rapport skrifaði:Það er áberandi að í þessari umræðu allri þá hefur ekki komið nýleg saga um aðrar bílategundir, ekki einusinni aðra rafbíla.
A.m.k. ekkert sem ég hef séð.
Tesla er ekki eini bíllinn sem fer hratt í polla.
Ég hef starfað í þessum bílageira ansi lengi núna og heyri reglulega sögur af bílum sem eru að drekkja sér í vatnsbleytunni.
Ástæða fyrir því að tryggingarfélögin gefa út viðvaranir þegar svona mikill vatnselgur hefur verið á götunni.
Það hinsvegar gerist ekki á hverjum degi að bíleigendur fari sjálfir í fjölmiðla. Oftast nær leysast þau mál hjá umboðum/verkstæðum í samstarfi við trygginafélög.
https://vis.is/vis/fjolmidlatorg/fretti ... varasamur/https://www.logreglan.is/vatnselgur-a-h ... rsvaedinu/urban skrifaði:vesley skrifaði:Ef t.d. það myndi standa 20 stk Toyotur fyrir utan umboð þeirra vegna vatnstjóns er þá Toyota ekki hæft íslenskum aðstæðum?
Já ??
alveg klárlega að þá væru þeir ekki hæfir íslenskum aðstæðum.
Ef að 20 nýjar toyotur stæðu fyrir utan Toyota á Íslandi með tjón sem að þeir neita að taka þátt í, tjón upp á 50% af verðmæti bílsins, þá myndi ég alveg klárlega segja að það væri eitthvað að og ég myndi skoða alvarlega að kaupa alls ekki nýja toyotu.
Hefuru heyrt um 20 stykki þar fyrir utan ?
Tók hvergi fram að það væri endilega 20stk nýir bílar, þetta var nú bara saklaust dæmi út í loftið.
Tesla tekur fram að þetta sé í ábyrgð, þegar nánar er skoðað í samstarfi við þá erlendis þá er bakkað úr þeirri fullyrðingu, auðvelt er þá að halda að meira hafi komið fram, t.d. upptökur eða nánari skoðun á bílnum. Sem gefur manni sterkan grun að bílnum hafi einfaldlega verið ekið of geyst í pollinn sem var helst til djúpur í þokkabót.
Þannig já hvort sem bílarnir væru 20 eða 2.000 ef þeir eru allir vegna gáleysis ökumanns þá skiptir fjöldinn og framleiðandi engu máli.