Símahugleiðingar


Höfundur
Gormur11
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Símahugleiðingar

Pósturaf Gormur11 » Mið 15. Des 2021 09:44

Góðan daginn vaktarar.

Ég er að leita að síma fyrir föður minn en sá sem hann var með dó í gærkvöldi. Það var Galaxy S7 edge, en sá var gamall sími frá mér.

Ég er að velta fyrir mér hvað væri skynsamlegast að kaupa í staðinn fyrir hann. Hann notar símann nokkuð mikið til þess að fylgjast með eftirlitsmyndavélum hér heima og erlendis en almenna snjallmöguleika notar hann ekki svo mikið en eitthvað aðeins þó, aðallega messenger, facebook og þetta basic dæmi. Notar þó Storytel þó nokkuð.

Ég er að spá í að síminn verði svona sæmilega góður í allt þetta en alls ekki fara í eitthvað overkill og ekki endilega vera að festa mig í samsung en klárlega halda mig við Android.

Dettur snillingum eitthvað sniðugt í hug? Ég er að reyna að halda mig við svona eins lágt verð og maður kemst upp með en ekki endilega vera að kaupa eitthvað drasl...
Síðast breytt af Gormur11 á Mið 15. Des 2021 10:00, breytt samtals 1 sinni.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Predator » Mið 15. Des 2021 09:46

Alltaf best að byrja á því hvað þetta má kosta?


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Höfundur
Gormur11
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Gormur11 » Mið 15. Des 2021 10:01

Góð ábending, ég er ekki með verð í huga en er bara að reyna að sleppa eins ódýrt frá þessu og maður kemst upp með án þess þó að símtækið sé hreinlega eitthvað drasl.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf mercury » Mið 15. Des 2021 10:03

Er með s20 ultra og svo til nýjan A52 get alveg klárlega mælt með A52 ágætis myndavél, góð rafhlöðuending og sé ég takmarkaðan hraðamun á þessum 2 símum.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Viggi » Mið 15. Des 2021 10:07

Hef átt 2 samsung síma áður en ég fór í xiaomi og gæti ekki verið sáttari. Poco F3/GT hafa verið að gera mjög góða hluti í mid range símum svo mi 11t og þá er hann kominn með 67w hleðslu sem er ótrúlega þægilegt að hafa þegar maður þarf

https://www.tunglskin.is/
Síðast breytt af Viggi á Mið 15. Des 2021 10:10, breytt samtals 1 sinni.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Höfundur
Gormur11
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Gormur11 » Mið 15. Des 2021 11:03

Ég hef verið að skoða þennann hér að neðan. Eru Motorola símar ekki sæmilega traustir...

https://emobi.is/index.php?route=produc ... &order=ASC



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Daz » Mið 15. Des 2021 11:20

Gormur11 skrifaði:Ég hef verið að skoða þennann hér að neðan. Eru Motorola símar ekki sæmilega traustir...

https://emobi.is/index.php?route=produc ... &order=ASC


Ég myndi frekar taka Samsung ef þú vilt fá "merki"
https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=557




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf TheAdder » Mið 15. Des 2021 12:35

Motorola hafa oftast verið með tiltölulega "hreint" Android, þeir sem ég hef komið nálægt hafa reynst vel.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf rapport » Mið 15. Des 2021 14:00

Var með Motorola sem ég keypti ódýrt á einhverju Origo Outlet.

Saknaði Samsung virkni í símann en síminn var bara geggjaður. Elskaði að geta hrist hann til að kveikja á vasaljósinu.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Hlynzi » Lau 25. Des 2021 22:56

Gormur11 skrifaði:Ég hef verið að skoða þennann hér að neðan. Eru Motorola símar ekki sæmilega traustir...

https://emobi.is/index.php?route=produc ... &order=ASC


Ég er búinn að vera með Motorola G8 (ekki power) í rúmt ár, keyptur frá Emobi.is á 30 þús. kr. Gerir allt sem ég þarf að gera, hörkufín rafhlöðuending og síðan vildi ég hafa mini jack tengi líka, get ekki sett út á margt í honum.

Ég er ekki hrifinn af "punch hole" myndavélinni - en það komu meira og minna allir með þetta.
Myndavélin er skítsæmileg í myrkri - Flestir ef ekki allir snjallsímar þjást af þessum kvilla finnst mér, ef lýsing er ekki rétt/næg eru myndirnar frekar grófar.
Formfactor: Væri til í 0,5-1 cm mjórri síma - þetta er einstaklingsbundið og ég gleymi þessu oftast aðeins seinna.
Hvernig snýr síminn...er það kannski ég - en ég tek hann oft upp og veit ekki hvort hann snýr upp né niður fyrr en ég finn ekki fyrir fingrafaraskynjaranum aftan á símanum.

Minniháttar mál svosem, annars hef ég verið mjög sáttur við allt annað, sérstaklega rafhlöðuendinguna.


Hlynur


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Klemmi » Lau 25. Des 2021 23:28

Hlynzi skrifaði:Myndavélin er skítsæmileg í myrkri - Flestir ef ekki allir snjallsímar þjást af þessum kvilla finnst mér, ef lýsing er ekki rétt/næg eru myndirnar frekar grófar.


Dýrari símarnir höndla rökkur og myrkur betur, eina ástæðan fyrir því að ég er með dýrari síma núna til að ná betri mynd af krakkanum.
Var áður einmitt með Moto G8 Power, og konan enn með sinn þannig, og þar á undan Moto G6, alveg yndislegir budget símar.

Treð Moto upp á alla í fjölskyldunni... mamma með G7 Power, pabbi með gamla G6 minn. Konan var áður með Moto X4.

Tek undir með Rapport... sakna rosalega knock knock kveikja á vasaljósi fítusins, og snúa úlnliðnum tvisvar til að opna myndavélina!




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf jonfr1900 » Sun 26. Des 2021 01:33

Hérna er Samsung Galaxy A52s 5G (Síminn) sem er ekkert of dýr.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 26. Des 2021 04:01

Redmi 9 NFC frá tunglskin.is er góð kaup. Plastskjávörn & Silicon sleeve fylgja.
4GB RAM + 64GB flash. Dual-sim, sd-kort, 1080x2340 skjár. 5000mAh rafhlaða.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Sun 26. Des 2021 04:04, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf audiophile » Sun 26. Des 2021 07:39

Ef hann er vanur Samsung er gott að halda sig við Samsung. Fer kannski eftir hvað hann er gamall en eftir því sem fólk verður eldra vill það halda sig við kunnuglega hluti.

A52s eða S20 FE væri fín uppfærsla úr S7.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 384
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf kunglao » Sun 26. Des 2021 11:32

A32 5G frá Samsung er á innan við 50 kall og er fínasti sími


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD


orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf orn » Sun 26. Des 2021 21:13

Ef hann er ekki mikið að taka myndir, þá bara einhvern A síma frá Samsung. Ótrúlega fínir ef myndavélin er ekki aðalmálið.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 28. Des 2021 01:30

Ég sé á þessum þræði alvarlegt Samsung blæti. Hvað í veröldinni orsakar það?

Ég meina, Samsung eru klárlega hressilega yfirverðlagðir símar.



Skjámynd

dabbihall
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mán 04. Apr 2016 12:06
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf dabbihall » Þri 28. Des 2021 14:18

pixel 4a væri mitt pick


5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg-35wn75c-b

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf urban » Þri 28. Des 2021 15:13

Redmi note símarnir eru frábærir.
Er sjálfur með redmi note 10 pro 4G síma og þetta eru frábærir símar fyrir verðið.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Símahugleiðingar

Pósturaf TheAdder » Þri 28. Des 2021 16:26

Sinnumtveir skrifaði:Ég sé á þessum þræði alvarlegt Samsung blæti. Hvað í veröldinni orsakar það?

Ég meina, Samsung eru klárlega hressilega yfirverðlagðir símar.

Samsung er með stóran markað hér á landi, og mikið úrval af þeim almennt. Það þekkja þá flestir og eru jafnvel vanir UI í þeim.
Sjálfur er ég með Pixel og ætla að halda mig við þá :)


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo