Sturtutæki

Allt utan efnis
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2353
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf Gunnar » Mið 12. Jan 2022 22:46

Ég er að fara gera upp baðið hjá mér nuna vonandi sem fyrst. buinn að sanka að mér helling af dóti. sturtutæki, klósett, sturtugler. flísar, niðurfall.
ætla brjóta niðurfallið sem er i burtu og setja upp langt meðfram öllum veggnum i staðinn litið hringlaga eins og er oft sem neyðarniðurföll inná baðherbergjum.
taka gamla sturtutækið og setja innbyggt tæki, nýtt vegghengt klósett, nýtt sturtugler, nýjann vask með skáp undir, brjóta inní einn vegg og setja þar inn skáp fyrir handklæði og klósettpappir og svona.

keypti sturtutækið frá þýskalandi og flutti inn.
https://www.reuter.com/grohe-smartcontr ... 672061.php

keypti klósett með öllu í cosco. fann það hvergi ódyrara og hvað þá með grohe
https://www.grohe.co.uk/en_gb/solido-5- ... 36000.html

er með 3 veggi á sturtunni minni svo ég þurfti að fá mér "bi-folding-door" eða fellihurð. pantaði það í bauhaus

Ætla að fræsa í gólf og setja hita í gólfið og fara inná lögnina á handklæðaofninum.
Svo er svo hræðilega lélegt rennsli á kalda vatninu að þegar ég ríf flísarnar af ætla ég að skipta ut öllum vatnslögnum.
svo i endann ætla ég að færa takkann fyrir ljósin sem eru frammi inná baðið.

damn. þegar ég sé þetta svona á hvítu og svörtu vá hvað þetta er mikið hahaha

RANT:
afhverju i andskotanum þarf skol klósett að kosta 450þ BARA fyrir skálina? hvernig er hægt að réttlæta að þessi búnaður kosti auka 3-400þúsund krónur? þetta er ekki flókinn búnaður....




growler
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 15. Sep 2011 20:56
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf growler » Mið 12. Jan 2022 22:55

Af eigin reynslu myndi ég mæla með vola blöndunartækjum.
Fást í tengi.




TheAdder
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf TheAdder » Fim 13. Jan 2022 12:03

Ég er sjálfur með sama "sturtutæki" og þú ert kominn með, hef ekkert nema gott að segja um það.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Jan 2022 14:58

Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...
Viðhengi
IMG_2258.jpeg
IMG_2258.jpeg (73.96 KiB) Skoðað 5294 sinnum




Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf dadik » Mið 19. Jan 2022 15:43

Eru þetta ekki tækin með vandræðalokanum - þessum sem svissar á milli sturtu og handsturtu, og eiga það til að lokast aldrei almennilega? Var mikið að spá í þessi Grohe tæki en svon var internetið fullt af einhverjum kvörtunum út af þessum loka. Ég varð pínu svekktur að lesa þetta enda fannst mér þetta smart tæki.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2353
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf Gunnar » Mið 19. Jan 2022 15:51

GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


Ferðu þá bara úti fjöru að þvo þér eða kannski oní næsta poll? :guy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Jan 2022 17:35

dadik skrifaði:Eru þetta ekki tækin með vandræðalokanum - þessum sem svissar á milli sturtu og handsturtu, og eiga það til að lokast aldrei almennilega? Var mikið að spá í þessi Grohe tæki en svon var internetið fullt af einhverjum kvörtunum út af þessum loka. Ég varð pínu svekktur að lesa þetta enda fannst mér þetta smart tæki.

Er það? :wtf

Gunnar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


Ferðu þá bara úti fjöru að þvo þér eða kannski oní næsta poll? :guy

hehehe ... er með baðkar líka ...



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf tanketom » Fim 20. Jan 2022 19:22

GuðjónR skrifaði:
dadik skrifaði:Eru þetta ekki tækin með vandræðalokanum - þessum sem svissar á milli sturtu og handsturtu, og eiga það til að lokast aldrei almennilega? Var mikið að spá í þessi Grohe tæki en svon var internetið fullt af einhverjum kvörtunum út af þessum loka. Ég varð pínu svekktur að lesa þetta enda fannst mér þetta smart tæki.

Er það? :wtf

Gunnar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


Ferðu þá bara úti fjöru að þvo þér eða kannski oní næsta poll? :guy

hehehe ... er með baðkar líka ...


Er með þetta tæki og hef notað það núna í ár, jú það er þetta lokunar dæmi en það er ekkert rísa vandamál, á það til að fara framhjá lokun en færir það örlítið til baka. Það er reyndar með þessum stupid Eco haus sem gefur þér dropa sturtu og hélt ég að þrýstingur væri svona lélegur í blokkinni en nei nei keypti 10þkr haus í BYKO og vá þvílíkur munur! Alvöru rainshower og power! Þannig ég fékk bestu græjuna grohe og enga höftum með þessum no name haus sem er með gúmmí stútum og ekkert ves á lokun lengur!

P.s þú getur ennþá skilað tækinu ef þú vilt í gegnum Costco, þeir eru ekki með neinn skila tíma, þeir neita segja nei ef varan er hætt í sölu annars eru þeir liðlegir hef séð vaz.is vera með tæki líka https://vaz.is/products/tempesta-thermo ... ad-WFM1501
Síðast breytt af tanketom á Fim 20. Jan 2022 19:37, breytt samtals 2 sinnum.


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Jan 2022 08:49

tanketom skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
dadik skrifaði:Eru þetta ekki tækin með vandræðalokanum - þessum sem svissar á milli sturtu og handsturtu, og eiga það til að lokast aldrei almennilega? Var mikið að spá í þessi Grohe tæki en svon var internetið fullt af einhverjum kvörtunum út af þessum loka. Ég varð pínu svekktur að lesa þetta enda fannst mér þetta smart tæki.

Er það? :wtf

Gunnar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


Ferðu þá bara úti fjöru að þvo þér eða kannski oní næsta poll? :guy

hehehe ... er með baðkar líka ...


Er með þetta tæki og hef notað það núna í ár, jú það er þetta lokunar dæmi en það er ekkert rísa vandamál, á það til að fara framhjá lokun en færir það örlítið til baka. Það er reyndar með þessum stupid Eco haus sem gefur þér dropa sturtu og hélt ég að þrýstingur væri svona lélegur í blokkinni en nei nei keypti 10þkr haus í BYKO og vá þvílíkur munur! Alvöru rainshower og power! Þannig ég fékk bestu græjuna grohe og enga höftum með þessum no name haus sem er með gúmmí stútum og ekkert ves á lokun lengur!

P.s þú getur ennþá skilað tækinu ef þú vilt í gegnum Costco, þeir eru ekki með neinn skila tíma, þeir neita segja nei ef varan er hætt í sölu annars eru þeir liðlegir hef séð vaz.is vera með tæki líka https://vaz.is/products/tempesta-thermo ... ad-WFM1501

Keypti ég þá köttinn í sekknum?
Minnir að ég hafi borgað rúmar 30 þús fyrir þetta, fannst það gott verð fyrir traust merki.
En ef krafturinn er á við góða haustrigningu þá er alveg spurning um að skila og kaupa eitthvað annað.




TheAdder
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf TheAdder » Fös 21. Jan 2022 09:44

GuðjónR skrifaði:Keypti ég þá köttinn í sekknum?
Minnir að ég hafi borgað rúmar 30 þús fyrir þetta, fannst það gott verð fyrir traust merki.
En ef krafturinn er á við góða haustrigningu þá er alveg spurning um að skila og kaupa eitthvað annað.


Mér var bent á það með svona eco hausa að það er oft sía sem er hægt að kippa innan úr skrúfganginum á þeim til að auka flæðið.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf tanketom » Fös 21. Jan 2022 15:47

GuðjónR skrifaði:
tanketom skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
dadik skrifaði:Eru þetta ekki tækin með vandræðalokanum - þessum sem svissar á milli sturtu og handsturtu, og eiga það til að lokast aldrei almennilega? Var mikið að spá í þessi Grohe tæki en svon var internetið fullt af einhverjum kvörtunum út af þessum loka. Ég varð pínu svekktur að lesa þetta enda fannst mér þetta smart tæki.

Er það? :wtf

Gunnar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


Ferðu þá bara úti fjöru að þvo þér eða kannski oní næsta poll? :guy

hehehe ... er með baðkar líka ...


Er með þetta tæki og hef notað það núna í ár, jú það er þetta lokunar dæmi en það er ekkert rísa vandamál, á það til að fara framhjá lokun en færir það örlítið til baka. Það er reyndar með þessum stupid Eco haus sem gefur þér dropa sturtu og hélt ég að þrýstingur væri svona lélegur í blokkinni en nei nei keypti 10þkr haus í BYKO og vá þvílíkur munur! Alvöru rainshower og power! Þannig ég fékk bestu græjuna grohe og enga höftum með þessum no name haus sem er með gúmmí stútum og ekkert ves á lokun lengur!

P.s þú getur ennþá skilað tækinu ef þú vilt í gegnum Costco, þeir eru ekki með neinn skila tíma, þeir neita segja nei ef varan er hætt í sölu annars eru þeir liðlegir hef séð vaz.is vera með tæki líka https://vaz.is/products/tempesta-thermo ... ad-WFM1501

Keypti ég þá köttinn í sekknum?
Minnir að ég hafi borgað rúmar 30 þús fyrir þetta, fannst það gott verð fyrir traust merki.
En ef krafturinn er á við góða haustrigningu þá er alveg spurning um að skila og kaupa eitthvað annað.



Þú ert yfirleitt að borga yfir 60þ fyrir Grohe þannig þetta er nú enþá góður díll, var ekki búinn að skoða með að taka þennan filter úr hausnum en nýji hausinn bjargaði tækinu.


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf appel » Fös 21. Jan 2022 18:34

GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


LOL, ég flutti inn í íbúðina mína fyrir 3 árum síðan, ég er enn að mála :D

Það ætti að vera til svona klúbbur fyrir þá sem fresta hlutum

Mynd
Síðast breytt af appel á Fös 21. Jan 2022 18:35, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf urban » Lau 22. Jan 2022 00:30

appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


LOL, ég flutti inn í íbúðina mína fyrir 3 árum síðan, ég er enn að mála :D

Það ætti að vera til svona klúbbur fyrir þá sem fresta hlutum

Mynd


Hann er til, stofnfundur var haldinn á sama tíma og bjórhittingur hjá okkur stjórnendunum :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


playman
Vaktari
Póstar: 2003
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf playman » Mið 11. Maí 2022 13:12

Ég er með þessi Linkur Damixa blöndunartæki
sem voru sett upp fyrir um 5 árum eða svo, ásamt því að öllum lögnum inni á baði var skipt út, reyndar var öllu skipt þar út.
Nú síðustu 3 mánuði eða svo hefur sturtan byrjað að vera kaldari og kaldari, nánast bara ís kalt úr litla hausnum og efri hausin er rétt svo ilvolgur.
Það skiptir litlu hvort að ég setji hitan í botn eður ey, en þegar að ég set kalda vatnið í baðvaskinum í botn þá er hægt að fara
í sturtu undir top hausnum með volgu vatni.
Ég var búinn að kippa blöndunartækjunum frá og hreinsa sigtið sem var með drullu í sér, en ekkert breyttist.
Það er nægur kraftur í heita vatninu í vaskinum, þannig að þetta er eitthvað sem virðist vera einskorðast við blöndunartækin í baðinu.
Þetta hljómar eins og það sé bara of mikill þrýstingsmunur í blöndunartækjunum, en ég er ekki að átta mig hvað sé að valda því.
Þetta eru nánast ný tæki og bara geta ekki verið orðin stífluð eða biluð, bara trúi því ekki, gömlu tækin voru
örugglega orðin 20-30 ára þegar að ég henti þeim.

Einhver hérna sem hefur reynslu að þessu eða veit hvað mögulega gæti verið að plaga mig.
Er ekki að tíma að kaupa ný tæki þar sem að þetta er orðið rugl dýrt núna.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1461
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf nidur » Mið 11. Maí 2022 14:39

Ég ætla að taka innbyggð Vola sturtutæki frá Tengi.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf Minuz1 » Mið 11. Maí 2022 19:33

appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Keypti þetta fyrir tveim árum í Costco, hef ekki komið því í verk að klára sturtuklefann þannig að tækið er ennþá í kassanum.
Vonandi klára ég þetta einhvern tímann...


LOL, ég flutti inn í íbúðina mína fyrir 3 árum síðan, ég er enn að mála :D

Það ætti að vera til svona klúbbur fyrir þá sem fresta hlutum

Mynd


Held að flestir sem séu ekki á concerta séu í þeim hópi. Sturtan mín er með fast inntak á heita vatninu, og ég verð að setja í max kalt vatn til þess að skaðbrenna ekki þegar ég fer í sturtu.

Fook it...þetta reddast...yolo og allur sá pakki.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 150
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf brain » Mið 11. Maí 2022 20:16

[quote="playman"]Ég er með þessi Linkur Damixa blöndunartæki
sem voru sett upp fyrir um 5 árum eða svo, ásamt því að öllum lögnum inni á baði var skipt út, reyndar var öllu skipt þar út.
Nú síðustu 3 mánuði eða svo hefur sturtan byrjað að vera kaldari og kaldari, nánast bara ís kalt úr litla hausnum og efri hausin er rétt svo ilvolgur.
Það skiptir litlu hvort að ég setji hitan í botn eður ey, en þegar að ég set kalda vatnið í baðvaskinum í botn þá er hægt að fara
í sturtu undir top hausnum með volgu vatni.
Ég var búinn að kippa blöndunartækjunum frá og hreinsa sigtið sem var með drullu í sér, en ekkert breyttist.
Það er nægur kraftur í heita vatninu í vaskinum, þannig að þetta er eitthvað sem virðist vera einskorðast við blöndunartækin í baðinu.
Þetta hljómar eins og það sé bara of mikill þrýstingsmunur í blöndunartækjunum, en ég er ekki að átta mig hvað sé að valda því.
Þetta eru nánast ný tæki og bara geta ekki verið orðin stífluð eða biluð, bara trúi því ekki, gömlu tækin voru
örugglega orðin 20-30 ára þegar að ég henti þeim.

Þetta smáfyllist af kísil.
Það er hægt að fá nýjan blandara( heila) í þessi tæki í
Fagmannaverslun Húsasmiðjunar Kjalarvogi.
kostaði 12.þús í vetur




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf kjartanbj » Mið 11. Maí 2022 20:30

Eitt sem er sniðugt að gera ef þið viljið meiri kraft úr sturtunni hjá ykkur er að fjarlægja hemilinn sem er í sturtuhausunum , eitthvað evrópu reglugerðar vatnsparnaðar dót , gúmmi þrenging sem er hægt að fjarlægja og þá fær maður mikið meiri vatnsmagn




playman
Vaktari
Póstar: 2003
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf playman » Mið 11. Maí 2022 22:20

brain skrifaði:Þetta smáfyllist af kísil.
Það er hægt að fá nýjan blandara( heila) í þessi tæki í
Fagmannaverslun Húsasmiðjunar Kjalarvogi.
kostaði 12.þús í vetur

Var einmitt í húsasmiðjunni í dag og tékkaði á þessu, þeir sögðu hið sama, nema núna kostar hann rúmlega 18þ.
Mér fannst það helvíti dýrt, þannig að ég tók heilan úr og sá að það var kominn smá kísill í hann, hann
liggur núna í ediks baði, verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf dadik » Mið 11. Maí 2022 23:10

Þetta virkar alveg. Kísillinn losnar við þetta þannig að þú getur skrapað hann af. Var með sama vandamál fyrir nokkrum árum. Eftir edikbaðið urðu þau eins og ný.


ps5 ¦ zephyrus G14


playman
Vaktari
Póstar: 2003
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf playman » Fim 12. Maí 2022 12:45

dadik skrifaði:Þetta virkar alveg. Kísillinn losnar við þetta þannig að þú getur skrapað hann af. Var með sama vandamál fyrir nokkrum árum. Eftir edikbaðið urðu þau eins og ný.

Laukrétt, hafði heilan í um 5 tíma í baði og náði að hreinsa allan kísil að utan og leit hann nánast út eins og nýr, og
virkaði nánast eins og nýr, hefði þurft að gefa honum aðeins meiri tíma.
Notaði bara tannbursta kísilinn var orðin það laus.
Sparaði mér þarna rúmar 17þ krónur. :money


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf dadik » Fim 12. Maí 2022 13:13

Þú ættir að stofna nýjan þráð "Kreppuráð fyrir handlagna" ;)


ps5 ¦ zephyrus G14


HjorturG
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 18. Apr 2009 22:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf HjorturG » Þri 17. Jan 2023 15:31

Haffi skrifaði:Ég gerði upp baðherbergi fyrir rúmum 2 árum síðan.
Skelti mér á: https://www.dekkor.is/omnires-sturta-baðtæki
Gerir það sem það þarf að gera án vandræða.


Er einmitt að skoða þetta og tók eftir því hvað Dekkor er að smyrja hrikalega miklu á verðið á þessu. Sýnist það vera hægt að kaupa þetta hér á mun betra verði en vissulega einhver biðtími þarna: https://www.omnires.is/vara/omnires-y-s ... ett-svart/



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Sturtutæki

Pósturaf ekkert » Þri 17. Jan 2023 20:40

Grohe sturtutækið sem kom með íbúðinni minni bilaði í haust. Þurfti alltaf að stilla það kaldara og kaldarayfir nokkura vikna tímabil en loks var ekki hægt að fá nema heitt vatn. Það skrýtna er að þegar sturtutækið var komið af voru báðar síurnar í lagi og hleyptu vatni í gegn, en sían kaldavatnsmegin var nokkur rauðbrún, af ryði væntanlega, og eitthvað rautt handan síunnar líka.

Ætli sé hægt að gera við svona hluti? Þetta tæki virðist ekki vera neitt sérstaklega gamalt. Ég endaði með að skipta því út fyrri ódýrt damixa tæki og það hefur reynst vel hingað til.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030