Góð tölvumús?


Höfundur
ibs
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Góð tölvumús?

Pósturaf ibs » Fim 20. Jan 2022 21:26



Ég vinn mikið í tölvunni. Mér finnst orðið óþægilegt að nota venjulega mús. Fæ verki í höndina eftir langa notkun. Eru einhverjar mýs sem þið mælið með fyrir mikla tölvuvinnu? Svona "ergonomic friendly" eitthvað?

Hvar er besta úrvalið af tölvumúsum hérlendis? Eða ætti maður frekar að skoða erlendar netverslanir fyrir þetta?



Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 987
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf ChopTheDoggie » Fim 20. Jan 2022 22:07

Hér eru nokkrar "ergonomic“ Logitech mýs sem ég fann;
https://elko.is/vorur/logitech-mx-maste ... LTMXMAS3BK
https://elko.is/vorur/logitech-mx-ergo- ... 4/LTMXERGO (c.a. þúsund kall ódýrari í tölvulistanum á tilboði)
https://elko.is/vorur/logitech-mx-verti ... XVERTICAEM
https://elko.is/vorur/logitech-m570-tol ... 837/LTM570 (13þús í computer.is)
Síðast breytt af ChopTheDoggie á Fim 20. Jan 2022 22:07, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 348
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf oliuntitled » Fös 21. Jan 2022 08:22

Get mælt með MX master frá logitech, hef notaðð hana fyrir vinnu í nokkur ár núna og hún er rosalega þægileg.
Síðast breytt af oliuntitled á Fös 21. Jan 2022 08:23, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf audiophile » Fös 21. Jan 2022 09:05

MX Master fær mjög jákvæða dóma hjá nokkrum sem ég þekki og nota allan daginn við skrifstofu vinnu.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 284
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf Climbatiz » Fös 21. Jan 2022 09:18

Logitech MX518 Gaming Mouse er besta sem til er, þarft samt að kaupa af ebay, því hún er ekki lengur seld, best að kaupa nokkrar :Þ


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2488
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 237
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf GullMoli » Fös 21. Jan 2022 09:45

Hef heyrt góðar sögur af þessu https://deltahub.io og er með svona sjálfur þó ég hafi aldrei fundið verki í úlnlið né hönd, vonandi helst það þannig lengur með þessu.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


TheAdder
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf TheAdder » Fös 21. Jan 2022 10:49

Það sem hefur bjargað mér alveg er svona úlnliðshvíla:
https://www.allsop.com/product/ergo-wri ... ack-29538/
Þar sem hún er á "músarfótum", þá rennur hún með manni á mottunni og takmarkar ekki hreyfinguna á hendinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf mikkimás » Fös 21. Jan 2022 16:50

ChopTheDoggie skrifaði:Hér eru nokkrar "ergonomic“ Logitech mýs sem ég fann;
https://elko.is/vorur/logitech-mx-maste ... LTMXMAS3BK
https://elko.is/vorur/logitech-mx-ergo- ... 4/LTMXERGO (c.a. þúsund kall ódýrari í tölvulistanum á tilboði)
https://elko.is/vorur/logitech-mx-verti ... XVERTICAEM
https://elko.is/vorur/logitech-m570-tol ... 837/LTM570 (13þús í computer.is)

Ég er með MX Master 2S sem og músarmottu með silikonpúða. Get ekki ímyndað mér annað en að MX Master 3 sé vel virði peninganna.

Þessa MX Vertical væri ég líka alveg til í að prófa.

Ég get ekki mælt með M570. Er ekki að segja að hún sé óþægileg upp á verki, hef ekki notað hana það mikið. Finnst bara hönnunin ekki spennandi svona persónulega séð.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf appel » Fös 21. Jan 2022 17:28

Hef prófað allskonar mýs síðustu ár, það virðist vera erfitt að finna mús sem endist, alltaf bilar þetta fljótt. Er meira fyrir svona hefðbundnar einfaldar mýs.

Er núna með steelseries rival 710, og hún er bara nokkuð góð, virðist vera miklu betra "build quality" heldur en á þessum sem kosta minna. Er með alveg eins í vinnunni. Ekki lent í veseni ennþá með þær, sem er óvenjulegt í raun, því oftast byrja þær að bila svona eftir 1 ár.

T.d. á rival 310 þá losnaði gúmmíð frekar fljótt og hnapparnir hættu að virka svo innan 2ja ára, var með tvær þannig.
Kaupi alltaf tvær eins, fyrir vinnu og heima, vil vera með alveg eins því ég vil ekki vera með mismunandi mýs, það er erfitt að venjast þeim.

Vara við logitech m500s, þær eru meingallaðar. Var með tvær alveg einsog þær hættu að virka á eiginlega sama tíma. Googlaði þetta og það er víst bara hönnunargalli í þeim músum.

Prófaði svo razer basilisk, hún bilaði frekar fljótt.

En rival 710 virðist vera að standa undir væntingum.


*-*


SDM
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 06. Des 2011 21:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf SDM » Fös 21. Jan 2022 18:47

Er með MX Anywhere 3 (tvö eintök), scrollwheel-ið er lélegt. Eruð þið með sömu reynslu á scrollwheel-inu á MX Master 3?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf jonsig » Fös 21. Jan 2022 19:54

Allar þessar logitech sem ég hef verið að kaupa síðustu ár eru einnota liggur við, þá er ég að kaupa þessar dýrustu :( konan gaf mér suprise razer deathadder ultimate og hún er gjörsamlega osom, held ég kaupi aldrei aftur logitech



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf appel » Fös 21. Jan 2022 20:08

tengdur þráður:

viewtopic.php?f=57&t=84222
Síðast breytt af appel á Fös 21. Jan 2022 20:08, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Jan 2022 21:07

appel skrifaði:Hef prófað allskonar mýs síðustu ár, það virðist vera erfitt að finna mús sem endist, alltaf bilar þetta fljótt. Er meira fyrir svona hefðbundnar einfaldar mýs.

Er núna með steelseries rival 710, og hún er bara nokkuð góð, virðist vera miklu betra "build quality" heldur en á þessum sem kosta minna. Er með alveg eins í vinnunni. Ekki lent í veseni ennþá með þær, sem er óvenjulegt í raun, því oftast byrja þær að bila svona eftir 1 ár.

T.d. á rival 310 þá losnaði gúmmíð frekar fljótt og hnapparnir hættu að virka svo innan 2ja ára, var með tvær þannig.
Kaupi alltaf tvær eins, fyrir vinnu og heima, vil vera með alveg eins því ég vil ekki vera með mismunandi mýs, það er erfitt að venjast þeim.

Vara við logitech m500s, þær eru meingallaðar. Var með tvær alveg einsog þær hættu að virka á eiginlega sama tíma. Googlaði þetta og það er víst bara hönnunargalli í þeim músum.

Prófaði svo razer basilisk, hún bilaði frekar fljótt.

En rival 710 virðist vera að standa undir væntingum.

Er einmitt með gamla Rival 310 með lausu gúmmí og núna er vinstri takkinn farinn að beila í tíma og ótíma, þannig að 710 er gott upgrade?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf appel » Fös 21. Jan 2022 21:19

GuðjónR skrifaði:
appel skrifaði:Hef prófað allskonar mýs síðustu ár, það virðist vera erfitt að finna mús sem endist, alltaf bilar þetta fljótt. Er meira fyrir svona hefðbundnar einfaldar mýs.

Er núna með steelseries rival 710, og hún er bara nokkuð góð, virðist vera miklu betra "build quality" heldur en á þessum sem kosta minna. Er með alveg eins í vinnunni. Ekki lent í veseni ennþá með þær, sem er óvenjulegt í raun, því oftast byrja þær að bila svona eftir 1 ár.

T.d. á rival 310 þá losnaði gúmmíð frekar fljótt og hnapparnir hættu að virka svo innan 2ja ára, var með tvær þannig.
Kaupi alltaf tvær eins, fyrir vinnu og heima, vil vera með alveg eins því ég vil ekki vera með mismunandi mýs, það er erfitt að venjast þeim.

Vara við logitech m500s, þær eru meingallaðar. Var með tvær alveg einsog þær hættu að virka á eiginlega sama tíma. Googlaði þetta og það er víst bara hönnunargalli í þeim músum.

Prófaði svo razer basilisk, hún bilaði frekar fljótt.

En rival 710 virðist vera að standa undir væntingum.

Er einmitt með gamla Rival 310 með lausu gúmmí og núna er vinstri takkinn farinn að beila í tíma og ótíma, þannig að 710 er gott upgrade?

Ég er ekki að bulla hér :)


*-*


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf axyne » Lau 22. Jan 2022 10:45

Mæli með Logitech MX3, er búin að reynast mér mjög vel í vinnunni. Elska scroll hjólið.

Ég var lengi að vandræðast með verki í músar handleggnum.
þarsíðasta sumar var það orðið svo slæmt að ég leitaði til læknis og var sendir til sjúkraþjálfara.
Tók 10 tíma hjá þjálfaranum, get ekki sagt að tímarnir sjálfir hafi hjálpað mikið en það sem virkaði eru æfingarnar sem ég var sendur heim með.
Geri ennþá þessar æfingar og teygjur í dag, tekur minna en 5 mínutur og ég er alveg verkjalaus í handleggnum.
Mæli með að kíkja á æfingar/teygjur. Standa upp öðru hverju.

Líkamstaða hefur líka mikið að segja, hvernig þú situr við skrifborðið.
Passa stressið og vökvabúskapinn.

https://www.onecompress.com/products/oneglove hafa líka reynst mér vel.

Nokkrir sem ég þekki í bransanum geta ekki notað mús lengur.
Roller Bar mouse is eða músarpenni er vinsælt í staðinn.
Síðast breytt af axyne á Lau 22. Jan 2022 11:07, breytt samtals 2 sinnum.


Electronic and Computer Engineer


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf Hlynzi » Lau 22. Jan 2022 19:15

Ég nota Logitech M705 (vil endilega hafa tölvumúsina þráðlausa, vil ekki slást við hana eins og óþekkan hund í bandi)

Hún er örlítið í minni kantinum varðandi lófastærð en annars var ég búinn að vera með Logitech MX Master S2 sem mér fannst of stór, en er mjög sniðug, þú gætir líka skoðað MX Vertical músina frá þeim - hef bara prófað þær útí búð örlítið.

Svo fyrir lyklaborð hef ég verið með Logitech K750 solar og núna nýjasta K860 (tvískipt) sem er algjör snilld (og vinn töluvert á tölvuna)


Hlynur


Höfundur
ibs
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf ibs » Mán 24. Jan 2022 20:23

Takk fyrir svörin, mjög gagnlegt! Ég finn mér einhverja góða mús á næstunni.




liljakristing
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 22. Apr 2020 20:57
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Góð tölvumús?

Pósturaf liljakristing » Mán 24. Jan 2022 22:15

SDM skrifaði:Er með MX Anywhere 3 (tvö eintök), scrollwheel-ið er lélegt. Eruð þið með sömu reynslu á scrollwheel-inu á MX Master 3?

Alls ekki! Er búin að vera að nota MX Master 3 núna í nokkrar vikur á hverjum degi og allt við hana er algjör draumur.