Uppsagnir hjá Eflingu

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf rapport » Lau 16. Apr 2022 21:26

Var þetta ekki fyrirsjáanlegt ef trúnaðarmenn mundu ekki segja sjálfir upp?

Sólveig hætti á sínum tíma því hún sagði að ef hún nyti ekki trausts trúnaðarmanna þá færi hún, hún vildi ekki fara gegn þeim enda væru þeir embættismenn félaga sinna.

Hún endurnýjaði umboð sitt og trúnaðarmennirnir ætluðu að sitja áfram.

Þetta er þeim til höfuðs, svo mikið er ljóst.

Ef hún mundi ekki gera þetta, þá mundi ekkert breytast og allur undanfarinn tilgangslaus.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf elv » Lau 16. Apr 2022 21:30

Það er reyndar alveg rétt að mörgu leiti.
Held samt að það verði mjög erfit fyrir verkalífsfélög að kvarta hátt yfir hópuppsögnum eftir þetta.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf Predator » Lau 16. Apr 2022 21:44

elv skrifaði:Það er reyndar alveg rétt að mörgu leiti.
Held samt að það verði mjög erfit fyrir verkalífsfélög að kvarta hátt yfir hópuppsögnum eftir þetta.

Einmitt. Hefði líklega verið betra að gera þetta í nokkrum hollum. Svo er það líka ekkert óvanalegt að þegar að fyrirtæki ætla að lækka launakjör þá er fólki sagt upp og því boðið nýr samningur um leið á öðrum forsendum, nokkuð sem hefði örugglega verið hægt að gera við eitthvað að starfsfólkinu.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf elv » Lau 16. Apr 2022 21:53

Predator skrifaði: Svo er það líka ekkert óvanalegt að þegar að fyrirtæki ætla að lækka launakjör þá er fólki sagt upp og því boðið nýr samningur um leið á öðrum forsendum


Sem er nú eitt það helsta sem verkalífsfélög hafa verið að berjast gegn.
Þ.e.a.s að launakjör starfsmanna séu lækkuð.
Þessi tímasetning er bara einstaklega slæm, þar sem samningar eru að verða lausir.
Ég væri næstum til að vera fluga á vegg þegar SA segjir já en þið gerið svona :guy




ragnarok
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 12. Mar 2022 10:09
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf ragnarok » Lau 16. Apr 2022 21:58

Helst stendur í mér þetta raus um að starsfmenn hafi verið á of háum launum. Þótt félagsmenn séu að mestu á lágum launnum þá hlýtur að teljast eðlilegt að starfsfólk stéttarfélags væri í það minnsta á þeim kjörum sem félagið vill sjá fyrir alla félagsmenn og ekki lægri en almennt gerist hjá öðrum stéttarfélögum. Hvernig á að semja í kjaraviðræðum þegar þú hefur leikið af þér og sýnt á spilin?

"Við viljum 8,6% hækkun"
"En við erum að bjóða 1% hækkun sem er sama og þið borgið skrifstofustarfsfólkinu ykkar"
"Við viljum 7% hækkun"
"Af hverju á ég að borga meira en þið borgið eigin starsfólki. Eitt prósent eða ekkert"




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf kjartanbj » Lau 16. Apr 2022 22:01

Ég er amsk að velta fyrir mér að skipta um orlofshúsaleigu , skelfilegt hvernig þetta batterí er búið að haga sér




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf codemasterbleep » Lau 16. Apr 2022 22:17

elv skrifaði:Það er reyndar alveg rétt að mörgu leiti.
Held samt að það verði mjög erfit fyrir verkalífsfélög að kvarta hátt yfir hópuppsögnum eftir þetta.


Haha nei :megasmile

Þetta eru sömu drullusokkarnir í grunninn og "aðrir" pólitíkusar.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf rapport » Lau 16. Apr 2022 22:39

Held að laun verði ekki lækkuð, hagræðing er líka fólgin í að borga sama en gera kröfu um meiri afköst eða ábyrgð.

Að fækka störfum, endurskipuleggja ferla og ábyrgð, gæti líka þýtt hærri laun en færra fólk en minni heildarkostnað.

En bottom line, trúnaðarmaðurinn sem sveik hana ætlaði að hanga í starfinu þrátt fyrir allt og það bitnar á öllum.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf GullMoli » Lau 16. Apr 2022 22:44

Ég hef nú ekki fylgst nægilega vel með þessu, en mér skilst að Sólveig hafi komið einstaklega illa fram við starfsfólkið á skrifstofunni og mér finnst eins og það sé endlaust horft framhjá því þar sem að hún hefur náð ýmsu fram í kjaramálum. Svo er hún endurkjörin í óþökk starfsfólksins, hún ósátt með starfsólkið (vegna þess að það klagaði í fjölmiðla?) og segir öllum upp?!? Er ég að misskilja? Í mínum eyrum hljómar þetta eins og algjör steypa og er gáttaður á framkomu hennar.

Ég væri fluttur í annað stéttarfélag ef ég væri þar. Þar að auki hefði ég núll áhuga á því að starfa undir einstaklingi sem kemur svona fram við starfsfólkið sitt.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf Hrotti » Lau 16. Apr 2022 22:47

rapport skrifaði:En bottom line, trúnaðarmaðurinn sem sveik hana ætlaði að hanga í starfinu þrátt fyrir allt og það bitnar á öllum.


Djöfull er þetta dapurt victim blaming hjá þér. Formaðurinn rekur alla á skrifstofunni, það er það sem bitnar á öllum.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf Predator » Lau 16. Apr 2022 22:48

GullMoli skrifaði:Ég hef nú ekki fylgst nægilega vel með þessu, en mér skilst að Sólveig hafi komið einstaklega illa fram við starfsfólkið á skrifstofunni og mér finnst eins og það sé endlaust horft framhjá því þar sem að hún hefur náð ýmsu fram í kjaramálum. Svo er hún endurkjörin í óþökk starfsfólksins, hún ósátt með starfsólkið (vegna þess að það klagaði í fjölmiðla?) og segir öllum upp?!? Er ég að misskilja? Í mínum eyrum hljómar þetta eins og algjör steypa og er gáttaður á framkomu hennar.

Ég væri fluttur í annað stéttarfélag ef ég væri þar. Þar að auki hefði ég núll áhuga á því að starfa undir einstaklingi sem kemur svona fram við starfsfólkið sitt.


Er alveg sammála þessu. Hef ekki heldur fylgst nógu vel með aðdragandanum en finnst eins og Sólveig líti á sjálfa sig sem fórnarlamb og að allir séu svo vondir við hana þrátt fyrir frásagnir um slæma framkomu hennar við sína undirmenn sem var nú það sem kom henni frá störfum síðast ef ég er ekki að misskilja þetta hrapalega.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf rapport » Sun 17. Apr 2022 00:22

Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:En bottom line, trúnaðarmaðurinn sem sveik hana ætlaði að hanga í starfinu þrátt fyrir allt og það bitnar á öllum.


Djöfull er þetta dapurt victim blaming hjá þér. Formaðurinn rekur alla á skrifstofunni, það er það sem bitnar á öllum.


Já, það er ekki auðvelt að túlka þetta svona, það er sárt í samviskuna. Hún endurnýjaði umboð sitt eftir ásakanir þeirra, sýnist vilji félagsmanna eiga að fá að ráða.

Þetta eru ömurlegt en þetta er nánast það sem hún var endurkosin út á.

Er ég að misskilja það eitthvað?




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf codemasterbleep » Sun 17. Apr 2022 01:02

Sólveig Anna skrifaði:Þetta er bara spurning um eignarhald okkar yfir þessu félagi ÖMMMM


"Ég á þetta ég má þetta". Hef ég heyrt það einhversstaðar áður? :-"

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastl ... -og-efling

12:00 fyrir forvitna.

P.S. Var það kosningaloforð af þeirra hálfu (B-lista ?) að hreinsa út af skrifstofunni ?
Síðast breytt af codemasterbleep á Sun 17. Apr 2022 01:04, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf Hrotti » Sun 17. Apr 2022 01:10

rapport skrifaði:
Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:En bottom line, trúnaðarmaðurinn sem sveik hana ætlaði að hanga í starfinu þrátt fyrir allt og það bitnar á öllum.


Djöfull er þetta dapurt victim blaming hjá þér. Formaðurinn rekur alla á skrifstofunni, það er það sem bitnar á öllum.


Já, það er ekki auðvelt að túlka þetta svona, það er sárt í samviskuna. Hún endurnýjaði umboð sitt eftir ásakanir þeirra, sýnist vilji félagsmanna eiga að fá að ráða.

Þetta eru ömurlegt en þetta er nánast það sem hún var endurkosin út á.

Er ég að misskilja það eitthvað?


Annaðhvort að misskilja hver ber ábyrgð á ástandinu eða ert swag fyrir sósíalistum,(eða bæði) þú einn veist hvort það er.

Þó að þessi 8% félagsmanna sem kusu hana séu til í þetta, breytir það engu um að það eru hennar aðgerðir sem bitna á öllum og er ekki á ábyrgð einhverrar manneskju sem vildi halda vinnunni sinni.

Að því sögðu finnst mér ekkert að því að reka alla sem maður getur ekki unnið með ef maður er eigandi/aðalnúmer fyrirtækis, það er bara hræsnin í kringum þetta sem fer í taugarnar á mér. Þetta er hvorki betra né verra en þegar önnur fyrirtæki reka alla til að losna við vandræðafólk.

Það er líka magnað hvað margir skipta þessu í góða og vonda liðið (ekki að saka þig um það) bara eftir því hvar þeir standa pólitískt.
Raunin er líklega sú að skjólstæðingar eflingar fá seint eða aldrei betri málsvara en Sólveigu Önnu þegar kemur að kjarabaráttu. Það breytir samt engu um að hún er andstyggileg ofbeldismanneskja og er skítsama um að traðka á einhverjum einstaklingum til að ná markmiðum sínum.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf vesley » Sun 17. Apr 2022 07:23

rapport skrifaði:Held að laun verði ekki lækkuð, hagræðing er líka fólgin í að borga sama en gera kröfu um meiri afköst eða ábyrgð.

Að fækka störfum, endurskipuleggja ferla og ábyrgð, gæti líka þýtt hærri laun en færra fólk en minni heildarkostnað.


Heildarfjöldi starfsfólk fer i 47. Fækkar um örfáa.
Hinsvegar segir hún að með þessu lækki hún launakostnað um 120 milljónir sem samsvarar um 200 þús kr per starfsmann i lægri launakostnað.
Það er stór launalækkun á alla starfsmenn og er ég mjög forvitinn hvernig mun ganga að ráða í alllar stöður.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf mainman » Sun 17. Apr 2022 09:17

Kanski var þetta líka bara orðinn svona svakalega eitraður vinnustaður að það var ekkert hægt að laga það með öðrum hætti en svona.
Sá t.d. viðtal við einhverja konu sem vinnur þarna og hún lenti í slysi í fyrra og er enn í veikindaleyfi heima hjá sér á fullum launum.
Ég hefði haldið að ef þú lentir í einhverju þá værir þú orðin allavega fær í að vinna á skrifstofu eftir nokkra mánuði og ef það er ekki svo þá á sú manneskja bara að vera komin á örorku og önnur tekin við.
Hvað ætli það séu margir svoleiðis í þessu batteryi sem eru bara áskrifandi að laununum sínum og það gengur upp bara útaf því að þetta er alltaf gert og þá hlýtur það að vera í lagi.
Það eru síðan yfir 50 manns að vinna þarna og þá er kanski hægt að spyrja sig að því hvað eru 50-70 manns að gera þarna?
það eru ekki nema um 9 manns sem vinna hjá stæðsta lífeyrissjóð þýskalands og þau eru að hugsa um töluvert fleiri félagsmenn.
Það er rosalega mikið Íslenskt að eitthvað svona sé orðið risastórt bákn bara vegna þess að þetta hefur alltaf verið svona.
Samt eru öll kerfi orðin sjálfvirk. sumarbústaðakerfið þeirra er sjálfvirkt og á netinu. allar skráningar gerast sjálfkrafa oþh. en samt fjölgar alltaf mannskapnum, millistjórnendum, deildarstjórum og öllum þessum titlum sem gera ekkert annað en að kosta okkur fullt af pening.




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf codemasterbleep » Sun 17. Apr 2022 09:32

mainman skrifaði:Kanski var þetta líka bara orðinn svona svakalega eitraður vinnustaður að það var ekkert hægt að laga það með öðrum hætti en svona.


Samanber fréttir um framkomu Sólveigar og sérstaklega Viðars þá var orðið vel eitrað andrúmsloft þarna. Líklegast fögnuðu fáir á skrifstofunni í kjölfar kosninganna.

„Samkvæmt greinendum er töluvert áhyggjuefni hve starfsmönnum var tíðrætt um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu framkvæmdarstjóra, að því er virðist í skjóli formanns,“ segir í niðurstöðunum, sem byggja á viðtölum við 48 starfsmenn Eflingar. Þá er tekið fram það þyki sérstaklega alvarlegt þar sem æðstu stjórnendur félagsins eigi í hlut.

Í niðurstöðunum segir að ekki sé hægt að fullyrða að einelti hafi liðist á skrifstofum Eflingar, þar sem greiningin hafi ekki verið eineltisúttekt, en auðsjáanlegt hafi verið að jarðvegur fyrir einelti hafi verið í starfsmannahópnum. „Viðmælendur lýsa vanlíðan sem er dæmigerð í þannig vinnuaðstæðum. Þá virðist hafa verið brugðist illa og óljóst við þeim kvörtunum um neikvæða og niðurlægjandi háttsemi sem upp komu á síðustu misserum“.


https://www.ruv.is/frett/2022/02/03/sta ... na-areitni



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf jonsig » Sun 17. Apr 2022 10:16

Fyrir þá sem sáu "láglauna" Launaseðillinn. Þá er búið að mixa dagpeninga og ökutækjastyrk sem er elsta trikkið til að hífa upp launin án þess að auka skattstofninn mikið.

+mín skoðun+ (Váhrif eða jonsigRant)
Umrædd vinna er ekki verðmætaskapandi, heldur þarna er fólk bókstaflega í áskrift af launum vinnandi fólks hvort sem þeir gera vinnuna sína vel eða illa, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinni samkeppni útaf asnalegum lögum sem neyða fólk til að borga í stéttarfélög, hvort sem þau standa sig vel eða illa.
Ég þarf að nefna eitt samfélagsmein, og tilgangurinn er ekki að móðga neinn en það verður bara að hafa það. Á vaktinni á að vega hægt að létta af sér innan skynsamlegra marka.
ÞESSI LAUN slaga uppí laun vinnandi stétta með fólki með alvöru -verðmætaskapandi menntun og þekkingu sem eru undirstaða þjóðfélagsins og eru mun eftirsóttari starfskraftar og 10x erfiðara að skipta út.
Sem dæmi:
Mikið hærri laun heldur en hjá ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þínu (ef þú hefur upplifað það)
Þetta væru mikið hærri grunnlaun hjá góðumiðnaðarmanni.
þetta væru fín laun á verkfræðistofu jafnvel hærri. (Þeir sem lögðu á sig að vera góðir í stærðfræði og raunvísindum)
Slaga uppí t.d. mín laun þó hef ég 8ára framhaldskólamenntun og hef sett upp hátæknibúnað bæði á Íslandi og Erlendis líklega kringum 150m.kr á ári sl.7ár (mjög hóflega áætlað). Langar ekki að vita hversu mörgum afætum ég held uppi árlega með vinnunni minni og sköttum, sem eru líklega mun betur launaðar en ég, þó þær gætu ekki skapað eitt né neitt. Allavegana er þetta ekki capitalismi þó vinstri menn ætla að hann sé allstaðar.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf elv » Sun 17. Apr 2022 10:24

mainman skrifaði:Kanski var þetta líka bara orðinn svona svakalega eitraður vinnustaður að það var ekkert hægt að laga það með öðrum hætti en svona.
Sá t.d. viðtal við einhverja konu sem vinnur þarna og hún lenti í slysi í fyrra og er enn í veikindaleyfi heima hjá sér á fullum launum.
Ég hefði haldið að ef þú lentir í einhverju þá værir þú orðin allavega fær í að vinna á skrifstofu eftir nokkra mánuði og ef það er ekki svo þá á sú manneskja bara að vera komin á örorku og önnur tekin við.
.


Efa stórlega að fólk sé að fara í löng veikindaleyfi bara uppá grínið og svo það geti bara chillað heima á fullum launum
Bara svona til haga þá er veikindarétturinn sirka svona
Eftir 1 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda, tveir mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili.
Eftir 5 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda, fjórir mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili.
Eftir 10 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda, sex mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili.
Eftir þetta eru svo sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóði stéttarfélags sem er sirka 3-5 mánuðir eftir stéttarfélagi

Nokkuð viss af ef einstaklingur sé kominn í burnout td vegna eitraðar vinnustaðar, að hann sé ekkert að fara koma aftur þangað eftri nokkar mánuði bara því þetta sé skrifstofu vinna.

Annars eru þetta réttindi sem verklífsfélög eru búin að vera áratugi að koma á og vilja auðvitað að þau séu virt.
Sumstaðar í Evrópu, td Hollandi er ólöglegt að segja upp fólki í veikindaleyfi.
Hér heima flokkast þetta bara sem löglegt en siðlaust.
Verður erfit fyrir Eflingu að reyna rífa sig þegar þeirra félagsmenn lenda í sama, þeas sagt upp í veikindaleyfi og hópuppsagnir



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf elv » Sun 17. Apr 2022 10:35

jonsig skrifaði:útaf asnalegum lögum sem neyða fólk til að borga í stéttarfélög, hvort sem þau standa sig vel eða illa.

Já þetta er smá loðið hvort fólk geti verið utan stéttarfélags eða ekki, mætti alveg vera skýrara.
https://www.asi.is/vinnurettarvefur/vinnurettur/stettarfelog-og-vinnudeilur/stettarfelog/adild-ad-stettarfelagi/rettur-til-ad-standa-utan-stettarfelags/

Annar möguleiki fyrir þá sem vilja ekkert hafa gera með stéttarfélög, er að vinna sína vinnu sem verktakar og eru þá utan stéttarfélags og ekki heldur með flest þau almennu réttindi sem flest launafólk er með



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf depill » Sun 17. Apr 2022 10:40

mainman skrifaði:Kanski var þetta líka bara orðinn svona svakalega eitraður vinnustaður að það var ekkert hægt að laga það með öðrum hætti en svona.
Sá t.d. viðtal við einhverja konu sem vinnur þarna og hún lenti í slysi í fyrra og er enn í veikindaleyfi heima hjá sér á fullum launum.
Ég hefði haldið að ef þú lentir í einhverju þá værir þú orðin allavega fær í að vinna á skrifstofu eftir nokkra mánuði og ef það er ekki svo þá á sú manneskja bara að vera komin á örorku og önnur tekin við.
Hvað ætli það séu margir svoleiðis í þessu batteryi sem eru bara áskrifandi að laununum sínum og það gengur upp bara útaf því að þetta er alltaf gert og þá hlýtur það að vera í lagi.
Það eru síðan yfir 50 manns að vinna þarna og þá er kanski hægt að spyrja sig að því hvað eru 50-70 manns að gera þarna?
það eru ekki nema um 9 manns sem vinna hjá stæðsta lífeyrissjóð þýskalands og þau eru að hugsa um töluvert fleiri félagsmenn.
Það er rosalega mikið Íslenskt að eitthvað svona sé orðið risastórt bákn bara vegna þess að þetta hefur alltaf verið svona.
Samt eru öll kerfi orðin sjálfvirk. sumarbústaðakerfið þeirra er sjálfvirkt og á netinu. allar skráningar gerast sjálfkrafa oþh. en samt fjölgar alltaf mannskapnum, millistjórnendum, deildarstjórum og öllum þessum titlum sem gera ekkert annað en að kosta okkur fullt af pening.


Persónulega eftir að hafa unnið bæði hér á landi og svo í Þýskalandi finnst mér verst við Íslenska vinnumarkaðinn það er atvinnuóöryggi og hvað það er einfalt að reka fólk. (Verð að játa að ég þoldi þetta ekki í hina áttina þegar ég fyrst flutti til Þýskalands, þar sem fyrir mig með teymi þurfti ég að hugsa allt öðruvísi um hvernig ég gat hjálpað fyrirtækinu, þetta er samt betra þegar þú lærir inná það). Og vinnuréttindi starfsfólk eru bara svo mikið sterkari. Það er mjög erfitt að segja upp fólki, og mjög erfitt að leggja niður deildir og það er hér um bil ómögulegt að lækka laun starfsfólk fyrir sambærileg störf. Þar eru "Work Council"/Betriebsrat sem passa uppá hagsmuni starfsfólks.

Hafandi byrjað fyrirtæki ( og rekið ) og svo verið starfsmaður að þá eru fyrirtæki ekkert án starfsfólksins og gott starfsfólk á að fá séns á því að þróast í starfi og það er ekkert sérstaklega holt að það sé of sterkur einræðisvilji í neinum vinnustað, þú færð ekki það besta út úr starfsfólki þannig og þá ertu alltaf með örfáar manneskjur sem geta framkvæmt sýnina. Það þýðir ekki að störf þróist ekki, og það þýðir ekki að það sé aldrei niðurskurður ( bæði gerist reglulega í Þýskalandi ), það þýðir bara að það þýðir ekki fyrir fyrirtæki að reka fólk bara til að ráða annað fólk í basicly sömu störf. Fyrirtæki eiga líka að passa uppá þjálfa starfsfólkið sitt og passa uppá að það geti þróast í starfi ef það svo óskar.

Öll rökin sem koma hérna fram varðandi hvað Sólveig Anna gera má líka flytja yfir á stóra vinnustaði. Afhverju má ekki Íslandshótel bara reka alla sem fara í verkfall ? Þau fóru gegn vilja "forystunnar" ( eiganda ), þau "sviku" eigandann. ( Sem mér augljóslega finnst ekki eðlilegt )

Ég veit ekkert hvaða lífeyrissjóð þú ert að tala um í Þýskalandi ( lífeyrissjóðir != verkalýðsfélög, og í Þýskalandi er þetta mjög ótengt ). Ég er svo sem alveg sammála því að kostnaður lífeyrissjóða á Íslandi er í hærra lagi. Enn veit ekki um stéttarfélögin. Stærsti lífeyrissjóður Þýskalandi er í raun og veru Deutsche Rentenversicherung ( ríkið ) þar vinna nokkur þúsund manns ( skipt á milli Bundeslanda ). Svo stærsti eignlegi lífeyrissjóðurinn er Bayerische Versorgungskammer þar vinna um 1300-1500 manns. Plús að allir þessir lífeyrissjóðir eru með banka og fjárfestingasjóði sem vinna fyrir þá.

Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands ( aftur aðeins flóknara vegna Workers Council sem er ein af stekari stoðunum innan fyrirtækja sem eru 100+ starfsmenn ) IG Metall er með 2,22 milljón meðlimi og um 2500 starfsmenn - 880 meðlimir á hvern starfsmann hjá Eflingu eru 638 meðlimir á hvern starfsmann. Þar sem stærðarhagkvæmnin er það mikil, plús að Íslensku félögin halda úti þessum orlofshúsum finnst mér það ekkert hljóma hirkalega.

Ég get bara ekki skilið hvernig Sólveig og hennar fylgdarlið ætlar að fá annað fólk í lið sér, þegar það getur ekki náð 50 manns með sér í lið. Það er bara annað hvort hlustarðu blint á hvað Sólveigu án gagnrýni eða þú ert á móti. Þetta virðist líka vera þemi í Sósílistaflokknum líka. Allir jafnir, bara sumir aðeins jafnari. Finnst þetta bara sama foringjadýrkun eins og var þegar Davíð Oddson var í sjálfstæðisflokknum.

Og svo ég segi það bara, ég stend utan stéttarfélaga þar sem mér finnst hagsmunir mismunandi fólks vera dreginn of mikið saman, er á móti rekstri orlofshúsana og finnst þessi foringjadýrkun verkalýðsfélagana vera komin í algjöra öfga.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf mainman » Sun 17. Apr 2022 10:52

depill skrifaði:
mainman skrifaði:Kanski var þetta líka bara orðinn svona svakalega eitraður vinnustaður að það var ekkert hægt að laga það með öðrum hætti en svona.
Sá t.d. viðtal við einhverja konu sem vinnur þarna og hún lenti í slysi í fyrra og er enn í veikindaleyfi heima hjá sér á fullum launum.
Ég hefði haldið að ef þú lentir í einhverju þá værir þú orðin allavega fær í að vinna á skrifstofu eftir nokkra mánuði og ef það er ekki svo þá á sú manneskja bara að vera komin á örorku og önnur tekin við.
Hvað ætli það séu margir svoleiðis í þessu batteryi sem eru bara áskrifandi að laununum sínum og það gengur upp bara útaf því að þetta er alltaf gert og þá hlýtur það að vera í lagi.
Það eru síðan yfir 50 manns að vinna þarna og þá er kanski hægt að spyrja sig að því hvað eru 50-70 manns að gera þarna?
það eru ekki nema um 9 manns sem vinna hjá stæðsta lífeyrissjóð þýskalands og þau eru að hugsa um töluvert fleiri félagsmenn.
Það er rosalega mikið Íslenskt að eitthvað svona sé orðið risastórt bákn bara vegna þess að þetta hefur alltaf verið svona.
Samt eru öll kerfi orðin sjálfvirk. sumarbústaðakerfið þeirra er sjálfvirkt og á netinu. allar skráningar gerast sjálfkrafa oþh. en samt fjölgar alltaf mannskapnum, millistjórnendum, deildarstjórum og öllum þessum titlum sem gera ekkert annað en að kosta okkur fullt af pening.


Persónulega eftir að hafa unnið bæði hér á landi og svo í Þýskalandi finnst mér verst við Íslenska vinnumarkaðinn það er atvinnuóöryggi og hvað það er einfalt að reka fólk. (Verð að játa að ég þoldi þetta ekki í hina áttina þegar ég fyrst flutti til Þýskalands, þar sem fyrir mig með teymi þurfti ég að hugsa allt öðruvísi um hvernig ég gat hjálpað fyrirtækinu, þetta er samt betra þegar þú lærir inná það). Og vinnuréttindi starfsfólk eru bara svo mikið sterkari. Það er mjög erfitt að segja upp fólki, og mjög erfitt að leggja niður deildir og það er hér um bil ómögulegt að lækka laun starfsfólk fyrir sambærileg störf. Þar eru "Work Council"/Betriebsrat sem passa uppá hagsmuni starfsfólks.

Hafandi byrjað fyrirtæki ( og rekið ) og svo verið starfsmaður að þá eru fyrirtæki ekkert án starfsfólksins og gott starfsfólk á að fá séns á því að þróast í starfi og það er ekkert sérstaklega holt að það sé of sterkur einræðisvilji í neinum vinnustað, þú færð ekki það besta út úr starfsfólki þannig og þá ertu alltaf með örfáar manneskjur sem geta framkvæmt sýnina. Það þýðir ekki að störf þróist ekki, og það þýðir ekki að það sé aldrei niðurskurður ( bæði gerist reglulega í Þýskalandi ), það þýðir bara að það þýðir ekki fyrir fyrirtæki að reka fólk bara til að ráða annað fólk í basicly sömu störf. Fyrirtæki eiga líka að passa uppá þjálfa starfsfólkið sitt og passa uppá að það geti þróast í starfi ef það svo óskar.

Öll rökin sem koma hérna fram varðandi hvað Sólveig Anna gera má líka flytja yfir á stóra vinnustaði. Afhverju má ekki Íslandshótel bara reka alla sem fara í verkfall ? Þau fóru gegn vilja "forystunnar" ( eiganda ), þau "sviku" eigandann. ( Sem mér augljóslega finnst ekki eðlilegt )

Ég veit ekkert hvaða lífeyrissjóð þú ert að tala um í Þýskalandi ( lífeyrissjóðir != verkalýðsfélög, og í Þýskalandi er þetta mjög ótengt ). Ég er svo sem alveg sammála því að kostnaður lífeyrissjóða á Íslandi er í hærra lagi. Enn veit ekki um stéttarfélögin. Stærsti lífeyrissjóður Þýskalandi er í raun og veru Deutsche Rentenversicherung ( ríkið ) þar vinna nokkur þúsund manns ( skipt á milli Bundeslanda ). Svo stærsti eignlegi lífeyrissjóðurinn er Bayerische Versorgungskammer þar vinna um 1300-1500 manns. Plús að allir þessir lífeyrissjóðir eru með banka og fjárfestingasjóði sem vinna fyrir þá.

Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands ( aftur aðeins flóknara vegna Workers Council sem er ein af stekari stoðunum innan fyrirtækja sem eru 100+ starfsmenn ) IG Metall er með 2,22 milljón meðlimi og um 2500 starfsmenn - 880 meðlimir á hvern starfsmann hjá Eflingu eru 638 meðlimir á hvern starfsmann. Þar sem stærðarhagkvæmnin er það mikil, plús að Íslensku félögin halda úti þessum orlofshúsum finnst mér það ekkert hljóma hirkalega.

Ég get bara ekki skilið hvernig Sólveig og hennar fylgdarlið ætlar að fá annað fólk í lið sér, þegar það getur ekki náð 50 manns með sér í lið. Það er bara annað hvort hlustarðu blint á hvað Sólveigu án gagnrýni eða þú ert á móti. Þetta virðist líka vera þemi í Sósílistaflokknum líka. Allir jafnir, bara sumir aðeins jafnari. Finnst þetta bara sama foringjadýrkun eins og var þegar Davíð Oddson var í sjálfstæðisflokknum.

Og svo ég segi það bara, ég stend utan stéttarfélaga þar sem mér finnst hagsmunir mismunandi fólks vera dreginn of mikið saman, er á móti rekstri orlofshúsana og finnst þessi foringjadýrkun verkalýðsfélagana vera komin í algjöra öfga.



Gott komment.
plús það að ég hef verið hressilega van upplýstur um þessa lífeyrissjóði í þýskalandi.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf rapport » Sun 17. Apr 2022 10:58

Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:
Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:En bottom line, trúnaðarmaðurinn sem sveik hana ætlaði að hanga í starfinu þrátt fyrir allt og það bitnar á öllum.


Djöfull er þetta dapurt victim blaming hjá þér. Formaðurinn rekur alla á skrifstofunni, það er það sem bitnar á öllum.


Já, það er ekki auðvelt að túlka þetta svona, það er sárt í samviskuna. Hún endurnýjaði umboð sitt eftir ásakanir þeirra, sýnist vilji félagsmanna eiga að fá að ráða.

Þetta eru ömurlegt en þetta er nánast það sem hún var endurkosin út á.

Er ég að misskilja það eitthvað?


Annaðhvort að misskilja hver ber ábyrgð á ástandinu eða ert swag fyrir sósíalistum,(eða bæði) þú einn veist hvort það er.

Þó að þessi 8% félagsmanna sem kusu hana séu til í þetta, breytir það engu um að það eru hennar aðgerðir sem bitna á öllum og er ekki á ábyrgð einhverrar manneskju sem vildi halda vinnunni sinni.

Að því sögðu finnst mér ekkert að því að reka alla sem maður getur ekki unnið með ef maður er eigandi/aðalnúmer fyrirtækis, það er bara hræsnin í kringum þetta sem fer í taugarnar á mér. Þetta er hvorki betra né verra en þegar önnur fyrirtæki reka alla til að losna við vandræðafólk.

Það er líka magnað hvað margir skipta þessu í góða og vonda liðið (ekki að saka þig um það) bara eftir því hvar þeir standa pólitískt.
Raunin er líklega sú að skjólstæðingar eflingar fá seint eða aldrei betri málsvara en Sólveigu Önnu þegar kemur að kjarabaráttu. Það breytir samt engu um að hún er andstyggileg ofbeldismanneskja og er skítsama um að traðka á einhverjum einstaklingum til að ná markmiðum sínum.


Ég er ekki mikill aðdáandi hennar og er sérstaklega lítið fyrir Gunnar Smára.

Ég er að reyna að hrútskýra af hverju hún þarf að gera þetta svona. Er ekkert viss um hún hefði valið þessa leið ef "skrímsladeildin" hefði sagt upp af fyrra bragði.

Mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að vinna þarna.

vesley skrifaði:
rapport skrifaði:Held að laun verði ekki lækkuð, hagræðing er líka fólgin í að borga sama en gera kröfu um meiri afköst eða ábyrgð.

Að fækka störfum, endurskipuleggja ferla og ábyrgð, gæti líka þýtt hærri laun en færra fólk en minni heildarkostnað.


Heildarfjöldi starfsfólk fer i 47. Fækkar um örfáa.
Hinsvegar segir hún að með þessu lækki hún launakostnað um 120 milljónir sem samsvarar um 200 þús kr per starfsmann i lægri launakostnað.
Það er stór launalækkun á alla starfsmenn og er ég mjög forvitinn hvernig mun ganga að ráða í alllar stöður.


Að fækka um 8 til 10 mun ná þessu markmiði, fólk með 700þ. í laun kostar um milljón með launatengdum gjöldum.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf Predator » Sun 17. Apr 2022 16:02

jonsig skrifaði:Fyrir þá sem sáu "láglauna" Launaseðillinn. Þá er búið að mixa dagpeninga og ökutækjastyrk sem er elsta trikkið til að hífa upp launin án þess að auka skattstofninn mikið.

+mín skoðun+ (Váhrif eða jonsigRant)
Umrædd vinna er ekki verðmætaskapandi, heldur þarna er fólk bókstaflega í áskrift af launum vinnandi fólks hvort sem þeir gera vinnuna sína vel eða illa, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinni samkeppni útaf asnalegum lögum sem neyða fólk til að borga í stéttarfélög, hvort sem þau standa sig vel eða illa.
Ég þarf að nefna eitt samfélagsmein, og tilgangurinn er ekki að móðga neinn en það verður bara að hafa það. Á vaktinni á að vega hægt að létta af sér innan skynsamlegra marka.
ÞESSI LAUN slaga uppí laun vinnandi stétta með fólki með alvöru -verðmætaskapandi menntun og þekkingu sem eru undirstaða þjóðfélagsins og eru mun eftirsóttari starfskraftar og 10x erfiðara að skipta út.
Sem dæmi:
Mikið hærri laun heldur en hjá ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þínu (ef þú hefur upplifað það)
Þetta væru mikið hærri grunnlaun hjá góðumiðnaðarmanni.
þetta væru fín laun á verkfræðistofu jafnvel hærri. (Þeir sem lögðu á sig að vera góðir í stærðfræði og raunvísindum)
Slaga uppí t.d. mín laun þó hef ég 8ára framhaldskólamenntun og hef sett upp hátæknibúnað bæði á Íslandi og Erlendis líklega kringum 150m.kr á ári sl.7ár (mjög hóflega áætlað). Langar ekki að vita hversu mörgum afætum ég held uppi árlega með vinnunni minni og sköttum, sem eru líklega mun betur launaðar en ég, þó þær gætu ekki skapað eitt né neitt. Allavegana er þetta ekki capitalismi þó vinstri menn ætla að hann sé allstaðar.


Finnst þetta hálf barnalegt viðhorf ef ég á að segja eins og er. Þessi stéttarfélög hafa barist fyrir öllum þeim fríðindum sem launamenn í landinu fá og það þarf meira en bara 1-2 manneskjur til að sinna slíku starfi, sérstaklega þegar félagsmenn eru mörg þúsund. Sjálfur hef ég leitað til Eflingar, í gamla daga þegar ég var unglingur, vegna þess að ekki var verið að greiða mér rétt laun og var tekið vel og fljótt á því máli á sínum tíma.

Ef við hefðum ekki stéttarfélögin þá værum við örugglega á svipuðum stað og USA þar sem lágmarkslaun eru $7.25 og hafa ekki hækkað í fjölda ára þar er líka enginn veikindaréttur, enginn fríréttur osfrv. Mæli með að skoða http://www.reddit.com/r/antiwork svona ef þú vilt sjá hvernig hinn almenni bandríski vinnandi maður hefur það.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Uppsagnir hjá Eflingu

Pósturaf Tbot » Sun 17. Apr 2022 17:11

Allt of margir hérna virðast ekki átta sig á hvað þetta þýðir - Orðspor.

Þegar verkalýðsfélag hagar sér eins og versta fyrirtæki, þá verður erfitt um alla framtíð að fordæma þá sem fylgja í fótspor þessa atburðar.

Þeir sem kusu Sólveigu aftur hljóta að vera gífurlega stoltir af þessu því nú eru viðkomandi búnir að gefa veiðileyfi á sjálfa sig.
Hvernig sé ég það, einfalt.
Þegar verkalýðsfélag hegðar sér eins og versta skítafyrirtæki, Þá er erfitt að ætla að fordæma aðra.

Ef allt væri eðlilegt þá held ég að önnur verklýðsfélög verði ansi sein til í framtíðinni að lýsa samúðarverkföllum með Eflingu.