Linux stýrikerfi


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Linux stýrikerfi

Pósturaf Tóti » Fim 13. Jan 2022 19:35

Ef maður vill prófa Linux þá er boðið uppá 25 stýrikerfi ekki satt. https://www.linux.org/pages/download/
Hvað er best að prófa fyrir nýgræðing í Linux.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf TheAdder » Fim 13. Jan 2022 19:39

Ég myndi persónulega mæla með Pop!-OS (https://pop.system76.com). Það er byggt á Ubuntu sem er mjög stabílt almennt og mín reynsla af því hefur verið góð.
Sérstaklega af því þú getur náð í Nvidia útgáfu sem er með driverana tilbúna.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 13. Jan 2022 20:50

Ubuntu
Annars skiptir ekki öllu máli hvar þú byrjar ef þú áttar þig á því að þú getur skipt út DE umhverfi án þess að reinstalla öllu.
Einnig geturu haft /home svæði á sér partition ef þú ert að plana að distro hoppa þá þarftu ekki að setja allt upp frá grunni.


Just do IT
  √


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Tóti » Fim 13. Jan 2022 21:06

Ok var að spá að geta valið á milli win11 eða Linux í ræsingu á milli stýrikerfa í ræsingu eftir uppsetningu á Linux. Þarf ég þá ekki að setja upp linux á nýtt snið á nýju drifi sem er skrifað fyrir það.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 13. Jan 2022 21:11

Tóti skrifaði:Ok var að spá að geta valið á milli win11 eða Linux í ræsingu á milli stýrikerfa í ræsingu eftir uppsetningu á Linux. Þarf ég þá ekki að setja upp linux á nýtt snið á nýju drifi sem er skrifað fyrir það.

Persónulega Myndi ég ekki standa í því því það á til að brotna.Windows partition getur verið með stæla.
WSL2 og Ubuntu er alveg þrusu fínt


Just do IT
  √

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf SolidFeather » Fim 13. Jan 2022 21:15

Blessaður vertu installaðu bara virtualbox á windows vélina og leiktu þér í linux þar inni, það er mjög einfalt. Mér fannst Linux Mint fínt í gamla daga en Ubuntu er auðvitað klassík.
Síðast breytt af SolidFeather á Fim 13. Jan 2022 21:16, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Tóti » Fim 13. Jan 2022 21:18

SolidFeather skrifaði:Blessaður vertu installaðu bara virtualbox á windows vélina og leiktu þér í linux þar inni, það er mjög einfalt. Mér fannst Linux Mint fínt í gamla daga en Ubuntu er auðvitað klassík.

Prófa það en gott að fá innlegg með þetta allt saman ;)
Síðast breytt af Tóti á Fim 13. Jan 2022 21:19, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf CendenZ » Fim 13. Jan 2022 21:25

Af fenginni reynslu myndi ég alla daga, allan daginn, prófa fyrst Linux Mint. Svo þægilegt, öflugt og hellings support :happy




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Gislinn » Fim 13. Jan 2022 21:44

Góður byrjunarpunktur er t.d. Ubuntu og Mint.

En hvað viltu helst gera í Linux? Ef þú vilt prófa með grafísku viðmóti (basically sem windows replacement) þá mæli ég með VirtualBox til að prófa þig áfram. Ef þú ert bara að leita eftir að læra á command línur og eitthvað slíkt en þarft ekki grafískt viðmót þá er WSL (windows subsystem for linux) fínt. Þar getur þú sett upp Linux skel innan windows. Ferð bara í windows store og sækir þar t.d. ubuntu (getur líka valið SUSE, Debian og eflaust eitthvað meira).


common sense is not so common.


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 504
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 13. Jan 2022 21:56

Hjaltiatla skrifaði:
Tóti skrifaði:Ok var að spá að geta valið á milli win11 eða Linux í ræsingu á milli stýrikerfa í ræsingu eftir uppsetningu á Linux. Þarf ég þá ekki að setja upp linux á nýtt snið á nýju drifi sem er skrifað fyrir það.

Persónulega Myndi ég ekki standa í því því það á til að brotna.Windows partition getur verið með stæla.
WSL2 og Ubuntu er alveg þrusu fínt


Sammála síðasta ræðumanni. Ég er löngu hættur að setja upp dual-boot af einum og sama diskinum.
Það er ekki nógu einfalt í utanumhaldi til að það svari erfiði.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf einarhr » Fim 13. Jan 2022 21:57

Linux Mint eða Ubuntu klárlega


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Viggi » Fim 13. Jan 2022 23:49

Keyri Zorin OS í vmware sem lúkkar svipað og windows. hef leikið mér með ansi mörg distros og enda alltaf á ubuntu based distrounum ubuntu,mint eða eithvað þvíumlíkt


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 504
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Sinnumtveir » Fös 14. Jan 2022 02:35

Ég er og hef oftast verið með Fedora. Prófaði Mint um tíma en gafst upp á hve seint og illa nýjustu útgáfur af allskonar hugbúnaði voru tiltækar.

Með Fedora er beisiklí aldrei skortur á nýjasta stöffi. Mínusinn er að þurfa að uppfæra uþb innan eins árs. Kannski prófa ég CentOS Stream við tækifæri.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf jonfr1900 » Fös 14. Jan 2022 03:49

Prufa þá útgáfu sem þú vilt nota fyrst með Live CD eða Sýndartölvu. Annars ef þú vilt eitthvað stöðugt þá er betra að vera með FreeBSD, NetBSD eða OpenBSD.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf CendenZ » Fös 14. Jan 2022 08:51

Sinnumtveir skrifaði:Ég er og hef oftast verið með Fedora. Prófaði Mint um tíma en gafst upp á hve seint og illa nýjustu útgáfur af allskonar hugbúnaði voru tiltækar.

Með Fedora er beisiklí aldrei skortur á nýjasta stöffi. Mínusinn er að þurfa að uppfæra uþb innan eins árs. Kannski prófa ég CentOS Stream við tækifæri.


Það er einmitt eitt af grunngildum Mint, þetta er stabílt.

Under the hood, you'll find the Linux kernel 5.4.0-92 and Linux firmware 1.187. For its foundation, Mint is still based on Ubuntu 20.04. Looking ahead, Mint has no plans to move off of Ubuntu 20.04 until 2023. Unlike Fedora, Linux Mint is not a cutting-edge distribution. It prioritizes stability over experimentation.


Það er einmitt mergur málsins fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref, þetta þarf nefnilega að virka out of the box. Um leið og skjákortið virkar ekki, hljóðkortið, netkortið osfr virkar ekki þá gefst maður upp eftir

Ég er búinn að vera mæla með mint síðan 2007 og held ég hætti því ekki :lol:



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Dropi » Fös 14. Jan 2022 09:03

TheAdder skrifaði:Ég myndi persónulega mæla með Pop!-OS (https://pop.system76.com). Það er byggt á Ubuntu sem er mjög stabílt almennt og mín reynsla af því hefur verið góð.
Sérstaklega af því þú getur náð í Nvidia útgáfu sem er með driverana tilbúna.

Ég tek undir þetta, notaði alltaf Ubuntu sem go to í mörg mörg ár þangað til ég kynntist Pop! OS. Hef notað það í 2 ár á fartölvunni minni sem er Nvidia/Intel HD og það var 0 vesen í Pop. Þeir sjá um drivera og power management miklu miklu betur heldur en ég gat nokkurntímann gert sjálfur í Ubuntu.

Pop er líka bara mjög smooth og user friendly.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 14. Jan 2022 09:07

jonfr1900 skrifaði:Prufa þá útgáfu sem þú vilt nota fyrst með Live CD eða Sýndartölvu. Annars ef þú vilt eitthvað stöðugt þá er betra að vera með FreeBSD, NetBSD eða OpenBSD.

Það hlaut að koma einn Júdas með horn inní umræðuna og læða inn meðmæli með BSD :megasmile


Just do IT
  √

Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf kusi » Fös 14. Jan 2022 10:04

Það er svo sem ekki margt fleira til að bæta við það sem aðrir hafa sagt hér á undan. Þau kerfi sem oftast hafa verið nefnd, Ubuntu, Mint, PopOS og Fedora eru öll góð byrjendakerfi.

Ekki láta það rugla þig um of hversu mörg Linux distroin eru. Vanir Linux notendur þekkja ekkert endilega öll þessi kerfi. Allir og amma þeirra geta búið til sitt eigið distro og það eru sífellt að koma ný kerfi - og einhver að hverfa af sjónarsviðinu.

Það sem þú þarft að vita er að í grunninn eru þetta "fjölskyldur" af kerfum sem eru oft mjög náskyld og lík innbyrðis. Hver fjölskylda er byggð á einhverju "grunn kerfi" sem önnur kerfi eru svo byggð af. Grunn kerfið er þá oftast með nýrri pakka eða fær uppfærslur fyrr en afleiðan er þá á móti kannski meira fínpússuð eða stöðug. Þrjár helstu fjölskyldurnar eru þessar (grunn kerfið fremst og svo listi yfir afleiður) :

Debian: Debian > Ubuntu > Linux Mint, PopOS, Zorin, elementary OS, .... möööörg fleiri.
Sem byrjandi væri líklega betra að velja Ubuntu eða afleiður þess frekar en Debian sjálft. Hér er um mikinn skóg af distroum að ræða, hvert með sitt sérkenni en þar sem öll þessi kerfi eru í raun Ubuntu með einhverjum "smávægilegum" breytingum eða stillingum þá gildir oftast það sama um þau öll. Ég myndi halda að stærstur hluti almennra notenda væri með eitthvert þessara kerfa og ef þú lendir í vandræðum er því mikið um aðstoð á netinu. Þá ættirðu að geta fundið flest forrit tilbúin til uppsetningar fyrir þessi kerfi (þ.e. tilbúin sem .deb pakkaskrá). Finndu eitthvað kerfi sem er með útlit og "anda" sem þú fílar, hvert það er skiptir ekki öllu máli. Horfðu í það hvort kerfið hafi verið til um einhvern tíma og sé í virkri þróun svo þú endir ekki með eitthvað "draugakerfi". PopOS og Mint, sem og Ubuntu sjálf, ættu að vera solid kostir.

Fedora: Fedora > CentOS Stream > Redhat > Puppy Linux, Oracle Linux, Alma Linux, Scientific Linux frá CERN og CentOS (ekki Stream)
Fedora og afleiður þeirra hafa meiri "enterprise" fíling - enda er það í grunninn þróað undir hatti Redhat fyrirtækisins. Afleiður Fedora eru fyrst og fremst notaðar á vefþjónum eða í stórum stofnunum (hugsaðu Nasa, Cern, bandaríska varnarmálaráðuneytið). Þróun Gnome umhverfisins og Fedora haldast að miklu leyti í hendur svo ef þú vilt fá "vanilla" Gnome kerfi er þetta fyrir þig. Það er oft minna um leiðbeiningar og aðstoð fyrir Fedora en fyrir Ubuntu kerfin svo það er um margt ekki alveg jafn byrjendavænt. Fedora kemur með innbyggðu "öryggiskerfi" sem heitir SELinux sem gæti skapað þér vandræði en á móti ef þú þarft að uppfylla opinberar öryggisvottanir (t.d. DISA STIG) er Redhat kerfið fyrir þig.

Suse ("Slackware"): SUSE > SLES > OpenSUSE
Suse á rætur sínar að rekja til Þýskalands og er með mjög stóran notendahóp þar. Ef þú fílar KDE umhverfið gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.

Síðan eru til aðrar fjölskyldur og distro sem ég myndi segja að væru ekki sérlega hentug fyrir byrjendur (Arch, Gentoo, Alpine...). Nema þú hafir sérstakan áhuga á að vinna "undir húddinu" á kerfinu eða ert með einhverjar mjög sérstakar þarfir þá væri gott að láta þessi kerfi eiga sig í bili.


Ég hef fiktað í Linux kerfum í rúm 20 ár (byrjaði með Redhat, Slackware og Gentoo). Notaði Ubuntu sem "daily driver" í fjöldamörg ár því það var það kerfi sem einfaldlega virkaði best fyrir desktop notendur á þeim tíma. Skipti yfir í Fedora fyrir nokkrum árum síðan eftir að mér fannst ég hafa "vaxið upp úr" Ubuntu.

En, velkomin(n) í Linux notendahópinn, vona að þetta gangi vel hjá þér :)

Væri forvitnilegt að vita hvernig þú hafðir hugsað þér að nota Linux? Tölvuleikir? Vefráp? Forritun? Tölfræðivinnsla?




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf JReykdal » Fös 14. Jan 2022 10:06

Sinnumtveir skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
Tóti skrifaði:Ok var að spá að geta valið á milli win11 eða Linux í ræsingu á milli stýrikerfa í ræsingu eftir uppsetningu á Linux. Þarf ég þá ekki að setja upp linux á nýtt snið á nýju drifi sem er skrifað fyrir það.

Persónulega Myndi ég ekki standa í því því það á til að brotna.Windows partition getur verið með stæla.
WSL2 og Ubuntu er alveg þrusu fínt


Sammála síðasta ræðumanni. Ég er löngu hættur að setja upp dual-boot af einum og sama diskinum.
Það er ekki nógu einfalt í utanumhaldi til að það svari erfiði.


Wait what?

Hef verið með það þannig í 20 ár og get talið á fingrum annarar handar lélegs smiðs hversu oft ég hef lent í veseni með það.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Hvati » Fös 14. Jan 2022 16:29

Ég fór í að leika mér að Arch eftir að hafa notað Debian og Ubuntu á mismunandi vélum. Arch er góður kostur því það er rosalaga mikið af skjölun um ýmsa hluti sem koma upp eða hluti sem þú vilt geta breytt/stillt. Ég skipti síðan í Artix sem byggir á Arch en notar ekki Systemd sem init system heldur aðra valkosti. Síðan fór ég í að nota window manager í stað desktop umhverfi, notaði dwm og það er frábært. Það er hægt að stilla mjög mikið en er kannski ekki fyrir byrjendur.
Annar kostur við Arch er user repository (AUR) þar sem er að finna ansi mikið af forritum til viðbótar við það sem er í pacman. Síðan er komið install script sem auðveldar uppsetningu, en uppsetningin er ekkert mál ef þú getur fylgt leiðbeiningum.




Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Tóti » Fös 25. Mar 2022 19:02

kusi skrifaði:Það er svo sem ekki margt fleira til að bæta við það sem aðrir hafa sagt hér á undan. Þau kerfi sem oftast hafa verið nefnd, Ubuntu, Mint, PopOS og Fedora eru öll góð byrjendakerfi.

Ekki láta það rugla þig um of hversu mörg Linux distroin eru. Vanir Linux notendur þekkja ekkert endilega öll þessi kerfi. Allir og amma þeirra geta búið til sitt eigið distro og það eru sífellt að koma ný kerfi - og einhver að hverfa af sjónarsviðinu.

Það sem þú þarft að vita er að í grunninn eru þetta "fjölskyldur" af kerfum sem eru oft mjög náskyld og lík innbyrðis. Hver fjölskylda er byggð á einhverju "grunn kerfi" sem önnur kerfi eru svo byggð af. Grunn kerfið er þá oftast með nýrri pakka eða fær uppfærslur fyrr en afleiðan er þá á móti kannski meira fínpússuð eða stöðug. Þrjár helstu fjölskyldurnar eru þessar (grunn kerfið fremst og svo listi yfir afleiður) :

Debian: Debian > Ubuntu > Linux Mint, PopOS, Zorin, elementary OS, .... möööörg fleiri.
Sem byrjandi væri líklega betra að velja Ubuntu eða afleiður þess frekar en Debian sjálft. Hér er um mikinn skóg af distroum að ræða, hvert með sitt sérkenni en þar sem öll þessi kerfi eru í raun Ubuntu með einhverjum "smávægilegum" breytingum eða stillingum þá gildir oftast það sama um þau öll. Ég myndi halda að stærstur hluti almennra notenda væri með eitthvert þessara kerfa og ef þú lendir í vandræðum er því mikið um aðstoð á netinu. Þá ættirðu að geta fundið flest forrit tilbúin til uppsetningar fyrir þessi kerfi (þ.e. tilbúin sem .deb pakkaskrá). Finndu eitthvað kerfi sem er með útlit og "anda" sem þú fílar, hvert það er skiptir ekki öllu máli. Horfðu í það hvort kerfið hafi verið til um einhvern tíma og sé í virkri þróun svo þú endir ekki með eitthvað "draugakerfi". PopOS og Mint, sem og Ubuntu sjálf, ættu að vera solid kostir.

Fedora: Fedora > CentOS Stream > Redhat > Puppy Linux, Oracle Linux, Alma Linux, Scientific Linux frá CERN og CentOS (ekki Stream)
Fedora og afleiður þeirra hafa meiri "enterprise" fíling - enda er það í grunninn þróað undir hatti Redhat fyrirtækisins. Afleiður Fedora eru fyrst og fremst notaðar á vefþjónum eða í stórum stofnunum (hugsaðu Nasa, Cern, bandaríska varnarmálaráðuneytið). Þróun Gnome umhverfisins og Fedora haldast að miklu leyti í hendur svo ef þú vilt fá "vanilla" Gnome kerfi er þetta fyrir þig. Það er oft minna um leiðbeiningar og aðstoð fyrir Fedora en fyrir Ubuntu kerfin svo það er um margt ekki alveg jafn byrjendavænt. Fedora kemur með innbyggðu "öryggiskerfi" sem heitir SELinux sem gæti skapað þér vandræði en á móti ef þú þarft að uppfylla opinberar öryggisvottanir (t.d. DISA STIG) er Redhat kerfið fyrir þig.

Suse ("Slackware"): SUSE > SLES > OpenSUSE
Suse á rætur sínar að rekja til Þýskalands og er með mjög stóran notendahóp þar. Ef þú fílar KDE umhverfið gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.

Síðan eru til aðrar fjölskyldur og distro sem ég myndi segja að væru ekki sérlega hentug fyrir byrjendur (Arch, Gentoo, Alpine...). Nema þú hafir sérstakan áhuga á að vinna "undir húddinu" á kerfinu eða ert með einhverjar mjög sérstakar þarfir þá væri gott að láta þessi kerfi eiga sig í bili.


Ég hef fiktað í Linux kerfum í rúm 20 ár (byrjaði með Redhat, Slackware og Gentoo). Notaði Ubuntu sem "daily driver" í fjöldamörg ár því það var það kerfi sem einfaldlega virkaði best fyrir desktop notendur á þeim tíma. Skipti yfir í Fedora fyrir nokkrum árum síðan eftir að mér fannst ég hafa "vaxið upp úr" Ubuntu.

En, velkomin(n) í Linux notendahópinn, vona að þetta gangi vel hjá þér :)

Væri forvitnilegt að vita hvernig þú hafðir hugsað þér að nota Linux? Tölvuleikir? Vefráp? Forritun? Tölfræðivinnsla?

Setti upp Linux Mint á mína fartölvu Asus X53S er gömul en svínvirkar og kemur bara vel út fljót í ræsingu og á bara eftir skoða og fikta meira.
Síðast breytt af Tóti á Fös 25. Mar 2022 19:06, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 27. Mar 2022 10:37

Tóti skrifaði:Setti upp Linux Mint á mína fartölvu Asus X53S er gömul en svínvirkar og kemur bara vel út fljót í ræsingu og á bara eftir skoða og fikta meira.

Vel gert , sjálfur er ég með Thinkpad T460 uppsetta með Ubuntu í alls konar fikt. Mæli með að reyna að nota þá vél alfarið meðan þú ert að læra á stýrikerfið (Sjálfur gerði það í eitt ár og lærði ýmislegt á þeim tíma). Í dag er ég meira að hólfa mína linux notkun eftir hentisemi (vitandi það að Windows er ekki beint besta stýrikerfið hvað varðar privacy sem er mitt daily driver stýrikerfi sem ég nota).
Mjög gott að vera t.d með Tails á USB lykli ef maður þarf að sýsla með Heimabankastöff og jafnvel versla Crypto og þess háttar (öll vinnsla keyrandi í vinnsluminni og hverfur af vélinni þegar þú loggar þig út).


Just do IT
  √

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6485
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf gnarr » Þri 29. Mar 2022 13:24

Tóti skrifaði:...þá er boðið uppá 25 stýrikerfi ekki satt.


ó nei.. langt því frá.

það eru yfir 300 distro í virkri þróun í dag og svo lsatti af distro'um sem eru hálf dauð eða dauð.

Mynd


"Give what you can, take what you need."