Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Núna eru Bandaríkin búinn að banna allan innflutning á jarðeldsneyti frá Rússlandi. Skiptir ekki hvað það er.
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Hinn vestræni heimur er í efnahagsstríði við Rússland, markmiðið er að knésetja landið fjármálalega og efnahagslega, og eiginlega líka samfélagslega.
Það er dýrt spaug fyrir Pútín að geta ekki selt gas til Evrópu (allar gas leiðslur rússa liggja til Evrópu), en ESB ætlar að hætta með rússneska orku um 2/3 hluta á þessu ári.
Og það er líka dýrt fyrir Pútín að núna er rússnesk olía brennimerkt sem "blóð olía" sem enginn vill kaupa, nema siðlaus lönd. En það þýðir að rússneska olíu þarf að selja á miklum afslætti því stærstu hagkerfi heimsins fúlsa við henni. Það þýðir að það þarf að sigla með hana langar leiðir, því Pútín er ekki með neinar olíuleiðslur til Kína og Indlands, né gas leiðslur.
Olía hefur hækkað já, en þetta á eftir að jafna sig. Það er mikill hvati fyrir olíuframleiðsluríki að auka framleiðslu núna þar sem olíuverð er svona hátt, þannig að aukið framboð kemur. Þannig að olíuverð á eftir að lækka, það er bara svona hátt núna því þetta hefur gerst svo snöggt.
En eftir stendur Pútín með lægra heimsmarkaðverð á olíu, erfitt að koma rússneskri olíu á markað, og þarf að veita afslátt af henni. Olíuframleiðsla rússa gæti dregist saman nokkuð útaf því að það er enginn til að taka við olíunni lengur, og það er ekki infrastrúktúr til staðar sem getur tekið við þessari olíu og flutt eitthvert annað.... alveg einsog með gasið.
Þannig að gjaldeyristekjur Rússlands eiga eftir að dragast verulega saman á þessu ári og verða bara brot af því sem það var. Ofan á það algjört hrun rúblunnar, algjört wipeout í rússnesku kauphöllinni, líklega verða matarskammtanir í Rússlandi, nú þegar byrjað að koma í veg fyrir að fólk sé að hamstra.
Rússland mun ekki fúnkera án Evrópu, alveg sama hvað Pútín heldur.
T.d. eru rússnesk olíufyrirtæki háð evrópskum olíufyrirtækjum með tækni og tól til olíuvinnslu. Sjáðu bara Venezúela sem var svipt þessari tækni og tólum, og olíuframleiðsla fór í gólfið. Rússar búa ekki yfir þessu þó þeir munu reyna.
Þannig að til skamms tíma eru vandræði Rússlands gríðarlega mikil, og eiga bara eftir að versna til lengri tíma (næstu 10 ár a.m.k.)
Það er dýrt spaug fyrir Pútín að geta ekki selt gas til Evrópu (allar gas leiðslur rússa liggja til Evrópu), en ESB ætlar að hætta með rússneska orku um 2/3 hluta á þessu ári.
Og það er líka dýrt fyrir Pútín að núna er rússnesk olía brennimerkt sem "blóð olía" sem enginn vill kaupa, nema siðlaus lönd. En það þýðir að rússneska olíu þarf að selja á miklum afslætti því stærstu hagkerfi heimsins fúlsa við henni. Það þýðir að það þarf að sigla með hana langar leiðir, því Pútín er ekki með neinar olíuleiðslur til Kína og Indlands, né gas leiðslur.
Olía hefur hækkað já, en þetta á eftir að jafna sig. Það er mikill hvati fyrir olíuframleiðsluríki að auka framleiðslu núna þar sem olíuverð er svona hátt, þannig að aukið framboð kemur. Þannig að olíuverð á eftir að lækka, það er bara svona hátt núna því þetta hefur gerst svo snöggt.
En eftir stendur Pútín með lægra heimsmarkaðverð á olíu, erfitt að koma rússneskri olíu á markað, og þarf að veita afslátt af henni. Olíuframleiðsla rússa gæti dregist saman nokkuð útaf því að það er enginn til að taka við olíunni lengur, og það er ekki infrastrúktúr til staðar sem getur tekið við þessari olíu og flutt eitthvert annað.... alveg einsog með gasið.
Þannig að gjaldeyristekjur Rússlands eiga eftir að dragast verulega saman á þessu ári og verða bara brot af því sem það var. Ofan á það algjört hrun rúblunnar, algjört wipeout í rússnesku kauphöllinni, líklega verða matarskammtanir í Rússlandi, nú þegar byrjað að koma í veg fyrir að fólk sé að hamstra.
Rússland mun ekki fúnkera án Evrópu, alveg sama hvað Pútín heldur.
T.d. eru rússnesk olíufyrirtæki háð evrópskum olíufyrirtækjum með tækni og tól til olíuvinnslu. Sjáðu bara Venezúela sem var svipt þessari tækni og tólum, og olíuframleiðsla fór í gólfið. Rússar búa ekki yfir þessu þó þeir munu reyna.
Þannig að til skamms tíma eru vandræði Rússlands gríðarlega mikil, og eiga bara eftir að versna til lengri tíma (næstu 10 ár a.m.k.)
Síðast breytt af appel á Þri 08. Mar 2022 20:24, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Rússland, minna hagkerfi en ítalía, á ekki séns í þau hagkerfi sem hafa sameinast gegn því, sem er um 3/5 hluta hagkerfis heimsins, EU + USA + NATÓ + JAPAN + SKÓREA + Ýmis önnur.
Það er einnig búið að setja helstu tekjulindir rússa í straff í mörg mörg ár.
Kína getur ekkert bjargað Rússlandi, Indland er bara svona að þreifa fyrir sér með ódýrri orku. Þessi ríki eru ekkert að fara bjarga þessum Pútín. Xi segir hvað sem er til að fá vilyrði um ódýrt eldsneyti, en mun ekki gera neitt til að blanda sér í þetta.
Rosalega er ég ánægður með að tilheyra þessum frjálsa heim. Ef þessi samstaða hefði verið þegar Hitler réðist inn í Pólland.
Nú þarf bara að halda áfram að dæla hergögnum og hermönnum inn í Úkraínu til að styðja við þeirra baráttu.
Það er einnig búið að setja helstu tekjulindir rússa í straff í mörg mörg ár.
Kína getur ekkert bjargað Rússlandi, Indland er bara svona að þreifa fyrir sér með ódýrri orku. Þessi ríki eru ekkert að fara bjarga þessum Pútín. Xi segir hvað sem er til að fá vilyrði um ódýrt eldsneyti, en mun ekki gera neitt til að blanda sér í þetta.
Rosalega er ég ánægður með að tilheyra þessum frjálsa heim. Ef þessi samstaða hefði verið þegar Hitler réðist inn í Pólland.
Nú þarf bara að halda áfram að dæla hergögnum og hermönnum inn í Úkraínu til að styðja við þeirra baráttu.
Síðast breytt af appel á Þri 08. Mar 2022 23:14, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
appel skrifaði:Ef þessi samstaða hefði verið þegar Hitler réðist inn í Pólland.
Þýskaland var fjársvelt eftir fyrra stríð sem (mikil einföldun) leiddi af sér seinna stríð.
Svo þú veist, með svona prakkara eins og Putin við völd svona.. veit ég ekki alveg hvernig þetta mun þróast.
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Mossi__ skrifaði:appel skrifaði:Ef þessi samstaða hefði verið þegar Hitler réðist inn í Pólland.
Þýskaland var fjársvelt eftir fyrra stríð sem (mikil einföldun) leiddi af sér seinna stríð.
Svo þú veist, með svona prakkara eins og Putin við völd svona.. veit ég ekki alveg hvernig þetta mun þróast.
Horfðu á hvernig Pútín lítur út núna vs. hvernig hann leit út fyrir örfáum mánuðum síðan. Gæjinn er orðinn að gangandi líki.
Segir allt sem segja þarf um stöðu Rússlands í dag.
*-*
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Vesturveldin snéru hnífnum í sárinu á Þjóðverjum eftir WWI.
Þau mistök verða ekki endurtekin.
Þau mistök verða ekki endurtekin.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Rússar halda áfram að ráðast á almenning, sprengja sjúkrahús og byggðir. Það virðist sem að rússneski herinn sé ennþá að tapa miklu af vélbúnaði, flugvélum og fleiru. Mannfall er einnig mikið hjá Rússum og herforingjar hafa fallið fyrir skotum leyniskytta.
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Rússland er eitt mest sturlaðasta land sem er til. Ég held að þeir sem stjórna norður kóreu séu margfalt skynsamari.
Það er bara svakalegt að horfa á í rauntíma heilu landi á stærð við Frakkland með 45 milljónir manna vera tortímt, borgum eytt.
Þetta er ekki eitthvað þriðja heims land, borgirnar eru nútímalegar, bara einsog venjulegar evrópskar borgir.
Allt þetta er verið að leggja í eyði núna.
Ég mun aldrei persónulega fyrirgefa rússum þetta, aldrei. Og það á við um flestalla í hinum vestræna heimi, þetta verður innprentað í minni evrópubúa, og þetta á eftir að flýta fyrir um allskonar plönum ESB sem dæmi um sameinaðan her.
Það er bara svakalegt að horfa á í rauntíma heilu landi á stærð við Frakkland með 45 milljónir manna vera tortímt, borgum eytt.
Þetta er ekki eitthvað þriðja heims land, borgirnar eru nútímalegar, bara einsog venjulegar evrópskar borgir.
Allt þetta er verið að leggja í eyði núna.
Ég mun aldrei persónulega fyrirgefa rússum þetta, aldrei. Og það á við um flestalla í hinum vestræna heimi, þetta verður innprentað í minni evrópubúa, og þetta á eftir að flýta fyrir um allskonar plönum ESB sem dæmi um sameinaðan her.
Síðast breytt af appel á Mið 09. Mar 2022 22:40, breytt samtals 1 sinni.
*-*
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Ég er enn að bíða eftir því hvað Rússar ætla að gera í alvörunni.
Lofthernaður er takmarkaður, varla hafinn og samt er þarna 64km löng röð af umsátursliði, risa skotmark.
Það er eins og Rússar séu að dangla öngli fyrir framan NATO.
Ef Úkraína fær á sig kjarnorkusprengju og þessi matarkista verður ónýt til frekari ræktunar... hver græðir þá mest, hver er næstur í röðinni?
Þetta er alltaf að verða skrítnara og skrítnara, hvað það er enginn framgangur í átt að Kiev.
Krakki sem hefur spilað farmville veit hvernig aðfangakeðja virkar og gæti planað þessa innrás betur.
Hugsanlega á bara að valda mengunarslysi og hverfa burt, þetta var til að taka yfir markaði en ekki sækja landsvæði.
Enn eitt tilgangslausa stríðið, skömm mannkyns, eina ferðina enn...
Lofthernaður er takmarkaður, varla hafinn og samt er þarna 64km löng röð af umsátursliði, risa skotmark.
Það er eins og Rússar séu að dangla öngli fyrir framan NATO.
Ef Úkraína fær á sig kjarnorkusprengju og þessi matarkista verður ónýt til frekari ræktunar... hver græðir þá mest, hver er næstur í röðinni?
Þetta er alltaf að verða skrítnara og skrítnara, hvað það er enginn framgangur í átt að Kiev.
Krakki sem hefur spilað farmville veit hvernig aðfangakeðja virkar og gæti planað þessa innrás betur.
Hugsanlega á bara að valda mengunarslysi og hverfa burt, þetta var til að taka yfir markaði en ekki sækja landsvæði.
Enn eitt tilgangslausa stríðið, skömm mannkyns, eina ferðina enn...
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
rapport skrifaði:Ég er enn að bíða eftir því hvað Rússar ætla að gera í alvörunni.
Lofthernaður er takmarkaður, varla hafinn og samt er þarna 64km löng röð af umsátursliði, risa skotmark.
Það er eins og Rússar séu að dangla öngli fyrir framan NATO.
Ef Úkraína fær á sig kjarnorkusprengju og þessi matarkista verður ónýt til frekari ræktunar... hver græðir þá mest, hver er næstur í röðinni?
Þetta er alltaf að verða skrítnara og skrítnara, hvað það er enginn framgangur í átt að Kiev.
Krakki sem hefur spilað farmville veit hvernig aðfangakeðja virkar og gæti planað þessa innrás betur.
Hugsanlega á bara að valda mengunarslysi og hverfa burt, þetta var til að taka yfir markaði en ekki sækja landsvæði.
Enn eitt tilgangslausa stríðið, skömm mannkyns, eina ferðina enn...
Rússar hafa tapað þessu stríði, hvernig sem það endar. Þeirra markmið var að taka Úkraínu yfir fljótt. Tvær vikur liðnar og þeir eru að ströggla, og vestrænar þjóðir eru að senda hergögn til Úkraínu. Rússland hefur lagt allt undir til að taka yfir Úkraínu, og ef/þegar þeir tapa þá hrynur Rússland innan frá, ég sé Rússland liðast í sundur, svona önnur upplausn Sóvétríkjanna.
Sjáðu bara Pólland, þetta hugrakka land, þeir eru að dæla öllum sínum vopnabirgðum til úkraínska hersins. Jafnvel senda ALLAR sínar mig orrustuþotur þangað, en það var víst stoppað af BNA. Pólland verður eiginlega nærri vopnlaust land eftir þetta stríð.
Síðast breytt af appel á Mið 09. Mar 2022 23:29, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
appel skrifaði:Rússland er eitt mest sturlaðasta land sem er til. Ég held að þeir sem stjórna norður kóreu séu margfalt skynsamari.
Það er bara svakalegt að horfa á í rauntíma heilu landi á stærð við Frakkland með 45 milljónir manna vera tortímt, borgum eytt.
Þetta er ekki eitthvað þriðja heims land, borgirnar eru nútímalegar, bara einsog venjulegar evrópskar borgir.
Allt þetta er verið að leggja í eyði núna.
Ég mun aldrei persónulega fyrirgefa rússum þetta, aldrei. Og það á við um flestalla í hinum vestræna heimi, þetta verður innprentað í minni evrópubúa, og þetta á eftir að flýta fyrir um allskonar plönum ESB sem dæmi um sameinaðan her.
Stríðsskaðabætunar sem Rússland mun þurfa að borga til Úkraínu og Georgíu munu taka 100 til 200 ár að borga niður í heild sinni. Síðan er ljóst að Rússland mun ekki fá að vera svona stórt eins og það er í dag. Það verður brotið upp í nokkur minni ríki og þeim verður bannað fullt af hlutum sem þeir geta í dag. Vesturveldin verða grimm þegar að þessu kemur.
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Það var talað um "kalt stríð" hér áður fyrr, en núna mun hinn vestræni heimur stunda stríð gegn rússlandi sem er fyrir neðan þröskuld kjarnorkustyrjaldar. Það var ekki gert í kalda stríðinu.
Ég gæti séð fyrir mér allskonar hópar innan landamæra Rússlands að gera árásir á rússneska innviði. Þetta væru þá t.d. úkraínskir hermenn, að sprengja upp gas og olíuleiðslur til Kína. Jafnvel ráðast á rússnesk kjarnorkuver.
Þetta fylgdi stríðinu í tjétneníu, tjétnenar framkvæmdu margar hryðjuverkaárásir í Rússlandi.
Svo auðvitað árásir á skip sem flytja olíu og gas.
Allt hægt að gera með því að setja eldflaugar í hendur úkraínumanna.
Úkraínumenn eru 45 milljónir og þeir hyggja á hefndir, remember my words.
Ég gæti séð fyrir mér allskonar hópar innan landamæra Rússlands að gera árásir á rússneska innviði. Þetta væru þá t.d. úkraínskir hermenn, að sprengja upp gas og olíuleiðslur til Kína. Jafnvel ráðast á rússnesk kjarnorkuver.
Þetta fylgdi stríðinu í tjétneníu, tjétnenar framkvæmdu margar hryðjuverkaárásir í Rússlandi.
Svo auðvitað árásir á skip sem flytja olíu og gas.
Allt hægt að gera með því að setja eldflaugar í hendur úkraínumanna.
Úkraínumenn eru 45 milljónir og þeir hyggja á hefndir, remember my words.
Síðast breytt af appel á Mið 09. Mar 2022 23:36, breytt samtals 1 sinni.
*-*
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Auðveldasta leið til að sigra rússneska herinn:
Skilja eftir ógrynni af vodka flöskum á öllum vegum.
https://www.youtube.com/shorts/xCkG_MDH7QA
Skilja eftir ógrynni af vodka flöskum á öllum vegum.
https://www.youtube.com/shorts/xCkG_MDH7QA
*-*
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
KFC, McD's, CocaCola, Pepsi etc. all stopped sales in Russia... umm... congrats to Russia, a healthier population is a happier population, if these companies really wanted to "hurt" Russia they should've kept their businesses open and drasticly lowered their prices :Þ
most countries can't even ban these companies in their countries due to lobbying efforts on the part of the companies, and now Russia has hit the jackpot getting rid of these poisoners
most countries can't even ban these companies in their countries due to lobbying efforts on the part of the companies, and now Russia has hit the jackpot getting rid of these poisoners
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
jonfr1900 skrifaði:Stríðsskaðabætunar sem Rússland mun þurfa að borga til Úkraínu og Georgíu munu taka 100 til 200 ár að borga niður í heild sinni. Síðan er ljóst að Rússland mun ekki fá að vera svona stórt eins og það er í dag. Það verður brotið upp í nokkur minni ríki og þeim verður bannað fullt af hlutum sem þeir geta í dag. Vesturveldin verða grimm þegar að þessu kemur.
Rússland mun ekki borga neina minnstu skiptimynt í stríðsskaðabætur, í hvaða gjaldmiðli sem er.
Þetta er ekki sambærilegt við Þjóðverja eftir WWI og WWII.
Þeir eru búnir að þurrka út 20-25 ár af hagvexti á örfáum vikum og munu fara lengra aftur í tímann í velsæld, af því bara virðist vera.
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Er þetta svona þráður þar sem maður skrifar bara einhverja vitleysu inn á og enginn les?
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
nidur skrifaði:Er þetta svona þráður þar sem maður skrifar bara einhverja vitleysu inn á og enginn les?
Ég fæ ekki lengur plómur í Krónunni í mínu hverfi og pósturinn er líka hættur að koma á þriðjudögum - fjandans Biden
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Ég myndi ekki gráta það ef Garðastræti yrði endurnefnt Zelenskyystræti eða Úkraínustræti eða eitthvað álíka.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
mikkimás skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Stríðsskaðabætunar sem Rússland mun þurfa að borga til Úkraínu og Georgíu munu taka 100 til 200 ár að borga niður í heild sinni. Síðan er ljóst að Rússland mun ekki fá að vera svona stórt eins og það er í dag. Það verður brotið upp í nokkur minni ríki og þeim verður bannað fullt af hlutum sem þeir geta í dag. Vesturveldin verða grimm þegar að þessu kemur.
Rússland mun ekki borga neina minnstu skiptimynt í stríðsskaðabætur, í hvaða gjaldmiðli sem er.
Þetta er ekki sambærilegt við Þjóðverja eftir WWI og WWII.
Þeir eru búnir að þurrka út 20-25 ár af hagvexti á örfáum vikum og munu fara lengra aftur í tímann í velsæld, af því bara virðist vera.
Ég veit ekki hvaða ríki það sem endar með þetta. Það er alveg ljóst að Rússland eins og það er til í dag verður einfaldlega leyst upp í nokkur minni ríki eða brotið niður í öll þau ríki sem búa til Rússland. Það eru fordæmi fyrir slíku í sögu Evrópu, þetta verður bara eitt af þeim ríkjum sem var til, þangað til að það var ekki lengur til.
Federal subjects of Russia (Wikipedia)
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Rússland er ekki lengur aðildarríki að CoE (Council of Europe). Þeir fóru úr CoE þann 10-Mars-2022.
Member states of the Council of Europe (Wikipedia)
Member states of the Council of Europe (Wikipedia)
-
- Geek
- Póstar: 800
- Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
held til lángstíma hafi þessar viðskiptaþvíngarnir ekki mikil áhrif á rússland, þeir munu selja allt til asíu sem er miklu miklu stærri markaður en evrópa og ameríka til samans.
þeir geta keypt allar vörur sem þeir vilja í gegnum kína, kína kaupir inn allt high tech dótið og matvörur og allt sem þeir þurfa og selja svo rússum það, liggur lest sem fer beint frá kína til rússlands ekkert mál að flytja vörur til þeirra.
held að þetta hafi mest áhrif á okkur, hærra vöruverð
þeir geta keypt allar vörur sem þeir vilja í gegnum kína, kína kaupir inn allt high tech dótið og matvörur og allt sem þeir þurfa og selja svo rússum það, liggur lest sem fer beint frá kína til rússlands ekkert mál að flytja vörur til þeirra.
held að þetta hafi mest áhrif á okkur, hærra vöruverð
I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
March 10 (Reuters) - China has refused to supply Russian airlines with aircraft parts, an official at Russia's aviation authority was quoted by Russian news agencies as saying on Thursday, after Boeing (BA.N) and Airbus (AIR.PA) halted supply of components.
Russia's aviation sector is being squeezed by Western sanctions over the invasion of Ukraine, with Russia's foreign ministry warning this week that the safety of Russian passenger flights was under threat. read more
Agencies including Interfax quoted Valery Kudinov, a Rosaviatsia official responsible for maintaining airplane airworthiness, as saying that Russia would look for opportunities to source parts from countries including Turkey and India after a failed attempt to obtain them from China.
He also said Russian companies were registering their planes, many of which had been registered abroad, in Russia after the U.S. and European Union sanctions on aviation and that he expects some others to be returned to leasing companies.
Separately, a draft law published on Thursday showed the Russian government plans to order domestic airlines to pay for leased aircraft in roubles and could bar them from returning planes to foreign companies if leases are cancelled.
https://www.reuters.com/business/aerosp ... 022-03-10/
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið
Her Úkraínu heldur áfram að ná sér í Rússneskan herbúnað sem er yfirgefinn á fullt af stöðum.
https://twitter.com/EuromaidanPress/sta ... 7205448708
https://twitter.com/EuromaidanPress/sta ... 7205448708