Netvæða eldra húsnæði
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1261
- Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
- Reputation: 384
- Staða: Ótengdur
Netvæða eldra húsnæði
Sælir vaktarar
Er í kaupferli á eldra húsi (byggt 1963) þar sem eru engar netlagnir innanhúss. Ég myndi að sjálfsögðu vilja bæta úr þessu með því að koma ethernet tenglum á nokkra vel valda staði í húsinu og bílskúr en er efins um hvernig er best að græja það.
Ljósleiðarainntakið er í horni hússins og þar áætla ég að vera með router, sviss og sem mest af öðrum netbúnaði og dreifa þaðan.
Mér dettur í hug eftirfarandi aðferðir við að koma neti á aðra staði:
1. Net yfir rafmagn
2. Leggja CAT kapla í gólflista.
3. Draga CAT-6 (smáspennu) með 230V (lágspennu) lögnum. Ég hef heyrt mismunandi hluti um hvort þetta sé löglegt og í lagi með CAT-6 og uppúr en væri til í að fá það á hreint, stefni annars ekki sérstaklega á þetta vegna þykktar á CAT köplum.
4. Draga/blása ljósleiðara með 230V lögnum og vera með UniFi USW-Aggregation ljós-sviss við inntakið og síðan ljós í RJ45 breytur eða sviss með ljós inngangi og RJ45 portum þar sem ég vil. Hef þekkingu og aðgang að græjum til að gera þetta svo kostnaðaraukning á þessari aðferð miðað við hinar er óveruleg í lagnavinnu en töluverð í endabúnaði.
Hvaða aðferð mynduð þið taka, eða eru einhverjir með fleiri hugmyndir?
Er í kaupferli á eldra húsi (byggt 1963) þar sem eru engar netlagnir innanhúss. Ég myndi að sjálfsögðu vilja bæta úr þessu með því að koma ethernet tenglum á nokkra vel valda staði í húsinu og bílskúr en er efins um hvernig er best að græja það.
Ljósleiðarainntakið er í horni hússins og þar áætla ég að vera með router, sviss og sem mest af öðrum netbúnaði og dreifa þaðan.
Mér dettur í hug eftirfarandi aðferðir við að koma neti á aðra staði:
1. Net yfir rafmagn
2. Leggja CAT kapla í gólflista.
3. Draga CAT-6 (smáspennu) með 230V (lágspennu) lögnum. Ég hef heyrt mismunandi hluti um hvort þetta sé löglegt og í lagi með CAT-6 og uppúr en væri til í að fá það á hreint, stefni annars ekki sérstaklega á þetta vegna þykktar á CAT köplum.
4. Draga/blása ljósleiðara með 230V lögnum og vera með UniFi USW-Aggregation ljós-sviss við inntakið og síðan ljós í RJ45 breytur eða sviss með ljós inngangi og RJ45 portum þar sem ég vil. Hef þekkingu og aðgang að græjum til að gera þetta svo kostnaðaraukning á þessari aðferð miðað við hinar er óveruleg í lagnavinnu en töluverð í endabúnaði.
Hvaða aðferð mynduð þið taka, eða eru einhverjir með fleiri hugmyndir?
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Eru ekki einhverjar gamlar coax lagnir í húsinu ?
Myndi hiklaust endurnýta þau rör fyrir ethernet, annars leggja á bakvið lista þar sem hægt er og mögulega notast við góðann wifi mesh búnað til að fá gott wifi coverage.
Myndi hiklaust endurnýta þau rör fyrir ethernet, annars leggja á bakvið lista þar sem hægt er og mögulega notast við góðann wifi mesh búnað til að fá gott wifi coverage.
Re: Netvæða eldra húsnæði
Bæta við fyrra svar það getur líka verið gamlar simasnurur i husinu sem má setja netsnurur i líka.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Er þetta einbýli eða fjölbýli?
Ef þú dregur smáspennu með lágspennu þá áttu í hættu á að allt smáspennukerfið í húsinu verði 240V ef eitthvað bilar.
Það getur bæði kveikt í húsinu og valdið dauða, til dæmis ef rafvirki er að vinna við smáspennuna og veit ekki að það er búið að blanda þessu saman.
Gerðu þetta bara almennilega eða slepptu því
Ef þú dregur smáspennu með lágspennu þá áttu í hættu á að allt smáspennukerfið í húsinu verði 240V ef eitthvað bilar.
Það getur bæði kveikt í húsinu og valdið dauða, til dæmis ef rafvirki er að vinna við smáspennuna og veit ekki að það er búið að blanda þessu saman.
Gerðu þetta bara almennilega eða slepptu því
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1261
- Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
- Reputation: 384
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Það er bara coax rör frá gamla loftnetsstaðnum og að staðsetningu sjónvarps svo það rör gagnast ekki. Svo er eitt rör frá gamla símainntakinu og að stað þar sem heimasíminn hefur verið en það gagnast ekki heldur.
Þetta er einbýli og auðvitað einfalt að gera sér grein fyrir mögulegri hættu ef maður dregur CAT kapal með lágspennu, spurningin er bara hvort það sé löglet ef það er CAT6+, það eru mjög misvísandi upplýsingar um það.
Hef engar áhyggjur af því að draga ljósleiðara með lágspennu þar sem hann getur ekki flutt straum og ég veit að sú uppsetning væri í lagi.
Þetta er einbýli og auðvitað einfalt að gera sér grein fyrir mögulegri hættu ef maður dregur CAT kapal með lágspennu, spurningin er bara hvort það sé löglet ef það er CAT6+, það eru mjög misvísandi upplýsingar um það.
Hef engar áhyggjur af því að draga ljósleiðara með lágspennu þar sem hann getur ekki flutt straum og ég veit að sú uppsetning væri í lagi.
Löglegt WinRAR leyfi
Re: Netvæða eldra húsnæði
Er í húsi byggt 1947. Gerði þetta 2016 og lét draga á milli hæða. Inntakið er í kjallaranum og fer upp í gegnum gamla símarörið og svo á milli hæða í gömlum coax rörum. Svo bara meðfram listum og í gegnum lítil göt í veggjum. Lagði ekki í þetta sjálfur, fékk einhvern algeran snilling frá BB í þetta með mér.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð að leggja lágspennu og smáspennu í sömu rör.
Hafa komið af og til sögur að vera með skermaðan þá sé það í lagi, það er ekki rétt. Aftur á móti getur verið ruglingurinn sá að ef þú leggur kapal með lágspennu og hann sé skermaður minnkar þú líkurnar á truflunum
Hafa komið af og til sögur að vera með skermaðan þá sé það í lagi, það er ekki rétt. Aftur á móti getur verið ruglingurinn sá að ef þú leggur kapal með lágspennu og hann sé skermaður minnkar þú líkurnar á truflunum
-
- Nörd
- Póstar: 138
- Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Er í sambærilegum pælingum.
Lét mér detta í hug að draga ljósleiðarann með rafmagninu og hafa tvöfaldar innstungur þar sem ljósleiðarinn kæmi inn.
Veit bara ekki hvort það er meira en góð hugmynd. Þarf ekki einhver millistykki/netgizmo til að breyta ljósleiðara yfir í ethernet innstungur?
Lét mér detta í hug að draga ljósleiðarann með rafmagninu og hafa tvöfaldar innstungur þar sem ljósleiðarinn kæmi inn.
Veit bara ekki hvort það er meira en góð hugmynd. Þarf ekki einhver millistykki/netgizmo til að breyta ljósleiðara yfir í ethernet innstungur?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Áhugaverðar pælingar, árið 2002 var ég að gera upp íbúð í blokk og þá voru ekki netkaplar í veggjunum bara einn coax í miðjurými og einn símatengill þar rétt hjá. Þar sem ég gerði íbúðina nánast fokhelda þá notaði ég tækifærið og leigði tveggja blaða steinsög og sagaði í gólf og veggi fyrir rörum og dró net í öll herbergi og stofu. Á þeim tíma var wi-fi ekkert sérstaklega gott og þetta þótti frekar nýtískulegt.
Í dag myndi ég ekki nenna svona brölti, frekar fá mér gott „mesh“ kerfi sem endurkastar wi-fi merkinu, mér sýnist þó að með 5G og svo 6G og hugsanlega tækni eins og Starlink að wi-fi og ljósleiðarar séu hægt og rólega á útleið.
Að því sögðu þá myndi ég í þínum sporum, þar sem þú hefur bæði getu og kunnáttu ekki hika við að fara leið 4. sem þú nefndir:
Klárlega sú leið sem mér finnst flottust!
Í dag myndi ég ekki nenna svona brölti, frekar fá mér gott „mesh“ kerfi sem endurkastar wi-fi merkinu, mér sýnist þó að með 5G og svo 6G og hugsanlega tækni eins og Starlink að wi-fi og ljósleiðarar séu hægt og rólega á útleið.
Að því sögðu þá myndi ég í þínum sporum, þar sem þú hefur bæði getu og kunnáttu ekki hika við að fara leið 4. sem þú nefndir:
4. Draga/blása ljósleiðara með 230V lögnum og vera með UniFi USW-Aggregation ljós-sviss við inntakið og síðan ljós í RJ45 breytur eða sviss með ljós inngangi og RJ45 portum þar sem ég vil. Hef þekkingu og aðgang að græjum til að gera þetta svo kostnaðaraukning á þessari aðferð miðað við hinar er óveruleg í lagnavinnu en töluverð í endabúnaði.
Klárlega sú leið sem mér finnst flottust!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1261
- Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
- Reputation: 384
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
elri99 skrifaði:Gerurðu notað þakrými til að komast á milli staða?
Nei sýnist ég ekki ná því, þakrýmið er alveg lokað. Það er loftapanell með innfeldri lýsingu á nokkrum stöðum og möguleiki að leggja fyrir ofan hana innan rýmis en sýnist ég ekki ná auðveldlega að fara á milli rýma þannig.
agnarkb skrifaði:Er í húsi byggt 1947. Gerði þetta 2016 og lét draga á milli hæða.
CAT eða ljós?
russi skrifaði:Það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð að leggja lágspennu og smáspennu í sömu rör. Hafa komið af og til sögur að vera með skermaðan þá sé það í lagi, það er ekki rétt.
Bingó! Þetta er það sem mig vantaði til að útiloka þennan möguleika endanlega. Bara hvort þetta væri í lagi, eða ekki.
codemasterbleep skrifaði:Er í sambærilegum pælingum. Lét mér detta í hug að draga ljósleiðarann með rafmagninu og hafa tvöfaldar innstungur þar sem ljósleiðarinn kæmi inn. Veit bara ekki hvort það er meira en góð hugmynd. Þarf ekki einhver millistykki/netgizmo til að breyta ljósleiðara yfir í ethernet innstungur?
Jú þú þarft að vera með "Media converter" til að breyta ljósi í kopar eða sviss sem er með ljós-inngang og RJ-45 útgöngum
Dæmi um media converters: https://www.fs.com/c/media-converters-extenders-1037
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
GuðjónR skrifaði:Áhugaverðar pælingar, árið 2002 var ég að gera upp íbúð í blokk og þá voru ekki netkaplar í veggjunum bara einn coax í miðjurými og einn símatengill þar rétt hjá. Þar sem ég gerði íbúðina nánast fokhelda þá notaði ég tækifærið og leigði tveggja blaða steinsög og sagaði í gólf og veggi fyrir rörum og dró net í öll herbergi og stofu. Á þeim tíma var wi-fi ekkert sérstaklega gott og þetta þótti frekar nýtískulegt.
Í dag myndi ég ekki nenna svona brölti, frekar fá mér gott „mesh“ kerfi sem endurkastar wi-fi merkinu, mér sýnist þó að með 5G og svo 6G og hugsanlega tækni eins og Starlink að wi-fi og ljósleiðarar séu hægt og rólega á útleið.
Að því sögðu þá myndi ég í þínum sporum, þar sem þú hefur bæði getu og kunnáttu ekki hika við að fara leið 4. sem þú nefndir:4. Draga/blása ljósleiðara með 230V lögnum og vera með UniFi USW-Aggregation ljós-sviss við inntakið og síðan ljós í RJ45 breytur eða sviss með ljós inngangi og RJ45 portum þar sem ég vil. Hef þekkingu og aðgang að græjum til að gera þetta svo kostnaðaraukning á þessari aðferð miðað við hinar er óveruleg í lagnavinnu en töluverð í endabúnaði.
Klárlega sú leið sem mér finnst flottust!
Sammála big-G. Þegar ég flutti í núverandi húsnæði reif ég út gömlu coax-kaplana og dró Cat5e snúrur í staðinn. Pælingin var sú að vera með tp-tengla í öllum herbergjum.
Ég nota þetta ekkert í dag. Ég er með Asus router á neðri hæðinni nálægt ljósleiðaraboxinu. Svo er ég með snúru upp á efri hæð sem tengist í gamlan router sem ég nota sem access point. Nota bara wireless. Snúran upp á efri hæð er meiraðsegja Cat5 (100mbs) - ég vinn oft á efri hæðinni og finn ekkert fyrir þessu. Ég var með Ps5 tengda við vír niðri en núna er hún bara wireless. Þessi þráðlausu net eru bara orðin alveg fáranlega góð.
Það er náttúrulega smart lausn að fræsa/draga ljósleiðara í öll herbergi en fyrir mitt leyti efast ég um að þetta sé þess virði. Ég myndi setja upp tengla á hverri hæð og tengja svo AP beint við vírinn. Virkar amk. fínt hjá mér.
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Netvæða eldra húsnæði
Njall_L skrifaði:agnarkb skrifaði:Er í húsi byggt 1947. Gerði þetta 2016 og lét draga á milli hæða.
CAT eða ljós?
Bæði. Ljósið var upprunalega dregið inn í kjallarann fyrir einhverjum 20 árum og Telsey box sett upp þar í geymslu, svo CAT dregið upp. En ég lét svo færa boxið upp þannig að ljós var dregið upp sömu leið og CAT var upprunalega dreginn. Núna er ljósboxið á neðri hæðinni í íbúðinni og svo cat dregnir meðfram lista út að gömlu COAX röri og þar upp á efri hæð.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
GuðjónR skrifaði:Áhugaverðar pælingar, árið 2002 var ég að gera upp íbúð í blokk og þá voru ekki netkaplar í veggjunum bara einn coax í miðjurými og einn símatengill þar rétt hjá. Þar sem ég gerði íbúðina nánast fokhelda þá notaði ég tækifærið og leigði tveggja blaða steinsög og sagaði í gólf og veggi fyrir rörum og dró net í öll herbergi og stofu. Á þeim tíma var wi-fi ekkert sérstaklega gott og þetta þótti frekar nýtískulegt.
Í dag myndi ég ekki nenna svona brölti, frekar fá mér gott „mesh“ kerfi sem endurkastar wi-fi merkinu, mér sýnist þó að með 5G og svo 6G og hugsanlega tækni eins og Starlink að wi-fi og ljósleiðarar séu hægt og rólega á útleið.
Að því sögðu þá myndi ég í þínum sporum, þar sem þú hefur bæði getu og kunnáttu ekki hika við að fara leið 4. sem þú nefndir:4. Draga/blása ljósleiðara með 230V lögnum og vera með UniFi USW-Aggregation ljós-sviss við inntakið og síðan ljós í RJ45 breytur eða sviss með ljós inngangi og RJ45 portum þar sem ég vil. Hef þekkingu og aðgang að græjum til að gera þetta svo kostnaðaraukning á þessari aðferð miðað við hinar er óveruleg í lagnavinnu en töluverð í endabúnaði.
Klárlega sú leið sem mér finnst flottust!
Þetta er ekki alveg rétt hjá þér, ljósið er ekkert á útleið og er langt í það.
Flutningsgeta á ljósi á móti 5G og 6G er ansi mikil og það er einungis verið að nota lítið brot af getu ljósleiðara.
Vandi allra þráðlausra kerfa er að öll bandbreidd er takmörkuð og því hærra sem farið er í tíðni styttist drægni og verður viðkvæmara fyrir truflunum.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 246
- Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
- Reputation: 4
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
5. Talar við þitt þjónustufyrirtæki ( ef Ljósleiðarinn ) og nýtir innifalnar þrjár þjónustulagnir til að koma þér af stað og semur um rest.
i712700KF [TG Contact Frame] - Asus TUF z690 pluswifi - Asus TUF 3070 Ti OC [CMG Copper Plate] - G.Skill TridentZ5 32GB (2x16) 6000MHz CL36 - Boot:Samsung 980Pro M.2NVMe - BeQuiet! Silent Base 802 & SP11 850W Platnium
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
russi skrifaði:Það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð að leggja lágspennu og smáspennu í sömu rör.
Hafa komið af og til sögur að vera með skermaðan þá sé það í lagi, það er ekki rétt. Aftur á móti getur verið ruglingurinn sá að ef þú leggur kapal með lágspennu og hann sé skermaður minnkar þú líkurnar á truflunum
Hvað hefur þú fyrir þér í þessu.
Það er hvergi talað um þetta í reglugerð.
Hins vegar er fjallað um þetta í staðli og þá leyfilegt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
-
- Nörd
- Póstar: 138
- Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Tbot skrifaði:russi skrifaði:Það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð að leggja lágspennu og smáspennu í sömu rör.
Hafa komið af og til sögur að vera með skermaðan þá sé það í lagi, það er ekki rétt. Aftur á móti getur verið ruglingurinn sá að ef þú leggur kapal með lágspennu og hann sé skermaður minnkar þú líkurnar á truflunum
Hvað hefur þú fyrir þér í þessu.
Það er hvergi talað um þetta í reglugerð.
Hins vegar er fjallað um þetta í staðli og þá leyfilegt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Fjarskiptalagnir, aðrar en ljósleiðaralagnir, skulu ávallt vera aðskildar frá raflögnum og lögnum
fyrir dyrasíma og annað innanhússeftirlit og stýringar.
6.grein - Frágangur fjarskiptalagna.
https://www.stjornartidindi.is/PdfVersi ... 6f225ec87a
Er þetta úrelt?
Re: Netvæða eldra húsnæði
codemasterbleep skrifaði:Tbot skrifaði:russi skrifaði:Það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerð að leggja lágspennu og smáspennu í sömu rör.
Hafa komið af og til sögur að vera með skermaðan þá sé það í lagi, það er ekki rétt. Aftur á móti getur verið ruglingurinn sá að ef þú leggur kapal með lágspennu og hann sé skermaður minnkar þú líkurnar á truflunum
Hvað hefur þú fyrir þér í þessu.
Það er hvergi talað um þetta í reglugerð.
Hins vegar er fjallað um þetta í staðli og þá leyfilegt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.Fjarskiptalagnir, aðrar en ljósleiðaralagnir, skulu ávallt vera aðskildar frá raflögnum og lögnum
fyrir dyrasíma og annað innanhússeftirlit og stýringar.
6.grein - Frágangur fjarskiptalagna.
https://www.stjornartidindi.is/PdfVersi ... 6f225ec87a
Er þetta úrelt?
thad aetti aldrei ad vera urelt. Eins og allir vita, allir leidarar sem leida tapa einangrun sina yfir tima. Thessir electrons munu hita upp thennan blessadan cat6 eda whatever fireproof kapall sem thu vilt hafa vid hlidina lagspennuni, bara not a single feck given. Thess vegna eru fyrirbaeri eins og megger til, til ad athuga hversu god einangrunin er. Ef hun er slaem tha tharf rafvirkin ad skipta leidsluna ut
edit> Minn lausn er ad koma med brotvel og fraesara thad var thad sem eg gerdi. Hinsvegar med bilskurin tha er eg med motakara i bilskurnum og sendir heima.
Síðast breytt af Semboy á Mið 15. Jún 2022 01:32, breytt samtals 1 sinni.
hef ekkert að segja LOL!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1261
- Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
- Reputation: 384
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Krisseh skrifaði:5. Talar við þitt þjónustufyrirtæki ( ef Ljósleiðarinn ) og nýtir innifalnar þrjár þjónustulagnir til að koma þér af stað og semur um rest.
Áhugavert, hef ekki heyrt um þetta. Veistu hvort að þeir bjóði þetta innifalið eftir staðsetningu á ljósleiðaraboxi?
Löglegt WinRAR leyfi
Re: Netvæða eldra húsnæði
Njall_L skrifaði:Krisseh skrifaði:5. Talar við þitt þjónustufyrirtæki ( ef Ljósleiðarinn ) og nýtir innifalnar þrjár þjónustulagnir til að koma þér af stað og semur um rest.
Áhugavert, hef ekki heyrt um þetta. Veistu hvort að þeir bjóði þetta innifalið eftir staðsetningu á ljósleiðaraboxi?
Nei, their rukka ther fyrir thad. Sidast eg man fyrir sirka 2 arum tha var thad 30 thussund.
Edit: hinsvegar ef thad er bara gr eda milubox a stadnum hja ther t.d ef thad er milubox tharna, tha geturu skipt um thjonustu fyrirtaeki og faert thig yfir a gr. Tha geturu valid stadsettningu boxid ther ad kostnadarlausu. Vesenid audvitad ef thu ert osattur med thjonustuna og aetlar aftur a miluboxid. Tha ertu kominn aftur a somu stadsettningu.
Síðast breytt af Semboy á Mið 15. Jún 2022 09:45, breytt samtals 1 sinni.
hef ekkert að segja LOL!
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Þið sem þekkið til, getiði komið með dæmi um hvaða búnað þarf til að leggja ljósleiðara á milli tveggja staða fyrir ethernet? Þeas eathernet -> ljósleiðari 10-20m -> ethernet.
Sá að Origo eru með allskonar týpur af ljósleiðaraköplum, endum og svo boxum til að breyta yfir í ethernet. Erfitt að fá hugmynd um kostnað í svona löguðu.
Sá að Origo eru með allskonar týpur af ljósleiðaraköplum, endum og svo boxum til að breyta yfir í ethernet. Erfitt að fá hugmynd um kostnað í svona löguðu.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Netvæða eldra húsnæði
GullMoli skrifaði:Þið sem þekkið til, getiði komið með dæmi um hvaða búnað þarf til að leggja ljósleiðara á milli tveggja staða fyrir ethernet? Þeas eathernet -> ljósleiðari 10-20m -> ethernet.
Sá að Origo eru með allskonar týpur af ljósleiðaraköplum, endum og svo boxum til að breyta yfir í ethernet. Erfitt að fá hugmynd um kostnað í svona löguðu.
Setja bara ljosbreytu inna milli thessa 10 til 20m lengd. Svo thartu ad fa man til ad splaesa 2x pigtaila saman vid leidaran. Hann mundi rukka thig sirka 20thussund
hef ekkert að segja LOL!
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Semboy skrifaði:GullMoli skrifaði:Þið sem þekkið til, getiði komið með dæmi um hvaða búnað þarf til að leggja ljósleiðara á milli tveggja staða fyrir ethernet? Þeas eathernet -> ljósleiðari 10-20m -> ethernet.
Sá að Origo eru með allskonar týpur af ljósleiðaraköplum, endum og svo boxum til að breyta yfir í ethernet. Erfitt að fá hugmynd um kostnað í svona löguðu.
Setja bara ljosbreytu inna milli thessa 10 til 20m lengd. Svo thartu ad fa man til ad splaesa 2x pigtaila saman vid leidaran. Hann mundi rukka thig sirka 20thussund
Takk fyrir svarið en þetta svarar mér ekki alveg.
Sá t.d. að það er hægt að kaupa kapla sem eru með endum á, mögulega hægt að draga það í gegn og spara splæsingu en þekki það ekki. En ef svo, hvaða kapla (svo margir mismunandi endar á þeim, LC, SC, ST og eiginleikar), þarf hann að vera tvöfaldur?
Svo þarf base á báða enda kapalsins, hvað skiptir máli hér?
Loks breytibox.. sama spurning
Þetta er nánast efni í nýjan þráð eða fyrirspurn á Origo.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Netvæða eldra húsnæði
GullMoli skrifaði:Semboy skrifaði:GullMoli skrifaði:Þið sem þekkið til, getiði komið með dæmi um hvaða búnað þarf til að leggja ljósleiðara á milli tveggja staða fyrir ethernet? Þeas eathernet -> ljósleiðari 10-20m -> ethernet.
Sá að Origo eru með allskonar týpur af ljósleiðaraköplum, endum og svo boxum til að breyta yfir í ethernet. Erfitt að fá hugmynd um kostnað í svona löguðu.
Setja bara ljosbreytu inna milli thessa 10 til 20m lengd. Svo thartu ad fa man til ad splaesa 2x pigtaila saman vid leidaran. Hann mundi rukka thig sirka 20thussund
Takk fyrir svarið en þetta svarar mér ekki alveg.
Sá t.d. að það er hægt að kaupa kapla sem eru með endum á, mögulega hægt að draga það í gegn og spara splæsingu en þekki það ekki. En ef svo, hvaða kapla (svo margir mismunandi endar á þeim, LC, SC, ST og eiginleikar), þarf hann að vera tvöfaldur?
Svo þarf base á báða enda kapalsins, hvað skiptir máli hér?
Loks breytibox.. sama spurning
Þetta er nánast efni í nýjan þráð eða fyrirspurn á Origo.
Sæll, hérna er dæmi um hvað getur virkað:
https://verslun.origo.is/Netbunadur-og- ... 182.action
Þetta sett tekur litla bláa enda (LC/UPC) og nota sitthvora bylgjulengdina fyrir samskipti í hvora átt, þannig að þú ert með samskipta í báðar áttir á einum þráð.
https://verslun.origo.is/Snurur-og-kapl ... 255.action
Þessi kapall passar í "puttana" að ofan, þó leiðarinn sé seldur tvöfaldur, þá er bara annar notaður í þessu tilviki.
Einfaldasti endabúnaðurinn er svo merkjabreyta á hvorn enda eins og þessi:
https://verslun.origo.is/Netbunadur-og- ... 077.action
Þá ertu kominn með tilbúna lögn, 25m, fyrir c.a. 36 þúsund án afslátta.
Í staðinn fyrir aðra eða báðar breyturnar, þá getur þú sett switch með sfp eða sfp+ porti, sem puttarnir passa í.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 246
- Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
- Reputation: 4
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
- Staða: Ótengdur
Re: Netvæða eldra húsnæði
Njall_L skrifaði:Krisseh skrifaði:5. Talar við þitt þjónustufyrirtæki ( ef Ljósleiðarinn ) og nýtir innifalnar þrjár þjónustulagnir til að koma þér af stað og semur um rest.
Áhugavert, hef ekki heyrt um þetta. Veistu hvort að þeir bjóði þetta innifalið eftir staðsetningu á ljósleiðaraboxi?
Já fer eftir ýmsu, en helsta ástæðan væri nýr eigandi og skortur á þjónustulögnum eða engar.
Semboy skrifaði:Njall_L skrifaði:Krisseh skrifaði:5. Talar við þitt þjónustufyrirtæki ( ef Ljósleiðarinn ) og nýtir innifalnar þrjár þjónustulagnir til að koma þér af stað og semur um rest.
Áhugavert, hef ekki heyrt um þetta. Veistu hvort að þeir bjóði þetta innifalið eftir staðsetningu á ljósleiðaraboxi?
Nei, their rukka ther fyrir thad. Sidast eg man fyrir sirka 2 arum tha var thad 30 thussund.
Það eina sem fylgir viðskipavinum að kostnaðarlausu er fyrsta uppsetning ljósleiðarans, þrjár þjónustulagnir og virkjun netsambands.
Það að skipta milli Ljósleiðarann og Mílu ætti að fara verða liðinn tíð þar sem Síminn getur nú tengst við Ljósleiðarann, annars var og er gjaldfrjálst að skipta á milli fyrirtækja og þeirra ljósbreytu en við það svo að vilja aðra staðsetningu á ljósleiðaraboxi er allt önnur saga, "færsla á ljósleiðaraboxi".
https://www.ljosleidarinn.is/verdskra
Semboy skrifaði:Njall_L skrifaði:Krisseh skrifaði:5. Talar við þitt þjónustufyrirtæki ( ef Ljósleiðarinn ) og nýtir innifalnar þrjár þjónustulagnir til að koma þér af stað og semur um rest.
Áhugavert, hef ekki heyrt um þetta. Veistu hvort að þeir bjóði þetta innifalið eftir staðsetningu á ljósleiðaraboxi?
Nei, their rukka ther fyrir thad. Sidast eg man fyrir sirka 2 arum tha var thad 30 thussund.
Edit: hinsvegar ef thad er bara gr eda milubox a stadnum hja ther t.d ef thad er milubox tharna, tha geturu skipt um thjonustu fyrirtaeki og faert thig yfir a gr. Tha geturu valid stadsettningu boxid ther ad kostnadarlausu. Vesenid audvitad ef thu ert osattur med thjonustuna og aetlar aftur a miluboxid. Tha ertu kominn aftur a somu stadsettningu.
Mjög sérhæft að það sé sitthvor staðsetning og svo verið að færa sig til baka aftur á gömlu staðsetningu á bara Míluboxi, hljóma undarlegt og ekki í hag fyrir viðskiptavinin, en ef ljósleiðarainntök er hlið við hlið eða kannski í sama rými, þá breytir það öllu.
i712700KF [TG Contact Frame] - Asus TUF z690 pluswifi - Asus TUF 3070 Ti OC [CMG Copper Plate] - G.Skill TridentZ5 32GB (2x16) 6000MHz CL36 - Boot:Samsung 980Pro M.2NVMe - BeQuiet! Silent Base 802 & SP11 850W Platnium