Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Lau 20. Nóv 2021 02:32

Sælir félagar,

Alla tíð hefur maður verið rosalega stefnulaus í lífinu eitthvað, ekkert vitað hvað maður vill gera í því, svakalega týndur eitthvað og alltaf bara með þumalinn þvert uppí rassgatinu í tölvuni...

Svo fattaði ég bara um daginn, hvað með að finna sér eitthvað að gera Í tölvuni? Kannski er hægt að vinna í tölvu? Er það ekki? Hl'ytur að vera...

Síðan fór ég að spá í því hvað ég er búinn að vera að gera í tölvuni uppá síðkastið, en þá var ég s.s. að klippa niður Breskt rapp video og raða því saman við eitthvað Pólkst Techno lag.

Bara það að klippa videoið niður, shot for shot, tók alveg svakalegann tíma og var enþá meira vesen í litla fría OpenShot forritinu sem ég fann á netinu þarna einhvern tíman. En þó það hefði verið vesen og tekið svakalegann tíma þá fannst mér það bara gaman. Skárra en að opna Steam í tólfta skiptið þann daginn í leit að einhverju gucci fríum leik...

"GAMLI!!! Þú ert ekki að fara að finna neitt merkilegt frítt á Steam!!! Þess vegna er það frítt!!!!"

Þá fór ég að pæla: Gæti ég ekki bara farið útí eitthvað svona? Orðið myndskeiðaklippikall eða hvað sem það heitir? Hvernig gerir maður það? Þarf maður ekki að læra eitthvað til þess að verða certified svoleiðis?

Aðal ástæðan fyrir því að ég kláraði aldrei þetta sem ég var búinn að vera að fikta þarna í OpenShot var bara hvað það forrit er alveg ömurlegt.

Þannig að ég ákvað að kaupa mér mánaðar áskrift að Adobe Premiere Pro á $21, aldrei notað það né séð einhvern nota það, vissi ekkert hvernig það virkaði.

Það var nú svo sem ekki mikið vesen að læra á það með hjálp internetsins og kláraði ég loksins þetta tónlistarmyndband sem ég var búinn að vera að vinna í og byrjaði á öðru svipuðu (rapp video við techno lag).

Það tók svona klukkutíma að klippa nýja videoið niður shot for shot í Premiere Pro á meðan í OpenShot hefði það tekið svona 18 tíma og þá mjög ónákvæmt.

Premiere Pro er svo gott dæmi að ef ég væri ekki maðurinn sem ég er í dag þá myndi ég senda sprengjuhótanir á gæjana sem framleiddu OpenShot eftir að hafa fengið að prufa Premiere... You get what you pay for, I guess. Á líka vel við á Steam.

Hér er allavegana það sem ég var örugglega svona 80 tíma að gera í open shot og klukkara að klára í Premiere Pro:



Já, það er alveg slatti þarna sem ég mun laga einn daginn enda var þetta 95% OpenShot, 5% Premiere Pro. Ég nenni bara ekki að hlusta mikið oftar á þetta lag akkúrat núna þannig að það verður að bíða betri tíma.

TL;DR:

Hvert á ég að snúa mér ef ég vil læra svona video editing hérna á klakanum?

Sá eitthvað námskeið hjá Promennt en þeir gáfu ekki upp neitt verð, sögðu bara að það væri hægt að skipta því niður á 36 mánuði þannig að ég ímynda mér að það sé ágætis summa..

https://www.promennt.is/is/namsleidir/v ... emiere-pro

Takk fyrir og sorry með langlokuna, langlokur verða líklega alltaf partur af mér...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf TheAdder » Lau 20. Nóv 2021 11:54

Promennt námskeiðið er að ég held líklegasti kosturinn fyrir þig.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Fös 18. Feb 2022 06:46

Jaaaaa, fuck Prómennt! Ég er aldrei að fara að skipta einhverri greiðslu niður á 3 ár þegar Internetið er til og ég get bara lært þetta með því, rétt eins og allt annað sem maður hefur lært í lífinu. Ég þarf bara að trúa á sjálfann mig, þá skeður ýmislegt!

Annars var ég að klára þetta hérna núna í gærkvöldi:

Max Wisdom - Baby Take My Lowrider [FINAL]



Svo gerði ég þetta hérna í byrjun Desember:

Masters of Method - Future Shock Gets Ting Dun(Max Wisdom Remix)



Ég mun seint sakna OpenShot, svo mikið er víst! Eina ástæðan fyrir því að ég er enþá með það installað er því það eru top lol effects í því, en með tímanum mun ég líklega læra, rétt eins og með allt annað, að það séu enþá betri effects í Premiere Pro....


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf Tbot » Fös 18. Feb 2022 09:43

Horfðu frekar á þetta sem lærdóm.

Þannig er það með allt, byrjar með eitt forrit sem var kannski frítt og fullt af hlutum þar tók tíma.

Núna ertu að prófa annað forrit sem kostar peninga og sérð ýmsa hluti þar sem er búið að laga og gera meira "effective".

En allir hlutir taka tíma í byrjun en núna ertu kominn með einhverja reynslu þannig að þú getur betur metið hvað er gott eða vont.

Þess utan þá er ýmsar upplýsingar til á netinu, en oft er þetta spurning um að leita rétt.



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Fös 18. Feb 2022 10:20

Það var akkúrat pælingin, að láta fiktið bara nægja sér, ekki vera að eltast við eitthvað Official dæmi. Held það sé líka kunnáttan og reynslan, portfolio'ið. sem telur meira en að hafa setið í hundruðir, ef ekki þúsundir official kennslustunda í skóla...

Premiere Pro er mjög flott forrit! Ég prufaði Davinci Resolve en fannst UI'ið alveg skelfilegt þannig að ég ákvað að halda bara áfram að borga fyrir Premiere, frekar en að þurfa að eyða extra tíma í að setja sig inní nýtt forrit.

Ég hef alltaf litið á það þannig, og er það staðreynd amk fyrir mitt leiti, að maður læri miklu meira á því að gera heldur en að láta sýna sér.

Google, Youtube og rest er alveg smekk fullt af leiðbeiningum og þess háttar í þessum efnum, svo er líka til síða sem heitir Skillshare.com þar sem maður getur borgað fyrir leiðbeiningar, en að Google'a það sem ég er í vandræðum með að finna í Premiere akkúrat á mómentinu þegar ég þarf á því að halda hefur nýst mér vel hingað til!

Þannig að ég held fiktinu þá baa áfram, en ekki hvað!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf Mossi__ » Fös 18. Feb 2022 10:30

Sko.

Sést alveg a þessum myndböndum að þú veist hvað þú ert að gera.

Möguleikarnir eru í raun að fara í nám í annaðhvort Margmiðlunarskólanum (sem eg, sorry, mæli gegn) eða Kvikmyndaskólanum (sem mér af vitandi er bara frekar fínn). Nota þann tíma í að afla vitneskju og reynslu á víðari sviðum en með áherslu a klippingu. En að leggja aðal áhersluna að networka eins og crazy. Bæði með samnemendum og svo kennrunum og svona. Skila af sér gott repp.

Það eða bara harka. Búa til fleiri vídjó, og kannski auka fjölbreytnina. Búa til portfolio, komast í samband við hljómsveitir og vinna fyrit þær og svona. Mynda repp. Jafnvel vinna skítódýrt eða frítt. Eftir nokkurn tíma af verktakavinnu og og búinn að vinna portfolio, þa sækja um her og þar. Rúv, auglýsingastofum og svona.

En númer eitt tvö og þrjú í þessu braski er:It's now what you know it's who you know.

Þessvegna þarf að leggja aðal áherslu á að networka og skilja eftir sig gott repp. Vera góður í samvinnu og liðlegur og svona.

Klárasti klippari í heiminum fær ekki vinnu ef það er ekki nokkur leið til þess að vinna með honum.

Hæfileikarnir eru til staðar a.m.k. m.v. þessi vídjó þín.



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Fös 18. Feb 2022 11:40

Sko.

Mér finnast þessi video nefninlega alveg helluð, bilaðslega helluð jafnvel... Finnst eiginlega bara ótrúlegt að videoin og lögin við bæði mín video voru bara valin útaf því að þau voru svipað löng á Youtube... S.s. er Take My Hand með Max Farenthide 03:25 og Lowrider með Ocean Wisdom 03:37, á meðan Masters of South - Future Shock(Max Farenthide Remix) 04:01 og Ocean Wisdom - Ting Dun Feat. Method Man 04:18. Þannig að mér finnst það alveg merkilega ótrúlegt hvað bæði komu vel út.

Ég klippti rúmar 2 mínútur af Future Shock laginu því Method Man er svo lítið í Ting Dun videoinu að það hefði orðið mjög repetitive og mjög stale að halda þessu vibe'i áfram í 2 mínútur í viðbót, alltaf bara þessi sömu nokkur skot af Method....

Svo reyndi ég að sync'a videoin eins mikið við lögin og ég gat, ekki alltaf samt, þá væri það orðið fyrirsjáanlegt og lame.

Á "Come On Come On Come On" partinum á 01:15 í Baby Take My Lowrider hafði ég ekki grænann hvað ég ætti að hafa back in the day þannig að í mjög langan tíma var þarna bara eitthvað skítamix sem ég var búinn að vera mjög ósáttur við að hafa þarna síðan ég setti það þarna. En núna í gærkvöldi klippti ég það bara í burtu og bjó til nýtt! Betra! Miiiiiiikluuuuu betra! Og var þetta 'Miklu Betra' inspired by Export úr OpenShot sem ég Exportaði óvart við vitlaust Framerate. Man þegar ég horfði á það til að tékka hvort það hefði heppnast að Exporta það og var bara "Já sæll, ég er sko ekki að fara að eyða þessu!"

Þessi nýji partur á 01:15 er mjög svipaður þessum gamla í því að það var líka Loop, nýja er bara flóknara. En ég er ekki frá því að þetta þarna á 01:15 sem varð til á svona korteri í gærkvöldi sé ekki bara orðið einn af mínum uppáhalds pörtum í þessu videoi.

Svo finnst mér Polo MC röddin passa alveg merkilega vel við Ocean Wisdom í Future Shock Gets Ting dun. Eina sem ég myndi setja útá, en samt ekki, þegar það kemur að Polo MC, og eiginlega bara videoinu í heild sinni, er að mér finnst eins og 0:51 gæti/mætti alveg vera öðruvísi. S.s. þetta áfram>afturábak>áfram þar sé of mikil endurtekning á áfram>afturábak dæminu. En á móti þá er þetta svona útaf því að Lip Sync'ið er on point, sérstaklega á loka orðinu sem hann segir.

01:08 í Future Shock Gets Ting Dun? Ég trúi því ekki hvað Polo MC sync'ar fullkomnlega við videoið....

Future Shock lagið er búið að vera eitt af mínum uppáhalds lögum síðan um fermingu, á meðan Take My Hand fýlaði ég aldrei, en geri samt núna, þó svo að ég sé búinn að heyra það 15 skrilljón sinnum síðustu 7 mánuðina.

Hef sjaldan, ef einhvern tímann, verið jafn stoltur af einhverju sem ég hef skapað. Finnst þetta alveg geeeeðveikt!

Annars, já, Networkin, Portfolio, branch out hvað varðar fjölbreytni. Er einmitt búinn að vera að spá í að henda í svona Joi Klipklip Like page á Facebook, sem væri amk einhvers konar byrjun á Networking, þó það sé nú langt frá því að vera það sama haha. Annars er það, já, Portfolio'ið sem fengi forgang framyfir allt hitt, og henda fjölbreytninni með í það. Var byrjaður á 3x videoinu þar sem ég er að nota Ocean Wisdom video og Max Farenthide lag, en hef alveg verið að spá hvort maður ætti ekki gera eitthvað "annað"...
Síðast breytt af HalistaX á Fös 18. Feb 2022 11:42, breytt samtals 1 sinni.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Lau 05. Mar 2022 23:44

Mossi__ skrifaði:Sko.


Það eða bara harka. Búa til fleiri vídjó, og kannski auka fjölbreytnina. Búa til portfolio

Heyrðu, ég er að fara að ráðum þínum, er reyndar enþá í technoinu en ákvað að prufa að skipta um senu hvað hvarðar videoið sjálft.

Er núna að reyna að edit'a eitthvað píkupopp myndband við technolag og það er alveg merkilega mikið vesen, skal ég segja þér.

En það er samt ekki slæmt sko, alls ekki. Ég prufaði um daginn að taka tvö tónlistarvideo með sama rapparanum og ætlaði að gera eitt video með báðum lögunum en svissa samt videounum. Thing is að ég hefði alveg getað bara svissað lögunum, klippt nánast ekkert, þannig að það varð eiginlega ekkert úr því... ...þú veist, jújú, það er private á Youtube en málið er að þetta er bara ekkert gaman nema það sé stór vesen að gera þetta...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Mán 04. Apr 2022 01:21

Jám, ég tók á mig svoldið over ambitious project þegar ég ákvað að stela nokkrum Doja Cat myndböndum af Youtube og reyna að lip sync'a videoið við samplið í einhverju techno lagi... Ég er samt ekki búinn að gefast upp sko, neinei!

Annars kláraði ég Baby Take My Lowrider um daginn...



....eða svona... ...þú veist...

Útaf því að ég gerði 80-90% af því í OpenShot og færði mig svo yfir í Premiere Pro til að klára það, þá er dæmið í alveg hræðilegum gæðum og er fullt af dóti þarna sem væri auðveldlega hægt að gera öðruvísi. Nokkrum sinnum þar sem sama skotið endurtekur sig án þess að það sé mikilvægt fyrir "söguna" í videoinu.

Þannig að núna er ég að endurgera þetta í Premiere Pro, bæði til að laga það sem þarf kannski ekki að laga en væri auðveldlega hægt að laga OG því mig langar að eiga þetta í 1080p. Youtube segir að þetta sé 720p en mér finnst þetta samt líta út eins og 480p...

image_2022-04-04_005908.png
image_2022-04-04_005908.png (174.37 KiB) Skoðað 2071 sinnum


Efst er Lowrider videoið með Ocean Wisdom, í miðjunni er latest Baby Take My Lowrider x0.5 speed og neðst er ég að reyna að raða saman timeline'inu úr dótinu sem ég finn þarna efst, með því að skoða þetta sem er í miðjunni.

Það tók mig örugglega ekki 30min að klippa Lowrider videoið niður shot for shot í Premiere en þegar ég gerði það back in the day með OpenShot, þá tók það marga marga klukkutíma.

Er með vinnusvæðið á 52" sjónvarpi og svo er ég með Preview'ið á 37" sjónvarpinu sem ég nota sem aukaskjá. Mjöööög cozy dæmi.

Er örugglega svona 1.3-1.5m frá 52" sjónvarpinu sem ég nota sem aðalskjá núna. Djöfull er það þægilegt! Ég mun líklega aldrei fara niður fyrir 37" skjái fyrir tölvuna aftur! Þetta er svona eins og þegar maður prufar að eiga 200hp bíl; ekki séns í fucking helvíti að ég sé að fara að fá mér bíl undir 160hp aftur!

Ég er orðinn svona eins og Kim Kardashian; Vil bara stór, svört.......sjónvörp....

Future Shock Gets Ting Dun var allt gert í Premiere og bara einu sinni farið á netið, ekki skrilljón sinnum eins og Baby Take My Lowrider. Þú veist, jújú, það er alveg smá þarna sem böggar mann en samt ekki ÞAÐ mikið að ég ætli mér að spá í því eitthvað frekar.



Ps. Þegar ég skoða póstinn til að sjá hvort BB kóðarnir virki n such áður en ég pósta, þá sé ég að það er greinilega einhver mod sem er ekki að fýla þ.ú.s.t. og verður það að þú veist... Var það ekki einhvern tímann þannig með Bland.is líka? Minnir það, man bara ekki hvað Bland.is varð að... Var það ekki svona með Mobo líka eða? Ég reyndar skil það, það böggar mig í drasl!!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Langar að fara útí video editing. Hvar lærir maður svoleiðis?

Pósturaf HalistaX » Fim 21. Apr 2022 16:46

Já, ég er búinn að vera alveg semi stopp í þessu uppá síðkastið. Næ ekki að einbeita mér nóg til þess að geta gert þetta.
Er með ADHD greiningu og ætla að tékka á því hvort það sé ekki hægt að skoða það dótarí allt saman aftur fyrst maður er nú kominn í betra andlegt jafnvægi en oft áður...

Annars er þetta það sem ég er að tala um í byrjun síðasta innleggs. Lagið er upprunalega yfir 5 mínútur en ég ákvað að víkka aðeins fiktið hjá mér og fór að leika mér að því að gera svona [NO BULLSHIT EDIT} en þá klippi ég s.s. bara það dót af lögunum sem mér finnst óþarfi, sem er oft á tímum yfirgengilega löng intro og outro... Þannig að ég náði að stytta þetta lag um sirka helming og sníða það að því sem ég sé fyrir mér hvað varðar videoið.



Svo á ég eitthvað forrit á Steam sem heitir MagiX Audio Cleaning Lab 2016, keypti það ages ago og hafði aðallega bara notað það til að búa til hringitóna en hef alla tíð verið að horfa á s.s. "audio cleaning" og "mastering" dótið í því og spáð "hvernig í fokkanum ætli þetta virki" á meðan ég hef verið að nota það til að klippa einhverja hringitóna... Ég ákvað að tékka á því um daginn og fór þá að eiga meira við lögin sjálf, bæði klippa þau eitthvað til og fikta í þessu "mastering" dótarí.

Eiginlega það merkilegasta við þetta MagiX forrit er að ef ég opna Steam, vel það og ýti á "Store Page" þá ekki bara er búið að taka það úr sölu heldur kemur bara einfaldlega "ERROR".... Og ég meina, fær maður ekki instant 100.000.000 gamer points á því að eiga eitthvað svoleiðis á Steam? (Sem er ekki Crypto Miner, þar að segja...) Held það.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...