Ljósnet símans + nýr router


Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf Hlynzi » Lau 25. Des 2021 20:19

Ég splæsti í nýjan Asus RT-AX58U router um daginn, mig langar helst að skila Technicolor routernum frá Símanum og notast alfarið við Asus routerinn.

Er hægt að nota Nokia ljósleiðara routerinn til að deila út símalínu (hann er með 2 port fyrir síma, RJ11) og er hægt að nýta hann líka sem router (núna er bara eitt port nýtt inná WAN á technicolor, væri til í að geta nýtt afgangs portin fyrir prentara, NAS geymsludrif og eina borðtölvu eða tengingu beint í sjónvarp (afruglarinn má hafa sitt sér port í öðrum hvorum routernum)

Hér er mynd af þessu, kannski að ég splæsi í lítinn patch panel fyrir þægilegri tengingar/breytingar, allir kaplar eru cat6 nema prentarinn.
Mynd


Hlynur

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Tengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf russi » Lau 25. Des 2021 21:37

Þú getur ekki nýtt ljósleiðaraboxið fyrir innranetið hjá þér, ef portin á router nægja ekki skaltu fá þér switch




Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf Hlynzi » Sun 26. Des 2021 13:20

Komst að því (eftir að fyrri google leit skilaði engu) að hægt er að tengja afruglarann beint inná Nokia ljósleiðaraboxið, ætla að heyra í símanum á morgunn og sjá hvort ég geti ekki tengt heimasímann inná Nokia boxið og sjá hvort sé hægt að nota hin tvö portin sem eru eftir í eitthvað.


Hlynur

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf oliuntitled » Sun 26. Des 2021 17:37

Getur tekið wan í router, myndlykil og voip í gegn um ljósbreytuna (nokia tækið), getur ekki notað portin á henni í meira en það.
allt sem tengist local networkinu einsog access point eða álíka geturðu ekki tekið í gegnum ljósbreytuna.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf B0b4F3tt » Mán 27. Des 2021 09:06

Þarf að láta Símann vita að maður ætli að beintengja myndlykil og VoIP síma við Nokia tækið? Þurfa þeir að gera einhverjar breytingar hjá sér?




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf TheAdder » Mán 27. Des 2021 11:14

Já þess þarf, það er þannig lagað samsettur netstraumur sem kemur inn í hús til þín, Nokia tækið sendir það áfram og routerinn skiptir því upp í Net, IPTV og VoIP og deilir á rétt tengi á sér.
Eftir breytingu þá skiptir Nokia tækir upp straumnum í Net, sendir það áfram, og IPTV og VoIP og setur það tvennt á sín tengi.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf Hlynzi » Mán 27. Des 2021 11:40

B0b4F3tt skrifaði:Þarf að láta Símann vita að maður ætli að beintengja myndlykil og VoIP síma við Nokia tækið? Þurfa þeir að gera einhverjar breytingar hjá sér?


Mjög líklegt, því að afruglarinn flug í gang en ekkert að frétta á VoIP, hringi í þá eftir mat og athuga þetta.


Hlynur

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf oliuntitled » Mán 27. Des 2021 14:13

Já þarft að heyra í þeim, by default þá er voip uppsetning á routernum en ekki ljósbreytu.




Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf Hlynzi » Mán 27. Des 2021 15:23

Hringi í þá áðan og öllu reddað.

Svo núna tengist heimasíminn í VoIP á ljósbreytunni (Nokia) ásamt afruglaranum fyrir sjónvarpið, það síðan gefur Uplink til Asus routersins sem sér um allt annað (borðtölvur, prentara og fl. allt á Cat6), sjónvarpstækið fær að fara inná WiFi þar sem ekki eru nógu mörg port laus til að hafa það tengt þar, en það er svosem sjaldan notað (SmartTV..einstaka sinnum sent á það í gegnum cast to device).


Hlynur


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf TheAdder » Mán 27. Des 2021 16:35

Myndi einn svona ekki virka hjá þér?
https://tolvutek.is/Netbunadur-og--thjo ... 729.action


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans + nýr router

Pósturaf Hlynzi » Mán 27. Des 2021 20:05

TheAdder skrifaði:Myndi einn svona ekki virka hjá þér?
https://tolvutek.is/Netbunadur-og--thjo ... 729.action


Jú, hann myndi gera það, en sleppi því þar sem þetta er bara port fyrir sjónvarpið sem vantar (það fær bara að vera á wifi, enda lítið notað)

Er semsagt með 2 borðtölvur, 1 NAS gagnageymsludrif, 1 prentara tengdann í 4 port á routernum, síðan komst afruglarinn fyrir í Ljósleiðaraboxinu sem reddaði eiginlega málunum.


Hlynur