Spurning um AMD 5900X


Höfundur
traustitj
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Spurning um AMD 5900X

Pósturaf traustitj » Lau 12. Mar 2022 16:58

Ég var að skipta út 5600X fyrir 5900X.

Fyrstu athugasemdirnar eru að hann er mun hraðvirkari, hands down, en ...

En viftan er nánast alltaf á. Það sem ég rek augun í er að örgjörvinn sem er með base hraða á 3.7GHz fer aldrei undir 4 GHz, alveg sama hvað. Ég er með á milli 2-4% CPU load í augnablikinu.

Er einhversstaðar hægt að hafa áhrif á þetta?

Ég er með Noctua ChromaX kælingu með viftu. Allt eins og það var á 5600X sem heyrðist aldrei neitt í




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um AMD 5900X

Pósturaf darkppl » Lau 12. Mar 2022 17:30

þetta öflugri örgjörfi og þarf meiri kælingu 6 kjarnar vs 12 kjarnar þannig meiri hiti þarna á bakvið sem gerir það að verkum að viftan þarf að fara fyrr í gang/alltaf að ganga og þarf líklegast að keyra á meiri hraða til að halda hita niðri.

annars þá er hægt að breyta fan curve í bios eða fá betri örgjörfakælingu til að lækka viftuhraða/hávaða


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|