Rakamælir

Allt utan efnis

Höfundur
moltium
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 13. Apr 2015 23:49
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Rakamælir

Pósturaf moltium » Mið 23. Feb 2022 16:39

Halló öllsömul.

Mig langaði aðeins að forvitnast til þeirra sem eru með rakamæla heima hjá sér hvernig þeirra reynsla er og hvaða mæla er verið að nota, hvort þið mælið með eða ekki. Hvort það er eitthvað sem ber að varast (merki, staðsetningar á rakatæki t.d.) eða er algjör leikbreytir.

Fyrirfram þakkir.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rakamælir

Pósturaf Viktor » Fim 24. Feb 2022 20:28

Myndi bara leigja svona rakamæli og hitamæli https://byko.is/thjonusta/leiga/leiguvorur/maelitaeki


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Rakamælir

Pósturaf Gislinn » Fim 24. Feb 2022 21:39

Ég geri ráð fyrir að þú sért að hugsa um loftrakamæli en ekki mæli til að rakamæla veggi, gólf og loft.

Er með Aqara hita og rakamæla í öllum herbergjum, þeir hafa verið að virka frábærlega. Þú vilt reyna að staðsetja þá þannig að þeir séu í ca. 1.5 m frá gólfi á innveggjum. Þeir mega ekki vera staðsettir þannig að loftflæði sé takmarkað (t.d. í hornum, í lokuðum hillum, bakvið eða undir hlutum o.s.fr.) og ekki of nálægt hurðaropum. Ég panta Aqara mælana af AliExpress og er með alla mælana hjá mér tengda inn á Home Assistant í gegnum Zigbee usb kubb og læt Home Assistant senda skilaboð í símann ef raki er orðin of hár eða lágur þannig ég geti brugðist við ef þörf er á.

Ef þú ert að tala um rakamæli til að mæla í byggingarhlutum (þ.e. ekki loftraka) þá mæli ég með Testo mælunum. Ég vann við rakamælingar og á Testo 616 og Testo 606, þeir hafa virkað mjög vel en borgar sig ekki að eiga þá ef þú ert bara að nota stöku sinnum fyrir þig sjálfann. Betra þá frekar að leigja þá þegar þú þarft á þeim að halda.


common sense is not so common.