Climbatiz skrifaði:Dropi skrifaði:Er þetta sambærilegt?
meina bara að það er alveg vitað að mikið að því sem er skrifað hvað Rússar eru að gera er bara hluti af Information War, t.d. chemical weapons attack á Mariupal, samt er það póstað hérna einsog það er raunveruleiki, ekki mikið hægt að vera treysta á það sem maður er að heyra í þessu stríði og það að hata og vilja allt illt til alla Rússa er hluti af því
Ég skal lofa þér því að skoðanir þeirra sem mest tjá sig í þessum þræði, endurspegla ekki þjóðina. Öfgarnir eru miklir.
Ef slík hugsun væri við stjórn, þá væri klárlega komin þriðja heimstyrjöldin í gang.
Hinsvegar er verið að drepa mikið af fólki og skiljanlega eru mönnum oft heitt í hamsi. Bara svo það sé afgreitt.
Ég sjálfur hata ekki alla rússa, síður en svo. Hinsvegar er ég kominn með mikil trust issues, útí Rússa, útaf Pútín.
Þar er Rússneska þjóðin mötuð af upplýsingum sem eru oft hreinlega rangar.
Það mætti líkja því oft við því að rússneska hugarfarið, sé í kjölfarið á þessum röngu upplýsingum, ennþá statt í seinni heimstyrjöldinni/kalda stríðinu.
Þeir eru tilbúnir að sætta sig við slök lífsgæði, því þeir halda að það sé að hjálpa rússum í eitthverju stríði sem þau vita ekki útaf hverju eru í gangi.
Þetta stríð snýr að meiru leyti um framtíðina, frekar en fortíðina.
Rússar hafa verið að ögra mörgum af þeirra nágrannaþjóðum eftir fall sovíet ríkjanna, í valdatíð Pútíns, og jafnvel ráðist inn í þær.
Sagan sannar það, þeir eru að ráðast á nágranna sína.
Og þetta eru frjáls lönd. Vissulega eru þau smeik við yfirgang Rússa. Það er erfitt að treysta þeim. Því þeir virðast vera fastir í stríðshugarfari.
Þá leita þau í þessu tilfelli til NATO, til þess að fá vernd.
NATO mun aldrei ráðast inn í neitt land. Þetta er eingöngu varnarbandalag.
NATO er aldrei að fara inn fyrir landamæri rússlands.Aldrei.
Pútín veit að þeim stafar engin hætta af NATO, hann veit það.
En NATO, friður og frelsi, virðist vera ögrun fyrir Rússland og stjórn þess lands.
Þetta fer gegn þeirra gildum. Og hvernig landinu er stjórnað.
Svo ég er sammála að maður má ekki kokgleipa allar fréttir, því Vesturlönd og Bandaríkin hafa oft logið líka.
Þeir eru engir englar, síður en svo. En ein vitleysan réttlætir ekki aðra.
Það sem við erum líka að upplifa og sjá í rauntíma, eru allar þessar myndir og fréttir frá þessum átakasvæðum. Mun meira en maður hefur nokkurntíman séð áður. Þetta skiptir okkur öll máli, fjárhagslega, félagslega og andlega.
Vonandi fer að sjá fyrir endan á þessum átökum, í sama hvor áttina það fellur, hvort Donbass verði áfram innan Úkraínu eða hvað.