Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Já, ný tækni er alltaf betri en eldri fullreynd tækni sem er búið að þaulhanna og prófa í 100 ár.
Sjáum hvernig Tesla hefur endurhannað hurðahúninn, og þá miðast þeir við aðstæður í Kaliforníu eða Texas.
Sjáum hvernig Tesla hefur endurhannað hurðahúninn, og þá miðast þeir við aðstæður í Kaliforníu eða Texas.
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
appel skrifaði:Já, ný tækni er alltaf betri en eldri fullreynd tækni sem er búið að þaulhanna og prófa í 100 ár.
Eflaust einhverjir gamlir skarfar sem voru á móti t.d. rafdrifnum rúðuupphölurum þegar þeir fóru að verða mainstream á nýjum bílum kringum hvað 1980-1990 eitthvað þannig.
Og pottþétt einhverjir sem eru alveg að missa sig yfir því að bílar eru allra jafna að hætta að koma með geislaspilara núna.
Sumt er hit, annað er miss. Koma aldrei framfarir ef við ætlum bara að sætta okkur við allt sem hefur virkað síðustu 100 árin og því óþarfi að reyna að breyta eða betrumbæta.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Moldvarpan skrifaði:Mér finnst eins og ég sé soldið misskilinn.
Ég er ekki að segja að tækni sé slæm, síður en svo. Adblue er algjör snilld.
En tökum dæmi, hliðarspeglar sem fara sjálfkrafa inn þegar drepið er á bílnum, er ekki mjög sniðugt á íslandi finnst mér.
Þetta er svona óþarfa tækni, að mínu mati, sem ég myndi frekar vilja sleppa í okkar veðurfari.
Adblue er reyndar bara alls engin snilld, það sem þetta dót bilar er alveg ótrúlegt, erum með nokkra trukka í vinnuni sem eru alltaf með eitthvað vesen tengt adblue, tölvur að bila einn bíll td búin með 6stk á 70þ km. það er alltaf einn og einn á verkstæði útaf adblue veseni
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
appel skrifaði:Já, ný tækni er alltaf betri en eldri fullreynd tækni sem er búið að þaulhanna og prófa í 100 ár.
Sjáum hvernig Tesla hefur endurhannað hurðahúninn, og þá miðast þeir við aðstæður í Kaliforníu eða Texas.
Þetta er bara 0 vesen á mínum bíl. hann reyndar er alltaf heitur á morgnanna á veturna og búin að bræða af sér allan snjó þegar ég kem út
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
kjartanbj skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Mér finnst eins og ég sé soldið misskilinn.
Ég er ekki að segja að tækni sé slæm, síður en svo. Adblue er algjör snilld.
En tökum dæmi, hliðarspeglar sem fara sjálfkrafa inn þegar drepið er á bílnum, er ekki mjög sniðugt á íslandi finnst mér.
Þetta er svona óþarfa tækni, að mínu mati, sem ég myndi frekar vilja sleppa í okkar veðurfari.
Adblue er reyndar bara alls engin snilld, það sem þetta dót bilar er alveg ótrúlegt, erum með nokkra trukka í vinnuni sem eru alltaf með eitthvað vesen tengt adblue, tölvur að bila einn bíll td búin með 6stk á 70þ km. það er alltaf einn og einn á verkstæði útaf adblue veseni
Var að vinna í ónefndu umboði og það voru að lágmarki 2 bílar á dag í skipti á adblue tengdum hlutum, dælur, spíssar og hitt og þetta sem virtist klikka rosalega mikið
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Hvaða tegundir voru það? VW??
Endilega segið meiiira, þetta er eins og loðnar kjaftasögur.
Endilega segið meiiira, þetta er eins og loðnar kjaftasögur.
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Moldvarpan skrifaði:Hvaða tegundir voru það? VW??
Endilega segið meiiira, þetta er eins og loðnar kjaftasögur.
Franskir eðalkaggar í mínu tilfelli
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Ghost skrifaði:kjartanbj skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Mér finnst eins og ég sé soldið misskilinn.
Ég er ekki að segja að tækni sé slæm, síður en svo. Adblue er algjör snilld.
En tökum dæmi, hliðarspeglar sem fara sjálfkrafa inn þegar drepið er á bílnum, er ekki mjög sniðugt á íslandi finnst mér.
Þetta er svona óþarfa tækni, að mínu mati, sem ég myndi frekar vilja sleppa í okkar veðurfari.
Adblue er reyndar bara alls engin snilld, það sem þetta dót bilar er alveg ótrúlegt, erum með nokkra trukka í vinnuni sem eru alltaf með eitthvað vesen tengt adblue, tölvur að bila einn bíll td búin með 6stk á 70þ km. það er alltaf einn og einn á verkstæði útaf adblue veseni
Var að vinna í ónefndu umboði og það voru að lágmarki 2 bílar á dag í skipti á adblue tengdum hlutum, dælur, spíssar og hitt og þetta sem virtist klikka rosalega mikið
Þetta er no joke lang algengasta ástæða þess að við missum bíla úr vinnu og á verkstæði
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Ghost skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Hvaða tegundir voru það? VW??
Endilega segið meiiira, þetta er eins og loðnar kjaftasögur.
Franskir eðalkaggar í mínu tilfelli
Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las fyrra kommentið var einmitt Runó.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Það ætti auðvitað ekki að kaupa þessa bensín eða olíubíla ef hægt er að kaupa rafmagnsbíla. Samt ekki Tesla, vegna þess að Tesla er að mér skilst drasl.
Það er hægt að ferðast talverða fjarlægð á rafmagnsbílum í dag.
https://youtu.be/5BfxUiF58Co
Það er hægt að ferðast talverða fjarlægð á rafmagnsbílum í dag.
https://youtu.be/5BfxUiF58Co
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Mossi__ skrifaði:Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las fyrra kommentið var einmitt Runó.
Fyrsta sem ég las var Citroen og Peugeot.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Kæru Teslu hatarar, endilega haldiði áfram að kaupa risaeðlubíla með rafmagnsíhluti frá 1990 sem er skortur á því framleiðendur græða engan pening á að búa þá til og haldiði að kvarta yfir þeim.
Á millitiíðinni eru Teslur með nýjustu gerðir af íhlutum.
Á millitiíðinni eru Teslur með nýjustu gerðir af íhlutum.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
appel skrifaði:Já, ný tækni er alltaf betri en eldri fullreynd tækni sem er búið að þaulhanna og prófa í 100 ár.
Sjáum hvernig Tesla hefur endurhannað hurðahúninn, og þá miðast þeir við aðstæður í Kaliforníu eða Texas.
Ég hef nú nokkrum sinnum næstum rifið handfangið af frosinni bílhurð við að reyna að opna hana. Ég á erfitt með að sjá hvernig þetta er verra. Í tilfelli Tesla getur maður allavega gripið í appið og brætt hurðina upp.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
appel skrifaði:Já, ný tækni er alltaf betri en eldri fullreynd tækni sem er búið að þaulhanna og prófa í 100 ár.
Sjáum hvernig Tesla hefur endurhannað hurðahúninn, og þá miðast þeir við aðstæður í Kaliforníu eða Texas.
Hérna... hefuru aldrei lennt í frosnum þaulhönnuðum og 100 ára prófuðum hurðahún á venjulegum bíl ?
Vegna þess að ég hef lent í því oft og verður þó ekki einu sinni almennilega kalt hérna í eyjum nema nokkrum sinnum á hverjum áratug.
Munurinn er aftur á móti að hann hefði getað látið bílinn vera heitann þegar að hann kom að honum, eitthvað sem að var ekki hægt í gamla daga, er hægt núna með tækninni (og aukabúnaði hérna áður fyrr)
auðvitað bilar allt, tæki bíla, það er bara svo einfalt.
En að detta það til hugar að vera á móti nýrri tækni útaf því að hún getur bilað finnst mér bara vera galið á tækninörda spjalli.
Þið vitið væntanlega að skjákort geta bilað, þið hættið ekki við að kaupa skjákort útaf því er það ?
p.s. Adblue græjurnar er algert helvítis drasl samt.
Frábært að menga minna en í vinnunni hjá mér er einn skotbómulyftari búin að vera frá útaf biluðu adblue.
Já, þess má geta að Merlo lyftarar eru framleiddir ónýtir og verkfæriehf.is er lélegasta umboð norðan alpafjalla, þeir eru búnir að klúðra pöntunum á þessu dóti alveg hræðilega.
Síðast breytt af urban á Mið 21. Sep 2022 11:43, breytt samtals 1 sinni.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Leigðum Mercedes Benz Sprinter sendibíl með kojum fyrir evróputúr. Eitthvað hefur verið að en við þurftum start strax næsta morgun. Redduðum því og allt gekk vel þar til ca viku síðar. Þá erum við í Þýskalandi á leið á næsta gigg og bíllinn segir allt í einu að AdBlue tankur sé tómur og tekur þá upp á því að neita að fara hraðar en 20 km/h. Á autobahn! Við nánari athugun er AdBlue tankurinn fullur. Förum á næsta verkstæði og fáum bara "sorry, þarf að fara í Mercedes umboð til að láta lesa tölvuna". Finnum loksins vottað verkstæði og það þurfti bara að "endurræsa tölvuna". Einhver error sem hefur komið í kjölfar þess að hann varð rafmagnslaus. Þetta tók nánast allan daginn. Eina sem þurfti var að endurræsa og það geta bara vottaðir aðilar gert...
Misstum af sound check en rétt náðum gigginu. Hef haft óbeit á AdBlue síðan þá.
Misstum af sound check en rétt náðum gigginu. Hef haft óbeit á AdBlue síðan þá.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Moldvarpan skrifaði:Hvaða tegundir voru það? VW??
Endilega segið meiiira, þetta er eins og loðnar kjaftasögur.
Djöfull hefur einhver VW farið illa með þig haha
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Omerta skrifaði:Leigðum Mercedes Benz Sprinter sendibíl með kojum fyrir evróputúr. Eitthvað hefur verið að en við þurftum start strax næsta morgun. Redduðum því og allt gekk vel þar til ca viku síðar. Þá erum við í Þýskalandi á leið á næsta gigg og bíllinn segir allt í einu að AdBlue tankur sé tómur og tekur þá upp á því að neita að fara hraðar en 20 km/h. Á autobahn! Við nánari athugun er AdBlue tankurinn fullur. Förum á næsta verkstæði og fáum bara "sorry, þarf að fara í Mercedes umboð til að láta lesa tölvuna". Finnum loksins vottað verkstæði og það þurfti bara að "endurræsa tölvuna". Einhver error sem hefur komið í kjölfar þess að hann varð rafmagnslaus. Þetta tók nánast allan daginn. Eina sem þurfti var að endurræsa og það geta bara vottaðir aðilar gert...
Misstum af sound check en rétt náðum gigginu. Hef haft óbeit á AdBlue síðan þá.
Þetta er ekki adblue að kenna í þessu tilfelli heldur tölvunni í bílnum væntanlega.
Jón Ragnar skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Hvaða tegundir voru það? VW??
Endilega segið meiiira, þetta er eins og loðnar kjaftasögur.
Djöfull hefur einhver VW farið illa með þig haha
Hahah true, hef því miður þurft að starfa á nokkrum slíkum, endalausar ferðir á verkstæði.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Núna er ég búinn að vera bifvélavirki í 11 ár. Mestan hluta hef ég unnið hjá umboði og því mikið með nýja bíla.
Eitthvað af nútima tækninni hefur valdið vandamálum en það er minnst af því einhverskonar auka búnaður. Ég til dæmis man ekki eftir vandamáli með rafmagns dráttarkrók og sára fáum rafdrifnum speiglum.
Það sem hefur hinsvegar verið til vandræða eru hlutir sem að nafninu til eiga að draga úr mengun. Sótkútar og adblue. Búnaður sem er settur í þegar einhverjar skrifstofu hetjur ákveða að það megi ekki mælast nema svona mikið af hinu og þessu í útblæstri.
Snertiskjáir klikka nánast aldrei. Lykla laust aðgengi ör sjaldan. Rafmagn í sætum aldrei nema eitthvað klemmist á milli. Meira að segja adaptive Cruze control virðist vera skothelt.
Eitthvað af nútima tækninni hefur valdið vandamálum en það er minnst af því einhverskonar auka búnaður. Ég til dæmis man ekki eftir vandamáli með rafmagns dráttarkrók og sára fáum rafdrifnum speiglum.
Það sem hefur hinsvegar verið til vandræða eru hlutir sem að nafninu til eiga að draga úr mengun. Sótkútar og adblue. Búnaður sem er settur í þegar einhverjar skrifstofu hetjur ákveða að það megi ekki mælast nema svona mikið af hinu og þessu í útblæstri.
Snertiskjáir klikka nánast aldrei. Lykla laust aðgengi ör sjaldan. Rafmagn í sætum aldrei nema eitthvað klemmist á milli. Meira að segja adaptive Cruze control virðist vera skothelt.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Moldvarpan skrifaði:Þetta er ekki adblue að kenna í þessu tilfelli heldur tölvunni í bílnum væntanlega.
Sama hvaða hlekkur það er í keðjunni, þá er þetta system mikið til vandræða.
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
appel skrifaði:Þið sem eigið teslur, kunniði að setja hana í hlutlausan gír?
Já, það er auðvelt
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Ég er nokkuð viss um að ég hafi svarið, en það má vel vera að það móðgi einhvern en því miður staðreynd.
Vandamál nr.1
Bifvélavirkjun er búin að breytast töluvert á skömmum tíma og verkstæðin eru ekki með réttu fagmennina í tölvutengd/erfið rafmagnsvandamál á launaskrá.
Ég er ekki að setja útá bifvélavirkja, en þetta er farið að vera dálítið eins og hárgreiðslumaður sé að reyna leggja pípulagnir eða hafa vit á þeim án góðrar undirstöðu í því fagi. Finnst undarlegt að það sé sjálfsagt að menn sem hafa tekið 1x rafmagnsfræðiáfanga séu að selja sig út sem sérfræðinga í rafmagnsbílum og flóknum rafbúnaði í nýrri bílum.
Það er fólk þarna úti sem heldur að maður þurfi ekki að læra mikið til að "skilja" rafmagn.
..........það er ekki hægt að vera einfaldari í hugarfari. Þetta er ekki beint fag sem þú kemst langt með fikti án bóklegs grunns.
Vandamál nr.1
Bifvélavirkjun er búin að breytast töluvert á skömmum tíma og verkstæðin eru ekki með réttu fagmennina í tölvutengd/erfið rafmagnsvandamál á launaskrá.
Ég er ekki að setja útá bifvélavirkja, en þetta er farið að vera dálítið eins og hárgreiðslumaður sé að reyna leggja pípulagnir eða hafa vit á þeim án góðrar undirstöðu í því fagi. Finnst undarlegt að það sé sjálfsagt að menn sem hafa tekið 1x rafmagnsfræðiáfanga séu að selja sig út sem sérfræðinga í rafmagnsbílum og flóknum rafbúnaði í nýrri bílum.
Það er fólk þarna úti sem heldur að maður þurfi ekki að læra mikið til að "skilja" rafmagn.
..........það er ekki hægt að vera einfaldari í hugarfari. Þetta er ekki beint fag sem þú kemst langt með fikti án bóklegs grunns.
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
jonsig skrifaði:Ég er nokkuð viss um að ég hafi svarið, en það má vel vera að það móðgi einhvern en því miður staðreynd.
Vandamál nr.1
Bifvélavirkjun er búin að breytast töluvert á skömmum tíma og verkstæðin eru ekki með réttu fagmennina í tölvutengd/erfið rafmagnsvandamál á launaskrá.
Ég er ekki að setja útá bifvélavirkja, en þetta er farið að vera dálítið eins og hárgreiðslumaður sé að reyna leggja pípulagnir eða hafa vit á þeim án góðrar undirstöðu í því fagi. Finnst undarlegt að það sé sjálfsagt að menn sem hafa tekið 1x rafmagnsfræðiáfanga séu að selja sig út sem sérfræðinga í rafmagnsbílum og flóknum rafbúnaði í nýrri bílum.
Það er fólk þarna úti sem heldur að maður þurfi ekki að læra mikið til að "skilja" rafmagn.
..........það er ekki hægt að vera einfaldari í hugarfari. Þetta er ekki beint fag sem þú kemst langt með fikti án bóklegs grunns.
Það er mín reynsla að það er mjög auðvelt fyrir mig að fara með '99 toyotuna mína nánast hvert sem er, og viðgerðarkostnaður er lágur, varahlutakostnaður er lágur. Þegar ég segi "hvert sem er" þá fer ég ekki á einhver "viðurkennd verkstæði" sem eru með super-há verð, heldur meira á "viðgerðasjoppa jóa á höfða" eða álíka.
Líklega á síðustu 3-4 árum hef ég eytt um 250þús í viðhald, inni í því er rafgeymir, bremsur, alternator, demparar, etc.
Vinnufélagi minn var fyrir stuttu að kvarta yfir háum viðgerðarkostnaði, hann var held ég eitthvað um 250 þús fyrir eina viðgerð á svona 3-4 ára gömlum bíl, eitthvað tengt sjálfskiptingunni minnir mig. Alltaf virðist þurfa sérpanta varahluti í alla þessa nýju flottu bíla, og viðgerðin kostar hundruðir þúsunda.
Þannig að já, það þarf kannski oftar að gera við svona gamlar druslur, en kostnaður per viðgerð er lítill. Á meðan eitthvað klikkar í svona nýjum bíl og þú þarf helst að fara selja eitthvað af innbúinu til að eiga fyrir viðgerðinni.
Og ef það kemur einhverntímann upp að viðgerðarkostnaður væri t.d. 400 þús á svona gömlum bíl, þá myndi ég bara fara kaupa nýjan. Á meðan ef þú færð 400 þús viðgerðarkostnað á 4 milljón krónna bíl, þá er það aðeins erfiðari ákvörðun myndi ég halda.
Síðast breytt af appel á Mið 21. Sep 2022 22:56, breytt samtals 3 sinnum.
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum
Ef maður vill bera saman viðgerðar kostnað á nýjum vs gömlum bíl þá má bæta inn í hann afleiddum kostnaði, s.s. tímanum sem fer í viðgerðar stúss og bílleysi á meðan á bilun stendur. Fyrir fólk sem vinnur langan vinnudag og á (mörg) börn þá eru frítíma mínútur dýrmætar