Sælir.
Vantar smá ráðleggingu. Er að reyna fyrst að skítmixa ekki of ljóta lausn án þess að eyða miklum pening og áður en ég næ í smið sem kann til verka. Vandamaður er með rosa skemmtilega útidyrahurð sem lekur inn vatni þegar mikil rigning fer sama við kröftuga óhagstæða átt.
Hér er þverskurðarteikning (úr MS Paint, ekki hlægja að mér, bara með mér!):
Vandinn er sá að vatnið lekur niður hurðina og á þröskuldinn og svo kemur vindhviða og þrýstir vatninu niður á milli þéttilistans sem fyrir er og þröskuldarins. (Hönnunin á stigaganginum er örugglega ekki að draga úr krafti hviðanna.) Ég get ekki bætt við þéttingu á milli þéttilistans og þröskuldarins því þá verður ómögulegt að loka og læsa hurðinni.
Það eru ca. 15mm frá hurð og niður í þröskuld sem ég þarf að vatns- og/eða vindverja, þ.a. ég var að velta fyrir mér einhverju svona til að festa niður á þröskuldinn (lausn A):
https://bilasmidurinn.is/vefverslun/gummilistar/gummisleikja-16x14/
Þetta þarf samt að virka eins og bílrúðuþurrka sem sveigist í báðar áttir. Veit ekki hvort þessi listi sé hannaður til þess.
En þá er spurning hvernig ég get fest listann niður á þröskuldinn sem er úr áli. Er til nógu sterkt lím sem þolir veðráttuna og opnun/lokun á hurðinni, eða get ég skrúfað listann niður?
Ef þessi lausn er ópraktísk þá er ég að láta mér detta í hug að festa e-k 'dúkstrípu' neðst á hurðina (lausn B) og láta lafa niður þ.a. hún vindverji og valdi ekki vandræðum við að opna og loka hurðinni.
Er ég á réttri leið?
Gúmmílisti á þröskuld
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gúmmílisti á þröskuld
Er ekki vatnsbretti neðst á hurðinni?
- Viðhengi
-
- 264097A5-15B2-4905-B77D-F74D701933EC.jpeg (288.35 KiB) Skoðað 5769 sinnum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 594
- Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: Gúmmílisti á þröskuld
Nei, ekkert svoleiðis til staðar.
Samt alveg spurning um að skoða vatnsbretti, en þá þarf 'tungan' að vera nokkuð löng því þröskuldurinn liggur alveg 45mm frá hurðinni.
Samt alveg spurning um að skoða vatnsbretti, en þá þarf 'tungan' að vera nokkuð löng því þröskuldurinn liggur alveg 45mm frá hurðinni.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gúmmílisti á þröskuld
Þá á að vera gat í þröskuldinum sem hleypir vatninu út. Gæti verið stíflað.
- Viðhengi
-
- 627F82C9-28A1-4956-A471-B6077A64905F.jpeg (962.68 KiB) Skoðað 5705 sinnum
-
- 2C2275D1-C8E0-448C-90E7-CA85C87953BA.jpeg (1.06 MiB) Skoðað 5705 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Mán 10. Jan 2022 20:11, breytt samtals 1 sinni.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 594
- Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: Gúmmílisti á þröskuld
Það gæti útskýrt margt.
Ég sprautaði vatni og lofti í gegnum öll götin áðan.
Mér sýndist allt fara í gegn.
Ég ætla allavega að hugsa þetta upp á nýtt. Og mögulega koma fyrir einhverjum gúmmí eða sílikonlista á þröskuldinn þó hann nái ekki alveg upp að hurðinni. Vil hindra að sem mest vatn komist svona langt.
Ég sprautaði vatni og lofti í gegnum öll götin áðan.
Mér sýndist allt fara í gegn.
Ég ætla allavega að hugsa þetta upp á nýtt. Og mögulega koma fyrir einhverjum gúmmí eða sílikonlista á þröskuldinn þó hann nái ekki alveg upp að hurðinni. Vil hindra að sem mest vatn komist svona langt.