér bjór og horfa á góða mynd.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf nidur » Þri 27. Sep 2022 15:43

Vestrænu löndin mjakast í átt að verða þróunarríki en við sjáum það ekki, viljum við kannski ekki sjá það?



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Rúmlega hálfri öld síðar, er heimurinn á sama stað?

Pósturaf Henjo » Þri 27. Sep 2022 17:56

nidur skrifaði:Vestrænu löndin mjakast í átt að verða þróunarríki en við sjáum það ekki, viljum við kannski ekki sjá það?


Hvernig þá?