pattzi skrifaði:Bara var væntanlega frekar pirraður úti þennan gæja að vera drulla yfir crypto.....allt eins hægt að drulla yfir stocks..... meira spilavítið sem báðir markaðarnir eru ......
Hann er réttilega að "drulla" yfir crypto af því að crypto er algjört drasl. Þó að þú hafir grætt einhverja aura á að braska með þetta þýðir ekki að þetta sé góð eða sniðug lausn.
Dæmi:
1 - BitCoin er cappað við 7 transactions/sec. Ef Bónus myndi svissa yfir í BitCoin myndi BitCoin ekki ráða við færslufjöldann hjá þeim á góðum degi. Athugið að þetta er ein matvörukeðja og bara á Íslandi.
2 - Kostnaðurinn við hverja færslu er stjarnfræðilegur. Hver einasta transaction kostar um 1.700 KW/h eða um 11.000 kr miðað við lægsta verð á rafmagni til heimilisnota hérna heima (6,44 kr/KWh). Ætlarðu að kaupa þér tyggjópakka á 100 kr? Það gera 11.100 kr með færslugjöldum takk fyrir. Svo ekki sé minnst á umhverfisáhrifin af þessu rugli.
3 - Sveiflurnar á verðinu á þessu drasli eru slíka að það er aldrei hægt að nota þetta í neinum viðskiptum. Ætlarðu að gera samning um greiðslu í BitCoin eftir 6 mánuði. Þú getur verið +50% eða -50% allt eftir því hvernig þessi svokallaður "markaður" sveiflast.
4 - Það eru til 180 gjaldmiðlar í heiminum. Það eru tæplega 10.000 cryptocurrencies í heiminum!
Sem betur fer eru fleiri og fleiri lönd farin að banna þetta drasl. Svíar hafa ma. lagt til að Evrópusambandið banni einfaldlega mining.
Allt þetta tal um að crypto væri framtíðin og allir greiðslumátar heimsins í framtíðinni væru crypto er einfaldlega kjaftæði. Enda eru allir cryprobros/fanboys farnir að tala um að þetta sé ekki greiðslumiðill heldur "store of value". Yeah, right. Eftir nokkur ár verður þetta jafn verðmætt og pox spilin sem þið notuðuð í grunnskóla.