Blikkandi BenQ skjár


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf Selurinn » Þri 28. Des 2021 14:02

Sælir,

Með hérna 28" BenQ sem er alveg nokkura ára gamall og byrjaði allt í einu að hegða sér svona rétt eftir að kveikt er á honum.
Í videoinu er bara rafmagnið tengt en hann hegðar sér nákvæmlega eins þrátt fyrir að hann sé tengdur með skjákapli í tölvu.

Er ekkert með miklar væntingar um að þetta sé eitthvað sem hægt er að laga, bara meira fyrir forvitnissakir ef einhver sem hefur reynslu eða unnið á verkstæði sem hefur séð þetta áður og veit hvað er í gangi.

Takk fyrir

Link: https://www.youtube.com/watch?v=Vkid2hVLuWc



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf Minuz1 » Þri 28. Des 2021 18:18

Er rafmagns tengillinn á skjánum nokkuð laus í, þ.e.a.s kapallinn ekki 100% fastur.
Var laus í gamla Benq skjánum mínum og er það líka í nýja BenQ skjánum mínum.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf mikkimás » Þri 28. Des 2021 18:22

Gerðist hjá mér með þó allt öðruvísi skjá.

Reyndist vera HDMI kapall sem hafði gefið sig.




Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf Selurinn » Mið 29. Des 2021 09:49

Minuz1 skrifaði:Er rafmagns tengillinn á skjánum nokkuð laus í, þ.e.a.s kapallinn ekki 100% fastur.
Var laus í gamla Benq skjánum mínum og er það líka í nýja BenQ skjánum mínum.


Hann er alveg pikkfastur, tengillinn er ekki laus bakvið skjáinn, búinn að prófa mismunandi rafmagnskapla líka

mikkimás skrifaði:Gerðist hjá mér með þó allt öðruvísi skjá.

Reyndist vera HDMI kapall sem hafði gefið sig.


Þetta hefur ekkert með skjákapalinn að gera, það er engin tölva tengd við skjáinn í klippunni. Ég gæti tengt vga/dvi/hdmi frá honum í tölvu og hann myndi hegða sér nákvæmlega eins og er búinn að prófa það. Fyrst vandamálið er að gerast eingöngu með rafmagn og þessi bláa mynd með no cable connected ætti að haldast uppi án þess að blikka þá lookar þetta eins og eitthvað PSU vandamál í skjánum en ég hef litla þekkingu á þetta.
Síðast breytt af Selurinn á Mið 29. Des 2021 09:52, breytt samtals 3 sinnum.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf dadik » Mið 29. Des 2021 10:31

Er þetta VHS videótæki þarna á hillunni bakvið skjáinn?


ps5 ¦ zephyrus G14


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf TheAdder » Mið 29. Des 2021 12:25

Gætu verið þéttar að fara í skjánum, mér reyndari menn í þessum efnum geta kannski staðfest það eða borið til baka.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf Selurinn » Mið 29. Des 2021 13:00

dadik skrifaði:Er þetta VHS videótæki þarna á hillunni bakvið skjáinn?


yes sir :sleezyjoe




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf playman » Mið 29. Des 2021 13:55

Get nánast fullyrt það að þéttarnir sé að fara í skjánum hjá þér, ævinlega þéttarnir í PSU, lítið mál fyrir einhvern að skipta um þá
sem kann á lóðbolta.
Borgar sig því miður ekki að senda hann á verkstæði nema að þetta sé dýr skjár, 10-20þ króna viðgerð.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Blikkandi BenQ skjár

Pósturaf Njall_L » Mið 29. Des 2021 14:49

Tek undir með öðrum sem hafa giskað á þéttavandamál. Ef þú treystir þér ekki með lóðbolta í þetta en vilt samt reyna á viðgerð þá get ég skoðað hann fyrir þig, sendu bara á mig PM


Löglegt WinRAR leyfi