Útílega hemla ( endurskoðun )

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Cozmic
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 20. Jún 2012 20:37
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf Cozmic » Mán 31. Jan 2022 17:06

Fékk endurskoðun á bílin og sagt að bílinn bremsi stanslaust öðru megin, eitthvað varðandi útilegu hemla.

Er svo bílaheftur vildi forvitnast hvert er best að fara til að kikja á þetta og hvað haldiði að það kosti að gera við þetta ?

Þakkir




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf kjartanbj » Mán 31. Jan 2022 17:13

Það þarf að annaðhvort taka upp dæluna eða skipta henni út eftir ástandi, bara fara á næsta verkstæði með bílinn, gæti verið fastir pinnar sem er ekki mikið mál og gæti líka verið fastur stimpill í dælunni , erfitt að segja með kostnað fer eftir því hvort það sé hægt að laga dæluna eða hvort þú þurfir að fá nýja




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf ColdIce » Mán 31. Jan 2022 17:23

Minnsta mál að gera upp dælu og tekur almennt ekki langan tíma. Dælur eru almennt ekki dýrar nýjar svo þú ættir að sleppa ágætlega kostnaðarlega


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Höfundur
Cozmic
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 20. Jún 2012 20:37
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf Cozmic » Mán 31. Jan 2022 17:31

Þakka svörin, eitthvað verkstæði frekar en hitt eða er þetta allt sama dæmið ?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf rapport » Mán 31. Jan 2022 18:18

Mæli hiklaust með Bílson ef þú ert með VW eða bíltegund sem þeir þjónusta



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf Minuz1 » Mán 31. Jan 2022 18:34

Cozmic skrifaði:Fékk endurskoðun á bílin og sagt að bílinn bremsi stanslaust öðru megin, eitthvað varðandi útilegu hemla.

Er svo bílaheftur vildi forvitnast hvert er best að fara til að kikja á þetta og hvað haldiði að það kosti að gera við þetta ?

Þakkir


Keyrðu varlega(hægt) þangað til að þú kemst á verkstæði og færð þetta lagað.
Getur ofhitað bremsudisk og hann verpst vegna hitabreytinga.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf Tóti » Mán 31. Jan 2022 19:40

https://ja.is/smur-og-vidgerdarthjonustan/
Hafa reynst mér vel í gegnum árin. En ég kann ýmislegt um bílaviðgerðir.




raggos
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf raggos » Þri 01. Feb 2022 13:23

Minuz1 skrifaði:
Cozmic skrifaði:Fékk endurskoðun á bílin og sagt að bílinn bremsi stanslaust öðru megin, eitthvað varðandi útilegu hemla.

Er svo bílaheftur vildi forvitnast hvert er best að fara til að kikja á þetta og hvað haldiði að það kosti að gera við þetta ?

Þakkir


Keyrðu varlega(hægt) þangað til að þú kemst á verkstæði og færð þetta lagað.
Getur ofhitað bremsudisk og hann verpst vegna hitabreytinga.


Heitur bremsudiskur getur líka leitt til þess að hjólalegan fari því feitin eyðileggst vegna hita.
Þetta sannar bara ágæti þess að fara með bíla í skoðun reglulega því maður fattar ekki oft að svona sé að og því verður bíllinn öruggari í kjölfarið bæði fyrir þig og hina í umferðinni með þér.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf appel » Þri 01. Feb 2022 13:42

Fékk akkúrat svona athugasemd líka í síðustu skoðun fyrir rúmlega mánuði. Lét gera við þetta (ásamt meira) fyrir 70 þús kall. Kannski ef þetta hefði verið það eina þá væri það 45-50 þús kall kannski. En það fer allt eftir verkstæðinu.


*-*


Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Útílega hemla ( endurskoðun )

Pósturaf Peacock12 » Mið 02. Feb 2022 14:00

Gerðu samt ráð fyrir einu: Þú villt að bremsur séu jafn slitnar báðu megin, þannig að það eru góðar líkur á að ef þarf að skipta út öðru megin (diska, klossa, dælu…) þá borgar sig að gera það sama hinu megin.
Ég ætla að leyfa mér að mæla með Titan car, eða „pólska verkstæðið“ eins og það er kallað í mínum vinahóp. Þetta eru svona algjörlega „old-school“ viðgerðarmenn sem laga það sem er hægt að laga frekar en skipta út og hafa verið sanngjarnir við mig varðandi verð. Ég fann þá þegar bremsudæla fór í jeppanum mínum á miðvikudegi fyrir Verslunarmannahelgi og eftir að hafa runtað á flest öll verskstæðin í Skemmuhverfi og ekki komin með tíma fyrr en miðjan ágúst datt ég inn til þeirra og þeir kláruðu samdægurs. Hef síðan bæði farið með til þeirra og vísað á þá.

Dæmi um hvað þeir hafa gert: Ég átti Terrano og grindinn farin að ryðga. Fór með hann í skoðun og þar voru 2 sem rýndu í grindina og veltu fyrir sér hvort bíllinn væri bara hreint og beint ónýtur. Gáfu mér samt 30 daga, en gáfu sterklega í skyn að ef væri ekki skipt um grind væri bíllinn dauður enda stórhættulegur. Fór á 2-3 verkstæði þar sem var skotið á 300-500k til að laga. Fór til Titan. Þeir suðu stálbita í grindina ásamt því að skrapa burt ryð og styrkja þar sem þurfti. Máluðu síðan með svörtu ryðvarnarefni. 70 kall á sama lit og grindin… Flaug í gegnum skoðun þrátt fyrir að ég benti á þessa vinnu og bað sérstaklega um að taka grindina fyrir (hef ekki áhuga á að vera á hættulegum bíl).