zetor skrifaði:jonfr1900 skrifaði: og eru í stefnu sem einkennir gossprungur á Reykjanesinu,
eru gossprungur á reykjanesinu ekki frá suðvestri í norð austur?
þessi stefna er í norðvestur í suðaustur.
Það virðist fara eftir því hvaða eldstöð er um að ræða. Ég kann ekki skýringuna á því. Gígaraðir eru í þessa stefna en einnig í stefnuna suður-vestur og norður-austur. Ásamt því að fara í norður-suður, sem er einnig algeng stefna á misgengjum sem tengjast jarðskjálftavirkni. Ég held að það gjósi ekki þarna, allavegna ekki strax en þetta er vísbending um að Brennisteinsfjöll séu hugsanlega að verða virk. Á jarðfræðikorti sem ég er með eru flestir gígar skráðir í stefnuna suður-vestur og austur-norður. Ástæðan fyrir því gæti verið skortur á rannsóknum. Síðan á bara eftir að koma í ljós hversu rétt eða rangt ég hef fyrir mér í þessu. Þar sem það er erfitt að segja til um stöðuna í eldstöð sem hefur ekki gosið í rúmlega 900 ár og nærri því engar heimildir eru til um sem hægt er að nota.
Ég veit af þessari stefnu gígana (norður-suður) þar sem þetta sést á Google Earth. Ásamt þessari venjulegu stefnu sem er suður-vestur og norður-austur. Síðari stefnan er mun algengari á gígum í Brennisteinsfjöllum.
Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll? (Vísindavefurinn)