Hljóðeinangrun í bíl?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf Njall_L » Mið 30. Jan 2019 21:52

Sælir vaktarar

Er að skoða með að setja hljóðeinangrandi mottur í bílinn hjá mér, í botn, hurðir og afturbretti. Hef verið að skoða mig um og það er slatti af þessu til erlendis en fáir sem ég fann sem senda til Íslands.

Hafa einhverjir keypt svona efni hérlendis eða erlendis og geta deild reynslu sinni? Er að leita eftir sjálflímandi mottum sem fást á ágætis verði, ætla mér ekki að borga helling fyrir "rollsinn" í hljóðeinangrandi mottum. Sætti mig vel við eitthvað mid-range.


Löglegt WinRAR leyfi


skrani
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fim 10. Okt 2013 00:41
Reputation: 8
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf skrani » Mið 30. Jan 2019 23:09

Bilasmiðurinn á mottur, hef notað þær í tölvu umhverfi. Virkuðu fínt þar.
https://bilasmidurinn.is/



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Tengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 18. Maí 2022 18:27

Getum við endurvakið þennan þráð?

Einhverjir sem hafa tekið þetta að sér og eru til í að deila með hópnum hvernig fór, hvað ber að vara sig á og hvort þetta sé þess virði



Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf Njall_L » Mið 18. Maí 2022 20:12

KaldiBoi skrifaði:Getum við endurvakið þennan þráð?

Einhverjir sem hafa tekið þetta að sér og eru til í að deila með hópnum hvernig fór, hvað ber að vara sig á og hvort þetta sé þess virði

Ég endaði sjálfur bara á að kaupa mér betri bíl frekar en að framkvæma þessar pælingar sem ég var í þegar þráðurinn var stofnaður


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf Viktor » Mið 18. Maí 2022 20:17

Til haningu með bimmann ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf andribolla » Fim 19. Maí 2022 11:36





Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf Hlynzi » Fim 19. Maí 2022 19:13

Ég hef einmitt verið að íhuga að bæta svolítið í hljóðeinangrun á Honda CR-V (2005) , var að kaupa næsta body á eftir 2010 árgerðina sem er örlítið hljóðlátari en forverinn. Eitt sem gleymist oft er að versla ný og betri dekk, getur munað ótrúlega miklu.

Best er að nota tjörumottur eða sambærilegar sem límast við boddýið eða innan í hurðar t.d. og minnka "resonance" eða dempa það töluvert mikið niður og síðan þykkari tau/bómullar mottur eða hvað þær heita (grænar á litinn) fyrir allt annað.


Hlynur


Hestur
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Mið 09. Júl 2008 18:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf Hestur » Fim 19. Maí 2022 22:37

Ég á einmitt Honda CR-V 2012 árg, ég skipti úr ódýrum dekkjum í Michelin X-Ice heilsársdekk og ég tók strax eftir hvað veghljóðið minnkaði mikið við það skipta yfir í góð dekk.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf GullMoli » Fim 19. Maí 2022 23:49

Hestur skrifaði:Ég á einmitt Honda CR-V 2012 árg, ég skipti úr ódýrum dekkjum í Michelin X-Ice heilsársdekk og ég tók strax eftir hvað veghljóðið minnkaði mikið við það skipta yfir í góð dekk.


Vetrar/heilsársdekk eru yfirleitt mýkri en sumardekk og þessvegna gæti verið minna veghljóð.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðeinangrun í bíl?

Pósturaf Hlynzi » Fös 20. Maí 2022 07:09

GullMoli skrifaði:
Hestur skrifaði:Ég á einmitt Honda CR-V 2012 árg, ég skipti úr ódýrum dekkjum í Michelin X-Ice heilsársdekk og ég tók strax eftir hvað veghljóðið minnkaði mikið við það skipta yfir í góð dekk.


Vetrar/heilsársdekk eru yfirleitt mýkri en sumardekk og þessvegna gæti verið minna veghljóð.


Bæði það og aldurinn, svo skiptir munstrið sjálft líka máli, held að flestir, ef ekki allir dekkjaframleiðendur gefi upp dB rating.


Hlynur