Sælir Vaktarar
Geri nú ráð fyrir að einhverjir bíladellukallar séu hérna inni. Með hvernig háþrýstidælu mælið þið með til þess að þvo nýjan bíl?
Kv. Elvar
Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
B0b4F3tt skrifaði:Sælir Vaktarar
Geri nú ráð fyrir að einhverjir bíladellukallar séu hérna inni. Með hvernig háþrýstidælu mælið þið með til þess að þvo nýjan bíl?
Kv. Elvar
eins og svo oft áður snýst þetta um budget. miðað við það sem ég hef lesið þá eru Kränzle það besta. en þær eru alls ekkert ódýrar. fást hjá kemi og fossberg. svo eru fynjandi líka með fínar fælur frá AR ef ég man rétt.
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
Ég vann við ýmsan þvott með háþrýstidælum, 100-600bar, og hef brúkað ansi margar heimilisdælur líka. Ég hef því nokkuð sterkar skoðanir á þessu máli
Eitt af því sem er gott að varast er að horfa um of á börin. 100 bör er alveg nóg til að þvo bíl - það sem skiptir meira máli eru lítrar á mínútu því það ræður því hversu vel hún skolar eða ýtir frá sér óhreinindum og þar með hve afkastamikil hún er í léttari þrifum (þrífa bíla, skola stéttar). Þú ert oftast ekki að nota aflið (lesist börin) í háþrýstidælunni til að ná föstustu óhreinindunum af heldur frekar til að ná lausari óhreinindum og til að skola af sápu.
Ef þú hefur efni á því myndi ég mæla með dælu sem ræður við 600l/h. Það eru aftur á móti yfirleitt bara topp módelin sem ná því, t.d. K7 frá Kärcher. Vertu bara viss um að flæðið á kalda vatninu hjá þér sé nógu mikið.
Persónulega myndi ég frekar vilja 100bar dælu með 600l/h heldur en 150bar með 500l/h.
Eitt af því sem er gott að varast er að horfa um of á börin. 100 bör er alveg nóg til að þvo bíl - það sem skiptir meira máli eru lítrar á mínútu því það ræður því hversu vel hún skolar eða ýtir frá sér óhreinindum og þar með hve afkastamikil hún er í léttari þrifum (þrífa bíla, skola stéttar). Þú ert oftast ekki að nota aflið (lesist börin) í háþrýstidælunni til að ná föstustu óhreinindunum af heldur frekar til að ná lausari óhreinindum og til að skola af sápu.
Ef þú hefur efni á því myndi ég mæla með dælu sem ræður við 600l/h. Það eru aftur á móti yfirleitt bara topp módelin sem ná því, t.d. K7 frá Kärcher. Vertu bara viss um að flæðið á kalda vatninu hjá þér sé nógu mikið.
Persónulega myndi ég frekar vilja 100bar dælu með 600l/h heldur en 150bar með 500l/h.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 314
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Ótengdur
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
kusi skrifaði:Ég vann við ýmsan þvott með háþrýstidælum, 100-600bar, og hef brúkað ansi margar heimilisdælur líka. Ég hef því nokkuð sterkar skoðanir á þessu máli
Eitt af því sem er gott að varast er að horfa um of á börin. 100 bör er alveg nóg til að þvo bíl - það sem skiptir meira máli eru lítrar á mínútu því það ræður því hversu vel hún skolar eða ýtir frá sér óhreinindum og þar með hve afkastamikil hún er í léttari þrifum (þrífa bíla, skola stéttar). Þú ert oftast ekki að nota aflið (lesist börin) í háþrýstidælunni til að ná föstustu óhreinindunum af heldur frekar til að ná lausari óhreinindum og til að skola af sápu.
Ef þú hefur efni á því myndi ég mæla með dælu sem ræður við 600l/h. Það eru aftur á móti yfirleitt bara topp módelin sem ná því, t.d. K7 frá Kärcher. Vertu bara viss um að flæðið á kalda vatninu hjá þér sé nógu mikið.
Persónulega myndi ég frekar vilja 100bar dælu með 600l/h heldur en 150bar með 500l/h.
OK, aulaspurning. Er semsagt betra að vera með 600l/h dælu heldur en 500l/h til þess að skola af einum bíl reglulega? Finnur maður mikinn mun á þessu?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1024
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
K5 Kärcher er svaka slegga og ekkert alltof dýr
Ég er með eitthvað drasl frá Nilfisk, get ekki mælt með því
Ég er með eitthvað drasl frá Nilfisk, get ekki mælt með því
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
Er með K5 frá Kärcher. Mæli með.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
Er með þessa https://byko.is/verkfaeri-og-bunadur/ra ... tID=162374
Alveg solid. Nokkrir hausar, get sett sápu í brúsa og sápað allan bílinn á nokkrum sek og kefli sem rúllar upp slöngunni.
Ég hef alltaf keypt svona um vetur því þá er mesti afsláttur.
Alveg solid. Nokkrir hausar, get sett sápu í brúsa og sápað allan bílinn á nokkrum sek og kefli sem rúllar upp slöngunni.
Ég hef alltaf keypt svona um vetur því þá er mesti afsláttur.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
Kranzle 10/122 TS /thread
Ef þú tímir peningnum þá skiptir þú út byssunni fyrir Obsessed Garage með 4.0 spíss. Þá flæðir hún 12-13L per mín = 720l per klst
1000psi og eins mikið flæði og þú getur komið í gegnum dæluna á sama tíma og þá ertu í dúndur málum.
Það skiptir ENGU máli hve mörg bör/psi dælan þín getur heldur hvað hún flæðir af vatni.
Ef þú tímir peningnum þá skiptir þú út byssunni fyrir Obsessed Garage með 4.0 spíss. Þá flæðir hún 12-13L per mín = 720l per klst
1000psi og eins mikið flæði og þú getur komið í gegnum dæluna á sama tíma og þá ertu í dúndur málum.
Það skiptir ENGU máli hve mörg bör/psi dælan þín getur heldur hvað hún flæðir af vatni.
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
B0b4F3tt skrifaði:kusi skrifaði:Ég vann við ýmsan þvott með háþrýstidælum, 100-600bar, og hef brúkað ansi margar heimilisdælur líka. Ég hef því nokkuð sterkar skoðanir á þessu máli
Eitt af því sem er gott að varast er að horfa um of á börin. 100 bör er alveg nóg til að þvo bíl - það sem skiptir meira máli eru lítrar á mínútu því það ræður því hversu vel hún skolar eða ýtir frá sér óhreinindum og þar með hve afkastamikil hún er í léttari þrifum (þrífa bíla, skola stéttar). Þú ert oftast ekki að nota aflið (lesist börin) í háþrýstidælunni til að ná föstustu óhreinindunum af heldur frekar til að ná lausari óhreinindum og til að skola af sápu.
Ef þú hefur efni á því myndi ég mæla með dælu sem ræður við 600l/h. Það eru aftur á móti yfirleitt bara topp módelin sem ná því, t.d. K7 frá Kärcher. Vertu bara viss um að flæðið á kalda vatninu hjá þér sé nógu mikið.
Persónulega myndi ég frekar vilja 100bar dælu með 600l/h heldur en 150bar með 500l/h.
OK, aulaspurning. Er semsagt betra að vera með 600l/h dælu heldur en 500l/h til þess að skola af einum bíl reglulega? Finnur maður mikinn mun á þessu?
Í reynd munt þú finna meiri mun á því hversu mikið vatnsflæðið er (l/h) heldur en hversu mikill þrýstingurinn er (bör). Því meira sem vatnsflæðið er því betur skolar dælan af bílnum. Dæla sem er mörg bör en með lítið vatnsflæði er meira að frussa sápufroðunni til frekar en að skola henni af. Gengur á endanum en er ekki eins góð reynsla. Ef þú ætlar að skola stéttar eða plön þá ýtir vatnsmeiri dælan betur á undan sér mold og grjóti heldur en hin.
Ef ég væri að kaupa mér háþrýstidælu myndi ég reyna að finna 600l/h dælu og ekki hafa áhyggjur af því hvort eða hversu mikið umfram 100 bör hún væri en alla jafna eru 600l/h bara að finna í dýrustu heimilisdælunum. Mín "drauma"-dæla væri líklega Kranzle 10/122 TS; fast tengd í bílskúrnum og með háþrýstislönguna á sjálftrekkjandi kefli.
Re: Háþrýstidælu til þess að þvo bíl
Hefur einhver reynslu af Michelin dælunum sem VFS er að selja?
https://vfs.is/vorur/gardverkfaeri/hathrystidaelur/hathrystidaela-mpx-27dts-160bor-twin-flow/
https://vfs.is/vorur/gardverkfaeri/hathrystidaelur/hathrystidaela-mpx22eh-160bar/
Eða AVA dælunni hjá Bauhaus?
http://bladid.bauhaus.is/?page=10
Þjónustustigið hjá VFS er nokkrum þrepum ofar en Bauhaus þannig að það telur líka, en þetta er budgetið sem ég er að horfa á. Bara fyrir almenn heimilisnot (bíll, pallur/hellur, o.þ.h.)
https://vfs.is/vorur/gardverkfaeri/hathrystidaelur/hathrystidaela-mpx-27dts-160bor-twin-flow/
https://vfs.is/vorur/gardverkfaeri/hathrystidaelur/hathrystidaela-mpx22eh-160bar/
Eða AVA dælunni hjá Bauhaus?
http://bladid.bauhaus.is/?page=10
Þjónustustigið hjá VFS er nokkrum þrepum ofar en Bauhaus þannig að það telur líka, en þetta er budgetið sem ég er að horfa á. Bara fyrir almenn heimilisnot (bíll, pallur/hellur, o.þ.h.)
Ryzen 7 5800X - Noctua NH-D15S - Gigabyte Gaming OC RTX3070- G.Skill Trident Z 2x16 3600 - ASRock X570 Steel Legend- Seasonic M12II-620 EVO - Nanoxia Deep Silence Case