Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Mán 17. Jan 2022 03:11

Núna er Android 12 komið með möguleika á að slökkva á 2G í farsímum. Það er vegna þess að 2G er úrelt, gallað og ekki öruggt kerfi. Þetta mundi þó ekki ganga á Íslandi hjá öllum, þar sem Síminn styður ekki ennþá VoLTE (5GVoice er á leiðinni). Lokadagsetning fyrir 2G farsímakerfi er í lok árs 2025 í flestum ríkjum en mörg ríki munu loka 2G í lok árs 2022 til 2024.

EFF praises Android’s new 2G kill switch, wants Apple to follow suit (arstechnica)
Síðast breytt af jonfr1900 á Mán 17. Jan 2022 03:42, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Þri 18. Jan 2022 11:53

Munu þá virkilega gömlu nokia símarnir hætta að virka????

Þetta finnst mér rugl!




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf akarnid » Þri 18. Jan 2022 13:46

'Gömlu' Nokia símanir sem þú vísar til eru núna orðnir allavega 15 ára gamlir (3G byrjaði hérna 2007). Held að fjöldi notanda sem vilji nota einhvern elektrónískan forngrip sé teljandi á fingrum annarar handar. Öðru máli gildir um einhvern gamlan vöktunarbúnað sem gæti verið í notkun víðsvegar sem styður bara 2G og SMS. En vonandi eru eigendur slíks búnaðar búnir að gera ráðstafanir.
Síðast breytt af akarnid á Þri 18. Jan 2022 13:47, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Þri 18. Jan 2022 19:57

akarnid skrifaði:'Gömlu' Nokia símanir sem þú vísar til eru núna orðnir allavega 15 ára gamlir (3G byrjaði hérna 2007). Held að fjöldi notanda sem vilji nota einhvern elektrónískan forngrip sé teljandi á fingrum annarar handar. Öðru máli gildir um einhvern gamlan vöktunarbúnað sem gæti verið í notkun víðsvegar sem styður bara 2G og SMS. En vonandi eru eigendur slíks búnaðar búnir að gera ráðstafanir.



Ég veit það.... En bara leiðinlegt..... að hætti að virka .....


Ég er með nokia 5110 í notkun hérna heima hehheh

Bara gaman að þessu enda áhugamaður um þessa síma ætli ég muni ekki enda á að selja safnið á ebay fyrst þetta er svona


Mér finnst núna árið 2020-2022 verið að skemma allt og rugla í öllu fyrir manni!

Hækka kostnað hingað og þangað.... Banna hitt og þetta... loka þessu og hinu.....


Orðið pirrandi bara finnst mér
Síðast breytt af pattzi á Þri 18. Jan 2022 19:59, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf dori » Mið 19. Jan 2022 11:47

Það er takmarkað framboð á tíðni þannig að með því að hætta að bjóða uppá 2G verður hægt að bjóða meiri og hraðari þjónustu með nýrri tækni.

Ímyndaðu þér að 1 akrein í hvora átt á Miklubrautinni væri frátekin fyrir hestvagna af því að við og við þarf einhver gamall skarfur sem er áhugamaður um hestvagna að skreppa á pósthúsið.

Þetta er bara sjúklega léleg nýting á tíðni og eins og segir í upphafsinnlegginu þá er þetta óöruggur samskiptamáti og einmitt ákveðinn attack vector sem hefur verið notaður að þvinga tæki niður á eldri staðla (sjá t.d. hér).



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Mið 19. Jan 2022 15:33

dori skrifaði:Það er takmarkað framboð á tíðni þannig að með því að hætta að bjóða uppá 2G verður hægt að bjóða meiri og hraðari þjónustu með nýrri tækni.

Ímyndaðu þér að 1 akrein í hvora átt á Miklubrautinni væri frátekin fyrir hestvagna af því að við og við þarf einhver gamall skarfur sem er áhugamaður um hestvagna að skreppa á pósthúsið.

Þetta er bara sjúklega léleg nýting á tíðni og eins og segir í upphafsinnlegginu þá er þetta óöruggur samskiptamáti og einmitt ákveðinn attack vector sem hefur verið notaður að þvinga tæki niður á eldri staðla (sjá t.d. hér).



Skil þig samt steikt heheheh :)

Ekki sambærilegt og hestvagn.... átt bara að geta hringt úr hvaða síma sem er ....fékk nýtt símkort frá nova þá hætti þetta að virka færði numerið yfir í voda þá virkar?

Er svo með nova símkort í nokia 3220 og það virkar ?

En bara að prófa þetta eitthvað gaman af svona gömlum símum verslað mikið gegnum árin á ebay.....

Ætli maður endurselji þetta ekki aftur á ebay fyrst á að láta þetta hætta virka fyrir manni :mad

En fyndið að nova virki á nokia 3220 en ekki nokia 3210 eða 5110 ...en voda virkar ....fyrir 7-8 árum virkuðu þeir allir með hvaða korti sem er




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Jan 2022 19:52

pattzi skrifaði:Munu þá virkilega gömlu nokia símarnir hætta að virka????

Þetta finnst mér rugl!


Það er hægt að kaupa svona 4G síma í dag.

Nokia 6300 4G takkasími - Blár

Ef framleiðandinn fylgir 4G staðlinum rétt. Þá ætti þessi sími að styðja VoLTE þannig að hægt er þá að hringja yfir 4G kerfið.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Mið 19. Jan 2022 21:14

jonfr1900 skrifaði:
pattzi skrifaði:Munu þá virkilega gömlu nokia símarnir hætta að virka????

Þetta finnst mér rugl!


Það er hægt að kaupa svona 4G síma í dag.

Nokia 6300 4G takkasími - Blár

Ef framleiðandinn fylgir 4G staðlinum rétt. Þá ætti þessi sími að styðja VoLTE þannig að hægt er þá að hringja yfir 4G kerfið.


Já ég veit ég hef ekkert við þetta að gera :pjuke

Nota ekki takkasíma með góðan snjallsíma sem er 5g

Hitt er bara eh hobby að hafa heima eða sem auka

Með 3 -4 síma í gangi stundum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Jan 2022 21:54

Þessir símar eru fínir fyrir eldra fólk sem er í dag eingöngu með 2G eða 2G/3G farsíma og síðan fólk sem er bara með 2G farsíma í dag. Ég veit um nokkrar slíkar manneskjur sem koma til með að þurfa að kaupa svona tíma þegar slökkt verður á 2G og 3G kerfunum.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf Mossi__ » Mið 19. Jan 2022 22:16

pattzi skrifaði:

Ég er með nokia 5110 í notkun hérna heima hehheh



Vinur minn er fornleifafræðingur. Mætti hann heyra í þér?



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Mið 19. Jan 2022 23:16

Mossi__ skrifaði:
pattzi skrifaði:

Ég er með nokia 5110 í notkun hérna heima hehheh



Vinur minn er fornleifafræðingur. Mætti hann heyra í þér?



Var að safna þessu svo á slatta gróf þetta upp um daginn v flutninga ...

Hefur borgað sig greinilega dýrir í góðu standi á ebay...

Á 10 stk svona :lol:

Bara langaði í gamla gamla snake

En það góða við þetta að nokia 5110 virka alltaf þetta eru ótrúlegir símar .

Ætlaði alltaf að græja einn sem bílasílma og hafa þannig að getir bara talað án þess að taka símann upp fann svoleiðis kerfi á ebay
Síðast breytt af pattzi á Mið 19. Jan 2022 23:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf depill » Fim 20. Jan 2022 13:17

Eins og ég held að hafi komið fram á fleiri þráðum að þá er svona sama trend allsstaðar í heiminum að 3G er á leiðinni út á undan 2G ( VoLTE er svona partur af því ). Packet er klárlega á leiðinni út. Enn vandamálið er samt ekki símtækin ( Nokia símar o.s.frv. ) fjarskiptafyrirtækin væru alveg til í að hætta supporta það.

Það eru endalaust af IoT devices á 2G kerfunum og það verður vandamál að skipta þessu út ( bæði hér á landi og erlendis ). Sjálfssalanir, stöðumælarnir, veðurathugastöðvarnar o.s.frv. eru að öllum líkindum á 2G. Þau hafa öll low-power requirement sem var erfitt á 4G ( einhverju leyst fyrir á 5G, þar sem snjallmælarnir eru ). Þannig ég myndi ekki halda í mér andanum fyrir dauða 2G, 3G deyr að öllum líkindum fyrst og jafnvel 4G líka.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Fös 21. Jan 2022 05:37

Það einfaldar einnig farsímana mikið að losna við 2G og 3G. Þar sem þá er hægt að fjarlæga mótunina fyrir þessa staðla auk magnara og síur sem fylgja 2G og 3G og fylgja ekki sömu stöðlum og 4G og 5G sem eru IP eingöngu staðlar (TCP//IPv4/IPv6). Hinsvegar verður 2G og 3G í farsímum nokkuð lengi í viðbót, þar sem heimurinn er ekki allur á sömu áætlun og mörg ríki munu nota 2G og 3G kerfin til lengri tíma, löngu eftir að þessari þjónustu verður hætt í Evrópu.

Bretland ætlar að slökkva á 2G og 3G í lok árs 2033.

All Public 2G and 3G UK Mobile Services Switched Off by 2033 (ispreview, 2021)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 26. Jan 2022 04:33

Þýskaland er búið að slökkva á 3G farsímakerfinu og gerði það um mitt árið 2021 og slökkt var á síðasta 3G sendinum í lok árs 2021.

ATTENTION - 3G shutdown in Germany!




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 00:53

Lönd þar sem búið er að slökkva á 3G farsímakerfinu.

Þýskaland (slökkt í lok árs 2021)
Ítalía (klárast í lok árs 2022)

Lönd þar sem er verið að slökkva á 3G farsímakerfinu

Bretland (klárast í lok árs 2024)
Danmörk (klárast í lok árs 2022 eða 2023)
Noregur (óstaðfest en mjög líklegt)
Svíþjóð (óstaðfest en mjög líklegt)
Finnland (óstaðfest en mjög líklegt)

Þar sem það tekur nokkur ár að skipta út öllum snjallmælum sem keyra á 2G kerfum. Þá verður væntanlega ekki farið að slökkva á 2G kerfum fyrr en árið 2023 í þeim ríkjum sem byrja snemma að slökkva á 2G farsímakerfum.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf netkaffi » Mán 31. Jan 2022 23:23

pattzi skrifaði:átt bara að geta hringt úr hvaða síma sem er
Og keyrt bíl á hvaða eldsneyti sem er? Eða hafa VHS tæki í öllum blu-ray spilurum. Símar eru ekki það dýrir að það taki að borga fyrir 2G tækni áfram. Þetta er samt fyndið kvörtunarefni hjá þér, ég kann að meta það.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Þri 01. Feb 2022 19:00

netkaffi skrifaði:
pattzi skrifaði:átt bara að geta hringt úr hvaða síma sem er
Og keyrt bíl á hvaða eldsneyti sem er? Eða hafa VHS tæki í öllum blu-ray spilurum. Símar eru ekki það dýrir að það taki að borga fyrir 2G tækni áfram. Þetta er samt fyndið kvörtunarefni hjá þér, ég kann að meta það.



Ekki sambærilegt getur notað vhs tækið þitt endalaust ;)

Steikt að loka þessu kerfi en ekki eins og maður geti sagt eitthvað við þessu eða eitthverju öðru sem er verið að banna eða hætta með á þessu skeri okkar ;)

Nota þessa síma ekkert en stundum er ég að fá eitthvað nostalgíukast og kveiki á þessu hehe.... En þeir virka er þetta ekki 1g kerfi? á t.d nokia 5110

Ég er bara ekki sáttur við öll þessi boð og bönn á síðustu 2 árum covid að fara með fólk banna að flytja inn bensínbíla,Hækka skatta á bensín,loka 2g símkerfinu,Coco puffsið bannað..... Það er bara eitthvað rosalegt rugl í gangi annars bara hress :megasmile :megasmile


Þeir fara bara inní glerskáp eitthver hluti af símasafninu mínu alveg eins og hot wheels bíla safnið mitt :money :money :money
Síðast breytt af pattzi á Þri 01. Feb 2022 19:01, breytt samtals 1 sinni.




orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf orn » Þri 01. Feb 2022 20:27

Að finnast skrýtið að það sé verið að slökkva á 2G er eins og að finnast skrýtið að Bónusvídeó hafi verið lokað eða að það sé ekki lengur nein mjólkurbúð, eða að engin netveita bjóði upp á net yfir innhringimódem eða þú náir engum stöðvum á langbylgjunni í útvarpinu lengur.

Það þarf viðskiptavini til að rekstur borgi sig og það er komið að þeim punkti að það er dýrara að reka 2G heldur en tekjurnar sem koma inn af því. Í raun er það búið að gerast fyrir nokkru en af ýmsum ástæðum hefur því verið haldið gangandi.

Líklega getur þú þó notað þessi tæki áfram í einhver ár. Að öllum líkindum verður slökkt fyrst á 3G eins og depill benti á.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf pattzi » Þri 01. Feb 2022 23:23

orn skrifaði:Að finnast skrýtið að það sé verið að slökkva á 2G er eins og að finnast skrýtið að Bónusvídeó hafi verið lokað eða að það sé ekki lengur nein mjólkurbúð, eða að engin netveita bjóði upp á net yfir innhringimódem eða þú náir engum stöðvum á langbylgjunni í útvarpinu lengur.

Það þarf viðskiptavini til að rekstur borgi sig og það er komið að þeim punkti að það er dýrara að reka 2G heldur en tekjurnar sem koma inn af því. Í raun er það búið að gerast fyrir nokkru en af ýmsum ástæðum hefur því verið haldið gangandi.

Líklega getur þú þó notað þessi tæki áfram í einhver ár. Að öllum líkindum verður slökkt fyrst á 3G eins og depill benti á.


Það eru enn til videoleigur =D>

Aðalvideoleigan rvk og vidoleiga hjá trausta á eskifirði ...

En jújú símafyrirtækin eru kominn í skrýtin undirboðsbransa þessa dagana svo græða lítið

Mér er svosem alveg sama bara leiðinlegt og bjóst ekki við þessu enda vissi eg bara ekki að snjallsímar notuðu annað kerfi ef um er að ræða símtal og sms helt 3g og 4g væri aðalega netið i simum




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf TheAdder » Þri 01. Feb 2022 23:57

pattzi skrifaði:
orn skrifaði:Að finnast skrýtið að það sé verið að slökkva á 2G er eins og að finnast skrýtið að Bónusvídeó hafi verið lokað eða að það sé ekki lengur nein mjólkurbúð, eða að engin netveita bjóði upp á net yfir innhringimódem eða þú náir engum stöðvum á langbylgjunni í útvarpinu lengur.

Það þarf viðskiptavini til að rekstur borgi sig og það er komið að þeim punkti að það er dýrara að reka 2G heldur en tekjurnar sem koma inn af því. Í raun er það búið að gerast fyrir nokkru en af ýmsum ástæðum hefur því verið haldið gangandi.

Líklega getur þú þó notað þessi tæki áfram í einhver ár. Að öllum líkindum verður slökkt fyrst á 3G eins og depill benti á.


Það eru enn til videoleigur =D>

Aðalvideoleigan rvk og vidoleiga hjá trausta á eskifirði ...

En jújú símafyrirtækin eru kominn í skrýtin undirboðsbransa þessa dagana svo græða lítið

Mér er svosem alveg sama bara leiðinlegt og bjóst ekki við þessu enda vissi eg bara ekki að snjallsímar notuðu annað kerfi ef um er að ræða símtal og sms helt 3g og 4g væri aðalega netið i simum


3G, 4G og núna 5G eru vissulega netin í símunum, símtöl og sms eru á 2G kerfinu. Nýrri þjónustur, eins og VoLTE og RCS, eru að koma í staðinn og eru þá í gegnum netið.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 02. Feb 2022 00:42

Samkvæmt tölum frá Fjarskiptastofu. Þá eru bara 30.000 manns sem nota síma sem styðja bara 2G eða 2G/3G farsímakerfin. Þetta segir samt ekki allt, þar sem margir eiga síma og nota 2G/3G síma sem auka síma heima hjá sér þegar það er verið að vinna úti (bændur gera þetta oft).
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 02. Feb 2022 00:46, breytt samtals 1 sinni.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf netkaffi » Fim 17. Feb 2022 12:45

pattzi skrifaði:
netkaffi skrifaði:
pattzi skrifaði:átt bara að geta hringt úr hvaða síma sem er
Og keyrt bíl á hvaða eldsneyti sem er? Eða hafa VHS tæki í öllum blu-ray spilurum. Símar eru ekki það dýrir að það taki að borga fyrir 2G tækni áfram. Þetta er samt fyndið kvörtunarefni hjá þér, ég kann að meta það.



Ekki sambærilegt getur notað vhs tækið þitt endalaust ;)

Það er reyndar allt sambærilegt, það þýðir bara að þú getir borið það saman. Fólk ruglar oft því hvort hægt sé að bara saman við hvort það sé gagnlegt fyrir X eða Y dæmi að bera U eða I saman. Þetta hefur með heimspekihugtak sem heitir samsemd að gera. Þú getur stúderað þetta aðeins. Haltu áfram að vona með 2G, eða reyna að sannfæra fólk að halda því? Getur líka lært smá um hvað sambærilegheit eða sambærileiki raunverulega er og hvernig það virkar, bara búið að pæla í því í yfir 2500 ár og fyrirbæri eins og háskólar víst til.
Síðast breytt af netkaffi á Fim 17. Feb 2022 12:49, breytt samtals 4 sinnum.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 12 með möguleika til að slökkva á 2G

Pósturaf jonfr1900 » Fim 17. Feb 2022 17:14

pattzi skrifaði:
netkaffi skrifaði:
pattzi skrifaði:átt bara að geta hringt úr hvaða síma sem er
Og keyrt bíl á hvaða eldsneyti sem er? Eða hafa VHS tæki í öllum blu-ray spilurum. Símar eru ekki það dýrir að það taki að borga fyrir 2G tækni áfram. Þetta er samt fyndið kvörtunarefni hjá þér, ég kann að meta það.



Ekki sambærilegt getur notað vhs tækið þitt endalaust ;)

Steikt að loka þessu kerfi en ekki eins og maður geti sagt eitthvað við þessu eða eitthverju öðru sem er verið að banna eða hætta með á þessu skeri okkar ;)

Nota þessa síma ekkert en stundum er ég að fá eitthvað nostalgíukast og kveiki á þessu hehe.... En þeir virka er þetta ekki 1g kerfi? á t.d nokia 5110

Ég er bara ekki sáttur við öll þessi boð og bönn á síðustu 2 árum covid að fara með fólk banna að flytja inn bensínbíla,Hækka skatta á bensín,loka 2g símkerfinu,Coco puffsið bannað..... Það er bara eitthvað rosalegt rugl í gangi annars bara hress :megasmile :megasmile


Þeir fara bara inní glerskáp eitthver hluti af símasafninu mínu alveg eins og hot wheels bíla safnið mitt :money :money :money


1G var NMT-450 kerfið. Það var slökkt á því árið 2010. Ég á NMT-450 síma sem virkar hvergi í dag, þar sem ekkert dreifikerfi er til staðar til að nota símann með.


Slökkt á NMT-kerfinu (Rúv.is, 12 ára gömul frétt)