Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router

Pósturaf Cascade » Sun 26. Jún 2022 13:46

Er einhver sem er með ljósleiðara hjá mílu og internet hjá vodafone. Eða e-ð sambærilegt.

Var að skipta um router hjá kunningja. Var með router frá Vodafone.
Setti nýjan eiginn router og allt virkaði plug-n-play.

Samsung myndlyklarnir virkuðu líka. En eru þá tengdir bara í venjulegt "internet". Ekki IPTV tengi eins og var í gegnum gamla vodafone router.

Þannig það svosem virkar allt.
En vandamálið er, að þegar myndlyklar eru á venjulegu nettengi. Þá flokkast það eins og að þú sért að horfa á stöð2 í gegnum app í símanum. Reglan hjá vodafone er sú að það mega vera 5 samtímis á netstreymi, á sama neti. En þegar einhver á öðru neti fer að horfa, þá stelur hann strauminum og þetta hættir að virka hnu meginn

Ljósbreytan frá mílu er mjög lítil og það er bara 1stk ethernet port út.

Nánast eru bara 2 option inni.
Fara að nota aftur vodafone routerinn, til að fá þessi IPTV port, svo þessi myndlyklastraumur teljist ekki eins og netstramur

Eða komast að því hvað ég þarf að stilla til að búa til mitt eigið "IPTV port".
Mér finnst rosa líklegt að þetta sé bara VLAN stilling.


Ég var á netspjalli við vodafone áðan, það er engin þarna um helgar sem veit neitt um þetta.
Þannig mig langaði að athuga hvort einhver hér hafi dílað við þetta vandamál?



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router

Pósturaf oliuntitled » Sun 26. Jún 2022 17:32

https://lappari.com/2015/09/viltu-skipt ... a-simanum/

Þykir líklegt að þetta hafi ekki breyst mikið síðan þetta var sett fram miðað við að voda er ennþá að nota dedicated port fyrir tv.




arnarb9
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 08:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router

Pósturaf arnarb9 » Sun 26. Jún 2022 22:47

En að skipta um ljósleiðara fyritæki? Eða fa gamla ll boxið frá mílu með4 portum



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router

Pósturaf russi » Sun 26. Jún 2022 23:23

arnarb9 skrifaði:En að skipta um ljósleiðara fyritæki? Eða fa gamla ll boxið frá mílu með4 portum


TV VLAN hjá Vodafone var allavega 44 og internetið á 41 þegar bara Gagnaveita Reykjavíkur var… hvort það er eins á Mílu boxi veit ég ekki. En ju þú þarft að taka þetta inn sem VLAN eða fá Mílu box með fleiri ports



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router

Pósturaf pattzi » Mán 27. Jún 2022 20:25

hmm virkar bara vel hjá mér annarstaðar en heima held ég ef ég nota appið... minn er wifi tengdur


erum með samsung myndlykill og hef notað appið annarstaðar og verið að horfa heima
Síðast breytt af pattzi á Mán 27. Jún 2022 20:26, breytt samtals 1 sinni.




arnarb9
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 08:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill vodafone - ljósa míla- eiginn router

Pósturaf arnarb9 » Sun 03. Júl 2022 20:09

russi skrifaði:
arnarb9 skrifaði:En að skipta um ljósleiðara fyritæki? Eða fa gamla ll boxið frá mílu með4 portum


TV VLAN hjá Vodafone var allavega 44 og internetið á 41 þegar bara Gagnaveita Reykjavíkur var… hvort það er eins á Mílu boxi veit ég ekki. En ju þú þarft að taka þetta inn sem VLAN eða fá Mílu box með fleiri ports

gamla boxið frá mílu eru með 4 ports, ef GR er í húsinu þá er alveg eins hægt að skipta bara yfir til þeirra þá færðu nýja boxið þeirra sem eru með 4 port