Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi


Höfundur
valtyr
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 25. Okt 2020 12:29
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Pósturaf valtyr » Fim 13. Jan 2022 17:56

Ég er að skipta um router og fæ ekki nettengingu í gegn um ljósleiðaraboxið mitt (langa hvíta frá Gagnaveitunni). Mig minnir að það sé eitthvað limit á fjölda MAC-addressa sem má tengjast beint inn í boxið, en man ómögulega hvernig maður kemst inn í viðmótið til að eyða gömlum út.

Er þetta ekki á einhverri fastri IP-tölu ef maður tengist beint við boxið með ethernet snúru?

Man þetta einhver? :lol:
Síðast breytt af valtyr á Fim 13. Jan 2022 17:57, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 3900X :arrow: RTX 3070 Gaming OC :arrow: LG 32UD99-W 32'' 4K HDR10


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Pósturaf Vaktari » Fim 13. Jan 2022 18:09

Ert eflaust fljótari að hafa bara samband við fjarskiptafyrirtækið og láta þá græja þetta bara.
Annars voru 2 linkar sem maður gat farið i gegnum með þá user og pass að mig minnir.
Hvort það sé ennþá möguleiki hef ég ekki hugmynd um.
Síðast breytt af Vaktari á Fim 13. Jan 2022 18:09, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Pósturaf emmi » Fim 13. Jan 2022 18:24

Þú getur tengt 2 routera við ljósleiðaraboxið. En þú verður að hafa samband við þjónustuaðilann þinn, þeir eru búnir að loka fyrir það að notendur geti gert þetta sjálfir.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Pósturaf audiophile » Fim 13. Jan 2022 18:25

Held að það sé löngu búið að loka á síðuna til að fiffa þetta sjálfur. Ég sendi bara MAC á netspjallið hjá Vodafone þar sem ég er í viðskiptum og þeir græja það alltaf mjög fljótt.


Have spacesuit. Will travel.


oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Pósturaf oskarom » Fim 13. Jan 2022 20:09

Sama með Nova, græja það alltaf eins og skot




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Pósturaf kjartanbj » Fim 13. Jan 2022 22:28

Þetta var tekið út af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, minnir að það hafi eitthvað átt að koma í staðin en svo hefur þetta bara verið látið í hendur netveitana með tilheyrandi veseni og ónæði