Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Fennimar002 » Fös 25. Feb 2022 22:02

Sælir vaktarar,

Eg lenti í því óheppnu að dekkið sprakk í morgun á leiðinni í vinnuna. Þetta gerðist á smáratorginu á veginum milli bónus og metro í átt inn á bílastæðið. Dekkið sprakk þannig að það kom smá stórt gat á hliðinni, ekki á munstrinu sjálfu, heldur á "framan" þegar horft er á dekkið. Gæjinn á dekkjaverkstæði sem ég fór til á dalveginum sagði að ekki væri hægt að laga þar sem gatið er stórt og á hliðinni.

Bæði samstarfsfélagi minn og eldri bróðir minn með mikla reynslu á bílum sögðu að ég ætti að fá bætt útaf þessu atviki, sérstaklega þar sem dekkin eru mjög ný og keypt í okt/nóv.
Er eitthvað hægt að gera í þessu og fá bætur vegna þessa skemmdir?


(það er skillti þarna sem stendur "hvassar brúnir", en það er ekki í mínu sjónarsvið þessa leið sem ég fer í vinnuna)

Hérna er mynd af google maps af svæðinu sem þetta gerðist: https://imgur.com/a/Gn2JZJV
Blái hringur: þar sem atvikið átti sér stað
Græna lína: mín leið í morgun
Rauði hringurinn: þar sem skilltið er staðsett
Síðast breytt af Fennimar002 á Fös 25. Feb 2022 22:14, breytt samtals 2 sinnum.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Hlynzi » Fös 25. Feb 2022 23:20

Þú getur hugsanlega fengið þetta bætt frá tryggingafélagi Kópavogsbæjar, ég man hinsvegar eftir holuveturinn mikla lentum við í því sama og það var á 17" low profile Michelin vetrardekki (áður en Costco kom) að það fór á svipaðan máta í Reykjavík (göturnar voru náttúrulega orðnar ótrúlega slappar vegna skorts á viðhaldi).

En eftir eitthvað stúss og nokkur símtöl þá bætti Sjóvá þetta EKKI, afþví að holan var ekki viðurkennd ! Var alveg fáránlegt en tjónið endaði á okkur og við ekki sáttir, það er náttúrulega fáránlegt að það dugi að setja skilti um hvassar brúnir, ekki er neinn innan vegagerðarinnar búinn að taka ábyrgð á dauðsföllunum sem urðu við rætur Esjunnar þar sem malbikið var stórhættulega flughált, nýlagt.

En vonandi að þú fáir þetta bætt - og að gatan verði löguð!


Hlynur

Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 22
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Bengal » Fös 25. Feb 2022 23:45

Lenti í þessu í vikunni í Hafnarfirði.

Ef holan er í veg sem vegagerðin ábyrgist á þjónusta þá geturðu skilað inn tilkynningu um tjón og óskað eftir bótum í gegnum síðuna hjá þeim https://minarsidur.vegagerdin.is/MinarSidur

Hér sérðu hvaða vegi á höfuðborgarsvæðinu vegagerðin þjónustar
https://www.vegagerdin.is/media/kort/ve ... svaedi.jpg


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf jonsig » Fös 25. Feb 2022 23:45

Hjá Holu Hjálmari og hinum fuglunum í Rvk. þá þurfti að hafa verið tilkynnt um galla á slitlaginu áður. Ef ekki þá var maður bara ýkt óheppinn.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf gunni91 » Fös 25. Feb 2022 23:59

jonsig skrifaði:Hjá Holu Hjálmari og hinum fuglunum í Rvk. þá þurfti að hafa verið tilkynnt um galla á slitlaginu áður. Ef ekki þá var maður bara ýkt óheppinn.


Heyrt þetta einmitt líka.. Ef ekki er búið að tilkynna holuna áður þá er vegagerðin víst ekki talin bótaskyld.

Edit:

https://www.visir.is/g/2019190229769

"Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt."

"Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna."
Síðast breytt af gunni91 á Lau 26. Feb 2022 00:06, breytt samtals 2 sinnum.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Peacock12 » Lau 26. Feb 2022 00:44

Held að skiltið og staðsetning þess sé lykilatriði.
Það að það sé skilti sem varar við hvössum brúnum staðfestir að þarna var verið að framkvæma og því ekki „eðlilegar“ aðstæður.
Ef skiltið er staðsett og snýr þannig að vænta megi að þú sjáir það þá er búið að vara þig við. Miðað við myndina má ætla að skiltið hafi aðallega verið sýnilegt þeim sem voru að koma Dalvegin frá Smáralind. Ef það er rétt og ekki sýnilegt t.d. þeim sem eru í innri hring á torginu þá áttu keis. Annars ekki held ég.
En held að það fyrsta sem þú gerir er að tala við framkvæmdasvið Kópavogs.

gúgglaðu þessa reglugerð:
Reglugerð nr. 492/2009 um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg.



Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Fennimar002 » Lau 26. Feb 2022 12:07

Peacock12 skrifaði:Held að skiltið og staðsetning þess sé lykilatriði.
Það að það sé skilti sem varar við hvössum brúnum staðfestir að þarna var verið að framkvæma og því ekki „eðlilegar“ aðstæður.
Ef skiltið er staðsett og snýr þannig að vænta megi að þú sjáir það þá er búið að vara þig við. Miðað við myndina má ætla að skiltið hafi aðallega verið sýnilegt þeim sem voru að koma Dalvegin frá Smáralind. Ef það er rétt og ekki sýnilegt t.d. þeim sem eru í innri hring á torginu þá áttu keis. Annars ekki held ég.
En held að það fyrsta sem þú gerir er að tala við framkvæmdasvið Kópavogs.

gúgglaðu þessa reglugerð:
Reglugerð nr. 492/2009 um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg.


Þakka fyrir þessa ábendingu, fer yfir það ítarlega þegar ég næ að koma bílnum af bílastæðinu.

https://imgur.com/a/9zNIpBg
Hérna eru myndir af svæðinu það sem skiltið er og þar sem tjónið varð.

Á fyrstu myndinni sést að það er skilti, en í ághætis fjarlægð og sést ekkert hverju er verið að vara við.
Á annari mynd er ekkert skilti og þar sem ég keyri inn.
Þriðja myndin er mynd af þessari stóru holu sem hefur stækkað gríðalega mikið síðustu daga.

Ég tek ekkert eftir hve stór holan er því það er rigning og mikið vatn í holunni og skíst basically "úr sætinu".

Ætla rét að vona að fólk sé löngu búin að tilkynna þetta svæði þar sem það er mikil traffík þarna á hverjum degi.
Síðast breytt af Fennimar002 á Lau 26. Feb 2022 12:08, breytt samtals 1 sinni.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Minuz1 » Lau 26. Feb 2022 12:10

Held að besti möguleikinn þinn sé að tala við stjórn Smáratorgs og kvarta undan því að það sé fáránlegt að það sé ekki betur hugsað um aðalveg inn á svæðið þeirra þar sem þú stundar viðskipti.

Hvassar brúnir skiltið held ég að firri veghaldara ábyrgð, nema kannski að ef þetta sé ekki rétt skilti, það ætti að vera "brotholur í vegi" en ekki hvassar brúnir sem gefur meira til kynna að það sé verið að fræsa veginn.

Gangi þér annars vel með þetta.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf Fennimar002 » Lau 26. Feb 2022 12:26

Minuz1 skrifaði:Held að besti möguleikinn þinn sé að tala við stjórn Smáratorgs og kvarta undan því að það sé fáránlegt að það sé ekki betur hugsað um aðalveg inn á svæðið þeirra þar sem þú stundar viðskipti.

Hvassar brúnir skiltið held ég að firri veghaldara ábyrgð, nema kannski að ef þetta sé ekki rétt skilti, það ætti að vera "brotholur í vegi" en ekki hvassar brúnir sem gefur meira til kynna að það sé verið að fræsa veginn.

Gangi þér annars vel með þetta.


Takk fyrir það.

Gerði smá search á google pg fann að EIK sér um smáratorgið. Efast um að þeir svari núna um helgina en ætla láta vaða beint á mánudaginn.
En þetta skilti sem er núna við hringtorgið með "hvassar brúnir" ætti meira við þegar búið er að rífa upp gamla malbikið og undirbúa nýja. Eins og var út um allt í fyrra.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dekkið sprakk vegna holu í veginum. Hægt að gera eitthvað í því?

Pósturaf GuðjónR » Lau 26. Feb 2022 12:48

Vegakerfið okkar er eins og eftir loftárás. Sjaldan eða aldrei verið verra.
Endalaust stórsvig í framhjá holum sem oft leiðir til þess að maður fer í aðrar holur eða setur umferð á móti í hættu.
Og hvaða fúsk er það að veghaldari ber ekki ábyrgð nema tjónþoli hafi tilkynni tjónvaldinn (holuna) fyrirfram?
Svona svipað og tryggingarfélag kæmi sér frá bótaskyldu í kaskótjóni nema það fengi vitneskju fyrirfram um væntankegt tjón svo það gæti komið í veg fyrir það.