Vivaldi segir nei hvað varðar crypto


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf JónSvT » Fös 14. Jan 2022 18:14

Sumir keppinautar okkar eru hrifnir af crypto. Það er ekki ég og þannig varð þessi blog til. Hvað finnst ykkur?

https://vivaldi.com/blog/why-vivaldi-will-never-create-thinkcoin/



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 14. Jan 2022 19:20

Hefðbundnir prentaðir peningar maður hefur enga stjórn á því hvað stjórnvöld prenta mikið af seðlum.
Ef ég fæ borgað í ISK og seðlabankanum finnst góð hugmynd að prenta meira af ISK til að skapa tekjur þá verða launin sem ég fæ borgað í
ISK minna virði.
Ég sé rafmynta markaðinn ennþá vera að þróast og erfitt að horfa á eina mynt sem á að vera alsráðandi. T.d er Bitcoin ekki að henta almennilega sem
rafmynt til að greiða fyrir vörur (sumir líkja Bitcoin við Gull) en aðrar rafmyntir eins og Litecoin gætu hentað í þannig viðskipti.

Prentaðir peningar hafa ekki fengið almennilega samkeppni of lengi og ég tel þetta hollt til að skapa ákveðið jafnvægi á gjaldmiðla markaðnum og að þetta gamla miðstýrða
seðlabankakerfis apparat þurfi að hafa fyrir því að sannfæra mig sem neytanda að nota þann gjaldmiðil sem stjórnvöld vilja að ég noti.
Umhverfissjónarmið = það má gera betur


Just do IT
  √


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf mikkimás » Fös 14. Jan 2022 19:59

Ef við ætlum að skapa vitrænan umræðuvettvang um peninga- og fjármálakerfi vesturlanda (sem er að mörgu leyti gallað) og hver framtíð crypto sé í því samhengi, þá væri betra að láta ekki þau ósannindi út úr sér að seðlabankar prenti peninga til að 'skapa tekjur'. Hlutirnir virka ekki þannig, þetta eru ekki miðaldir.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 14. Jan 2022 20:41

mikkimás skrifaði:Ef við ætlum að skapa vitrænan umræðuvettvang um peninga- og fjármálakerfi vesturlanda (sem er að mörgu leyti gallað) og hver framtíð crypto sé í því samhengi, þá væri betra að láta ekki þau ósannindi út úr sér að seðlabankar prenti peninga til að 'skapa tekjur'. Hlutirnir virka ekki þannig, þetta eru ekki miðaldir.


Hvað er þetta kallað að þínu mati þegar það er verið að prenta pening, örva hagkerfið (stimulus event) ?, endilega fræddu mig hvað rétta orðið er yfir þetta allt saman?
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 14. Jan 2022 20:42, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf rapport » Fös 14. Jan 2022 21:02

Hjaltiatla skrifaði:
mikkimás skrifaði:Ef við ætlum að skapa vitrænan umræðuvettvang um peninga- og fjármálakerfi vesturlanda (sem er að mörgu leyti gallað) og hver framtíð crypto sé í því samhengi, þá væri betra að láta ekki þau ósannindi út úr sér að seðlabankar prenti peninga til að 'skapa tekjur'. Hlutirnir virka ekki þannig, þetta eru ekki miðaldir.


Hvað er þetta kallað að þínu mati þegar það er verið að prenta pening, örva hagkerfið (stimulus event) ?, endilega fræddu mig hvað rétta orðið er yfir þetta allt saman?


Auka peningamagn í umferð og draga úr hraða peninga.

Auka framboð af peningum til að mæta eftirspurn og hækkandi gengi.

En ríkið getur aukið peningamagn í umferð með því að lækka bindiskyldu eða minnka kröfur um innistæðu í tryggingasjóði (eins og nýbúið er að gera)




Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf JónSvT » Fös 14. Jan 2022 21:30

Athyglisverð umræða. Ég er nú þannig að ég ekki er að skilja það að lausnin á því að það sé of mikið fjármagn sé að leyfa hverjum sem er að búa til eigin pening. Það finnast um 8000 mismunandi rafmyntir. Það gætu auðvitað verið talsvert mikið fleiri. Sumar af þeim eru metnar á talsvert mikinn pening. Einn keppinautur okkar hefur t.d. prentað eigin pening sem nú er metinn einn og hálfann miljarð dollar. Get ekki alveg skilið vitið í því.
Síðast breytt af JónSvT á Fös 14. Jan 2022 21:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Viktor » Fös 14. Jan 2022 22:02

Bitcoin er fínt til að geyma verðmæti en verður aldrei gjaldmiðill enda allt of hægur, dýr og orkufrekur.

Svo verður þetta bara eins og Unix, allt of mikið úrval svo ekkert nær almennilegri markaðshlutdeild.

En kannski verður eitthvað United Nations coin í boði sem allir byrja að nota, finnst það samt frekar ólíklegt.
Síðast breytt af Viktor á Fös 14. Jan 2022 22:03, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf JónSvT » Fös 14. Jan 2022 22:21

Sallarólegur skrifaði:Bitcoin er fínt til að geyma verðmæti en verður aldrei gjaldmiðill enda allt of hægur, dýr og orkufrekur.

Svo verður þetta bara eins og Unix, allt of mikið úrval svo ekkert nær almennilegri markaðshlutdeild.

En kannski verður eitthvað United Nations coin í boði sem allir byrja að nota, finnst það samt frekar ólíklegt.


Hmmm. Myndir þú virkilega nota Bitcoin til að geyma verðmæti? Myndir þú mæla með að móðir þín eða amma geri það? Kannski setja ellilífeyrinn þar? Ég hef séð auglýsingar hér í USA frá aðilum sem vilja plata fólk til að setja ellilífeyrinn sinn í crypto, sem mér finnst bara bilun. Það er ekki hægt að setja verð á Bitcoin (nema þá helst núll). Hvers virði er það núna? Eftir 20 ár? Eftir 50 ár? Virkar það eftir 50 ár?

Vinur minn hefði keypt Dogecoin, sem hann setti á disk, sem hann svo týndi...




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Klemmi » Fös 14. Jan 2022 22:38

Það er erfitt að gagnrýna tilverurétt crypto. Fólk verður að fá að ráða hvað það gerir við sína peninga, en auðvitað er fúlt hvað þetta er farið að taka til sín mikið rafmagn að "ástæðulausu".

Ég sé engin verðmæti í ýmsum listaverkum, sem ríka og fræga fólkið flýgur um á einkaþotum til að mæta á listasýningar með það í huga að skoða og kaupa á tugi/hundruði milljóna eða milljarða.

Værirðu með sömu afstöðu ef að samkeppnisaðili hefði málað nokkur abstrakt listaverk sem hefðu farið á flug og selst á hálfan milljarð dollara?
Ef ekki, af hverji ekki?

Að þessu sögðu, þá er ég auðvitað aðallega fúll að hafa aldrei fjárfest almennilega í Bitcoin, væri alveg til í að eiga einhverja hundruði milljóna í dag... crypto safnið mitt telur heila 0.35ETH, og ég er í mínus á mínum fjárfestingum á netinu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf urban » Fös 14. Jan 2022 22:56

Hjaltiatla skrifaði:Hefðbundnir prentaðir peningar maður hefur enga stjórn á því hvað stjórnvöld prenta mikið af seðlum.
Ef ég fæ borgað í ISK og seðlabankanum finnst góð hugmynd að prenta meira af ISK til að skapa tekjur þá verða launin sem ég fæ borgað í
ISK minna virði.


Auðvitað er þetta bara tekið útúr restinni.
En hérna.
Þætti þér góð hugmynd að fá borgað í rafmynt ?
Hugsaðu það þá út frá því sama og þér þykir þetta slæmt sem að þú talar um.


gefum okkur t.d. að þú hefðir samið um launin þín í Október síðast liðinn og í Bitcoin.

Sallarólegur skrifaði:Bitcoin er fínt til að geyma verðmæti en verður aldrei gjaldmiðill enda allt of hægur, dýr og orkufrekur.


Þú færð síðan sömu spurningu.
Þætti þér spennandi að vera að geyma verðmæti í Bitcoin sem að þú keyptir í Október ?
En hvað ef að þú hefðir verið að geyma þau á einhverjum af þessum stöðum sem að hafa ýmist verið hackaðir eða hrunið ?

Tek það fram að ég hef samt fulla trú á því að Bitcoin fari uppá við, en ég myndi ekki geyma ævisparnaðinn minn þarna og ekki séns að ég myndi vilja fá borgað í bitcoin, en þá síður í öðrum mynntum.
Síðast breytt af urban á Fös 14. Jan 2022 23:00, breytt samtals 2 sinnum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 14. Jan 2022 23:11

urban skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Hefðbundnir prentaðir peningar maður hefur enga stjórn á því hvað stjórnvöld prenta mikið af seðlum.
Ef ég fæ borgað í ISK og seðlabankanum finnst góð hugmynd að prenta meira af ISK til að skapa tekjur þá verða launin sem ég fæ borgað í
ISK minna virði.


Auðvitað er þetta bara tekið útúr restinni.
En hérna.
Þætti þér góð hugmynd að fá borgað í rafmynt ?
Hugsaðu það þá út frá því sama og þér þykir þetta slæmt sem að þú talar um.


gefum okkur t.d. að þú hefðir samið um launin þín í Október síðast liðinn og í Bitcoin.


ISK er gjaldmiðillinn sem ég nota til að borga reikninga hérlendis þannig að það myndi ekki ganga upp. Gott að eiga valmöguleikann á að versla rafmynt samt sem áður.Finnst t.d Ethereum Blockchain nokkuð opið og gagnsætt kerfi þó svo að rafmynta markaðurinn sé ennþá í mótun.

Eins og ég sé hlutina (samlíking)
Bitcoin = Yahoo
Ethereum = Google ?
Þetta þróast síðan í einhverja lausn sem verður að mestu alráðandi (mögulega getur skipt máli frá hvaða landi hún kemur og er hvar hún er þróuð t.d Neo í Kína og þá velja Kínverjar að nota hana).

Ég horfi bara á þetta rökrétt að það sé gott að hafa valmöguleika.


Just do IT
  √


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf jonfr1900 » Lau 15. Jan 2022 06:08

Hjaltiatla skrifaði:Hefðbundnir prentaðir peningar maður hefur enga stjórn á því hvað stjórnvöld prenta mikið af seðlum.
Ef ég fæ borgað í ISK og seðlabankanum finnst góð hugmynd að prenta meira af ISK til að skapa tekjur þá verða launin sem ég fæ borgað í
ISK minna virði.
Ég sé rafmynta markaðinn ennþá vera að þróast og erfitt að horfa á eina mynt sem á að vera alsráðandi. T.d er Bitcoin ekki að henta almennilega sem
rafmynt til að greiða fyrir vörur (sumir líkja Bitcoin við Gull) en aðrar rafmyntir eins og Litecoin gætu hentað í þannig viðskipti.

Prentaðir peningar hafa ekki fengið almennilega samkeppni of lengi og ég tel þetta hollt til að skapa ákveðið jafnvægi á gjaldmiðla markaðnum og að þetta gamla miðstýrða
seðlabankakerfis apparat þurfi að hafa fyrir því að sannfæra mig sem neytanda að nota þann gjaldmiðil sem stjórnvöld vilja að ég noti.
Umhverfissjónarmið = það má gera betur


Þú kaupir bara evrur eða annan gjaldmiðil og lætur það vinna fyrir þig. Íslenska krónan er vonlaus og það er ekkert að fara að breytast.

Ég ætla að hafa sem fæst orð um bitcon og svipaðar "rafmyntir".



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 15. Jan 2022 09:03

jonfr1900 skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Hefðbundnir prentaðir peningar maður hefur enga stjórn á því hvað stjórnvöld prenta mikið af seðlum.
Ef ég fæ borgað í ISK og seðlabankanum finnst góð hugmynd að prenta meira af ISK til að skapa tekjur þá verða launin sem ég fæ borgað í
ISK minna virði.
Ég sé rafmynta markaðinn ennþá vera að þróast og erfitt að horfa á eina mynt sem á að vera alsráðandi. T.d er Bitcoin ekki að henta almennilega sem
rafmynt til að greiða fyrir vörur (sumir líkja Bitcoin við Gull) en aðrar rafmyntir eins og Litecoin gætu hentað í þannig viðskipti.

Prentaðir peningar hafa ekki fengið almennilega samkeppni of lengi og ég tel þetta hollt til að skapa ákveðið jafnvægi á gjaldmiðla markaðnum og að þetta gamla miðstýrða
seðlabankakerfis apparat þurfi að hafa fyrir því að sannfæra mig sem neytanda að nota þann gjaldmiðil sem stjórnvöld vilja að ég noti.
Umhverfissjónarmið = það má gera betur


Þú kaupir bara evrur eða annan gjaldmiðil og lætur það vinna fyrir þig. Íslenska krónan er vonlaus og það er ekkert að fara að breytast.

Ég ætla að hafa sem fæst orð um bitcon og svipaðar "rafmyntir".


Já skil þig, það var reyndar ekki í boði þegar það voru gjaldeyrishöft.

Sjálfur er ég ekki búinn að fjárfesta í rafmyntum (fyrir utan að ég prófaði að versla smotterí inná Coinbase af Ethereum og Bitcoin ).

Veit að það er mikið um scam í þessum rafmyntar bransa, betra að kynna sér efnið ef maður ætlar að fjárfesta/versla rafmyntir (Eins og staðan er í dag myndi ég ekki sjálfur henda mörgum % af mínum aukakrónum í rafmyntir). Þetta er auðvitað bullandi áhættufjárfesting.

Ethereum whitepaper.
https://harouneducationventures.com/ethereum

Ethereum Github
https://github.com/topics/ethereum

Ethereum Youtube
https://www.youtube.com/user/ethereumproject

Vefsíða Ethereum
https://ethereum.org/en/

Ethereum Wikipedia
https://en.wikipedia.org/wiki/Ethereum

Ethereum search trend
https://trends.google.com/trends/explore?q=Ethereum

Ethereum Foundation
https://www.crunchbase.com/organization/ethereum#section-overview

Edit: Hverjir eru að Nota Ethereum Platforminn, dæmi
https://finance.yahoo.com/news/three-huge-names-making-ethereum-140010121.html
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 15. Jan 2022 10:00, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf axyne » Sun 16. Jan 2022 10:28

Sá þetta á reddit um daginn.
Er þetta ekki algjör geðveiki, eyðir 30 þúsund sinnum meiri orku að borga fyrir kaffið þitt en að tekur að hita upp vatnið.
Mynd


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf ekkert » Sun 16. Jan 2022 11:01

axyne skrifaði:Sá þetta á reddit um daginn.


Hver borgar fyrir allt þetta rafmagn? Það kostar svona ca. 100 ISK að setja einfalda bitcoin færslu í keðjuna. Hvernig meikar það sens? Ég er allavega löngu hættur að trúa skjáskotum af texta sem einhver tók af einhverjari vefsíðu á netinu.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf axyne » Sun 16. Jan 2022 11:36

ekkert skrifaði:
axyne skrifaði:Sá þetta á reddit um daginn.


Hver borgar fyrir allt þetta rafmagn? Það kostar svona ca. 100 ISK að setja einfalda bitcoin færslu í keðjuna. Hvernig meikar það sens? Ég er allavega löngu hættur að trúa skjáskotum af texta sem einhver tók af einhverjari vefsíðu á netinu.


Væntanlega þeir sem eru að mina crypto borga fyrir rafmagnið. Raforkuverð á íslandi er hvað 16-18 kr p/kWh ? 10 þúsund ISK per færslu.

Eftir google þá fann ég að Skjáskotið er tekið hér.
https://fortune.com/2021/11/06/offsetti ... new-trees/

Veit sosem ekkert um trúverðuleika fortune, en ef satt reynist er þetta geðveiki.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf kusi » Sun 16. Jan 2022 11:45

JónSvT skrifaði:Sumir keppinautar okkar eru hrifnir af crypto. Það er ekki ég og þannig varð þessi blog til. Hvað finnst ykkur?

https://vivaldi.com/blog/why-vivaldi-will-never-create-thinkcoin/


Ég er ánægður með þessa grein hjá þér. Gott að einhver stígur fram og bendir á að keisarinn sé nakinn. Á meðan það er enn til fólk sem trúir að það séu verðmæti í rafmyntum þá verða þær einhvers virði, rétt eins og með körfuboltamyndir og pokemon spjöld. Um leið og áhuginn leitar annað þá stendur ekkert eftir nema einhverjir bitar á hörðum diskum. Eðli fyrirbærisins er auðvitað ekki einsdæmi en umfangið er á mælikvarða sem hefur ekki sést frá túlípanaæðinu á 17. öld.

Allt tal um að blockchain séu gjaldmiðlar framtíðarinnar er að mínu mati út í hött einfaldlega út af því hve óskilvirkt kerfið er.

Á meðan ábatinn af því að "mine-a" er jákvæður (meiri en kostnaðurinn við rafmagn og vélbúnað) mun greiðslumiðlun innan kerfisins virka, þó hún verði sífellt tafsamari. En hvað gerist þegar það er ekki lengur raunin? Að hluta er það leyst með sífellt nýjum rafmyntum en hvaða afleiðingar hefur það?
Munu stjórnvöld sætta sig við að verja orku í þetta samhliða aukinni raforkuþörf heimsins og kröfu um orkuskipti (aukin þörf á rafmagni meðan loka þarf óhreinum orkuverum)?

Það er líka ágætt að hafa í huga að í lágvaxtaumhverfi verða ýmsir fjárfestingakostir aðlaðandi sem ekki væru það annars. Sjáum hvað gerist núna þegar vextir hækka á ný og seðlabankar fara að draga úr innspýtingu fjármagns í fjármálamarkaði.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 16. Jan 2022 12:13

TLDR útgáfan af greininni eins og ég les hana: kallar rafmyntir Píramíta svindl sem þykjast vera gjaldmiðlar, Crypto fantasían er hönnuð til þess að laða fólk inní kerfi sem er ótrúlega óhagkvæmt (orkulega og vélbúnaðarlega séð) og mun oft valda því að meðal manneskjan tapar peningi sem hún setti í þetta fantasíu kerfi.

Ég er sammála því að rafmyntir eru ekki gjaldmiðill (ennþá) , orkulega og vélbúnaðarlega séð þá á þetta eflaust eftir að skána (mér sýnist það vera að gerast í einhverjum rafmyntum á þessum markaði). Fólk tapar líka á að fjárfesta í hlutabréfum og heimskulegum startup hugmyndum þannig að fyrir mér er frekar hægt að líkja þessu við sem einhvers konar Startup fantasíu heim. Skil hins vegar ágætlega að fyrirtæki ákveði að það sé ekkert endilega góð hugmynd að tengja sitt vörumerki við að taka á móti einhvers konar rafmyntum ef það getur komið í bakið á þeim. Að afskrifa blockchain sem tækni finnst mér persónulega frekar djúpt í árina tekið.


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf depill » Sun 16. Jan 2022 12:29

Hjaltiatla skrifaði:Að afskrifa blockchain sem tækni finnst mér persónulega frekar djúpt í árina tekið.


Mér fannst samt Jón ekki vera gera það. Ég skal játa
1. Ég hef fjárfest í Bitcoin og öðrum rafmyntum
2. Ég bara er ekki að sjá núverandi Proof of Work, Proof of Stake, Proof of Capacity ná rafmagnsnotkuninni niður í einhversstaðar remotely þannig það meiki sense. Það er erfitt að réttlæta að orkukostnaður financial transactiona fari uppí heiminum, þegar við erum að reyna berja hann niður annars staðar.
3. Talað er um að Ethereum transaction noti 209.13 kWh á móti 100.000 VISA transaction noti 148 kWh. Þetta ætti að invalidatea öll þessi minni use-case af núverandi major crypto currencies og de-centralized ledgers og orkunotkunin verður að vera þangað sem þróunin í þessum crypto currenncies verður að fara til að þetta verður viable. Í raun og veru ættu markmiðið að vera undir VISA transactionum.

Sagt það er ég að taka ágætlega undir með Jóni þannig séð.

Hins vegar hef ég ágætis trú á blockchain sem tækni, ég held það séu mörg use-case úti sem er hreinlega öruggari og betri heldur enn við höfum verið að nota þar sem að blockchain muni virka og í einhverjum tilvikum ekki á kostnaði



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 16. Jan 2022 12:41

depill skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Að afskrifa blockchain sem tækni finnst mér persónulega frekar djúpt í árina tekið.


Mér fannst samt Jón ekki vera gera það. Ég skal játa


Það er rétt hann kom ekkert inná það í greininni hvaða skoðun hann hefur almennt á Blockchain.
En það var komin einhver almennari umræða um Blockchain inní þráðinn ;)


Just do IT
  √

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Revenant » Sun 16. Jan 2022 13:26

Ég held að vandamálið í dag er að fólk horfir á Bitcoin/Ethereum og aðrar rafmyntir sem fjárfestingu frekar en sem gjaldmiðil til daglegra nota.
Þeim er alveg sama hversu "skítug" fjárfestingin er.

Mjög lágt vaxtastig (jafnvel neikvætt) og há verðbólga ýtir fólk í áhættusamari fjárfestingar til að dekka verðbólgu.

Tek sem dæmi tölur frá BNA fyrir 2021:
  • Innlánsvextir eru um 0.5%
  • 10 ára vextir ríkisskuldabréfa eru um 1,25%
  • Ársverðbólga er 6,2%
  • Húsnæðisverð hefur hækkað um 10-30% (mismunandi milli svæða)
  • S&P vísitalan hækkaði um 26,9%
  • Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 45%
Á sama tíma hækkaði verðgildi Bitcoin um 60% (1. jan 2021 til 1 jan 2022).

Fjárfesting í hlutabréfum og rafmyntum er því "no-brainer" fyrir fólk til að peningurinn sinn haldi verðgildi sínu þrátt fyrir áhættu.

Það má því segja að vinsældir rafmynta sé af einhverju leiti afleiðing af þeim aðstæðum sem eru í heiminum í dag.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Dropi » Mán 17. Jan 2022 09:02

JónSvT skrifaði:Sumir keppinautar okkar eru hrifnir af crypto. Það er ekki ég og þannig varð þessi blog til. Hvað finnst ykkur?

https://vivaldi.com/blog/why-vivaldi-will-never-create-thinkcoin/

Ég er sammála þessari grein og hef alltar verið skeptískur á allt crypto, meira hef ég ekki að segja. Ef spilaborgin hrynur græt ég hana ekki neitt.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf JónSvT » Mán 17. Jan 2022 12:20

Dropi skrifaði:
JónSvT skrifaði:Sumir keppinautar okkar eru hrifnir af crypto. Það er ekki ég og þannig varð þessi blog til. Hvað finnst ykkur?

https://vivaldi.com/blog/why-vivaldi-will-never-create-thinkcoin/

Ég er sammála þessari grein og hef alltar verið skeptískur á allt crypto, meira hef ég ekki að segja. Ef spilaborgin hrynur græt ég hana ekki neitt.


Já, sumir hafa verið að líkja crypto við Internetið, sem mér finnst bara fáranlegt. Að crypto sé jafn mikik uppfinning og netið. Ef crypto hyrfi á morgun, þá skipti það mjög litlu máli. Ef netið hyrfi, þá myndi það auðvitað vera mikið meira mál.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf ekkert » Mán 17. Jan 2022 21:27

Crypto gæti verið bylting fjárkerfisins, truflun fjármálaheimsins, alsaklaust loftslagsbreytinga og kolefnisjafnað sjálft sig þrennsum en mér finnst samt ekki eins og að ég þurfti að vera með veski innibyggt í vafra.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi segir nei hvað varðar crypto

Pósturaf Dropi » Þri 18. Jan 2022 11:24

ekkert skrifaði:Crypto gæti verið bylting fjárkerfisins, truflun fjármálaheimsins, alsaklaust loftslagsbreytinga og kolefnisjafnað sjálft sig þrennsum en mér finnst samt ekki eins og að ég þurfti að vera með veski innibyggt í vafra.

Það versta er að þetta er allt hægt, en græðgin er þannig að það borgar sig ekki. Crypto myndi sennilega virka flott í star trek þar sem enginn býr við skort og græðgi þekkist varla. En í heiminum okkar í dag hef ég litla von um að þetta endi vel.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS