Sælir ég er með tölvu sem er með þessum speccum hér að neðan. Nú langar mig að fara að uppfæra aðeins og er að spá í að byrja á góðu móðurborði og líklega I5-12600k örgjörva. Ég er svolítið fastur í Intel án þess að geta útskýrt af hverju.
Mig vantar ráð fyrir kaup á móðurborði. Þessi tölva er notuð við tölvuleiki hjá einum 10 ára, svosem fortnite, MS Flight Simulator og svo alls kyns leikjum sem ég kann ekki nafnið á en mér skilst allavega að þeir séu nokkuð þungir í vinnslu og til þess að hafa þetta almennilegt þá þarf að færa tölvuna nær nútímanum.
Er kannski eitthvað annað sem ég ætti að kaupa heldur en endilega I5-12600K?
Eru einhverjir með góð ráð? Öll aðstoð vel þegin.
Uppfærsla - vantar ráð
-
- has spoken...
- Póstar: 156
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 43
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfærsla - vantar ráð
Bara smá... þú ert fastur í Intel. Gott og vel. En MS flight simulator bókstaflega elskar 5800x3d... just sayin (kemst líka upp með hræbillegt móðurborð, minni etc. ef þú ferð þá leið). https://forums.flightsimulator.com/t/am ... nce/510937
Síðast breytt af drengurola á Þri 31. Maí 2022 13:43, breytt samtals 1 sinni.
Re: Uppfærsla - vantar ráð
sýnist þu vera að keyra skjáinn á 32hz sem gæti orsakað hökkt, þú ert með skjá sem er 60hz. skjákortið þitt er mjög gott 1080p skjákort og eru ekki margir titlar til sem það nær ekki 60 hz í. svo ertu að keyra vinnsluminnið á stock 2133hz, ef það er gefið upp fyrir meira, sem er alveg ágætlega líklegt, þá virkja xmp prófælinn í bios.
5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg-35wn75c-b
Re: Uppfærsla - vantar ráð
Úff, skjátíðni í 32hz. Ef þér finnst það í lagi þá hefur þú enga þörf fyrir hraðari tölvu
Annars myndi bara nýtt skjákort vera nóg fyrir marga þessa leikja.
Annars myndi bara nýtt skjákort vera nóg fyrir marga þessa leikja.
Síðast breytt af appel á Mið 01. Jún 2022 14:23, breytt samtals 1 sinni.
*-*
Re: Uppfærsla - vantar ráð
vél fyrir 11 ára gutta?
Myndi halda í þetta 1080Ti kort, er að performa mitt á milli 3060 og 3060Ti. Ef farið er í upgrade á nýju skjákorti úr búð væri það 3070-3070Ti (eða öflugara) sem kostar 125.000 kr + nýtt.
Þessi 6600K örgjörvi er ekki að hjálpa neitt í 1080p spilun samhliða 1080Ti.
Intel 12600K eða AMD 5600X væri sterkur leikur samhliða nýju móðurborði og kælingu.
Líkt og búið er að mæla með, myndi ég kanna hvernig DDR4 minni þetta eru, keyra þau í XMP í gegnum Bios ef þau er meira en 2400 mhz.
Vinnsluminni er ekki úrslitavaldurinn í þessu. Double checka hvort þau séu ekki pottþét í dual channel o.s.f.
Örgjörvi + móðurborð + kæling og já..... nýjan skjá sem supportar meira en 60Hz, helst 144 hz
Engin tölva spilar tölvuleiki vel í 30hz
EDIT: sýnist þetta vera M.2 diskar sem þú ert með, s.s. ekki nvme?
Þá myndi ég fara í nýjan Nvme samhliða nýju móðurborði + örgjörva ( fyrir windows). Ekki must en nice to have m.v. peninginn og hraðamun.
Þessi er t.d. á mjög góðu verði m.v. specca --> https://tl.is/samsung-500gb-980-nvme-m-2-ssd-1.html
Myndi halda í þetta 1080Ti kort, er að performa mitt á milli 3060 og 3060Ti. Ef farið er í upgrade á nýju skjákorti úr búð væri það 3070-3070Ti (eða öflugara) sem kostar 125.000 kr + nýtt.
Þessi 6600K örgjörvi er ekki að hjálpa neitt í 1080p spilun samhliða 1080Ti.
Intel 12600K eða AMD 5600X væri sterkur leikur samhliða nýju móðurborði og kælingu.
Líkt og búið er að mæla með, myndi ég kanna hvernig DDR4 minni þetta eru, keyra þau í XMP í gegnum Bios ef þau er meira en 2400 mhz.
Vinnsluminni er ekki úrslitavaldurinn í þessu. Double checka hvort þau séu ekki pottþét í dual channel o.s.f.
Örgjörvi + móðurborð + kæling og já..... nýjan skjá sem supportar meira en 60Hz, helst 144 hz
Engin tölva spilar tölvuleiki vel í 30hz
EDIT: sýnist þetta vera M.2 diskar sem þú ert með, s.s. ekki nvme?
Þá myndi ég fara í nýjan Nvme samhliða nýju móðurborði + örgjörva ( fyrir windows). Ekki must en nice to have m.v. peninginn og hraðamun.
Þessi er t.d. á mjög góðu verði m.v. specca --> https://tl.is/samsung-500gb-980-nvme-m-2-ssd-1.html
Síðast breytt af gunni91 á Mið 01. Jún 2022 14:53, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 99
- Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
- Reputation: 7
- Staða: Tengdur
Re: Uppfærsla - vantar ráð
Úff, skjátíðni í 32hz. Ef þér finnst það í lagi þá hefur þú enga þörf fyrir hraðari tölvu
Annars myndi bara nýtt skjákort vera nóg fyrir marga þessa leikja.
Þetta er skekkja, ég keyrði speccy í gegnum RD og af einhverjum ástæðum kemur skjárinn af fartölvunni sem ég notaði þarna inn og skjátíðnin á honum er reyndar 60hz
Ég er með tvo góða 4K skjái við þessa tölvu sem eru 144hz...
Það sem ég er helst að spá í hvaða móðurborð ég ætti að fá mér með 12600K, finnst það vera frumskógur... Skjákortið verður uppfært seinna þegar verð og framboð verða vonandi eitthvað skynsamlegri.