Skjákortaþurrðin

Allt utan efnis

Höfundur
vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Skjákortaþurrðin

Pósturaf vatr9 » Mán 22. Feb 2021 20:46

Er þetta ekki frekar einstakt ástand hjá tölvuverslunum, virðast engin leikjaskjákort til.
Jafnvel kort úr fyrri kynslóð eru uppseld, Nvidia 1660 og AMD Radeon 5700XT hvergi til.
Hlýtur að vera erfitt að kaupa leikjatölvu í dag.
Hverju er um að kenna, Covid eða mining eða eitthvað annað.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Revenant » Mán 22. Feb 2021 20:58

Mikil eftirspurn hjá venjulegu fólki því það er meira heima hjá sér, takmörkuð framleiðslugeta hjá TSMC/Samsung (því allir framleiðendur vilja nota bestu tækni) og verð á rafmyntum í hæstu hæðum (sem gerir GPU gröft hagstæðan).




Robotcop10
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 06:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Robotcop10 » Mán 22. Feb 2021 21:01

Sá nokkur 3060ti og 3070 í Tölvutek í dag uppá hillu



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf jonsig » Mán 22. Feb 2021 21:14

Það eru til 6900xt á premium scalper verði í computer.is




Atl4z
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 07. Feb 2015 18:55
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Atl4z » Þri 23. Feb 2021 05:15

Robotcop10 skrifaði:Sá nokkur 3060ti og 3070 í Tölvutek í dag uppá hillu


Mjög líklegt að þetta séu bara tómir kassar upp á hillu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Viktor » Þri 23. Feb 2021 08:55

Þetta er að verða svona út um allt

Chip-shortage 'crisis' halts car-company output
Audi is having to slow production because of a computer-chip shortage it is calling a "crisis upon a crisis".

https://www.bbc.com/news/technology-55704936


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Dropi » Þri 23. Feb 2021 09:24

Mig vantaði 2060 í hraði í síðasta mánuði fyrir kúnna, hringdi í allar verslarnir á höfuðborgarsvæðinu og náði að negla eitt 1660 Super - sem dugði - hjá computer. Þeir áttu líka nokkur 5500XT sem voru nýkomin þá, skutlaði einu í vinnuvélina mína og lét kollega fá 1060 kortið mitt. Þarf AMD drivera til að keyra eitt ákveðið gamalt forrit sem Nvidia og Intel driverar hafa alveg neitað síðan Windows 10 uppfærði sig fyrir 4-5 árum.

Ég keypti bara haug af Ryzen APUs til að redda mér í vinnuni út árið, þeir eru stundum til.

Heima við fær gamla góða bios flashaða vega 56 kortið að njóta sín út þetta ár grunar mig.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Viktor » Þri 23. Feb 2021 10:12

Dropi skrifaði:Ég keypti bara haug af Ryzen APUs til að redda mér í vinnuni út árið, þeir eru stundum til.


Áður en við vitum af verður þetta allt orðið SoC með vinnsluminni og flash drifi og við þurfum bara að kaupa eitt chip ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


TobbiHJ
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Sun 25. Okt 2020 20:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf TobbiHJ » Þri 23. Feb 2021 10:27

Þetta er eiginlega perfect storm af mörgum þáttum sem hafa orsakað þetta.

Eftirspurn úr mörgum áttum, cryptocoin hækkun, aldrei fleiri að nota tölvur heima og heiman vegna aðgangstakmarkana og spennandi nýjungar í skjákortum NVIDIA/AMD og nýju Ryzen línunni, auk PS5. Allt, ásamt íhlutum í marga bíla, snjallsíma og önnur hátæknitæki, enda sem verkefni í biðröðinni hjá TSMC sem geta ekki aukið framleiðslu í takt við eftirspurn. Þeir eru uppbókaðir MÖRG ár fram í tímann og geta ekki annað fyrirliggjandi verkefnum

Sumpart af því að það væri hááhættufjárfesting, en sumpart af því að þeir eiga ekki nóg af smíðaefni til að smíða þróuðustu chips.

Þar er það helst skortur á ABF (Ajinomoto build-up film) sem er að trufla, sem þeir kaupa sjálfir af undirverktökum. Mér telst til að það séu 3-4 stórir aðilar að framleiða það og þeir geta ekki aukið framleiðslu fyrr en eftir 6-12 mánuði.

Þetta er vont, og þetta mun versna. Sumir hafa nefnt að þetta verði versta staða frá upphafi í eftirspurn umfram framboð.

Vandamálið er eiginlega að framleiðsla á top-end chips er komin á of fáar hendur og þá er kerfið allt viðkvæmara.

Það er helst Intel sem getur staðið þetta af sér, enda framleiða þeir eigin chips, ólíkt flestum öðrum.

Nú væri hins vegar gott ef þeir hefðu ekki skorið niður aðra hluta sinnar framleiðslu, en þeir eru í gangi með að fækka framleiðslulínum.




raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf raggos » Þri 23. Feb 2021 11:46

Þetta er að stórum hluta mining að kenna alveg eins og seinast




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf gunni91 » Sun 23. Jan 2022 01:28

Jæja, það eru til skjákort en þau ætla ekkert að lækka í verði..

https://www.tomshardware.com/news/nvidi ... ion-prices



Skjámynd

hoaxe
has spoken...
Póstar: 166
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 00:06
Reputation: 12
Staðsetning: Interweb
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf hoaxe » Sun 23. Jan 2022 03:52

jonsig skrifaði:Það eru til 6900xt á premium scalper verði í computer.is


Einmitt það....eftir að hafa séð verðin undanfarna mánuði hjá computer.is get ég ekki sagt ég muni nokkurntímann versla við þá aftur.


Ryzen 5 5800X3D - CM ML360R AIO - Asus ROG Strix x570-e - Trident Z 32gb 3200mhz CL14 - RedDevil 6900XT - Seasonic Focus+ Gold 850w - Corsair iCue QL120 - BeQuiet! 500dx - Samsung Odyssey G7 32" 240hz - Logitech G-Pro Ultralight - Custom built keyboard - Astro A50 ver 4

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16570
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf GuðjónR » Sun 23. Jan 2022 09:39

gunni91 skrifaði:Jæja, það eru til skjákort en þau ætla ekkert að lækka í verði..

https://www.tomshardware.com/news/nvidi ... ion-prices


We reached out to Nvidia to ask if the company would also hike prices in the United States and other regions. Nvidia gave Tom's Hardware the following succinct response:

"No. It is related to exchange rate fluctuation. That is all." - Nvidia representative.


Panta söluaðilar og einstaklingar í evrópu þá ekki frá US frekar?




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf gunni91 » Sun 23. Jan 2022 11:10

GuðjónR skrifaði:
gunni91 skrifaði:Jæja, það eru til skjákort en þau ætla ekkert að lækka í verði..

https://www.tomshardware.com/news/nvidi ... ion-prices


We reached out to Nvidia to ask if the company would also hike prices in the United States and other regions. Nvidia gave Tom's Hardware the following succinct response:

"No. It is related to exchange rate fluctuation. That is all." - Nvidia representative.


Panta söluaðilar og einstaklingar í evrópu þá ekki frá US frekar?


Fer það ekki bara eftir samningum hjá tölvubúðum?
Einnig er örugglega dýrara shipping og lengri bið að fá þetta frá USA í einhverju bulki?

Nú þekki ég þetta ekki nógu vel.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf GullMoli » Sun 23. Jan 2022 15:42

Virðist vera ágætis lager af skjákortum til núna hérna heima og ekki enn hækkað í verði. Fyrsta skiptið sem maður virðist geta gengið í flest allar verslanir og keypt kort.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Skippo
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 21:09
Reputation: 6
Staðsetning: Úti á landi!
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Skippo » Sun 23. Jan 2022 20:28

Hvernig er það eru ekki einhver skjákort án mining víruss og er hægt að slökkva á þessum fídus í þeim sem innihalda hann? Hef ekki minnsta áhuga á að taka þátt í þessari glæpavæðingu.


Ég er erfiður í umgengni


gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf gunni91 » Sun 23. Jan 2022 21:06

GullMoli skrifaði:Virðist vera ágætis lager af skjákortum til núna hérna heima og ekki enn hækkað í verði. Fyrsta skiptið sem maður virðist geta gengið í flest allar verslanir og keypt kort.



Það er nú ekki alveg rétt um verðin.

Öll Gigabyte kortin hafa td hækkað töluvert í verði hjá Tölvutek og Zotac kortin búin að hækka ótrúlega bæði hjá Att og TL. Kísildalur hefur náð að halda sínum hækkunum í lágmarki


Einnig eru 3090 kortin að hækka hérna heima.
Síðast breytt af gunni91 á Sun 23. Jan 2022 21:07, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf GullMoli » Sun 23. Jan 2022 22:01

gunni91 skrifaði:
GullMoli skrifaði:Virðist vera ágætis lager af skjákortum til núna hérna heima og ekki enn hækkað í verði. Fyrsta skiptið sem maður virðist geta gengið í flest allar verslanir og keypt kort.



Það er nú ekki alveg rétt um verðin.

Öll Gigabyte kortin hafa td hækkað töluvert í verði hjá Tölvutek og Zotac kortin búin að hækka ótrúlega bæði hjá Att og TL. Kísildalur hefur náð að halda sínum hækkunum í lágmarki


Einnig eru 3090 kortin að hækka hérna heima.


Ah ég notaði Kísildal sem viðmið, hugsaði að lægsta verðið yrði það fyrsta til að hækka. Greinilega ekki :)


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf jonfr1900 » Mán 24. Jan 2022 03:43

gunni91 skrifaði:Jæja, það eru til skjákort en þau ætla ekkert að lækka í verði..

https://www.tomshardware.com/news/nvidi ... ion-prices


Þetta verður vandamál alveg fram til ársins 2024 og kannski lengur. Óþolandi alveg, þar sem ég vil kaupa mér aðeins betra skjákort en þetta pínulita skjákort sem ég er með í dag (ræður varla við eldgamla leiki).



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Dropi » Mán 24. Jan 2022 09:19

Þegar ég fer að leyfa mér að halda að þetta sé að lagast þá kíki ég á ebay, vel undir advanced "Sold Listings" og leita að skjákortum til að sjá hvað þau hafa selst á síðustu daga. Ég hef fært hobbýið að hluta til úr því að stjana við leikjatölvuna mína yfir í að stjana við unraid serverinn, það hefur verið ágætis dund.

Frá 19. til 25 Jan:
Vega 56 $500-$700 :(
RX580 $250-$400
RX6800XT $1200-$1400


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf emil40 » Mán 24. Jan 2022 11:45

Þegar ég náði mín RX6800 þá fékk ég það á 152.500 kr í kísildal núna kosta þau 179.500 sem eru 1392 dollarar ÞEGAR þau eru til. Ég var mikið feginn að ná því seinasta sem þeir áttu, hef ekki séð það til síðan. Ég er bara að bíða fram á haustið núna þegar 7000 series línan frá amd kemur, ætla að fá mér nýtt móðurborð þá og ddr5 minni :)


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf Dr3dinn » Mán 24. Jan 2022 12:40

Ég er mikið að versla búnað fyrir fyrirtækjageiran og afhendingin þar er að versna.

Margir byrgjar að tilkynna hækkanir á næstu mánuðum... alveg 10-20%


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf oliuntitled » Mán 24. Jan 2022 15:49

emil40 skrifaði:Þegar ég náði mín RX6800 þá fékk ég það á 152.500 kr í kísildal núna kosta þau 179.500 sem eru 1392 dollarar ÞEGAR þau eru til. Ég var mikið feginn að ná því seinasta sem þeir áttu, hef ekki séð það til síðan. Ég er bara að bíða fram á haustið núna þegar 7000 series línan frá amd kemur, ætla að fá mér nýtt móðurborð þá og ddr5 minni :)


Ég var akkúrat uppí Kísildal að versla mér nokkrar snúrur og fyrir tilviljun sá þá taka upp kassa af 3070 og spurði hvort það væru einhver óseld þar, voru 2 óseld þannig að ég stökk á eitt stk ... náði early game í 3070 fyrir 120k og var mjöööög sáttur :D



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortaþurrðin

Pósturaf jonsig » Mán 24. Jan 2022 17:43

Datt á vatnstjónað 1080ti og lagaði það á korter, einfaldasta viðgerð sem ég hef gert á gpu eða tveir grillaðir 0603 resistorar sem ég á í þúsundum stykkja. Seldi 1060ti,1070ti,rx6800xt og rx6900xt kortin. Ætla ekki að taka þátt í þessari vitleysu, og spila bara gamla leiki. Sem eru bestir btw.
Síðast breytt af jonsig á Mán 24. Jan 2022 17:47, breytt samtals 1 sinni.