virusvörn windows 10
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1763
- Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
virusvörn windows 10
langað að forvitnast er fólk enþá að nota vírusvarnir fyrir pc?
Ég var lengi vel með avast hef ekki verið með neina vírusvörn i góðan tíma aldrei orðið var við vírus.
Ég var lengi vel með avast hef ekki verið með neina vírusvörn i góðan tíma aldrei orðið var við vírus.
Re: virusvörn windows 10
Ertu ekki með víruvörnina sem kemur með Windows 10 ?
Áttu við að þú kaupir ekki sér vírusvörn.
Áttu við að þú kaupir ekki sér vírusvörn.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1763
- Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: virusvörn windows 10
það getur vel verið að vírusvörn hafi fylgt vélinni þegar ég kaupi hana. hvað heita þessa vírusvarnir sem fylgja?
Re: virusvörn windows 10
Fylgir Windows 10. Windows Defender og held ég að flestir séu bara nota það í dag.
https://www.microsoft.com/en-us/windows ... e-security
https://www.microsoft.com/en-us/windows ... e-security
-
- Kóngur
- Póstar: 6398
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: virusvörn windows 10
er ég sá eini sem finnst þetta vírusvarnar bissniss vera komið út í allt of mikið bloatware?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: virusvörn windows 10
worghal skrifaði:er ég sá eini sem finnst þetta vírusvarnar bissniss vera komið út í allt of mikið bloatware?
Alveg alls ekki. Þær skapa oft meira vesen en vírus í mínu tilviki...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: virusvörn windows 10
Vírusvörn er verri en vírus.
Bara hafa stýrikerfið á sér disk og ef það er eitthvað vesen þá bara henda í eitt format. Tekur mesta lagi klst með öllu.
Bara hafa stýrikerfið á sér disk og ef það er eitthvað vesen þá bara henda í eitt format. Tekur mesta lagi klst með öllu.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: virusvörn windows 10
jardel skrifaði:langað að forvitnast er fólk enþá að nota vírusvarnir fyrir pc?
Ég var lengi vel með avast hef ekki verið með neina vírusvörn i góðan tíma aldrei orðið var við vírus.
Yep, fólk er klárlega ennþá að nota einhvernsskonar vírusvarnir eða endpoint-protection forrit, eða ætti að gera það.
Avast! lét nappa sig við að harvesta gögn frá notendum til að selja áfram, og því kannski ekki það sem maður vill nota ef maður er privacy oriented.
Windows defender sem kemur með windows10 er fyrirferðalítill og fínn, og tæklar öll þessi "helstu" atriði.
Það að þú hafir ekki orðið var við vírus er margþætt.
Bæði spilar inn í hvernig þú notar netið, ýtiru á alla blikkandi bannera eða ekki t.d.?
Myndiru vita það ef þú værir með malware á tölvunni þinni sem væri t.d. að mine-a bitcoin í bakgrunni þegar þú ert ekkert að gera, eða e-ð sem harvestar aðrar upplýsingar, lykilorð eða whatnot, eða hvort tölvan þín sé hluti af botneti sem tekur þátt í DDoS árásum gagnvart öðrum.
Fyrir langflesta er svarið "nei". Því það er litðin tíð að allt malware láti mikið fyrir sér fara.
Ef malware-ið er þess eðlis að höfundur vill ekki að notandinn losi sig við það (t.d. botnet), þá er það jafnvel skrifað með það í huga að það ónáði notandann sem minnst og sé ekkert fyrir.
ZiRiuS skrifaði:worghal skrifaði:er ég sá eini sem finnst þetta vírusvarnar bissniss vera komið út í allt of mikið bloatware?
Alveg alls ekki. Þær skapa oft meira vesen en vírus í mínu tilviki...
Bourne skrifaði:Vírusvörn er verri en vírus.
Það er klárlega vandamál að bæðu eru varnirnar mismunandi og því miður er staðan sú að ef að vörnin er ókeypis þá þarf maður að vanda valið betur.
Og ef þetta er ókeypis vírusvörn, hvort hún sé að gera e-ð "auka" til að fá pening, eins og að fylgjast með netumferð til að selja hegðunarupplýsingar.En einnig er hægt að stilla hversu mikið þær gera, t.d. hvort þetta sé bara "file-based" eða sé líka að fylgjast með netumferð og allskonar, sem hefur bein áhrif á afkastagetur og hvort hún hægi á einhverri vinnslu á tölvunni.
En er eru varnirnar verri en ógnin?
Jah, kannski, ef þú hefur aldrei lent í ransomware/crypto locker, eða fengið malware sem eyddi öllum gögnum, eða fengið malware sem stal öllum lykilorðum, þá gætiru haldið að varnirnar séu verri en ógnin.
Ég veit svosem ekki hvað þið geymið eða gerið á ykkar vélum, en flestir eru með einhvernsskonar gögn sem er vont að missa, jafnvel tímabundið.
Og þeir sem hafa tapað facebook/instagram/twitter aðgöngum finnst það heldur ekkert skemmtilegt. Í sumum tilfellum er ekki hægt að endurheimta aðganginn.
Svo eru ekki allir með tveggja-þátta-auðkenningu á paypal-ið sitt, og fyrir 1-2 árum síðan voru Íslendingar í massavís að slökkva á því þar sem að paypal bauð bara upp á SMS auðkenningu aukalega og tveir af stærri íslensku fjarskiptarisunum blockuðu SMS frá paypal.
Það getur því verið fjárhagslegur skaði að tapa paypal auðkenninu sínu.
Ég get fullyrt að jafnvel leiðinlegustu varnirnar sem hægja verulega á vélunum eru betri en það sem sumt fólk sem ég hef aðstoðað hefur þurft að díla við.
Bourne skrifaði:Bara hafa stýrikerfið á sér disk og ef það er eitthvað vesen þá bara henda í eitt format. Tekur mesta lagi klst með öllu.
Ef þú færð malware, þá eru allir diskar í tölvunni compromised, sem og öll remote location sem þú syncar gögn við svosem Dropbox, box.com, onedrive og svo framvegis.
Þetta er svona eins og að labba inn í brennandi hús en ætlar bara að slökkva eldinn í stofunni til að geta horft á sjónvarpið meðan eldhús og herbergin eru enn logandi.
Þess fyrir utan, þá er fólk klárlega mismunandi vel að sér í enduruppsetningu á tölvunni sinni. Og ein klst er verulega optimistic. (Nema að þú fáir vírus svona oft að þetta sé komið upp í rútínu hjá þér?)
Follow-up spurningin er klárlega hvað sé gott og hvað sé verra.
Af ókeypis dóti sem þú finnur ekkert fyrir, þá gerir Windows Defender alveg nóg fyrir lang flesta.
Annars er maður svo kominn yfir í commercial varnir sem kosta pening, og mín þekking er á fyrirtækjamarkaði en ekki fyrir einkatölvur þannig að það þarf einhver annar að pikka upp boltann hér.
Mkay.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Tengdur
Re: virusvörn windows 10
Ég er með leyfi fyrir 3 vélar hjá Bitdefender og er mjög sáttur, nota þetta á laptop sem fer reglulega útúr húsi, tölvuna hjá þeim gömlu og svo hjá litlu systur minni.
Hef ekki fundið þörf fyrir vörn á gaming vélina mína þar sem hún fer aldrei útúr húsi og ég er með betrumbætt security í gegnum þekkingu á þessu ásamt fortinet router, switch og pi-hole.
Fyrir average notanda sem hefur ekkert rosalega mikla þekkingu og er líklegur til að smella á ranga hluti að þá er vissara að hafa öryggið efst og nota vírusvörn sem getur gripið inní.
Get allavega mælt með bitdefender, hefur reynst mér vel og kostar um 50 evrur á ári, auðveld updates og þegar það er búið að setja upp að þá er þetta frekar hassle free.
Hef ekki fundið þörf fyrir vörn á gaming vélina mína þar sem hún fer aldrei útúr húsi og ég er með betrumbætt security í gegnum þekkingu á þessu ásamt fortinet router, switch og pi-hole.
Fyrir average notanda sem hefur ekkert rosalega mikla þekkingu og er líklegur til að smella á ranga hluti að þá er vissara að hafa öryggið efst og nota vírusvörn sem getur gripið inní.
Get allavega mælt með bitdefender, hefur reynst mér vel og kostar um 50 evrur á ári, auðveld updates og þegar það er búið að setja upp að þá er þetta frekar hassle free.
Re: virusvörn windows 10
Er með Win10 og nota aðeins WinDefender.
Takið minni "sérþekkingu" með fyrirvara, en ég held að besta vírusvörnin nú til dags fyrir Win10 sé Defender + ábyrg netnotkun.
Takið minni "sérþekkingu" með fyrirvara, en ég held að besta vírusvörnin nú til dags fyrir Win10 sé Defender + ábyrg netnotkun.
Síðast breytt af mikkimás á Þri 19. Jan 2021 19:05, breytt samtals 1 sinni.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: virusvörn windows 10
Að vera með Windows Defender er nóg nema þú sért að leita þér að sérstökum fídusum sem aðrir framleiðendur bjóða upp á.
Það væri þá helst greining á hegðunarmynstri notenda (til að stöðva óeðlilega notkun), stöðva aðgengi að "hættulegum" síðum og annað þvíumlíkt.
Þessir fídusar eru ekki ókeypis hvað varðar afköst en geta fyrir marga verið hugarró ef þeir eru ekki með næga tölvuþekkingu.
Mörg fyrirtæki nota fyrirtækjaútgáfuna af Windows Defender sem er í raun bara Windows Defender með skýjaþjónustu neglt ofaná og láta það duga.
Það sem skiptir mestu máli í dag er að gögnin manns séu afrituð í skýjalausn sem verndar gegn gagnagíslatökuhugbúnaði (eða geri mann kleyft að spóla gögnunum til baka í tíma).
Að afrita á venjulega USB kubba/flakkara dugar líka mjög langt ef maður gerir það reglulega.
Það væri þá helst greining á hegðunarmynstri notenda (til að stöðva óeðlilega notkun), stöðva aðgengi að "hættulegum" síðum og annað þvíumlíkt.
Þessir fídusar eru ekki ókeypis hvað varðar afköst en geta fyrir marga verið hugarró ef þeir eru ekki með næga tölvuþekkingu.
Mörg fyrirtæki nota fyrirtækjaútgáfuna af Windows Defender sem er í raun bara Windows Defender með skýjaþjónustu neglt ofaná og láta það duga.
Það sem skiptir mestu máli í dag er að gögnin manns séu afrituð í skýjalausn sem verndar gegn gagnagíslatökuhugbúnaði (eða geri mann kleyft að spóla gögnunum til baka í tíma).
Að afrita á venjulega USB kubba/flakkara dugar líka mjög langt ef maður gerir það reglulega.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: virusvörn windows 10
Bæta við góðum adblocker á móti Windows defender t.d ublock origin, nota svo malwarebytes til að skanna yfir vélina annað slagið.
Virustotal er ágæt lausn til að setja inn url-a og greina síður fyrir mann, ágætis blanda við almenna skynsemi.
https://www.virustotal.com/
Virustotal er ágæt lausn til að setja inn url-a og greina síður fyrir mann, ágætis blanda við almenna skynsemi.
https://www.virustotal.com/
Just do IT
√
√
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: virusvörn windows 10
https://www.zdnet.com/article/malwarebytes-said-it-was-hacked-by-the-same-group-who-breached-solarwinds/
Sjáum hvað setur, það er opin umræða um málið t.d hérna: https://www.reddit.com/r/sysadmin/comments/l0rtd1/malwarebytes_was_hacked_as_part_of_the_same/
"After an extensive investigation, we determined the attacker only gained access to a limited subset of internal company emails," said today Marcin Kleczynski, Malwarebytes co-founder and current CEO.
Sjáum hvað setur, það er opin umræða um málið t.d hérna: https://www.reddit.com/r/sysadmin/comments/l0rtd1/malwarebytes_was_hacked_as_part_of_the_same/
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 20. Jan 2021 17:39, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 640
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: virusvörn windows 10
Hvert er álit ykkar á McAfee® LiveSafe? Er það í lagi eða er eitthvað annað sem ver mann betur fyrir þessum vírusum, malware og ransomware rugli?
Re: virusvörn windows 10
falcon1 skrifaði:Hvert er álit ykkar á McAfee® LiveSafe? Er það í lagi eða er eitthvað annað sem ver mann betur fyrir þessum vírusum, malware og ransomware rugli?
Ertu að gera eitthvað á netinu sem setur þig í sérstakan áhættuhóp gagnvart vírusárásum?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 640
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: virusvörn windows 10
mikkimás skrifaði:falcon1 skrifaði:Hvert er álit ykkar á McAfee® LiveSafe? Er það í lagi eða er eitthvað annað sem ver mann betur fyrir þessum vírusum, malware og ransomware rugli?
Ertu að gera eitthvað á netinu sem setur þig í sérstakan áhættuhóp gagnvart vírusárásum?
Veit ekki, er aðallega að vafra á netinu (mest youtube, facebook og google leitir), skoða tölvupósta. Svo einstaka sinnum downloada hugbúnaði en það er yfirleitt ef ekki alltaf af síðu viðkomandi hugbúnaðarfyrirtækis.
En í nútímanum kannski veit maður aldrei hvort maður er öruggur eða ekki.
Tek reglulega backup af gögnunum mínum og aðeins á meðan ný gögn eru afrituð á backup-flakkarann er hann tengdur við tölvu.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 640
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: virusvörn windows 10
Ps. vefþjónninn hjá mér var hakkaður um daginn (hýstur hjá Hostgator) þannig að maður er kannski extra paranoid. Þótt að maður sé að vinna í cpanel á vefþjóninum í gegnum browser á tölvunni (local) þá ætti ekki að vera hætta á því að local tölvan smitist er það? Ég er með Windows Defender í gangi.
Síðast breytt af falcon1 á Fös 16. Sep 2022 09:55, breytt samtals 1 sinni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: virusvörn windows 10
falcon1 skrifaði:Hvert er álit ykkar á McAfee® LiveSafe? Er það í lagi eða er eitthvað annað sem ver mann betur fyrir þessum vírusum, malware og ransomware rugli?
McAfee LiveSafe *er* malware. Notaðu bara Windows defender.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: virusvörn windows 10
falcon1 skrifaði:Veit ekki, er aðallega að vafra á netinu (mest youtube, facebook og google leitir), skoða tölvupósta. Svo einstaka sinnum downloada hugbúnaði en það er yfirleitt ef ekki alltaf af síðu viðkomandi hugbúnaðarfyrirtækis.
En í nútímanum kannski veit maður aldrei hvort maður er öruggur eða ekki.
Tek reglulega backup af gögnunum mínum og aðeins á meðan ný gögn eru afrituð á backup-flakkarann er hann tengdur við tölvu.
Á meðan þú notar Defender, smellir ekki á linka á FB eða email, og fellur ekki fyrir svindli (scam), þá er vírus"vörn", sem er líklega malware fyrir, bara peningasóun fyrir þig.
Ég held að mesta hættan fyrir venjulegt fólk sé frekar að einhver brjótist inn í fasteignina og nappi tölvum og flökkurum.
Þess vegna eru öll mín gögn dulkóðuð sem og afritin sem ég tek reglulega og geymi á öðrum stað.