Fartölvupælingar


Höfundur
steini_magg
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Fartölvupælingar

Pósturaf steini_magg » Mið 05. Jan 2022 17:45

Góðan daginn

Ég er að fara í viðskiptafræðina í haust og hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi/þurfi að uppfæra fartölvuna mína. Hún verður þá orðin 5 ára gömul og er orðin kannski pínu þreytt en hún virkar þó. Ég hef spá hvort maður þurfi ekki að vera með fartölvu með talnaborði í svona nám sem mikil stærðfræði er? Og hvaða framleiðundur (og þá línu framleiðanda eins og XPS hjá Dell) mæli þið með fyrir létta og semi ódýra fartölvu?




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvupælingar

Pósturaf TheAdder » Mið 05. Jan 2022 18:23

Ein ráðlegging í sambandi stærðfræði nám, LibreOffice og þeirra equation editor er MS Office fremri að öllu leyti.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1350
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvupælingar

Pósturaf Klemmi » Mið 05. Jan 2022 20:29

Þetta eru svona síurnar sem ég myndi horfa á:
https://laptop.is/9040C

Nenni ekki að fara ítarlega út í af hverju ég hef ákveðna framleiðendur ekki með, einfalda svarið er að ég hef betri reynslu af sumum merkjum en öðrum og ætla ekkert að diskútera það frekar :oops:

Í þessum lista, í sæmilega ódýrari kantinum, þá myndi ég fara og skoða þessa, sem er á tilboði:
https://tl.is/product/x413ea-fhd-i5-far ... -256gb-ssd

Svo myndi ég kaupa strax góða þráðlausa mús, og góða fartölvutösku / bakpoka.
Síðast breytt af Klemmi á Mið 05. Jan 2022 20:30, breytt samtals 2 sinnum.




davidsb
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvupælingar

Pósturaf davidsb » Mið 05. Jan 2022 20:56

Finnst þessi helvíti öflug fyrir þennan pening,færð penna líka ef þú vilt frekar glósa með penna frekar en að pikka á lyklaborðið.
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skjair/Fartolvur/Lenovo-IdeaPad-Flex-5-fartolva-14%22-FHD-snertiskjar-Ryzen-5-16GB-512GB/2_27240.action




KLyX
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 17. Feb 2007 12:17
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvupælingar

Pósturaf KLyX » Fim 06. Jan 2022 08:42

Fyrir viðskiptafræðina er alveg pæling að skoða vél með talnaborði, vinnur slatta með tölur og alveg hell að gera það án talnaborðs.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvupælingar

Pósturaf dadik » Fim 06. Jan 2022 10:07

Ég myndi bara sjá hvort gamla vélin dugar ekki í þetta. Sjá hvort viðskiptafræðin sé eitthvað sem hentar þér og hvort þú nennir þessu námi. Alltaf hægt að kaupa fartölvu, liggur ekkert á.


ps5 ¦ zephyrus G14