Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf falcon1 » Mán 27. Jún 2022 13:45

Hver er hraðasta aðferðin við að færa mörg TB af gögnum milli tölva? Ég er með backup á flakkara en var að spá í hvort að það væri ekki önnur aðferð hraðvirkari svo maður sé ekki að eyða mörgum klst. eða dögum í þetta. :)



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf einarhr » Mán 27. Jún 2022 14:03

Tengja báða diskana í sömu tölvu með sata tengjum og gera copy paste eða fara á eitthvað tölvuverstæði og fá þá til að spegla diskinn, það er til græja til að gera svoleiðis


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Starman
has spoken...
Póstar: 166
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf Starman » Mán 27. Jún 2022 15:24

Tengja báða diskana (source og destination) í sömu vél , ræsa vélina upp á USB lykli með Clonezilla.
Þá getur þú speglað/klónað gögnin á milli og stækkað partition í leiðinni.
https://clonezilla.org/




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf Trihard » Mán 27. Jún 2022 20:57

Ef þú ert alltaf að færa gögn milli tölva á heimaneti þá geturðu líka sett upp FTP drif, auðvelt að setja það upp á Windows ef þú fylgir þessum leiðbeiningum: https://www.windowscentral.com/how-set- ... windows-10

Annars er gagnafærsla á FTP drifi hægari en beintenging með SATA snúru því hérna er veikasti hlekkurinn net tengingin, flestir með 1Gbps gagnahraða heima en mögulega eru sumir með 2.5 Gbps ethernet port eða hærri á nýjustu gamer tölvunum.

Hins vegar eru SATA3 SSD diskar með í kringum 500MBps gagnahraða sem jafngildir 8*500 = 4Gbps



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf rapport » Mán 27. Jún 2022 21:06

Um að gera að færa gögnin upp í skýjið einusinni og synca svo fælum niður á hvaða tæki sem er eftir hentisemi...




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf Hlynzi » Þri 28. Jún 2022 07:13

Síðast lét ég þetta bara malla yfir 1-2 daga yfir ethernet (allav. 1GB/s) en harði diskurinn var flöskuhálsinn í þessu - nýtt WD cloud drif með 2x WD RED hörðum diskum svo raunhraði var 40-100 mbs almennt í þessu, það fóru 3TB inná hann og tók nokkra daga - eina vandamálið við að copy/paste úr windows ef það kemur upp spurning á miðri leið að þá er gagnaflutningurinn á pásu þangað til henni er svarað.

Annars væri fljótlegast eins og menn segja að skella diskunum í sömu tölvu, þá allavegana er enginn flöskuháls á milli þeirra og hámarkshraða er náð.


Hlynur


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hraðasta aðferð til að færa gögn milli tölva?

Pósturaf falcon1 » Þri 28. Jún 2022 11:59

En að tengja tölvurnar á innra net, er það mjög hæg aðferð? Eða tengja beint með netsnúru, er það ekki mögulegt?
Gamla er með gigabyte lan en nýja verður með 2,5gig lán.