appel skrifaði:Myndi alltaf vilja sjá þetta fyrst, finnst of dýr pakki bara til að "prófa".
Er með 43" dell monitor í dag sem mér finnst þrusugóður, 4k@60hz.
En ef ég ætla í 48" oled á 4k@120hz þá þarf ég einnig að kaupa mér nýtt skjákort, sem þýðir um 100 þús kr. aukalega.
Þannig að það er pakki sem kostar 300 þús kr.
En "seeing is believing", myndi alveg vilja sjá þetta í action í desktop mode fyrst. Allar þessar búðir eru bara að keyra þessi HDR demo reels á loopu og bjóða þér ekki að prófa neitt annað content, t.d. ekki einu sinni netflix, þannig að maður veit ekkert hvað maður er að kaupa.
Seeing is believeing er mjög satt. Þetta er hellings peningur en ég sé ekki eftir krónu og á rosalega erfitt með að trúa að þetta myndi valda nokkrum manni vonbrigðum. Þetta ER sjónvarp, svo maður þarf að díla við stillingar og svoleiðis, en það er ekkert sem gott nörd er ekki ok með.
dadik skrifaði:Longshanks skrifaði:Sá þennan þráð og skellti mér á 48" C1 fyrir skrifborðið, hef þrjóskast við lengi og talið 48" of stórt, ég hafði svo rangt fyrir mér því þetta er algjör draumur, takk op!
Hvað ertu að sitja langt frá skjánum - er þetta bara standard skrifborð?
(ég er með svona sjónvarp fyrir PS5 - þetta er stórkostleg græja)
Ég er með stórt skrifborð, en ekkert afbrigðilega stórt. Það er armslengd frá mér almennt, ~80cm, svipað og JVJV.
Fletch skrifaði:voru flott tæki/monitors kynntir núna CES
LG er að koma með 42" útgáfu af OLED sem mun henta betur sem pc monitor/desktop
svo kynnti Samsung QD-OLED panela og bæði Samsung og Alienware kynntu 34" ultrawide QD-OLED panel'a
bíð spenntur eftir að sjá þetta allt og verð
48" er alveg merkilega ekki of stórt til að sitja beint fyrir framan, finnst mér allavega. Þetta tekur alveg dass af plássi, en er alls ekki eitthvað brjálað.
JVJV skrifaði:Kominn með smávegis reynslu núna af C1, hingað til mjög sáttur, þetta er svo fallegt tæki og góð mynd í því. Búinn að taka nokkur kvöld í Battlefield og það er bara snilld. Halo Infinite hefur mér ekki tekist að stilla þannig að ég sé sáttur samt, eitthvað óþægilegt við að spila hann, hlýt að geta fundið út úr því. Strákurinn hæstánægður með stærðina þegar hann spilar Fortnite og Bloons. Var með 2x 27" skjái á undan þessu, þá var eiginlega aldrei neitt pláss á borðinu en núna er hægt að láta þetta lúkka mikið betur finnst mér. Svo er ég búinn að setja upp allar streymisveitur á þessu þannig að það er hægt að grípa í þetta sem tv í neyð.
Taskbarinn mun líklega brenna á skjáinn ef þú ert ekki með hann í auto-hide... eða þú skellir öðrum þessara 27" skjáa á arm hægramegin
. Ertu ekki líka örugglega með desktop bakgrunninn á slideshow?
En samt svona til að segja það oft. Þau burn-in tilfelli sem ég hef séð voru hjá fólki sem voru að keyra OLED light í 70+ allan daginn í skrifstofuvinnu. Passið OLED light og super static element eins og taskbar og þið verðið góðir.