WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Jan 2022 20:02

Þá er komið að WiFi 7 og ég er rétt svo kominn upp í WiFi 6 og ekki einu sinni kominn með WiFi 6E en það verður þá bara fellt inn í WiFi 7 þegar ég uppfæri í það einn daginn. Fræðilegur hraði WiFi 7 verður í kringum 30Gbps en ég veit ekki um neitt sem þarf svona hraða. Ég hef þá reglu að miða við internet hraða út þegar ég skipulegg tíðnisviðið fyrir WiFi hjá mér. Þannig að í dag nota ég eingöngu 20Mhz WiFi rásir sem gefa mér um 170Mbps hraða og upp í 210Mbps (WiFi 6).

Wi-Fi 7 hardware demos herald next-gen wireless networking (arstechnica)




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf dadik » Mið 19. Jan 2022 20:19

Var ekki verið að úthluta nýju tíðnisviði fyrir þetta? Á hvaða bandi kemur þetta til þeð að keyra?


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Jan 2022 20:23

dadik skrifaði:Var ekki verið að úthluta nýju tíðnisviði fyrir þetta? Á hvaða bandi kemur þetta til þeð að keyra?


Samkvæmt fréttinni þá er þetta á 2,4Ghz, 5Ghz og nýju 6Ghz tíðninni. Það er komið WiFi 6E sem bætir við 6Ghz rásum en það er ekki búið að opna fyrir það á Íslandi ennþá. Þar sem það þarf lagabreytingu og endurúthlutun á því tíðnisviði. Væntanlega er verið að nota það tíðnisvið undir eitthvað í dag.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf dadik » Mið 19. Jan 2022 22:29

Ok, 6ghz. Sá bara að það ætti að auka bandvíddina úr 160mhz í 320mhz. En ef þetta er á 6 ghz má svosem búast við að drægið verði ekkert spes. Væntanlega eitthvað aðeins minna en 5 ghz netin eru með núna. Sem er svosem allt í lagi.


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf jonfr1900 » Fim 20. Jan 2022 01:43

dadik skrifaði:Ok, 6ghz. Sá bara að það ætti að auka bandvíddina úr 160mhz í 320mhz. En ef þetta er á 6 ghz má svosem búast við að drægið verði ekkert spes. Væntanlega eitthvað aðeins minna en 5 ghz netin eru með núna. Sem er svosem allt í lagi.


Það er ekki fyrr en komið er upp í önnur ISM tíðnibönd að hægt verður að auka bandvíddina. Næst er 24Ghz til 24,5Ghz (allstaðar) og síðan 61Ghz til 61,25Ghz (þarf að samþykkja slíka notkun á Íslandi). Gallinn er að á svona háu tíðnisviði er engin drægni, jafnvel innanhúss. Þó er hraðinn mjög mikill, væntanlega í hundruðum Gbps.

ISM radio band (Wikipedia)



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf KaldiBoi » Fim 20. Jan 2022 11:00

jonfr1900 skrifaði:
dadik skrifaði:Var ekki verið að úthluta nýju tíðnisviði fyrir þetta? Á hvaða bandi kemur þetta til þeð að keyra?


Samkvæmt fréttinni þá er þetta á 2,4Ghz, 5Ghz og nýju 6Ghz tíðninni. Það er komið WiFi 6E sem bætir við 6Ghz rásum en það er ekki búið að opna fyrir það á Íslandi ennþá. Þar sem það þarf lagabreytingu og endurúthlutun á því tíðnisviði. Væntanlega er verið að nota það tíðnisvið undir eitthvað í dag.


Er ég þá að skilja rétt að WIFI6 routerar sem notaðir eru í heimahúsum, þeir eru ekkert skárri enn fyrri kynslóð því það er ekki búið að hleypa á stokk 6Ghz tíðni?




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf dadik » Fim 20. Jan 2022 11:37

Rétt, WIFI6 eru ekki að nota þetta nýja tíðnisvið. Helsta breytingin með tilkomu WIFI6 var að netin urðu betri í að höndla marga clienta, hraðinn fyrir einstaka clienta var ekkert að breytast mikið.

En núna stendur greinilega til að auka hraðann aftur með WIFI7. Þess vegna á að auka bandbreiddina og opna nýtt tíðnisvið. Spurning samt hvenær 6 ghz sviðið verður opnað hérna heima eins og Jón bendir á.


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf jonfr1900 » Fim 20. Jan 2022 21:52

KaldiBoi skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
dadik skrifaði:Var ekki verið að úthluta nýju tíðnisviði fyrir þetta? Á hvaða bandi kemur þetta til þeð að keyra?


Samkvæmt fréttinni þá er þetta á 2,4Ghz, 5Ghz og nýju 6Ghz tíðninni. Það er komið WiFi 6E sem bætir við 6Ghz rásum en það er ekki búið að opna fyrir það á Íslandi ennþá. Þar sem það þarf lagabreytingu og endurúthlutun á því tíðnisviði. Væntanlega er verið að nota það tíðnisvið undir eitthvað í dag.


Er ég þá að skilja rétt að WIFI6 routerar sem notaðir eru í heimahúsum, þeir eru ekkert skárri enn fyrri kynslóð því það er ekki búið að hleypa á stokk 6Ghz tíðni?


Þeir eru aðeins betri þar sem mótun á WiFi 6 er betri en í eldri stöðlum en þá þarf að vera með WiFi 6 búnað. WiFi 6 notar QAM mótun. Það er einnig notað OFDMA mótun í WiFi 6. Það er farið yfir nánar hérna á Wikipedia.

Það er alveg ljóst að WiFi 7 mun byggja á því sem WiFi 6 er að nota í dag auk þess sem mun verða nota í 6G farsímastaðlinum sem kemur á markað eftir rúmlega 10 ár. Ég mundi ekki reikna með því það sem er í eldri WiFi stöðlum muni vera í WiFi 7 staðlinum þegar hann kemur á markaðinn. Þetta verður þó allt saman á sama kubbasettinu. Það verður þó væntanlega búið að fjarlægja 802.11b og 802.11g staðlana í næstu kynslóð af routernum, þar sem enginn slíkur búnaður (eða mjög lítið af honum) er í notkun í dag og að hafa kveikt á þessu gamla dóti er bara öryggishætta.

Asus ljósleiðara WiFi 6 rotuerinn sem ég á er einnig farinn að slökkva á WiFi 1 (802.11b) á 2,4Ghz og það er ekki einu sinni hægt að kveikja á því aftur (ég hef prófað af forvitnisástæðum).




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf jonfr1900 » Mið 09. Feb 2022 01:05

Nýjustu upplýsingar eru að WiFi 7 mun styðja þetta hérna. WiFi 7 er væntanlegt árið 2024 og þá kemur búnaður fyrir þetta árið 2025.

[*] Tíðnisvið, 2.4Ghz, 5Ghz, 6Ghz (tíðsvið fer eftir leyfissvæði).
[*] Mesti fræðilegi hraði á að ná allt að 40Gbps.
[*] Samstilling með fjölda AP þráðlausra senda sem einnig nota WiFi 7.
[*] 4K-QAM

Nánari upplýsingar hérna, IEEE 802.11be




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi 7 á leiðinni (árið 2023?)

Pósturaf jonfr1900 » Mán 14. Feb 2022 19:04

Samkvæmt þessu þá mun WiFi 7 einnig styðja fjölrása notkun. Það er notkun á fleiri en einnig rás á sama tíma og forðast notkun á rásum með miklum truflunum sem er mjög algengt á 2,4Ghz og 5Ghz rásum í dag.

Qualcomm jumps on Wi-Fi 7 bandwagon amid chip shortage (The Register)