Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf appel » Fös 22. Apr 2022 21:41

Vilja reisa þjóðarleikvang á Suðurnesjum – „Staðsetningin er tilvalin“
Mynd
https://www.dv.is/frettir/2022/4/22/vil ... -tilvalin/

Ég þurfti að líta á dagatalið hvort þetta væri 1. apríl gabb. Þessi "geimstöð" er einsog heimsveldið í Star Wars hefði reist, innan um torfbæi. Get ekki hætt að hlæja :megasmile


*-*


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf agnarkb » Fös 22. Apr 2022 21:55

lol....

Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar.


Ég man þá tíð þegar byggja átti rosa flotta kappakstursbraut þarna suður með sjó sem átti að laða til sín viðburði eins og F1 :lol:


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 22. Apr 2022 22:04

Myndi helst ekki vilja fá þetta hús akkúrat þarna. Þá lendi ég undir því :megasmile

agnarkb skrifaði:lol....

Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar.


Ég man þá tíð þegar byggja átti rosa flotta kappakstursbraut þarna suður með sjó sem átti að laða til sín viðburði eins og F1 :lol:


Það var meira að segja byrjað að gera þessa braut. Hún myndi reyndar ekki henta fyrir F1 bíla nema kannski svona F1 traktora \:D/
Viðhengi
Screenshot 2022-04-22 220316.jpg
Screenshot 2022-04-22 220316.jpg (709.72 KiB) Skoðað 3245 sinnum



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf appel » Fös 22. Apr 2022 22:06

Stórhuga íslendingar :) framtíðin er björt á klakanum! :)


*-*

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf MatroX » Fös 22. Apr 2022 22:07

agnarkb skrifaði:lol....

Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar.


Ég man þá tíð þegar byggja átti rosa flotta kappakstursbraut þarna suður með sjó sem átti að laða til sín viðburði eins og F1 :lol:

0 hægt að bera þetta saman.... það var byrjað á brautinni og búið að efnisskipta part af henni, verktakinn fór á hausinn eins og allt sem villi kemur nálægt


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


Semboy
1+1=10
Póstar: 1144
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Semboy » Fös 22. Apr 2022 22:09

Thetta faerir mer til ad brosa


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf hfwf » Fös 22. Apr 2022 22:10

appel skrifaði:Stórhuga íslendingar :) framtíðin er björt á klakanum! :)


Alveg ljóst að það þarft höll undir íþróttir, en þetta er alveg út í hött þarna á suðurnesjum, bara fyndið concept.

Verður alltaf í höfuðborginni eða nágrenni, suðurnesin hvað það varðar is not.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf appel » Fös 22. Apr 2022 22:20

Þetta er einsog geimskip úr Independence Day hefði lent á suðurnesjarbæ (ónefndum). Er búinn að hlæja í allan dag, þakkir til grafíkerans.


*-*


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf agnarkb » Fös 22. Apr 2022 22:32

hfwf skrifaði:
appel skrifaði:Stórhuga íslendingar :) framtíðin er björt á klakanum! :)


Alveg ljóst að það þarft höll undir íþróttir, en þetta er alveg út í hött þarna á suðurnesjum, bara fyndið concept.

Verður alltaf í höfuðborginni eða nágrenni, suðurnesin hvað það varðar is not.


Það vill svo til að ég þekki pínkupons inn á svona mál, reyndar frá tónleikahliðinni frekar en íþróttahliðinni en þetta er sama prinsipal. Ef það stendur til að byggja hérna skemmtanahöll, arena fyrir stóra tónleika og aðra stóra viðburði þá þarf sú bygging að hafa líka verslanir, veitingastaði og eitthvað sem laðar til sín lókalinn á meðan ekkert er að gerast í sport og tónleikabransanum. Staðsetningin þarf svo að henta vel fyrir útlendinga sem vilja sækja viðburði hingað og þá er bara einn staður sem gengur og það er eins nálægt miðbænum og hægt er.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Trihard » Lau 23. Apr 2022 23:27

Af hverju ekki bara reisa hann inni í Vatnajökli? Go big or go home.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Mossi__ » Sun 24. Apr 2022 00:20

Hér í Vogum á Vatnsleysu eru háværar raddir að heimta það hún verði reist hér.

.. um árið var ekki fjármagn til til að "fjárfesta" í æfingarneti í fótboltamörk sem kostuðu 50.000, sem endaði með að vera fjármagnað með styrkjum (ath fleirtöluna).

Svo.. ég veit ekki alveg..
Síðast breytt af Mossi__ á Sun 24. Apr 2022 00:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Apr 2022 10:52

Það getur verið að það sé svona ægilega gaman að sparka í bolta.
En ef það er til svona mikið af peningum væri þá ekki ráð að byrja á því að laga vegina okkar?




Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Gustaf » Sun 24. Apr 2022 13:49

Ég sé ekki afhverju þessir vellir verða að vera í Laugardalnum, persónulega finnst mér að það mætti skoða aðra staði svo sem Kópavogsdal, Keldur, Keldnaholt/Egilshallarsvæðið, ÍR svæðið eða jafnvel við Bása í Grafarholti.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf appel » Sun 24. Apr 2022 14:38

Gustaf skrifaði:Ég sé ekki afhverju þessir vellir verða að vera í Laugardalnum, persónulega finnst mér að það mætti skoða aðra staði svo sem Kópavogsdal, Keldur, Keldnaholt/Egilshallarsvæðið, ÍR svæðið eða jafnvel við Bása í Grafarholti.


Laugardalurinn er ekki mjög miðsvæðis og er með lélegar vegatengingar (aðallega bara suðurlandsbraut) og það er ætíð umferðarvesen þegar stórleikir eru.

En sennilega hentar ekki að byggja svona "national stadium" einhversstaðar úti í hrauni fjarri mannabyggð.

Hægt væri að byggja þar sem Víkingsvöllur er, þar er stutt í Reykjanesbraut. Eða jafnvel hinum megin í fossvogsdalnum þar sem gróðrastöðin er. Fossvogsdalurinn er veðursæll staður, grænn og miðsvæðis og þarna eru íþróttafélög nærri með íþróttaaðstöðu.

Svo er Kópavogsvöllur einnig miðsvæðis og stutt í stofnbraut þar, og líka mikil íþróttastarfssemi þar. Kópavogsvöllurinn (þ.e. stadiumið) er mjög frumstætt og það er nóg pláss til að byggja eitthvað stærra.

Svo þarf þetta allt að vera nálægt mögulegri borgarlínu.
Síðast breytt af appel á Sun 24. Apr 2022 14:39, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf davidsb » Sun 24. Apr 2022 14:52

appel skrifaði:
Gustaf skrifaði:Ég sé ekki afhverju þessir vellir verða að vera í Laugardalnum, persónulega finnst mér að það mætti skoða aðra staði svo sem Kópavogsdal, Keldur, Keldnaholt/Egilshallarsvæðið, ÍR svæðið eða jafnvel við Bása í Grafarholti.


Laugardalurinn er ekki mjög miðsvæðis og er með lélegar vegatengingar (aðallega bara suðurlandsbraut) og það er ætíð umferðarvesen þegar stórleikir eru.

En sennilega hentar ekki að byggja svona "national stadium" einhversstaðar úti í hrauni fjarri mannabyggð.

Hægt væri að byggja þar sem Víkingsvöllur er, þar er stutt í Reykjanesbraut. Eða jafnvel hinum megin í fossvogsdalnum þar sem gróðrastöðin er. Fossvogsdalurinn er veðursæll staður, grænn og miðsvæðis og þarna eru íþróttafélög nærri með íþróttaaðstöðu.

Svo er Kópavogsvöllur einnig miðsvæðis og stutt í stofnbraut þar, og líka mikil íþróttastarfssemi þar. Kópavogsvöllurinn (þ.e. stadiumið) er mjög frumstætt og það er nóg pláss til að byggja eitthvað stærra.

Svo þarf þetta allt að vera nálægt mögulegri borgarlínu.


Eða bara skipta út þessum flugvelli fyrir þetta. Gera þetta almennilega, ráðstefnuhöll og verslanir. Auðvelt að komast með almenningssamgöngum þar sem borgarlínan stoppar þarna rétt hjá. Flest hótelin í miðbænum í göngufæri frá þessu.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf jonfr1900 » Mán 25. Apr 2022 01:17

Á svæði sem lendir allt saman undir hraun eftir minna en 20 ár. Það er ekki góð áætlun í framtíðina.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf GullMoli » Mán 25. Apr 2022 08:30

davidsb skrifaði:
appel skrifaði:
Gustaf skrifaði:Ég sé ekki afhverju þessir vellir verða að vera í Laugardalnum, persónulega finnst mér að það mætti skoða aðra staði svo sem Kópavogsdal, Keldur, Keldnaholt/Egilshallarsvæðið, ÍR svæðið eða jafnvel við Bása í Grafarholti.


Laugardalurinn er ekki mjög miðsvæðis og er með lélegar vegatengingar (aðallega bara suðurlandsbraut) og það er ætíð umferðarvesen þegar stórleikir eru.

En sennilega hentar ekki að byggja svona "national stadium" einhversstaðar úti í hrauni fjarri mannabyggð.

Hægt væri að byggja þar sem Víkingsvöllur er, þar er stutt í Reykjanesbraut. Eða jafnvel hinum megin í fossvogsdalnum þar sem gróðrastöðin er. Fossvogsdalurinn er veðursæll staður, grænn og miðsvæðis og þarna eru íþróttafélög nærri með íþróttaaðstöðu.

Svo er Kópavogsvöllur einnig miðsvæðis og stutt í stofnbraut þar, og líka mikil íþróttastarfssemi þar. Kópavogsvöllurinn (þ.e. stadiumið) er mjög frumstætt og það er nóg pláss til að byggja eitthvað stærra.

Svo þarf þetta allt að vera nálægt mögulegri borgarlínu.


Eða bara skipta út þessum flugvelli fyrir þetta. Gera þetta almennilega, ráðstefnuhöll og verslanir. Auðvelt að komast með almenningssamgöngum þar sem borgarlínan stoppar þarna rétt hjá. Flest hótelin í miðbænum í göngufæri frá þessu.


Ég hef persónulega reynslu af því að keyra daglega í átt að Nauthólsvík, meðal annars að Eagle Air. Þetta er EKKI rétti staðurinn umferðarlega séð..

Keldur væri nærra lagi, nóg pláss þar og stórar stofnæðar. Fólk utanað landi þyrfti einnig ekki að keyra alla leið í miðbæinn sem spara öllum umferð.
Síðast breytt af GullMoli á Mán 25. Apr 2022 08:31, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf mikkimás » Mán 25. Apr 2022 09:28

Af hverju þarf allt að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu?

Jú auðvitað, þar er eina fólkið á landinu sem skiptir máli.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Daz » Mán 25. Apr 2022 09:40

mikkimás skrifaði:Af hverju þarf allt að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu?

Jú auðvitað, þar er eina fólkið á landinu sem skiptir máli.

Af því að:

Hagstofan.is skrifaði:Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2021, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 232.280. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 19.562 íbúar

Heimild.

Eru einhver önnur sterk rök sem ættu að stýra því hvar svona bygging ætti að vera staðsett?




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf mikkimás » Mán 25. Apr 2022 09:44

Ég meinti ekki að það ætti að planta þjóðarleikvangi á Bíldudal, heldur að það væri í lagi að nýta úthverfi höfuðvorgarsvæðisins undir meira en bara íbúðablokkir.

Þar er allt plássið.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Daz » Mán 25. Apr 2022 09:47

mikkimás skrifaði:Ég meinti ekki að það ætti að planta þjóðarleikvangi á Bíldudal, heldur að það væri í lagi að nýta úthverfi höfuðvorgarsvæðisins undir meira en bara íbúðablokkir.

Þar er allt plássið.


Ég held að það hafi nú ekki verið neinar alvarlegar hugmyndir um að setja þennan leikvang í Vatnsmýrina, frekar bara skot frá þeim sem finna allar leiðir til að mótmæla flugvellinum.

Ætli þá séu ekki annars rökin að hafa völlinn á stað þar sem almenningsamgöngur eru sæmilega góður kostur fyrir sem flesta (sem er ekki kostur ef þú setur völlinn í úthverfi). Tala þar af reynslu sem einhver sem hefur farið á landsleiki í Laugardal með Strætó sem og einhver sem hefur þurft að fara milli úthverfa með Strætó.
Síðast breytt af Daz á Mán 25. Apr 2022 09:48, breytt samtals 1 sinni.




Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf Gustaf » Mán 25. Apr 2022 10:30

Ég held að svæðið austan við Keldur sé tilvalið (þar sem nýsköpunarmiðstöð Íslands var) Svæðið er stórt um 30 ha og verður vel tengt við almenningssamgöngur og gatnakerfið á næstu árum. Borgarlínan mun koma eftir Stórhöfða og tengja þar með svæðið vel við almenningssamgöngur og einnig eru til gatnateikningar að framlengingu Hallsveg að Vesturlandsvegi sem tryggir aðgengi þeirra sem kjósa að koma að svæðinu akandi. Mikil uppbygging er að eiga sér stað í Ártúnshöfða og á næstu árum mun vera byggt í Blikastöðum í Mosfellsbæ og þar af eftir í Keldum.
Screenshot 2022-04-25 at 10.18.38.png
Screenshot 2022-04-25 at 10.18.38.png (2.6 MiB) Skoðað 2360 sinnum
Síðast breytt af Gustaf á Mán 25. Apr 2022 10:32, breytt samtals 2 sinnum.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Pósturaf JReykdal » Mán 25. Apr 2022 13:56

Eitthvað grunar mig nú að skalinn sé svolítið off á þessarri mynd.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.