Sælir þannig er mál í vexti að ég er með g router og g netkort en einhverja hluta vegna keyrir þetta allt bara á 11 mbps í stað 54mbps vitiði hvernig ég gæti látið þetta virka hraðar ...
tölvan er nýuppsett og ég stillti þetta ekkert sérstaklega
pirrandi að geta ekki einu sinni streamað ´video fæla með góðu móti
Signalið er Excelent
G kerfi að keyra á B staðli ?
Mættir checka routerinn einsog gnarr benti á, en þetta er frekar stillingaratriði á netkortinu einsog einarsig benti á.ParaNoiD skrifaði:Þetta hefur nefnilega verið í lagi sko .. en svo var ég að formatta fartölvuna og þá er þetta svona
Ég hef nú lítið unnið með þráðlaus netkort, en ég hugsa að þú þurfir að fara í Device Manager, Properties á kortinu, og síðan einhvern flipa þar, til þess að komast í þessar stillingar sem einarsig var að tala um.
En það er soldið skrítið að netkortið skuli ekki vinna á 802.11g þegar það er nýbúið að setja það upp og routerinn styðji það. Ertu örugglega með réttan driver?