Enn einn router þráðurinn
En ég er að spá í að kaupa router fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá. Erum núna að leigja Fortigate 50 e og Fortiage access púnkt. Er að velta fyrir mér hvort ég eigi bara að halda áfram að leigja þennan búnað þar sem ég veit að hann er góður og öruggur og er þjónustaður eða hvort ég eigi að kaupa sjálfur unifi eða eitthvað álíka. Erum þrír sem erum almennt að nota netið, vill að það sé einhverskonar eldveggur, þarf að vera algjörlega basic.
Búinn að vera skoða:
Router - UniFi EdgeRouter 10x
Security - unfiry security gateway
access point - UniFi AP AC Pro
Allur þessi búnaður kostar svipað mikið og leigan á hinum búnaðnum í eitt ár.
Router fyrir lítið fyrirtæki
Re: Router fyrir lítið fyrirtæki
Ég geri ráð fyrir að með "unfiry security gateway" eigir þú við UniFi Secure Gateway. Ef svo er þá myndi hann virka sem router/eldveggur og því ekki þörf á UniFi EdgeRouter að auki. Það væri því nóg að vera með Secure Gateway >> Sviss >> Aðgangspunktur.
Sjálfur hef ég góða reynslu af því setupi en þekki ekki Fortigate búnaðinn nóg til að geta sagt til um ágæti hans, hef þó heyrt góða hluti.
Að því sögðu þá myndi ég ekki leggja í þessa vegferð nema þú/þið séuð tilbúin að þjónusta eigin uppsetningu sjálf og taka á þeim vandamálum sem kunna að koma upp. Það þarf ekki að kosta mikinn niðurtíma hjá fyrirtæki til þess að aðeins dýrari ársleiga á búnaði sem fólk með þekkingu stjórnar til þess að það marg borgi sig krónulega séð.
Sjálfur hef ég góða reynslu af því setupi en þekki ekki Fortigate búnaðinn nóg til að geta sagt til um ágæti hans, hef þó heyrt góða hluti.
Að því sögðu þá myndi ég ekki leggja í þessa vegferð nema þú/þið séuð tilbúin að þjónusta eigin uppsetningu sjálf og taka á þeim vandamálum sem kunna að koma upp. Það þarf ekki að kosta mikinn niðurtíma hjá fyrirtæki til þess að aðeins dýrari ársleiga á búnaði sem fólk með þekkingu stjórnar til þess að það marg borgi sig krónulega séð.
Löglegt WinRAR leyfi
Re: Router fyrir lítið fyrirtæki
Tek undir með Njáli.
Ég myndi ekki gera þetta nema þetta sé semi hobbí hjá þér (og þá ekki nema þetta sé eitthvað "stór upphæð" fyrir fyrirtækið). Veit ekki hvað leigan á þessu kostar þig en ef það er mjög stabílt og gott net þá myndi ég ekki nenna að blanda saman business og hobbí nema það sé allt í lagi að fyrirtækið sé netlaust í nokkra klukkutíma á meðan þú ert að finna útúr einhverju og redda.
Samt flottur búnaður og alveg ólíklegt að það komi upp vandamál sem verður erfitt að leysa úr ef þú ert ekki að gera eitthvað furðulegt. Ég myndi bara að öllum líkindum ekki nenna því fyrir einhvern rekstur sem snýst væntanlega um allskonar aðra hluti en netbúnað (en ég kann svosem ekkert á netmál, ef þú ert góður í því þá ætti þröskuldurinn að vera lægri en hjá mér). Fer samt smá eftir því hversu stór reksturinn er, hvaða veltu þú ert að vinna með og hversu mikilvægt það er að netið sé solid.
Ég myndi ekki gera þetta nema þetta sé semi hobbí hjá þér (og þá ekki nema þetta sé eitthvað "stór upphæð" fyrir fyrirtækið). Veit ekki hvað leigan á þessu kostar þig en ef það er mjög stabílt og gott net þá myndi ég ekki nenna að blanda saman business og hobbí nema það sé allt í lagi að fyrirtækið sé netlaust í nokkra klukkutíma á meðan þú ert að finna útúr einhverju og redda.
Samt flottur búnaður og alveg ólíklegt að það komi upp vandamál sem verður erfitt að leysa úr ef þú ert ekki að gera eitthvað furðulegt. Ég myndi bara að öllum líkindum ekki nenna því fyrir einhvern rekstur sem snýst væntanlega um allskonar aðra hluti en netbúnað (en ég kann svosem ekkert á netmál, ef þú ert góður í því þá ætti þröskuldurinn að vera lægri en hjá mér). Fer samt smá eftir því hversu stór reksturinn er, hvaða veltu þú ert að vinna með og hversu mikilvægt það er að netið sé solid.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 274
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 70
- Staða: Ótengdur
Re: Router fyrir lítið fyrirtæki
Hef ekki miklu við að bæta sem Njall_L og dori eru ekki þegar búnir að benda á, bara smá punktur varðandi búnaðinn sem þú listaðir.
Ég myndi ekki kaupa UniFi Security Gateway á þessum tímapunkti. Hann er mjög underpowered, sérstaklega í samanburði við Fortigate 50e. Ef þú kveikir á IPS/layer 7 eldveggjafídusunum í USG tæki þá dettur throughputtið niður í svona 40mbit/s. EdgeRouter 10x er talsvert betra tæki, vélbúnaðarlega séð.
Ég myndi ekki kaupa UniFi Security Gateway á þessum tímapunkti. Hann er mjög underpowered, sérstaklega í samanburði við Fortigate 50e. Ef þú kveikir á IPS/layer 7 eldveggjafídusunum í USG tæki þá dettur throughputtið niður í svona 40mbit/s. EdgeRouter 10x er talsvert betra tæki, vélbúnaðarlega séð.
Re: Router fyrir lítið fyrirtæki
Hef svo sem litlu að bæta við en...
Persónulega myndi ég halda áfram að leigja, Fortinet er góður búnaður og væntanlega þjónustaður af ábyrgum aðila. Þið þurfið þá ekkert að hugsa um þetta og allt á bara almennt að virka, vera uppfært og öruggt. Þið getið þá einbeitt ykkur að vinnunni ykkar, nema þið hafið einhvern sérstakan áhuga, þekkingu og nennu í að reka netbúnað
Persónulega myndi ég halda áfram að leigja, Fortinet er góður búnaður og væntanlega þjónustaður af ábyrgum aðila. Þið þurfið þá ekkert að hugsa um þetta og allt á bara almennt að virka, vera uppfært og öruggt. Þið getið þá einbeitt ykkur að vinnunni ykkar, nema þið hafið einhvern sérstakan áhuga, þekkingu og nennu í að reka netbúnað
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 51
- Skráði sig: Lau 03. Apr 2010 20:34
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Router fyrir lítið fyrirtæki
Þá er það ákveðið. Ég held bara áfram að leigja búnaðinn.
Tek það samt fram að ég hef áhuga, litla sem enga þekkingu og alveg nennuna en ekki tíman til að reka þetta.
Takk fyrir svörin!
Tek það samt fram að ég hef áhuga, litla sem enga þekkingu og alveg nennuna en ekki tíman til að reka þetta.
Takk fyrir svörin!