Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Hvar finnst þér best að versla málningu og aukahluti með tilliti til verðs, gæði og viðmóts?

Slippfélagið
31
45%
Sérefni
14
20%
Flügger
11
16%
Múrbúðin
2
3%
Húsasmiðjan
5
7%
Byko
1
1%
Annað? Hvað?
5
7%
 
Samtals atkvæði: 69

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf gnarr » Lau 25. Jún 2022 16:38

Eru einhverjar sérstakar rúllur og penslar sem þið mælið með?


"Give what you can, take what you need."


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf agnarkb » Lau 25. Jún 2022 17:05

gnarr skrifaði:Eru einhverjar sérstakar rúllur og penslar sem þið mælið með?


Ég hef oft notast við Anza Micmex https://husa.is/netverslun/malning/maln ... id=7010044
Hafa alltaf virkað vel fyrir mig, en ég er enginn atvinnumaður, bara skítamixari. Penslar frá Anza eru góðir líka.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf appel » Lau 25. Jún 2022 21:15

gnarr skrifaði:Eru einhverjar sérstakar rúllur og penslar sem þið mælið með?


Fer allt eftir því hvað þú ert að gera, hverskonar flötur þetta er, hverskonar málning, o.s.frv.

Ef þú ert að mála hraunað matt loft þá viltu fá öðruvísi rúllu heldur en þegar þú ert að mála slétta veggi með hærra gljástigi.

Sama gildir ef þú ert að lakka t.d. hurðar eða skápa, þú vilt fína litla rúllu í slíkt.

Svo eru gæðin mismunandi, þ.e. hvort það sé svona "lint" í rúllunni eða ekki. Sumir mæla með að skola nýjar rúllur fyrir notkun til að losna við svona "lint".


Annars hvað málningu varðar þá hef ég prófað nokkra aðila í gegnum tíðina:
Byko
Flugger
Slippfélagið
Sérefni

Mín reynsla er að Byko er með málningar sem þekja illa, þurfti heilmargar umferðir þegar ég málaði íbúð mína á sínum tíma með byko málningu.
Flugger er alveg fín verslun með ágætis vörur, svona milli-gæði samt.
Slippfélagið er einhvernveginn over-hyped finnst mér. Ágætis málningar sem þekja fínt, íbúðin mín er máluð með þeirra málningu núna.

Nýjasta verslunin sem ég hef prófað er SérEfni, en ég breytti nýlega svefnherberginu mínu og málaði með þeirra málningu, og hún kom virkilega vel á óvart. Var mjög ánægður með útkomuna. Valdi dökkan mattan lit. Þekur mjög vel. Sennilega svona ef ég á að dæma gæði málninga milli verslana þá held ég að SérEfni sé með þær bestu. Mæli með versluninni á Dalvegi kóp.


*-*


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf agnarkb » Lau 25. Jún 2022 22:40

appel skrifaði:
gnarr skrifaði:Eru einhverjar sérstakar rúllur og penslar sem þið mælið með?


Fer allt eftir því hvað þú ert að gera, hverskonar flötur þetta er, hverskonar málning, o.s.frv.

Ef þú ert að mála hraunað matt loft þá viltu fá öðruvísi rúllu heldur en þegar þú ert að mála slétta veggi með hærra gljástigi.

Sama gildir ef þú ert að lakka t.d. hurðar eða skápa, þú vilt fína litla rúllu í slíkt.

Svo eru gæðin mismunandi, þ.e. hvort það sé svona "lint" í rúllunni eða ekki. Sumir mæla með að skola nýjar rúllur fyrir notkun til að losna við svona "lint".


Annars hvað málningu varðar þá hef ég prófað nokkra aðila í gegnum tíðina:
Byko
Flugger
Slippfélagið
Sérefni

Mín reynsla er að Byko er með málningar sem þekja illa, þurfti heilmargar umferðir þegar ég málaði íbúð mína á sínum tíma með byko málningu.
Flugger er alveg fín verslun með ágætis vörur, svona milli-gæði samt.
Slippfélagið er einhvernveginn over-hyped finnst mér. Ágætis málningar sem þekja fínt, íbúðin mín er máluð með þeirra málningu núna.

Nýjasta verslunin sem ég hef prófað er SérEfni, en ég breytti nýlega svefnherberginu mínu og málaði með þeirra málningu, og hún kom virkilega vel á óvart. Var mjög ánægður með útkomuna. Valdi dökkan mattan lit. Þekur mjög vel. Sennilega svona ef ég á að dæma gæði málninga milli verslana þá held ég að SérEfni sé með þær bestu. Mæli með versluninni á Dalvegi kóp.


Pabbi heitinn sem var iðnaðarmaður kenndi mér það að vefja teipi þéttingsfast yfir alla rúlluna og þannig losa allt "lint" og fleirra sem hefur laumast inn í rúllu fiberinn. Ekkert ódýrasta leiðin en nokkuð effektív.
Hvaða málningu í Byko hefur þú verið að nota sem þér mislíkar? Hef sjálfur lítið verslað málningu þar fyrir utan ryðvarnarmálningu og svo Þol málningu fyrir málm. Hef reynt að forðast Kópal málningu eftir að hafa heyrt vondar reynslusögur af henni, sérstaklega einmitt þessa týpu sem Byko er með í bílförmum.

Kannski eru það norsku genin í mér en mér hefur alltaf fundist Jotun málningin vera þægilegust að mála með og endingargóð. Lady innandyra og svo Jotun Murmaling og svo Drygolin fyrir við á t.d. gluggum og hurðum. Utandyra á múr hef ég líka prófað Vitretex frá Slippfélaginu en finnst hún síðri en akrýl múrmálning frá Jotun. Aftur á móti þá hefur Brynja múrmálning frá Slippfélaginu reynst mér mjög vel sem grunnur undir akrýl múrmálningu, betra en flest annað sem ég hef prófað sömuleiðis finnska gólflakkið hjá þeim.
En bara vangaveltur hjá amatör og örugglega allt alger vitleysa.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Pisc3s
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Mið 23. Júl 2008 22:44
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf Pisc3s » Lau 25. Jún 2022 22:53

Málaði alltaf með málningu frá Slippfélaginu vegna afsláttarkjöra sem ég fékk þar, oftast bara nokkuð sáttur
Erum í framkvæmdum og konan heimtaði að við prufuðum málninguna frá Sérefnum, og hún kom mér á óvart. Þekur mjög vel, finnst hún betri en frá Slippfélaginu. Og svo er starfsfólkið þar agjörlega til fyrirmyndar.
Síðast breytt af Pisc3s á Lau 25. Jún 2022 22:54, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jobbzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Þri 13. Okt 2009 14:21
Reputation: 5
Staðsetning: Iceland,Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf jobbzi » Sun 26. Jún 2022 21:39

Ég er málari og finnst málinginn frá Slippfélaginu lang best.
hef prófað þær nokkrar en er alltaf jafn sáttur með málinguna frá þeim :happy


Intel Core i9 12900K|Asus ROG Strix B760-F Gaming WiFi 1700 ATX| Palit RTX4080 16GB GameRock OC|Corsair 32GB DDR5 EXPO 2x16GB 5600MHz RGB|Corsair H100i


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf dadik » Sun 26. Jún 2022 22:08

gnarr skrifaði:Eru einhverjar sérstakar rúllur og penslar sem þið mælið með?


Ég hef notað rúllur frá Flugger sem þer fundust fínar.
Endaði svo á að kaupa Harris pensla hjá Costco sem eru mjög góðir.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

jobbzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Þri 13. Okt 2009 14:21
Reputation: 5
Staðsetning: Iceland,Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf jobbzi » Mán 27. Jún 2022 21:10

dadik skrifaði:
gnarr skrifaði:Eru einhverjar sérstakar rúllur og penslar sem þið mælið með?


Ég hef notað rúllur frá Flugger sem þer fundust fínar.
Endaði svo á að kaupa Harris pensla hjá Costco sem eru mjög góðir.


get verið sammála með penslana frá costco og rúllunar var að prófa það um daginn var að klára mála íbúð og þetta kom bara á óvart hversu góðir þeir voru :megasmile


Intel Core i9 12900K|Asus ROG Strix B760-F Gaming WiFi 1700 ATX| Palit RTX4080 16GB GameRock OC|Corsair 32GB DDR5 EXPO 2x16GB 5600MHz RGB|Corsair H100i

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf rapport » Mán 27. Jún 2022 21:37

Anza penslar og Jötun/Lady málning... combo sem getur ekki klikkað...

Samt kaupir maður rúllu/penslapakka í Múrbúðinni á klink í smærri verk, en góður Anza pensill við að lakka glugga er draumur. Búinn að eiga einn í svoleiðis í tæpan áratug núna. Góða pensla nennir maður að þrífa og eiga.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf appel » Þri 28. Jún 2022 00:04

Hef reyndar keypt málningaverkfærin í flugger, finnst þau bara fín þar.
En þetta eru nokkuð basic verkfæri, erfitt að klúðra því, nema þetta sé það hræódýrasta sem þú ert að kaupa. Keypti málningastöng í bauhaus, hræódýr, en brotnaði eftir 2ja mín notkun. Þetta er einsog með þessa ódýru strákústa, alltaf brotnar skaftið á þeim eftir smá notkun enda hræódýr viður notaður.


*-*


Veiðihundur
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 11. Júl 2022 04:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Pósturaf Veiðihundur » Mán 11. Júl 2022 04:39

Veit einhver hvaða þakmálning er best á bárujárn á húsi sem er 500 m frá sjó?

Hef heyrt talað um þynnisþynnta málningu, en hver er með besta slíka málningu? Er það Málning, Slippfélagið, Flügger eða Sérefni?

Og er einhver með samanburð við þakmálninguna frá Benjamin Moore eða stenst verðlagningin á þeirri málningu yfir höfuð miðað við gæði og endingu hér á Íslandi?

Þakklátur fyrir öll svör sem kunna að verða veitt.