Næsta uppþvottavél?
Næsta uppþvottavél?
Jæja kæru vaktvinir.
Núna er kominn tími á að uppfæra uppþvottavélina, hefur þvegið að mér finnst ekki nægilega vel í svolítinn tíma og núna hefur lýsingin í skjáborðinu verið að detta út.
Þá er spurning hvað fer maður í næst, eitthver hér fróður í þessum málum og búinn að grúska og kynna sér hvað séu "bestu" kaupin í dag?
Núna er kominn tími á að uppfæra uppþvottavélina, hefur þvegið að mér finnst ekki nægilega vel í svolítinn tíma og núna hefur lýsingin í skjáborðinu verið að detta út.
Þá er spurning hvað fer maður í næst, eitthver hér fróður í þessum málum og búinn að grúska og kynna sér hvað séu "bestu" kaupin í dag?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Ef hún er ekki að þrýfa nógu vel, þá er ekkert vitlaust að taka hana í sundur og hreinsa uppsafnaða drullu, ef þetta er ekki hringrásardælan. Um að gera að sjá hvort þú getir ekki gert eitthvað í skjáborðslýsingunni, yfirleitt mjög auðvelt að laga þetta. Og tonn af video af einhverjum rússum að laga þetta.
Mín var að yfirfylla um daginn, ca.3mánuðum eftir að ábyrgðin var búin, fann hvað var að með að fara bara á troubleshooting síðuna hjá electrolux. Þurfti bara að taka skynjarann í sundur og þrýfa varlega. Og búmm allt í gang næstu 2 árin 2klst. Og einni uppþvottavélinni minna á ruslahaugunum
Mín var að yfirfylla um daginn, ca.3mánuðum eftir að ábyrgðin var búin, fann hvað var að með að fara bara á troubleshooting síðuna hjá electrolux. Þurfti bara að taka skynjarann í sundur og þrýfa varlega. Og búmm allt í gang næstu 2 árin 2klst. Og einni uppþvottavélinni minna á ruslahaugunum
Síðast breytt af jonsig á Mán 24. Jan 2022 17:39, breytt samtals 1 sinni.
Re: Næsta uppþvottavél?
Já það er mjög góður punktur, það er ekki svo langt síðan ég þreyf hana vel en fannst ég ekki fá neina bætingu á henni. Var með smá trix að halda tveimur tökkum inni þá átti hún til að gefa mér aftur skjálýsinguna en það er dautt núna. Gefum youtube annan hring sjáum hvað setur.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Svona viðgerðir virka ógnvekjandi, en í rauninni eru þetta með auðveldari viðgerðum. Þetta er allt í einhverjum unitum sem er bara smellt í og kosta lítið, kannski ekki á íslandi en á ebay, genuine oem partar.
-
- Nýliði
- Póstar: 3
- Skráði sig: Mið 22. Apr 2020 20:57
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Bosch og Miele ef þú vilt góð þrifagæði og langa endingu. Bosch aðeins meira budget á meðan Miele er rollsinn í langflestum heimilistækjum Ert síðan góður með 44dB eða lægra í hljóði og mæli með að vélin opni sig sjálf eða sé með einhverjum spes þurrkfítus svo þú sért líka góður þar.
Re: Næsta uppþvottavél?
liljakristing skrifaði:Bosch og Miele ef þú vilt góð þrifagæði og langa endingu. Bosch aðeins meira budget á meðan Miele er rollsinn í langflestum heimilistækjum Ert síðan góður með 44dB eða lægra í hljóði og mæli með að vélin opni sig sjálf eða sé með einhverjum spes þurrkfítus svo þú sért líka góður þar.
Takk fyrir að deila þinni reynslu
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Ég hef verið mjög ánægður með mína Bosch. Var ekkert of dýr og stendur fyrir sínu. Fannst Bosch einhvernveginn lenda akkúrat á þessum gullna meðalvegi að fá gæði án þessa að borga fáránlega hátt verð. Miele er líklega með því besta sem fæst en fannst það vera svo miklu dýrara fyrir eitthvað sem kannski nýttist mér ekki.
Have spacesuit. Will travel.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
moltium skrifaði:Jæja kæru vaktvinir.
Núna er kominn tími á að uppfæra uppþvottavélina, hefur þvegið að mér finnst ekki nægilega vel í svolítinn tíma og núna hefur lýsingin í skjáborðinu verið að detta út.
Þá er spurning hvað fer maður í næst, eitthver hér fróður í þessum málum og búinn að grúska og kynna sér hvað séu "bestu" kaupin í dag?
Það vantar frá þér info um hvað vélin er gömul.
Hefur áhrif á hvað borgar sig að leggja mikinn pening og tíma í viðgerðir.
Re: Næsta uppþvottavél?
Tbot skrifaði:moltium skrifaði:Jæja kæru vaktvinir.
Núna er kominn tími á að uppfæra uppþvottavélina, hefur þvegið að mér finnst ekki nægilega vel í svolítinn tíma og núna hefur lýsingin í skjáborðinu verið að detta út.
Þá er spurning hvað fer maður í næst, eitthver hér fróður í þessum málum og búinn að grúska og kynna sér hvað séu "bestu" kaupin í dag?
Það vantar frá þér info um hvað vélin er gömul.
Hefur áhrif á hvað borgar sig að leggja mikinn pening og tíma í viðgerðir.
Já hún er milli 5-6 ára vélin.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Bosch
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Gúrú
- Póstar: 502
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Gleymdu merkjanafnakeppnini með öllu. Ég hef nú átt 4 AEG og/eða Eloctrolux vélar í röð og það furðulegasta af öllu furðulegu er hve furðu ólíkar þær eru þrátt fyrir að vera, jú einmitt, furðu líkar. Það þarf ekki nema smá eftirtektarsemi til að átta sig á að ekki eru nema 2 -3 framleiðendur að uppþvottavélum þó vörumerkin séu óteljandi. Stærsti munurinn á öllum AEG/Electrolux vélunum eru hlutir sem snúast um smáatriði í grindunum sem maður setur óhreina "tauið" í. Virknin er meira og minna óbreytt.
Ef ég yrði spurður myndi ég giska á að 40 - 44db munur á því sem er beisiklí sama þvottavél snúist um vísvitandi mismunandi hljóðeinangrun. Mun, sem breytir nákvæmlega ekki einseyringi í framleiðslukostnaði. Munur sem er framkallaður af einbettum viljai til að hafa fé af viðskiptavinum á "semi"-siðlegan hátt. Þetta heitir vöruskil (eða eitthvað álíka, á ensku "product segmentation") og snýst um að "búa" til skil/mun milli einstakra vara til að hámarka afrakstur framleiðandans.
Dæmi: Gunna er grandvör millistéttarkona og hún kaupir uppþvottavélina X fyrir x-krónur. Gunnhildi skortir ekki fé og hún kaupir uppþvottavéina X-plus sem sögð er vera 2db lágværari en X. Verðið sem Gunna borgar er 50% hærra verðið sem Gunnhildur greiðir. Gjöf en ekki gjald þó X-plus sé eiginlega sama og X.
Hugaðu að verði og hljóðmengun (færri "db" er betra en fleiri) en hve miklu það ætti að skipta snýst um skipulag heimilisins hjá þér. Þeir sem eru með eldhús, borðstofu og stofu alrými hafa mest not af allra hljóðlátustu þvottavélunum.
Ef ég yrði spurður myndi ég giska á að 40 - 44db munur á því sem er beisiklí sama þvottavél snúist um vísvitandi mismunandi hljóðeinangrun. Mun, sem breytir nákvæmlega ekki einseyringi í framleiðslukostnaði. Munur sem er framkallaður af einbettum viljai til að hafa fé af viðskiptavinum á "semi"-siðlegan hátt. Þetta heitir vöruskil (eða eitthvað álíka, á ensku "product segmentation") og snýst um að "búa" til skil/mun milli einstakra vara til að hámarka afrakstur framleiðandans.
Dæmi: Gunna er grandvör millistéttarkona og hún kaupir uppþvottavélina X fyrir x-krónur. Gunnhildi skortir ekki fé og hún kaupir uppþvottavéina X-plus sem sögð er vera 2db lágværari en X. Verðið sem Gunna borgar er 50% hærra verðið sem Gunnhildur greiðir. Gjöf en ekki gjald þó X-plus sé eiginlega sama og X.
Hugaðu að verði og hljóðmengun (færri "db" er betra en fleiri) en hve miklu það ætti að skipta snýst um skipulag heimilisins hjá þér. Þeir sem eru með eldhús, borðstofu og stofu alrými hafa mest not af allra hljóðlátustu þvottavélunum.
Re: Næsta uppþvottavél?
Klemmi skrifaði:Lífið er of stutt fyrir lélegar uppþvottavélar.
Virkilega góður punktur Klemenz!
Re: Næsta uppþvottavél?
Ég fékk mér Bosch Seríu 6 fyrir 2-3 árum, líka virkilega vel við hana. Þvær vel, hljóðlát og þægilegt að raða í, hægt að breyta skúffum eftir þörfum, sama með hnífaparaskúffuna sem er efst - hægt að breyta henni örlítið eftir þörfum.
Re: Næsta uppþvottavél?
Veit að heilbrigðisstofnanir eru hrifnastar af Siemens og Miele sem bjóða 60min program sem fer yfir 65-70 gráður.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Sinnumtveir skrifaði:Gleymdu merkjanafnakeppnini með öllu. Ég hef nú átt 4 AEG og/eða Eloctrolux vélar í röð og það furðulegasta af öllu furðulegu er hve furðu ólíkar þær eru þrátt fyrir að vera, jú einmitt, furðu líkar. Það þarf ekki nema smá eftirtektarsemi til að átta sig á að ekki eru nema 2 -3 framleiðendur að uppþvottavélum þó vörumerkin séu óteljandi.
Veit ekki hvort það sé flökkusaga, en maður hefur heyrt að mörg merki eins og Electrolux sé í raun bara merkið framan á. Geta verið margir framleiðendur, en fá svo að nota merkið þeirra til að markaðssetja vélarnar.
Það er svipað og í matvörunni, framleiðendur greiða Jamie Oliver fyrir að fá að nota nafnið hans og hafa mynd af honum á pakkningunum.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
rapport skrifaði:Veit að heilbrigðisstofnanir eru hrifnastar af Siemens og Miele sem bjóða 60min program sem fer yfir 65-70 gráður.
Þarft bara að hafa í huga að stofnanir nota þá oftast Miele Professional línuna, hún er eflaust full öflug fyrir heimilisstörfin.
Allt í Miele hjá foreldrum mínum og þau tæki eru orðin 18 ára og ennþá mjög fín.
Hlynur
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
moltium skrifaði:Klemmi skrifaði:Lífið er of stutt fyrir lélegar uppþvottavélar.
Virkilega góður punktur Klemenz!
Sá ekki eftir þeim pening sem ég eyddi í uppþvottavél á sínum tíma.
Vorum orðin gráhærð að vaska upp í höndunum (heimili með 2 lítil börn).
Electronic and Computer Engineer
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 74
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Varstu búin að skoða spaðana í vélinni? Ekki óalgengt að það fari eitthvað inní þá sem á ekki að fara, eggjaskurn er langvinsælasti
orsakavaldurinn, sjást ílla á hvítu leirtaui, þarf ekki nema nokkrar litlar flísar til þess að stífla og eyðast ílla upp.
Þetta veldur því að ekki náist nægur þrýstingur í spöðunum.
Þar sem að þessar vélar víbra í notkun þá er ekki óalgengt að snúrur og borðar losni aðeins og valdi bilunum á t.d. skjálýsingu og tökkum.
orsakavaldurinn, sjást ílla á hvítu leirtaui, þarf ekki nema nokkrar litlar flísar til þess að stífla og eyðast ílla upp.
Þetta veldur því að ekki náist nægur þrýstingur í spöðunum.
Þar sem að þessar vélar víbra í notkun þá er ekki óalgengt að snúrur og borðar losni aðeins og valdi bilunum á t.d. skjálýsingu og tökkum.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: Næsta uppþvottavél?
Hlynzi skrifaði:rapport skrifaði:Veit að heilbrigðisstofnanir eru hrifnastar af Siemens og Miele sem bjóða 60min program sem fer yfir 65-70 gráður.
Þarft bara að hafa í huga að stofnanir nota þá oftast Miele Professional línuna, hún er eflaust full öflug fyrir heimilisstörfin.
Allt í Miele hjá foreldrum mínum og þau tæki eru orðin 18 ára og ennþá mjög fín.
Nei, venjuleg Miele eða Siemens eru með 60 min 65 gráðu programmi.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Næsta uppþvottavél?
Ég er með eina frá miele sem fer að nálgast 18 árin. Hún er með 75° program sem tekur 2:08 að klárast
ps5 ¦ zephyrus G14