Tjörublettir

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Tjörublettir

Pósturaf Uncredible » Fös 01. Júl 2022 14:56

Er til efni sem virkar mjög vel við að losna við svona tjörubletti?

Mér finnst tjöruleysir ekki virka og hef yfirleitt fjarlægt þetta með því að nota bón en þá þarf maður að nota svoldið mikið "elbow grease" með.
Viðhengi
Tar2.png
Tar2.png (923.94 KiB) Skoðað 6374 sinnum
Tar1.png
Tar1.png (821.26 KiB) Skoðað 6374 sinnum



Skjámynd

johnnyblaze
spjallið.is
Póstar: 408
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 12:03
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf johnnyblaze » Fös 01. Júl 2022 15:10

https://www.malningarvorur.is/product/m ... leir-sett/

Svona leir hreinsar þetta vel, hægt að nota hann marg oft. Nota bara mikið vatn með og vera búinn að þrífa bílinn vel àður svo það festist ekki litlir steinar í leirnum þegar þú nuddar þetta úr.




raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf raggos » Fös 01. Júl 2022 15:36

White spirit hreinsar þetta auðveldlega.
Það er líka bara fínt að tjöruþvo bílinn vel með öflugum tjöruhreinsi og bóna svo með sonax hard wax bóni. Það bón leysir svona bletti auðveldlega upp.



Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf RassiPrump » Fös 01. Júl 2022 17:54

Mæli með að þú takir bara nokkrar umferðir með tjöruhreinsi, getur svo leirað eftir á. En ef þú leirar passaðu að nota nóg af leirsleipiefni og myndi mæla með fínum leir, nema ef þú planar að massa lakkið eftir á.
Síðast breytt af RassiPrump á Fös 01. Júl 2022 17:54, breytt samtals 1 sinni.


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent

Skjámynd

einar1001
Ofur-Nörd
Póstar: 200
Skráði sig: Fös 16. Sep 2016 19:45
Reputation: 24
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf einar1001 » Fös 01. Júl 2022 17:56

https://jako.is/vara/tjoruhreinsir-fyrir-bila/
þessi tjöru hreinsi er helvíti sterkur mæli með honum tvær um ferðir og þetta skolast af


Örgjövi: AMD ryzen 7900x. Minni: 2x16GB 5600MHz. GPU: Palit GameRock 3080ti 12gb . HDDs&SSDs: 1.2TB HDD, 1TB HDD, 1tb m.2 SSD, 500gb 960 pro m.2 SSD. Móðurborð: ASRock X670E PRO RS. PSU: AX850W. skjáir: Asus 144Hz 3D 1080p 27", samsung g7 240hz 1440p qled 27", Samsung 144Hz 1440p 32".


Höfundur
Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Uncredible » Fös 01. Júl 2022 20:25

einar1001 skrifaði:https://jako.is/vara/tjoruhreinsir-fyrir-bila/
þessi tjöru hreinsi er helvíti sterkur mæli með honum tvær um ferðir og þetta skolast af


Prófa þennan og ætla einnig að vera með þennan leir svona til vara.




Höfundur
Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Uncredible » Fös 01. Júl 2022 20:26

johnnyblaze skrifaði:https://www.malningarvorur.is/product/meguiars-smooth-surface-clay-kit-leir-sett/

Svona leir hreinsar þetta vel, hægt að nota hann marg oft. Nota bara mikið vatn með og vera búinn að þrífa bílinn vel àður svo það festist ekki litlir steinar í leirnum þegar þú nuddar þetta úr.



Já hef heyrt um þetta en aldrei notað þetta áður, ætla prófa þennan "svaka" tjöruhreinsir og vera með þetta svona til vara.



Skjámynd

johnnyblaze
spjallið.is
Póstar: 408
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 12:03
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf johnnyblaze » Lau 02. Júl 2022 00:37

Uncredible skrifaði:
johnnyblaze skrifaði:https://www.malningarvorur.is/product/meguiars-smooth-surface-clay-kit-leir-sett/

Svona leir hreinsar þetta vel, hægt að nota hann marg oft. Nota bara mikið vatn með og vera búinn að þrífa bílinn vel àður svo það festist ekki litlir steinar í leirnum þegar þú nuddar þetta úr.



Já hef heyrt um þetta en aldrei notað þetta áður, ætla prófa þennan "svaka" tjöruhreinsir og vera með þetta svona til vara.


Endilega láta vita hvernig gengur, hellings vinna að nudda þetta allt úr. Vonandi virkar hreinsirinn betur.




Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Swanmark » Lau 02. Júl 2022 01:26

Langar bara að benda á að bón er ekki til að hreinsa ◘_◘. Tjöruhreinsir er til þess að .. hreinsa tjöru. :fly
Síðast breytt af Swanmark á Lau 02. Júl 2022 01:26, breytt samtals 1 sinni.


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf kjartanbj » Lau 02. Júl 2022 09:39

Olís sérblandaður tjöruhreinsir er besti tjöruhreinsirinn og ætti að fjarlægja þetta auðveldlega




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf kjartanbj » Lau 02. Júl 2022 09:40

Swanmark skrifaði:Langar bara að benda á að bón er ekki til að hreinsa ◘_◘. Tjöruhreinsir er til þess að .. hreinsa tjöru. :fly



Sonax "bón" er nánast bara white sprit og virkar fínt sem tjöruhreinsir í hallæri




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf littli-Jake » Lau 02. Júl 2022 18:21

White sprit


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf playman » Lau 02. Júl 2022 18:26

Olíuhreinsir.
https://vefverslun.n1.is/vara/7437-oliuhreinsir-n1-5l
Virkar betur en Tjöruleysir.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf nonesenze » Lau 02. Júl 2022 19:01

kjartanbj skrifaði:
Swanmark skrifaði:Langar bara að benda á að bón er ekki til að hreinsa ◘_◘. Tjöruhreinsir er til þess að .. hreinsa tjöru. :fly



Sonax "bón" er nánast bara white sprit og virkar fínt sem tjöruhreinsir í hallæri


virkar 100%


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf JohnnyRingo » Sun 03. Júl 2022 07:15





Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Hlynzi » Þri 05. Júl 2022 21:50

Ekki nota white spirit á þetta, það hentar ekki nógu vel í þetta.

Það eru 3 efni sem ég nota helst, fyrst er að þrífa bílinn með túrbósám (spreya því áður en maður þrífur með svampi - eða helst þvottahanska og bílasápu).
Lang besta efnið finnst mér vera Intensive Tar Remover frá Autoglym (fæst t.d. í RS Pörtum) en það hefur bara þessa einu virkni að ná þessum blettum af.

Næstbesta er sonax hardwax, það er örugglega 80% tjöruhreinsir og 20% bón (þannig séð algjört drasl bón, en fínt til að þrífa tjörubletti og fá smá bónhúð í leiðinni, endist mesta lagi í nokkrar vikur.

ÞEGAR þú ert búinn að þrífa tjörublettina af er sniðugt að fara yfir bílinn með leir (detailing clay, car clay t.d.), þá bleytiru í lakkinu með nóg af vatni eða smá sápuvatni og nuddar leirnum yfir, þú getur skoðað youtube myndbönd af þessu, svona leir fæst hjá Classic Detail, Málningarvörum og fl.

Ef felgurnar eru ennþá ógeðslegar (með svona gulri/gylltri slikju) þá er best að taka þær með K2 Roton sem fæst hjá Kemi, eða öðrum sambærilegum felguhreinsi, Classic Detail á svipaða til líka, eflaust Málningarvörur.


Hlynur


Höfundur
Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Uncredible » Fim 07. Júl 2022 18:58

Prófaði 4 efni.

TurboSám tjöruhreinsir, Tar Intensive Remover, Concept Tjöruhreinsi og svo Sonax Hardwax vökvabón.

TurboSámur virkaði verst, hinir 3 virkuðu allir vel. Concept Tjöruhreinsirinn virkaði samt ekkert mjög vel á erfiðabletti en hann er fljótur að losa þig við alla litlu blettina, Tar Intensive Remover var mjög auðveld að nota og svín virkar maður verður allavega ekki þreyttur í hendinni eins og með Sonax Hardwax bónið sem virkar samt en þú þarft alveg að nudda mjög mikið og svo dreifir hann þessu líka mjög mikið.

Ég veit ekki afhverju þessi bíll er svona þakinn tjörublettum hef aldrei séð jafn mikið og inní hurðum og bara allstaðar, en eftir að hafa prufað öll fjögur efnin á litla fleti á bílnum þá ákvað ég að fara yfir bílinn með Concept Tjöruhreinsi og svo nudda hann í burtu með blautum svamp, eftir það fór ég með Tar Intensive Remover og microfiber cloth og fjarlægði blettina sem tjöruhreinsirnn gat ekki fjarlægt.
Viðhengi
ConceptTjöruhreinsir.jpg
Concept Tjöruhreinsir
ConceptTjöruhreinsir.jpg (384.06 KiB) Skoðað 5434 sinnum
SonaxHardwax.jpg
Sonax Hardwax
SonaxHardwax.jpg (274.61 KiB) Skoðað 5434 sinnum
TarIntensiveRemover.jpg
Tar Intensive Remover
TarIntensiveRemover.jpg (358.46 KiB) Skoðað 5434 sinnum
TurboSam.jpg
TurboSámur
TurboSam.jpg (291.64 KiB) Skoðað 5434 sinnum
Síðast breytt af Uncredible á Fim 07. Júl 2022 19:03, breytt samtals 1 sinni.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Hlynzi » Fös 08. Júl 2022 07:24

Túrbósámurinn nær ekki tjörublettum almennt, hann er aðallega til að þrífa þessa filmu sem er yfir öllum bílnum og gott að nota hann alltaf á undan.
Oftast er það nú bara þannig að þetta safnast upp yfir langan tíma (þetta lítur nú út eins og allavegana 1-2 vetrar án þvotts), stærstu blettina er stundum auðveldara að plokka af og svo sé ég þessir pínulittlu sem eru eftir er hægt að fara yfir með leirnum, þá svona næst yfirleitt rest af óhreinindum.


Hlynur


Höfundur
Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf Uncredible » Fös 08. Júl 2022 11:01

Hlynzi skrifaði:Túrbósámurinn nær ekki tjörublettum almennt, hann er aðallega til að þrífa þessa filmu sem er yfir öllum bílnum og gott að nota hann alltaf á undan.
Oftast er það nú bara þannig að þetta safnast upp yfir langan tíma (þetta lítur nú út eins og allavegana 1-2 vetrar án þvotts), stærstu blettina er stundum auðveldara að plokka af og svo sé ég þessir pínulittlu sem eru eftir er hægt að fara yfir með leirnum, þá svona næst yfirleitt rest af óhreinindum.


Þetta er ársgamall bíll og hann hefur fengið þvott og bón, þetta er bara síðan eftir áramót. :/




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf playman » Fös 08. Júl 2022 13:24

Hefðir náð þessu af bara með olíuhreinsi án vandamála.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf mikkimás » Fös 08. Júl 2022 13:35

playman skrifaði:Hefðir náð þessu af bara með olíuhreinsi án vandamála.

Eru engin neikvæð áhrif á lakkið sjálft?




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf playman » Fös 08. Júl 2022 17:06

mikkimás skrifaði:
playman skrifaði:Hefðir náð þessu af bara með olíuhreinsi án vandamála.

Eru engin neikvæð áhrif á lakkið sjálft?

Ekki sem ég hef tekið eftir, flest allir tjöruleisar eru olíuhreinsir í gruninn, hann má bara ekki þorna á lakkinu.
En auðvitað testar maður alltaf á litlum blett áður en maður úðar þessu á allan bílinn, svo auðvitað þarf að bóna
hann vel á eftir þar sem að þetta tekur allt bón í burtu.
https://vefverslun.n1.is/vara/7437-oliuhreinsir-n1-5l skrifaði:Berið efnið óþynnt á með bursta, svampi eða úðun. Látið virka í 5 - 10 mínútur. Má ekki þorna á yfirborði bifreiða eða viðkvæms yfirborðs. Skolið vel með vatni og bursta ef hægt er.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


oon
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 19. Jan 2011 15:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf oon » Lau 09. Júl 2022 21:27

Þú hlýtur að hafa lent í tjörublæðingu einhvers staðar. Ég lenti einu sinni í því í Norðurárdal og Vegagerðin greiddi fyrir mössun á bílnum. Ég myndi passa mig að nudda þetta ekki of mikið - í tjörupunktunum leynast sandkorn sem geta rispað lakkið.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf jericho » Mán 11. Júl 2022 10:08

Afsakið, pínu off-topic en samt tengt blettum á lakki.

Hvernig hafið þið verið að díla við að ná dauðum flugum af bílunum ykkar eftir langferðir? Hef prófað vatn, vatn+sápu (bílasápa úr Costco), WD40, Sonax hard wax. Það virðist ekkert virka almennilega nema með brjáluðu nuddi á hverri flugu (nenni því ekki fyrir nokkuð hundruð flugur).

Fyrirfram þakkir!



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Tjörublettir

Pósturaf littli-Jake » Mán 11. Júl 2022 16:34

jericho skrifaði:Afsakið, pínu off-topic en samt tengt blettum á lakki.

Hvernig hafið þið verið að díla við að ná dauðum flugum af bílunum ykkar eftir langferðir? Hef prófað vatn, vatn+sápu (bílasápa úr Costco), WD40, Sonax hard wax. Það virðist ekkert virka almennilega nema með brjáluðu nuddi á hverri flugu (nenni því ekki fyrir nokkuð hundruð flugur).

Fyrirfram þakkir!


Ég fékk eitthvað flugnasprey a Olís í fyrra sem ég var sáttur með.
Og ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu gætirðu farið þar sem löður leigir þér háþrýsti aðstöðu. Virkar fínt á flugur.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180