Vaktarar,
Einhverjar ráðleggingar hvað skuli hafa í huga varðandi val á hleðslustöð fyrir rafmangsbíl?
Eitthvað sem er mælt með að hafa?
Eitthvað sem skyldi varast - merki, uppsetningaraðili, etc?
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Ég myndi ráðleggja þér að fá löggiltan rafverktaka til þess að setja stöðina upp og aðstoða þig við valið.
Ég get t.d. mælt með Tengli ehf.
Ég get t.d. mælt með Tengli ehf.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Ódýrasta stöðin er stöðin sem Tesla selur á rúman 70þús kr , hún er með innbyggðri DC vörn , svo er bara fá löggiltan rafvirkja til að tengja hana
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 676
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 45
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Tengdur
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
En þetta tilboð frá ON? https://www.on.is/hledsluaskrift-on/
Er þessi leið heimskuleg fyrir almennan borgara?
Er þessi leið heimskuleg fyrir almennan borgara?
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Eg er akkurat ad fara setja upp thriggafasa toflu og munu veitur koma og tengja thriggjafasa maelir vid thad og their koma fritt og gangafra thessu mer ad kostnadarlausu. Og sidan er eg buinn ad fraesa og brjota logn fyrir 32mm sem stodin a eftir ad fa. Eg mun setja upp 40A kvislvorn thar sem stodin sem eg hef ahuga a getur farid uppi 32A.
hef ekkert að segja LOL!
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Mér var bent á að í fjölbýli væri kostur (og sumstaðar krafa) um að stöðin styðji álagsdreifingu. Lýst sjálfum mjög vel á Wallbox Pulsar Plus hjá Ísorku, lítil, snyrtileg, kraftmikil og nokkuð snjöll.
Löglegt WinRAR leyfi
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Tesla stöðin er mjög góð og ódýr. Bendi þó á að ef það er ekki planið að hlaða á 22kW þá getur verið ókostur að hafa stöð sem styður slíkt. Kaplarnir eru svo sverir og stífir. 11kW kaplar eru mun meðfærilegri.
En þó eru allar líkur á að bílar muni í meira mæli styðja 22kW ac eftir því sem tíminn líður og því helvíti góður díll í Tesla stöðinni.
En þó eru allar líkur á að bílar muni í meira mæli styðja 22kW ac eftir því sem tíminn líður og því helvíti góður díll í Tesla stöðinni.
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Mættir vilja skoða hleðslustöðvar Faradice. Er meiri segja framleitt hér á Íslandi:
http://faradice.com/
http://faradice.com/
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Oddy skrifaði:En þetta tilboð frá ON? https://www.on.is/hledsluaskrift-on/
Er þessi leið heimskuleg fyrir almennan borgara?
Þetta er svona álíka og að leigja Router.. ég myndi persónulega ekki gera þetta
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 300
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rvk.
- Staða: Ótengdur
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Langar að vekja þenna þráð, þeir sem hafa sett upp hleðslustöð fyrir lítil fjölbílishús ( 3 íbúðir hjá mér), eitthvað sem ber að varast, einhverjar stöðvar sem menn mæla með eða sjá eftir að hafa fengið sér. Ég veit ekki hvort ON lausnin sé málið, ekki hrifinn að bæa við einhverji fastri áskrift.
Re: Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
fedora1 skrifaði:Langar að vekja þenna þráð, þeir sem hafa sett upp hleðslustöð fyrir lítil fjölbílishús ( 3 íbúðir hjá mér), eitthvað sem ber að varast, einhverjar stöðvar sem menn mæla með eða sjá eftir að hafa fengið sér. Ég veit ekki hvort ON lausnin sé málið, ekki hrifinn að bæa við einhverji fastri áskrift.
Er í svipuðum pælingum nema fyrir 55 íbúðir en eins og staðan er núna þá líst mér best á lausnirnar hjá Ísorku.. hef bara skoðað lausnir hjá Ísorku og ON, það tekur 6-8 vikur að fá tilboð frá N1 svo þeir eru sjálfkrafa út hjá mér
Aðal kosturinn sem ég sé við Ísorku er að þú getur stjórnað hversu mikið hver KWh kostar, þannig að hægt er að bæta smá auka ofan á hverja hleðslu svo þau sem nota stöðina muni sjá um allan rekstur á henni. Átt meira að segja geta haft hana opna og haft 'x' verð fyrir íbúa en svo ef nágranni eða gestur hjá þér sem vill hlaða smá þá er hægt að hafa gjaldið hærra.
ON virðist ekki vera með neina svipaða lausn, ræður ekkert gjaldinu og eru bara með föst verð per mánuð þannig að allt húsfélagið þyrfti að sjá um reksturinn sem væri kannski fúlt fyrir þá aðila sem væru ekki með rafmagnsbíl eða bíl yfir höfuð. Nema þá að það yrði sér stæði fyrir hverja íbúð og hver íbúð myndi leigja eða sjá um reksturinn á sinni eigin stöð. Fyrir mitt leiti er þetta komið í öfgar ef hver íbúð er með sína eigin stöð (sérstaklega stærri húsfélög).. þarft bara nokkur hleðslustæði og svo þegar hleðslan er búin að þá á að færa bíl á almennt stæði.