DaRKSTaR skrifaði:appel skrifaði:Beint: Kínverjar sagðir tilbúnir að hjálpa Rússum
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/ ... pa_russum/Olía með afslætti er of girnileg.
Ef þetta er reyndin, þá er þetta fyrsta skiptið í mannkynssögunni sem kínverjar taka þátt í styrjöld í Evrópu, leggja sitt á vogarskálarnar til handa árásarríki sem hefur fært styrjöld til álfunnar. ESB mun ekki taka vel í þetta, og BNA ekki heldur.
Búið ykkur undir að samskipti BNA+Evrópu við Kína muni hríðversna núna.
Ég sé alveg fyrir mér að lágmarki verði tollar hækkaðir í þrepum á kínverskar vörur til að gera vörur frá öðrum löndum ódýrari í samkeppni.
Svo og að allir kínverskir námsmenn verði reknir frá BNA+Evrópu, en það eru gríðarlega margir kínverskir námsmenn þar.
Eftir því sem kemur betur i í ljós hver stuðningur Kína er við innrás rússa í Úkraínu þá á aðgerðum eftir að fjölga. Svo og aðgerðum á víxl.
Þessi falska gríma hefur fallið af kínverjum, við vitum núna að þetta er óvinaland, ekki vinaland, vesturlanda. Þeir segja eitt, en gera annað.
kína eru bestu vinir rússlands, var vitað mál að þeir gerðu hvað sem er, þeir kaupa allt af rússum, t.d eru allar rússenskar vörur uppseldar í kína því kínverjar eru farnir að dýrka putin eins og hann væri guð.
rússar geta selt alla olíu og allt til asíu enda meirihlutinn af heiminum í asíu, hugsa að rússar verði búnir að rétta sig við í gegnum kína og indland fljótlega, kínverjar geta skaffað rússum allt sem þeir vilja, þeir eru svo stór player að enginn getur lokað á þá, basicly allt sem við eigum er framleitt í kína, fötin, rúmfötin og ég er vissum að ef þú snýrð við þessum skrautmunum og lömpum og dóti sem þú átt stendur made in china undir þessu öllu.
kínverjar eiga eftir að mökkgræða á þessu
Jamm, ég spáði því strax í byrjun að eini aðilinn sem í raun græðir á þessu stríði er Kína.
Stríðið
- veikir Rússland, gerir þá háða Kína, gott fyrir Kína að geta haft svona stórt undirlægjuríki sem selur þér olíu ódýrt
- veikir vesturlönd, því með því að vera í viðskipta- og efnahagsstríði við Rússland, og hætta að kaupa orku af þeim, þá græðir Kína því hagkerfi Kína veikist ekki neitt, bara eflist með því að fá ódýrari olíu og meiri viðskipti við Rússland.
En þeir þurfa að fara varlega, ég held að þeir muni reyna fara einhvern milliveg, styðja Rússland svona eitthvað án þess að fæla vesturlönd eða kalla yfir sig viðskiptabönn vesturlanda. Það væri skynsamlegri nálgun, og líklegasta nálgun kínverja, að hámarka ávinning þessarar styrjaldar.
Hættan (fyrir Kína) er auðvitað að ef Rússland skíttapar þessu stríði, Pútín drepst eða verður settur af, og almenningur í Rússlandi gerir uppreisn gegn þessu, þá er ljóst að Kína mun ekki fá mikinn ávinning af þessu. Þar að auki er ljóst að Úkraína mun ganga inn í ESB, Pútín hefur ekki sett fram kröfur um að það megi ekki. Á endanum mun varnarsamstarf ESB aukast og Rússland þarf að sætta sig við ESB her á sínum landamærum.
Þetta gæti orðið alltof skammgóður vermir fyrir kínverja tel ég. Rússland er evrópskt ríki og almenningur þar mun ekki sætta sig að vera undirlægjuríki Kína, heldur frekar stærsta og fjölmennasta ríki Evrópu og í viðskiptum og samskiptum við Evrópu frekar en Kína. Allir vegir í Rússlandi liggja til Evrópu, ekki til Kína. Þú breytir ekki raunveruleika. En leiðtogar breytast, stefnur breytast, og ég veðja frekar á valdaskipti í Rússlandi og umskiptingu gagnvart Evrópu frekar en að Rússland færist eitthvað varanlega til austurs.
Varanleg stefnubreyting vesturlanda, BNA+Evrópu, gagnvart Kína gæti kostað kínverja miklu meira en ávinningur þeirra af þessu stríði, ef Kína stígur fail-spor í stuðningi til Rússlands.
Svo allar þessar olíu- og gasleiðslur sem Kína og Indland eru að vonast eftir, það tekur svona 10 ár að byggja eina pípu og það kostar fjandi mikið. Eftir 10 ár er Pútín orðin 80 ára gamall, hann lítur ekkert út fyrir að hann endist lengi í viðbót í þessu stressaðasta starfi heims um þessar mundir.
Þannig að ég held að framtíðin sé nokkuð óviss.