Ég var að lenda í því að pústið losnaði eitthvað og hangir bara undir bílnum (Toyota Yaris) en snertir ekki jörðu. Heyrist í bílnum svona eins og hljóðkútur hafi farið. Ég er með bílinn í Reykjanesbæ og þori varla að keyra bílinn í þessu ástandi þannig að spurningin er hvort það sé best að fara í Toyota og láta þá gera við eða eitthvað annað verkstæði í Reykjanesbæ?
Bíllinn er keyrður rúmlega 160þ km (árgerð 2012) og ég vil að viðgerðin dugi helst út líftíma bílsins.
Toyota eða pústverkstæði?
Re: Toyota eða pústverkstæði?
Ef þú hefur tök á eða þekkir einhvern sem á tjakk og búkka þá geturðu hengt pústið upp og komið honum á verkstæði eg þú treystir þér ekki að keyra hann svona. Flest verkstæði ættu að ráða við að laga þetta.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
Getur reddað þér með vírherðatré (spotti bráðnar/brennur við hitann).
Source- gamli bíllinn minn (í lengri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna).
Umboðið mun gera þetta dýrara en aðrir, og nær allir bílakallar geta reddað þessu
Source- gamli bíllinn minn (í lengri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna).
Umboðið mun gera þetta dýrara en aðrir, og nær allir bílakallar geta reddað þessu
Re: Toyota eða pústverkstæði?
Púst hjá Einari á smiðjuvegi kóp. Alltaf farið þangað.
https://en.ja.is/pust/
https://en.ja.is/pust/
*-*
-
- Græningi
- Póstar: 32
- Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 13:14
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
Pústþjónusta Bjarkars að Hrannargötu 3, Reykjanesb, ætti að geta reddað þessu fyrir þig ódýrara en umboðið.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
Þú getur örugglega alveg keyrt bílinn..
En best að fara bara á pústverkstæði
En best að fara bara á pústverkstæði
-
- Gúrú
- Póstar: 510
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
Það myndi ekki flögra að mér að fara í umboðið til að fá leyst úr svona máli.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
AsgeirM81 skrifaði:Pústþjónusta Bjarkars að Hrannargötu 3, Reykjanesb, ætti að geta reddað þessu fyrir þig ódýrara en umboðið.
Ég endaði á að fara þangað. Fékk snögga og góða þjónustu á sanngjörnu verði.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
falcon1 skrifaði:Ég var að lenda í því að pústið losnaði eitthvað og hangir bara undir bílnum (Toyota Yaris) en snertir ekki jörðu. Heyrist í bílnum svona eins og hljóðkútur hafi farið.
Einmitt að lenda í því sama með Toyota Aygo! Kom gat á pústið í einni beygjunni sem endaði með að rörið fór í sundur eftir nokkra daga, aftari kúturinn endaði í jörðinni Festi hann uppi með ströppum til að komast leiða minna, náði ekki að losa hann undann.
falcon1 skrifaði:Ég er með bílinn í Reykjanesbæ og þori varla að keyra bílinn í þessu ástandi þannig að spurningin er hvort það sé best að fara í Toyota og láta þá gera við eða eitthvað annað verkstæði í Reykjanesbæ?
Skella sér undir hann með verkfærasett og sjá hvort þú getir losað hann undann ef hann er farinn í sundur eða festa hann til bráðabyrgða til að komast á pústverkstæði. Myndi forðast Umboð þar sem þau kosta yfirleitt drjúgann skilding.
falcon1 skrifaði:Bíllinn er keyrður rúmlega 160þ km (árgerð 2012) og ég vil að viðgerðin dugi helst út líftíma bílsins.
Held að það sé full mikil bjartsýni að vilja fá púst sem endist til langtíma. Mín reynsla á Aygo'num er allavega púst viðhald 2017, 2019 og núna 2022, bíllinn keyptur 2016 þá 10ára gamall.
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Fim 07. Nóv 2013 16:56
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
hef farið með bílin minn á verkstæði hjá Toyota í kauptúni og fékk bílin tjónaðan í öll skiftin.
get allavega bara mælt með að skoða bílin 100% eftir að taka við honum frá þeim var nokkur skiftin sem þeir voru bara að fela skemdir eftir sig og reyna komast hjá því að laga.
get allavega bara mælt með að skoða bílin 100% eftir að taka við honum frá þeim var nokkur skiftin sem þeir voru bara að fela skemdir eftir sig og reyna komast hjá því að laga.
-
- Gúrú
- Póstar: 510
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Toyota eða pústverkstæði?
dreamdemon skrifaði:hef farið með bílin minn á verkstæði hjá Toyota í kauptúni og fékk bílin tjónaðan í öll skiftin.
get allavega bara mælt með að skoða bílin 100% eftir að taka við honum frá þeim var nokkur skiftin sem þeir voru bara að fela skemdir eftir sig og reyna komast hjá því að laga.
Vó, Vóóóó!!!