Staðan á skjákortum


Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Staðan á skjákortum

Pósturaf fhrafnsson » Mið 09. Mar 2022 17:26

Hef séð nokkra söluþræði undanfarið þar sem verið er að selja flott skjákort og varð því forvitinn hvað verð á nýjum kortum, sem er hægt að kaupa strax er. Ég vildi síður vera að skemma söluþræði með athugasemdum um ódýrari ný kort svo ég gerði bara smá samantekt hér:

3080 Ti: 251.000 https://www.amazon.de/-/en/gp/product/B095X7V2HH
3080: 195.000 https://www.amazon.de/-/en/gp/product/B097QDFX75
3070 TI Vision: 156.000kr https://www.amazon.co.uk/gp/product/B095X7XXQK
RTX 3060 Ti: 108.000 https://www.amazon.de/-/en/gp/product/B097QC2M42

Auðvitað gæti verið að einhver auka gjöld bætist við en ég bætti þessum kortum í cart, fór í checkout og tók verðið þaðan og notaði myntbreytuna á heimasíðu Landsbankans. Ég reyndi aðeins að leita á öðrum síðum en þar sem um einfaldan samanburð var að ræða endaði ég á að láta amazon duga.

Gæti verið að tími ofurverða á skjákortum sé að líða?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf jonsig » Mið 09. Mar 2022 18:41

Það væru örugglega ágætis verð í gangi í sumar ef Rússar hefðu ekki tekið uppá vissu rugli.
Verð á Palladium og Xenon gasi hefur rokið upp sem eru ómisandi efni við alla kubbaframleiðslu.. Kannski versnandi efnahagshorfur í heiminum hafi kannski áhrif á eftirspurnina og lækki þannig verð.
Síðast breytt af jonsig á Mið 09. Mar 2022 18:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf Lexxinn » Mið 09. Mar 2022 19:50

Er það ekki bara amazon.com sem gerir ráð fyrir tollum og aðflutningsgjöldum?




gunni91
Vaktari
Póstar: 2998
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf gunni91 » Mið 09. Mar 2022 20:06

Lexxinn skrifaði:Er það ekki bara amazon.com sem gerir ráð fyrir tollum og aðflutningsgjöldum?


Rétt, ég er amk ekki að fá upp VAT/customs price upp líkt og vaninn er á Amazon included í verðinu.

Það er svosem hægt að spara einhverja þúsund kalla en á móti eru kortin ábyrgðarlaus hérlendis.

Dugir að senda kortið einu sinni út í ábyrgðarviðgerð og þá ertu strax byrjaður að tapa á þessu.
Síðast breytt af gunni91 á Mið 09. Mar 2022 20:09, breytt samtals 2 sinnum.




njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf njordur9000 » Fim 10. Mar 2022 11:01

Lexxinn skrifaði:Er það ekki bara amazon.com sem gerir ráð fyrir tollum og aðflutningsgjöldum?


Bara Amazon.com gefur það upp þegar þú skoðar verðmiða vörunnar en Amazon.de og Amazon.co.uk gefa það upp þegar þú setur í körfu og ætlar að borga.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf drengurola » Fim 10. Mar 2022 12:40

Mindfactory eru með ágæt verð núna, miðað við (t.d. á 6800). Hefur einhver pantað þaðan? Ég reikna með að þeir taki vsk af við útflutning (19%) sem þýðir að verðið sem maður myndi fá hjá þeim + sendingarkostnaður er nánast verðið sem maður borgar þegar þetta er hingað komið. (19% af, 24% á)




Gurka29
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 17:32
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf Gurka29 » Fim 10. Mar 2022 18:35

drengurola skrifaði:Mindfactory eru með ágæt verð núna, miðað við (t.d. á 6800). Hefur einhver pantað þaðan? Ég reikna með að þeir taki vsk af við útflutning (19%) sem þýðir að verðið sem maður myndi fá hjá þeim + sendingarkostnaður er nánast verðið sem maður borgar þegar þetta er hingað komið. (19% af, 24% á)


Senda þeir til Íslands ? Reyndi eitthvertímann að kaupa frá þeim en það virkaði ekki.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á skjákortum

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 10. Mar 2022 21:01

njordur9000 skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Er það ekki bara amazon.com sem gerir ráð fyrir tollum og aðflutningsgjöldum?


Bara Amazon.com gefur það upp þegar þú skoðar verðmiða vörunnar en Amazon.de og Amazon.co.uk gefa það upp þegar þú setur í körfu og ætlar að borga.


bhphotovideo.com er með lægri sendingarkostnað en Amazon.com og býður eins og amazon upp á að aðflutningsgjöld/umstang sé gert upp við kaup á netinu. Það er frábært að losna við endalaust þúsundakallaplokk Póstins sem er uþb óumflýjanlegt án þessarar þjónustu. Amazon.co.uk og Amazon.de bjóða upp á sambærilegt. Passið ykkur samt á því að varan verður að vera afgreidd ("fullfilled") af amazon til að þetta eigi við, annars er maður tekinn í bakaríið. Síðast þegar ég pantaði frá Þýskalandi keypti ég frekar sérstæða peru sem kostaði þúsundkall. Mér yfirsást að hún féll ekki undir áðurnefnda skilmála og pera sem ég hafði ekki bráða þörf fyrir kostaði mig á endanum um 7 þúsund krónur.